Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUK' 6. JÚNÍ1996 Þótti harð- fiskur hræði- lega vondur Sýningar á einleik Völu Þórsdóttur, Eða þannig, hefjast á ný í Kaffíleikhúsinu á laugardag en þær hafa legið niðri um skeið vegna fundar leikkonunnar við Dario Fo — fýrst í Mílanó en síðan í Kaupmannahöfn. I samtali við Orra Pál Ormarsson segir hún frá kynnum sínum af þessum virta leik- húsfrömuði sem hún lýsir sem öfgamanni. ÞEGAR Kaffíleikhúsið í Hlaðvarpan- um hleypti einleikjaröð sinni af stokkunum í vetur reið ung leikkona, Vala Þórsdóttir, á vaðið. Fer hún jafnframt með eina hlutverkið í leikn- um sem fjallar um fráskilda konu sem lætur sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Eftir einungis þijár sýningar fyrir fullu húsi varð Vala hins vegar frá að hverfa, þar sem hún átti stefnumót við hinn kunna leikhús- mann Dario Fo á Ítalíu. Þessi annálaði meistari commedia dell’arte hefur löngum verið í miklum metum hjá leikkonunni. Tileinkaði hún honum meðal annars einleiks- verk sem hún samdi þegar hún var í leiklistarnámi í Englandi. Byggði það á leiklist Fos, stjómmálaskoðun- um og fleiru manninum tengdu. Sendi Vala honum verkið og í þakk- lætisskyni bauð Fo henni tii fundar við sig í Mílanó. Vala dvaldist í fjóra „geysilega skemmtilega" daga í herbúðum kappans og konu hans, leikkonunnar Frönku Rame. Fyrstu kynni hennar af Fo voru þó heldur annarleg. „Við vorum stödd í lyftu á leið upp í íbúð- ina þeirra Frönku, ég, Dario, aðstoð- armaður hans og stelpa sem er að skrifa doktorsritgerð um hann. Þá segir Dario allt í einu: „Hvaða rosa- lega fýla er þetta.“ Steipan brást skjótt við og sagði að þetta væri örugglega iimvatnið hennar. Svo var ekki. Ég var hins vegar svo dijúg með mig að það hvarflaði ekki að mér að lyktin væri af mér.“ Féllust leikkonunni því hendur þegar böndin bárust að henni. „Vala, þessi lykt er af þér,“ sagði Dario og ég hugsaði með mér: „Guð minn góður, það hefur aldrei verið kvartað yfir ilmvatninu mínu áður, hvers vegna gerist það endilega hér?“ Vala segir að aðstoðarmaður Fos hafí fómað höndum og vinsamlegast beðið hann um að vera ekki svona dónalegan. Meistarinn hafí hins vegar hvergi gefíð sig og haldið langa ræðu um ilmvatnið og alla þess galla. „Þarna sýndi alþýðuhetjan á sér óvænta hlið en skömmu síðar skipti ég engu að síður um ilmvatn — fékk mér Armani. Það líkaði Dario betur, því þegar ég hitti hann næst faðmaði hann mig og kyssti og varð tíðrætt um hvað lyktin af mér væri góð.“ Vala segir þessa sögu lýsa Fo ágætlega, hann sé öfgamaður — hlutimir séu ýmist of eða van. „Síðan ber hann óneitanlega keim af því að hafa verið vinsæll og umtalaður lengi.“ Meistarinn átti þó eftir að sækja í sig veðrið en Vala fylgdist meðal annars með þeim hjónum að störfum í leikhúsinu, auk þess sem hún snæddi kvöldverð á heimili þeirra. „Ég var auðvitað dauðfeimin í fyrstu en feimn- in var hins vegar fljót að renna af mér, sérstaklega í návist Darios, Franka er svolítil prímadonna." Vala færði hjónunum margvísleg- an íslenskan varning að gjöf, þar á meðal harðfisk og lax. „Fo var hrif- inn af laxinum en þótti harðfiskurinn alveg hræðilega vondur." Fo og Rame eru þekkt fyrir að MORGUNBLAÐIÐ LISTIR VALA Þórsdóttir ásamt Dario Fo, eiginkonu hans Frönku Rame og vinafólki í Mílanó. „Þetta voru geysilega skemmtilegir dagar.“ HLÝTT á heilræði meistarans ásamt finnskum dansara. beina spjótum sínum að þjóðfélags- legu misrétti og sá Vala í ferðinni sýningu þeirrar síðarnefndu í verk- smiðju í Mílanó, þar sem hún var að lýsa yfír stuðningi við starfskonur sem sagt hafði verið upp störfum. „Franka kom fram endurgjaldslaust og vakti sýningin mikla athygli.“ Mikið álag Vala segir að mikið álag hafi verið á Fo og Rame þessa daga, einkum vegna fyrirhugaðrar ferðar til Dan- merkur, og fjölmiðlamenn hafí verið á hveiju strái. Þá sé Fo, sem stendur á sjötugu, nýstiginn upp úr erfiðum veikindum. „Þetta var svolítið sér- kennilegt. Maður var búinn að gera sér ýmislegt í hugarlund en auðvitað er þetta fólk bara eins og þú og ég — hefur sína kosti og galla. Auðvitað veit maður það innst inni en þarf ein- hverra hluta vegna alltaf að fá stað- festingu á því. Þetta voru engu að síður indælir og skemmtilegir dagar sem ég hefði ekki viljað missa af og vonandi á ég eftir að hitta þau aftur.“ Vala lét reyndar ekki þar við sitja heldur fylgdi Fo og föruneyti hans til kóngsins Kaupmannahafnar, þar sem hún tók þátt í námskeiði, Mast- er Class, undir handleiðslu meistar- ans í Folketeatret. Fór námskeiðið fram fyrir fullum sal áhorfenda, auk þess sem danska sjónvarpið fylgdist grannt með framvindu mála. „Þetta var mjög skemmtilegt nám- skeið sem fólst meðal annars í því að Fo byijaði á því að segja fólki sögu en valdi síðan einhvem úr hópn- um til að endursegja hana með öðrum hætti." Vala var meðal þeirra sem Fo fól að spreyta sig. „Ég átti að segja söguna á íslensku og náði mér vel á strik, þótt ég væri skíthrædd. Það er mjög óþægilegt að standa upp strax á eftir Dario Fo!“ Að sögn Völu var Fo hinn ánægð- asti með framgöngu hennar og sagði meðal annars við hana og Dana nokkum, sem jafnframt vakti mikla athygli, að hann skyldi ekki hvað þau hyggðust læra af honum. „Síðar gáfu þau Franka mér ýmis heilræði varðandi leikinn og sögðu að ég ætti fullt erindi á leiksvið á Ítalíu, hefði ég áhuga. Það var gaman að heyra,“ segir Vala sem talar reiprennandi ítölsku. Leikkonan sótti jafnframt tveggja vikna námskeið hjá hinum nafntog- aða leikhúsmanni Feruccio Soleri í Kaupmannahöfn, þar sem commedia dell’arte var í brennidepli. Segir hún það hafa verið krefjandi en afar gagnlegt. „Ætli það taki mig ekki sumarið að melta þessa ferð.“ Að því er fram kemur í máli Völu kynntist hún fjölda fólks á þessum námskeiðum. Var henni meðal annars boðin vinna hjá tveimur leikhópum. Er annar þeirra skipaður Dönum sem hyggjast sækja liðsstyrk til íslands, Grænlands og Færeyja til að setja upp Ofviðrið eftir Shakespeare. Hinn leikhópurinn er finnskur og styðst einkum við aðferðir commedia dell- ’arte. Hefur hann meðal annars leitað eftir samstarfi við Soleri á Ítalíu. Þá ku sitthvað fleira vera í far- vatninu. Vala sýndi til að mynda Eða þannig í tvígang í Kaupmannahöfn — á íslensku í Jónshúsi og á ensku fyrir hóp Dana á veitingastað. Lang- ar hana núna að fá einleikinn þýddan á dönsku. Auk þess hefur Margrét mikla, sem Lundúnaleikhópurinn sýndi í Tjarnarbíói á liðnum vetri, verið þýdd á ensku og hefur hópur- inn, sem Vala tilheyrir, hug á að færa verkið upp í London. Vala nýtti ferðina ennfremur til að fara um víðan völl á Ítalíu, sýndi meðal annars Eða þannig í Napólí, þar sem hún sótti aukinheldur ráð- stefnu um Dario Fo. Þá nýtti hún tímann til að leggja drög að stutt- mynd sem hún hefur hug á að gera ásamt Nicola Corvasce, starfsmanni RÚV, á næsta ári í Mílanó. Handrit- ið sækir Vala í eigin smiðju en mynd- in á að fjalla um ævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu. Þessi mál eiga þó eftir að skýrast og í augnablikinu er Eða þannig í Kaffileikhúsinu mál málanna. Kveðst leikkonan ekki hafa hugmynd um hvað hún taki sér næst fyrir hendur en eins og hún kemst sjálf að orði, „hef ég engar áhyggjur af því“. Bækur um andleg mál seljast grimmt Chicago. Reuter. MYNPLIST Gcrðarsafn BARBARA MORAY WILLIAMS ÁRNASON Útgefandi Listasafn Kópavogs. Rit- stjóri Guðbjörg Kristjánsdóttir. í TENGSLUM við hina umfangs- miklu sýningu á æviverki Barböru Amason, sem ljúka á um næstu helgi, var gefin út sérstök bók um listakon- una. Slíkt kynningarrit um þessa fjöl- hæfu listakonu hefur ekki komið út áður og er mikilsvert framlag til ís- lenzkrar sjónlistarsögu, og því tilefni að flalla um hana sérstaklega. Sigurður Geirdal bæjarstjóri skrif- ar stuttan formála, en Guðbjörg Kristjánsdóttir, listsögufræðingur og forstöðumaður Listasafns Kópavogs, ljallar í mjög ágripskenndri en skil- virkri ritgerð um listferil Barböru og kemur víða við eins og kaflafyrir- sagnir bera vott um; Mótunarár, elsta svartlistin, Brautryðjandi í þrykklist, Bókaskreytingar, 50 myndir við Passíusálma séra Hall- gríms, íslenzk náttúra með vatnslit- um, Smámyndir á börk og rófu- þrykkjur, Andiitsmyndir, Mynd- skreyting Melaskólans, Myndklæði með útskurðarsaumi, Myndir á tré- spón, Lopamyndir, Vatnslitaþrykk. Bók um Barböru Arnason 8 A R B Á R N A S 0 N KÁPA bókarinnar. Einnig eru í bókinni viðtöl við Bar- böru, sem Sigríður Thorlacius og Amalía Líndal tóku og birtust í Tím- anum 20. apríl 1961 og ritinu 65 1969. Grein Guðbjargar hefur Bern- ard Schudder snarað yfir á ensku, en hinar greinarnar eru á íslensku og ensku og óþýddar sem verður að teljast galli. Aftast í bókinni eru svo æviatriði og skrá yfir sýningar, bóka- skreytingar og verk, ásamt heimilda- skrá, sem er verk Guðbjargar og Auðar Sigurðardóttur. Bókin er í klassísku formi og umbroti, sem þau Kristín Þorkelsdóttir og Hörður Daníelsson hafa hannað yst sem innst og skila þau verki sínu óað- finnanlega, einkum er kápan aðlað- andi. Þó er spurn hvort formið sé ekki dálítið útjaskað í ljósi hinna miklu framfara í prentiðnaði undan- gengin ár, sem listaverkabækur hafa einkum notið góðs af. Litgreining hefur tekist vel og sömuleiðis Ijós- myndun sem þeir Ragnar Th. Sig- urðsson og Kristján Pétur Guðnason sáu um ásamt því að Andrés Kol- beinsson á fallega mynd á kápubaki. Setning, prentun og bókband er svo verk Odda hf. Bókbandið hefði mátt vera aðeins hnökralausara, því nokkrar opnur voru samanklesstar á stöku stað í mínu eintaki, sem þó var hægt að ráða bót á. Hér er um mjög lofsvert og afar þarft framtak að ræða og þó vottar fyrir einhveijum séríslenzkum fljót- virknisbrag á útgáfunni og saknar maður einkum að fleiri sérfróðir skuli ekki eiga ritgerðir í bókinni. Bragi Ásgeirsson BÆKUR um andleg málefni virðast vera nýjasta æðið sem hefur gripið bandaríska bókakaupendur. Æ fleiri höfundar slíkra bóka komast inn á metsölulistana og menn eru ekki á eitt sáttir um hver skýringin sé. Sumir telja að sjálfsleit eftir- stríðsárakynslóðainnar endurspegl- ist í þessum bókum, aðrir fullyrða að fólk leiti einfaldlega frekar en áður svara við grundvallarspurn- ingum á borð við hvort guð sé til. Neale Donald Walsh, 52 ára, er höfundur „Samræðna við Guð“ sem er nýjasta metsölubókin í þessum flokki. Hún hefur nú þegar selst í 50.000 eintökum og stefnir hraðbyri á metsölulista New York Times. Þar eru fyrir bækur á borð við „Himn- eskir spádómar" og framhald henn- ar, „Tíunda innsýnin" eftir James Redfíeld svo og „Sjö andleg lögmál velgengni" og „Leið töframannsins“ eftir Deepak Chopra. Bók Walsh er sett upp sem spurn- ingar og svör, byggt á samræðum sem höfundurinn segist hafa átt við kynlausan guð. Walsh skrifaði spurningar, „heyrði“ svörin og skrifaði þau niður. „Það var eins og einhver hvíslaði þeim í eyra mér,“ segir hann. Spurningarnar voru úr ýmsum áttum, t.d.: „Hvers vegna tekst mér ekki að verða mér úti um næga peninga? Svo og spurningin um tilganginn með til- veru okkar. Að sögn útgefanda bókanna eru kaupendur fólk á ýmsum aldri og af báðum kynjum. Fyrri bók Red- fields hefur selst í um fimm milljón- um eintaka og var söluhæsta bandaríska bókin árið 1995. Hún hefur verið þýdd á 40 tungumál. Fyrri bók Chopra hefur selst í um 1,5 milljónum eintaka. Söluaukningar verður til dæmis vart á bókasýningum. Á sýningu sem haldin er árlega í Chicago munu 78 útgefendur kynna bækur sem flokkast sem „trúarlegar" eða „andlegar". í fyrra voru þeir 34. Er fullyrt að sala á bókum um and- leg málefni hafi aukist um 92% á árunum 1991 til 1994 en 31% í öðrum flokkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.