Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson JÓN ásamt sonum sínum, tengdadóttur og bróður að lokinni afhjúpun minnisvarðans. Frá vinstri Sigurður Jónsson, Asta Arnmundsdóttir, Jón Vigfússon, Vigfús Jónsson og Guðmundur Vigfússon. Minnisvarðar um ótrú- leg björgunarafrek afhjúpaðir í Eyjuin Vestmannaeyjum - Minnisvarðar um ótrúleg björgunarafrek tveggja Vestmannaeyinga, Jóns Vigfússonar og Guðlaugs Frið- þórssonar, voru afhjúpaðir að morgni sjómannadagsins. Annar minnisvarðinn er staðsettur á Of- anleitishamri en hinn er á Hauga- svæðinu austan við Eldfell en menningarmálanefnd Vestmanna- eyjabæjar átti veg og vanda að því að minnisvarðarnir voru gerðir og settir upp. Athöfnin hófst á Ofanleitis- hamri við þann stað er Jón Vigfús- son vann afrek sitt fyrir 68 árum. Unnur Tómasdóttir, formaður menningarmálanefndar, flutti stutt ávarp við upphaf athafnar- innar og bauð gesti velkomna en síðan flutti Sigurður Jónsson, son- ur Jóns Vigfússonar, ávarp. Þar sagði hann frá afreki föður síns en hann kleif þverhníptan Ofan- leitishamar er Sigríður VE 240, sem hann var vélstjóri á, strand- aði við Hamarinn 13. febrúar 1928 í kafaldsbyl og fosti. Áhöfn bátsins tókst að komast upp á syllu í berg- inu eftir að báturinn strandaði og eftir að þeir höfðu hýrst á syllunni nokkurn tíma ákvað Jón að freista þess að klífa Hamarinn til að sækja hjálp. Fór hann upp hamar- inn þar sem hann er talinn ókleif- ur, gekk til byggða og sótti hjálp þannig að öllum skipvetjum var bjargað. Sögur af björgunarafreki Jóns bárust um allt land og einnig vakti það athygli erlendis enda var hann sæmdur erlendri orðu fyrir afrekið. Sigurður afhenti við þetta tækifæri Byggðasafni Vest- mannaeyja til varðveislu orðuna og bikar sem Jón hlaut vegna björgunarafreksins ásamt mynd af mb. Sigríði. Einnig færði hann Byggðasafninu líkan af Voninni VE 113 sem Jón faðir hans ásamt bræðrum sínum gerði út frá Eyjum um árabil. Að loknu ávarpi Sigurðar af- hjúpaði Jón Vigfússon minnisvarð- ann ufn afrek sitt. Að athöfninni á Ofanleitishamri lokinni var haldið á Haugasvæðið, austan Eldfells, þar sem Guðlaug- ur Friðþórsson kom gangandi yfir úfið hraunið eftir að hafa synt til lands um 5 kílómetra leið austan af Ledd eftir að Hellisey VE sökk fyrir 12 árum. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir flutti ávarp og rifjaði upp Helliseyjarslysið og afrek Guðlaugs. Hún minntist skipsfé- laga Guðlaugs en hann einn bjarg- aðist er Hellisey VE hvolfdi og sökk 11. mars 1984. Guðlaugur synti til lands um fimm kílómetra í köidum sjónum og gékk síðan berfættur yfir hraunið til byggðar enda er afrek hans talið einstætt. Að loknu ávarpi séra Jónu af- hjúpaði Pála María Guðmunds- dóttir, frænka sambýliskonu Guð- laugs, ásamt Guðlaugi minnis- varðann. Eftir afhjúpun minnis- varðans flutti Unnur Tómasdóttir ávarp þar sem hún þakkaði öllum sem hefðu komið að framkvæmd- um við gerð og uppsetningu minn- isvarðanna og sagðist vonast til að með þessum minnisvörðum geymdist sagan um ótrúleg afrek þessara tveggja Vestmannaeyinga um ókomna tíð. Rætt um lokun elliheimilisins Barmahlíðar í Reykhólahreppi Yilja hindra lokun með liagTæðingn REYNA á að fækka stöðugildum á elliheimilinu Barmahlíð í Reykhóla- hreppi um þtjú samkvæmt hagræðing- aráætlun sem búið er að gera. Starfs- mönnum var sagt upp frá og með 1. mars og áttu uppsagnir að taka gildi 1. júní sl., en ákveðið hefur verið að reyna að halda starfsemi áfram og hagræða í rekstrinum eftir megni. Hagræðingin felst m.a. í breyttri vaktaskipan og áðurnefndri fækkun starfsmanna og verða um sex stöðu- gildi eftir að loknum breytingum. Atta til níu vistmenn eru á heimilinu og segir Guðmundur Ingóifsson sveitarstjóri í Reykhólahreppi að reynt verði að fá fleiri vistmenn. Rekstur neikvæður „Ef við gætum fengið þijá til fjóra vistmenn í viðbót myndi rekstraraf- koman vera miklu jákvæðari. Á fundi með starfsfólki á mánudag ræddi ég þær breytingar sem verið er að gera í hagræðingarátt og vona að sátt verði um þær,“ segir hann. Hann segir að hreppsnefnd hafi verið tilkynnt að hagkvæmast væri að loka Barmahlíð vegna óhagstæðs rekstrar, en hreppsnefnin og heil- brigðisráðuneytið vinni hins vegar að lausn til að halda rekstrinum gangandi. „Halli á þessum rekstri greiðist úr sveitasjóði og þar er takmarkað fé til. Við skuldurn 240 milljónir króna og viljum vinna okkur út úr þeim vanda, en hluti hans er rekstur Barmahlíðar sem hefur verið ákaf- lega þungur undanfarin ár. Á síð- asta ári var rekstur heimilisins nei- kvæður um 5-6 milljónir króna og hann hefur verið neikvæður síðan 1991, án þess þó að ég kæri mig um að birta heildarkostnað við heim- ilið á þeim tíma,“ segir Guðmundur. Hann kveðst vonast til að ha- græðing leiði til þess að reksturinn nálgist núllið, en forsendur þess að það takist sé fjölgun vistmanna. Hreppsnefnd Reykhólahrepps mun að sögn Guðmundar fá úttekt hans eða eftirmanns í starfi á rekstri Barmahiíðar fyrir 1. september næst komandi og þar verði tekin ákvörðun um áframhaldandi rekstur í samvinnu við ráðuneytið. „Ef enginn vill borga tapið verður að loka heimilinu en við ætlum okk- ur að búa svo um hnútana að þess þurfi ekki,“ segir hann. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson KRAKKARNIR draga skreyttan bíl í gegnum bæinn. Við stýrið sat oddviti Höfðahrepps. Mjólkurfema- heimsmet Skagaströnd - Nemendur Höfðaskóla telja sig hafa sett heimsmet með því að byggja stærsta píramída sem byggður _ hefur verið úr tómum mjólkurfernum. I píramídann fóru milli tvö og þijú þúsund mjólkurfernur sem krakkarnir söfnuðu heima hjá sér og límdu siðan saman. Unnið var að „heimsmetinu“ í vinnu- viku í skólanum. Þema vikunnar að þessu sinni var leikir og kurteisi og voru krakk- arnir alla vikuna í leikjum úti og inni, gönguferð og náttúruskoðun ásamt því að byggja sér tívolí á skólaVellinum. Tív- olíið var síðan notað í lok vikunnar á föstudegi þegar allir krakkarnir fóru í gegnum ákveðna þrautabraut eftir að hafa dregið gamlan bíl, sem þeir höfðu skreytt, í fararbroddi skrúðgöngu um bæinn. Að lokinni ferð í gegnum þrautabraut- ina voru síðan grillaðar pylsur ofan í mannskapinn við miklar vinsældir. PÍRAMÍDINN sem unninn var úr tómum mjólkurfernum. París kr 19.172 í júlí og ágúst Heimsferðir bjóða nú beint flug til Parísar alla miðvikudaga í júlí og ágúst í sumar. Fiug, flug og bíll eða flug og hótel á frábæru verði. verðkr. 19.172 Hjón með 2 böm, 3. júlí, flug og skattar. Bókaðu meðan enn er laust. verð kr. 22.000 Fargjald fyrir fullorðinn með sköttum, 3. júlí. verö kr. 35.800 Vika í París, flug, gisting, skattar, m.v. 2 í herbergi Edouard IV, 3. júlí. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Kaupfélag Þingey- inga leigir Þingey Húsavík - KAUPFÉLAG Þingey- inga og Skipafgreiðsla Húsavíkur ehf. hafa gert með sér samning þess efnis að KÞ leigir verslunina Þingey af SAH frá og með 1. júní Þingey verður því 5. matvöruversl- unin sem KÞ rekur á Húsavík og í nálægum sveitum og mun verslun- in verða áfram rekin undir nafninu Þingey. Kaupfélagið hefur aukið umsvif sín í matvöruverslun síðustu miss- eri og verðlag hjá félaginu verið mjög svipað og á Akureyri og verð- lagskannanir hafa sýnt að verslanir félagsins eru mjög samkeppnisfær- ar á landsvísu. Þessum árangri hef- ur félagið náð með breyttum og hagkvæmari innkaupum og hag- ræðingu í rekstri. Með því að leigja Þingey og breyta henni í lágvörumarkað hyggst KÞ skapa grunn til þess að ná meiri árangri í rekstri m^tvöru- verslunar, sem skili sér í lægra vöruverði til neytenda. Nokkrar breytingar verða þessu samfara og verður verslunin lokuð í nokkra daga í byrjun júní á meðan framkvæmdir standa yfir. Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf. er með þessum hætti að marka sér skýrari stefnu í sinni starfsemi með meiri áherslu á landflutninga, skipaafgreiðslu og smíði vöru- bretta. Á Húsavík reka því framvegis aðeins tveir aðilar matvöruverslan- ir; Kaupfélagið og kaupmaðurinn á hominu í Búrfelli. Frágangur við stálþil á Flateyri og Þórshöfn HAFNAMÁLASTOFNUN hafa opn- að tilboð í framkvæmdir á Flateyri og Þórshöfn. Verkið á Flateyri er fólgið í því að steypa þekju og byggja sambyggt ljósamasturs- og vatnshús við stálþilið í bátahöfninni o.fl. Áætl- aður kostnaður var 8,2 milljónir kr. Tvö tilboð bárust, það iægra var frá Trésmiðjunni hf. í Hnífsdal, tæplega 8 milljónir kr. sem er 96,8% af kostn- aðaráætlun. Framkvæmdin á Þórshöfn er sama eðlis, en heldur umfangsmeiri. Fyrir- fram var kostnaður áætlaður 11,5 milljónir kr. Tvö tilboð bárust, það lægra frá Þ.H. verktökum hf. á Þórs- höfn, liðlega 11 milljónir kr. sem er 96,5% af áætlun. i í I > ! I I t I I I i I l I I í I a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.