Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 49 in. En einhver æðri máttarvöld gripu í taumana. Ég og fjölskylda mín vottum eig- inkonu þinni, sonum, systkinum þín- um og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Minning þín lifir með okkur og gefur okkur styrk hvern einasta dag. Blessuð sé minning Guðmundar Thoroddsen. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Guðmundur Thoroddsen, vinur I minn, er fallinn í valinn fyrir aldur I fram. Ég kynntist Guðmundi náið þegar hann átti heima í Barmahlíð og ég í Mávahlíð á árunum innan við ferm- ingu og við héldum sambandi fyrstu árin eftir að hann flutti með foreldr- um sínum og systkinum að Lauga- læk. Eftir það skildu leiðir okkar að mestu. Mér er æskuheimili Guðmundar mjög minnisstætt. Þar var sérstakur j andblær menningar og mannúðar, hátt til lofts og vítt til veggja fyrir ungar og leitandi sálir. Fjölskyldan gaf Guðmundi frelsi til að þroska hæfileika sína óhikað og hann naut þess í ríkum mæli með tilraunum og ýmsum uppátækjum. Mér þótti stundum nóg um tíma og erfiði sem hann varði til að byggja kastala, smíða vopn og verjur og kveikja svo í öllu saman með púðrinu frá pabba mínum, bara til að sjá það fuðra upp. Guðmundur tók upp á ýmsu bæði fyrr og síðar, en gamanið var græskulaust og aldrei varð ég var við illfýsi hjá honum eða að hann bakaði sér óvild annarra. Guðmundur var gæddur miklum foringjahæfileikum. Honum veittist létt að slá upp fylkingu róttækra fylgdarsveina meðal skólafélaga sem fæstir voru farnir að leiða hugann að þjóðmálum. Guðmundur var fjölgáfaður eins og hann átti kyn til. I honum var einhver frumkraftur og frjó sköpun-' argáfa í bland við dirfsku og þor. Honum geðjaðist ekki að tepruskap, smáborgarahætti og meðalhófi en vildi njóta lífsins og smitaði frá sér kitlandi kátínu og kunni að gefa öðrum. Guðmundur ferðaðist og bjó víða um heim og aflaði sér þekkingar og reynsiu sem hann miðlaði til okkar hinna með myndlist, tónlist og ein- stakri frásagnargáfu. Hann var óvenjulegur hæfileikamaður en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir illvíg- um sjúkdómi í blóma lífsins. Það er sárt til þess að vita að Guðmundur fékk ekki að fylgja ung- um sonum sínum og Elísabetar lengra á leið, því eðlislæg gjafmildi hans og tjáningarþörf hefði getað miðlað þeim af óvenju fjölþættri lífs- reynslu. Ég bið góðan Guð að styrkja Elísabetu, drengina litlu og aðra ást- vini í sorg þeirra. Minningin um góð- an dreng lifir. Sigurður Jónsson. minniiegra allt samneyti við þennan mann frá upphafi. Ég kynntist hon- um sumarið 1975 þegar Gabríellurn- ar þijár fóru að syngja við húmor- hlaðinn píanóundirleik Guðmundar og bassaleik vinar hans Jóns Sigurp- álssonar. Gabríellurnar höfðu áður losað sig við undirleikarasveitina Grasrex vegna popptilhneigingar, en kölluðu þó til undirritaðan gítarleik- ara þein'ar sveitar og úr varð sext- ett sem Guðmundur skírði „hljóm- sveitin Hljómsveitin hlær“ (stundum kölluð Diabolus in Musica hin fyrri). Upphófst þá mikil skemmtan sem entist í rúmt ár og er geymd á hljóm- plötu, en vinskapur hefur enst síðan þrátt fyrir að meðlimir sveitarinnar hafi allir tvístrast víða um lönd á 15 ára tímabili. Á því tímabili hafði Guðmundur m.a. lært listmálun í París og Amsterdam, endurreist DIM timabundið með að hluta til breyttum mannskap, smíðað sér 26 feta segl- skipið Drífu í Kaupmannahöfn, sér- útbúið til úthafssiglinga, og siglt því um norður- og suðurhöf árum sam- an. I síðustu siglingunni með mági hans munaði litlu að illa færi við suðurodda Argentínu. Árið 1992 náðist svo sveitin loksins saman aft- ur, - þá orðin ráðsett, í afkima á Hótel Holt, skálaði til gleðinnar og bókstaflega grét úr hlátri heilt kvöld yfir minningum og mat. Þegar spurt var hvað væri verið að gera var svar- ið að gömlum hætti „þetta sama“, en ekkert var fjær lagi í tilfelli G. Thor sem gerði aldrei það sama alla ævina, enda bóhem í bióðinu. Guðmundur var eðlisfyndnasti maður, sem ég hef fyrirhitt. Það var lífsstefna að sjá eitthvað hlægilegt í öllu í kringum sig; fyndni hans var úthugsuð og gat verið hæðin en þó ekki illskeytt, enda kurteis vel þótt uppátektarsamur væri. Hann var jafnfyndinn á frönsku eins og á öðr- um tungum, því urðu fyrir nokkrum árum pústrar milli franskra ferða- manna er þeir börðust um sæti í lang- ferðabifreið þeirri sem Guðmundur hafði ieiðsögu með. Þegar hann brá sér í hálfan vetur í læknadeildina eins og hann átti kyn til fannst hon- um líffærafræðin svo fyndin að ana- tómíuvinnubókin hans varð frægt listaverk og karíkatúr, sem var seinna hlutuð niður til innrömmunar og prýðir nú veggi ýmissa lækna. Gamansemin entist til hins síðasta. Þegar hann dvaldi á Landspítalanum nú í vor þuffti hann sterk verkjalyf, sem gefin voru með lyfjadælu og hvíta næringarlausn gefna gegnum slöngur í æð og samdi hann þá nýyrð- in „dópetta" (sbr. dóp og pípetta) og „kaplamjólk“. Frammi á gangi var stytta, sem hann heilsaði alltaf („sæll afi“) sagði hann mér, af því að hún minnti hann á æsku hans þegar afi hans kom í sveskjugrautinn á sunnudögum. Styttan er af Guð- mundi Thoroddsen, skurðlækni, pró- fessor og fyrsta yfirlækni Landspítal- ans. Þegar ævintýramaður eins og Guðmundur kveður, verður jarðvist okkar sem þekktum hann fátæk- legri, þótt hann lifi áfram í minning- unni. Hans er nú sárt saknað af öll- um sem urðu á vegi hans en ég og kona mín sendum innilegustu samúð- arkveðjur Elísabetu konu hans og sonunum ungu, sem_mest hafa misst. Páll Torfi Önundarson. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Thoroddsen bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vinur minn Guðmundur Skúlason Thoroddsen og Drífuson Viðar, mað- ur Elísabetar Gunnarsdóttur arki- tekts og faðir tveggja ungra sveina lést á ísafirði þ. 25. apríl úr krabba- meini. Ljóst hafði verið um skeið að hverju stefndi. Sex dögum fyrir andl- átið sté hann þó fram úr dánarbeð sínum og brá sér niður í skipasmíða- stöð þar í bæ til að sýna bræðrum sínum seglskip sem hann átti þar í smíði. Þótt endalok Guðmundar hafi ver- ið dapurleg og ótímabær er þó eftir- MOSAIK hf. Hamarshðfði 4 “R587 1960 Áacij riuttij LEGSTEINAR Margar gerðir Fjölbreitt úrval steintegunda íslensk framleiðsla + Helga Kristín Jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. desember 1955, hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 30.5. sl. Foreldrar hennar eru hjónin Anna Guðrún Helga- dóttir, f. 24.7. 1920, og Jón Sveinsson, f. 3.9. 1914. Alsystir Helgu er Hulda Jóns- dóttir gift Maiforth, f. 11.5. 1963. Hálf- systkini sammæðra: Heiðdís Norðfjörð, f. 21.12. 1940, Sigurrós Svavars- dóttir, f. 21.5. 1946, d. i frum- bernsku 6 mánaða gömul, Svav- ar Svavarsson, f. 18.8. 1950. Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Ólafur Ingibjörnsson, f. 1.6. Mig langar að minnast vinkonu minnar hennar Helgu. Mig setti hljóða þegar Óli hringdi og sagði „Hún Helga er dáin“. Mér fannst það svo ótímabært þó að við hefðum mátt búast við þessu því hún var búin að vera svo mikið veik en enginn er tilbúinn fyrir svona tíð- indi. En ég á minninguna um góða vinkonu alltaf í hjarta mínu. Ég minnist góðra tíma þegar við vorum í kaffi og mat hjá hvor annarri, þá var sko spjallað, já, við skemmtum okkur nú vel. Þá var nú ekki minna fjörið hjá okkur á þrettándanum þeg- ar við vorum einar með krakkana og vorum að reyna að kveikja á blys- um og flugeldum, það verður aldrei sagt um okkur að við værum góðar í því. En svo flutti ég til Eyja og þá var nú síminn notaður og alltaf var jafn gaman að hittast á ný. Já, hennar Helgu er sárt saknað en við eigum minningarnar og þær getur enginn tekið frá okkur. Elsku OLi, Lísa og Linda, ég votta ykkur innilegustu samúð og einnig foreldrum Helgu. Ég bið góðan Guð að styrkja ykk- ur í sorg ykkar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Kristín Ásmundsdóttir. „Rósir hafa þyrna, en þyrnar bera líka rósir.“ Þessi orð sagði Helga við mig þegar við kynnumst fyrir sextán árum. Þessi glæsilega kona sem tók á móti mér og leiddi mig fyrstu skref- in í Al-Anon samtökunum. Við kynntumst vel og urðum góðar vin- konur á þeim tíma, báðar heimavinn- andi með lítil böm. Margar stundir áttum við saman yfir kaffibolla, þar sem rætt var um lífið og tilveruna og af hveiju við yrðum að takast á við ýmsa hluti í lífinu sem við skild- um ekki hvemig gerðust og af hveiju, en við vorum sammála um að þetta væru verkefni, sem okkur væri ætlað að vinna að hér í heimi og bæri að mæta með einurð og æðruleysi. Þessai c stunda minnist 1928. Börn þeirra eru: Lísa, f. 14.3. 1979, menntaskóla- nemi, og Linda, f. 8.11. 1981, grunn- skólanenii. Eftir nám _ í verslunardeild Ár- múlaskóla í Reykjavík starfaði Helga í Lauga- vegsapóteki 1973- 1978. Próf frá Lyfjatækniskóla íslands 1977 og læknaritari hjá eft- irlifandi eig- inmanni sínum frá 1980. Lög- giltur læknaritari síðan 27.11. 1991. Útför Helgu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ég oft og sérstaklega nú, þegar Helga hefur lokið sínum verkefnum með sóma. Helga var glæsileg kona og sópaði af henni hvar sem hún kom, hún átti fallegt heimili og yndislega fjöl- skyldu sem hún var mjög stolt af og ræktaði af alúð. Eins og oft vill verða skiljast leið- ir og við hittumst sjaldnar hin síðari ár, en alltaf var eins og við hefðum bara hist í gær. Síðast áttum við saman skemmti- lega stund í eldhúsinu hjá Önnu Lilju, kærri vinkor.u minni og mágkonu Helgu. Þar var spjallað um heima og geima og riijaðar upp gamlar stundir. Helga var þá orðin mjög veik, en hún var ákveðin í að takst á við og sigra í baráttunni við sjúk- dóminn og að næsta meðferð gæfi henni batann. En vegir Guðs eru órannsakanleg- ir og því sjáum við nú á eftir yndis- legri konu. Kæra Helga, hafðu þökk fyrir alla þá von, styrk og kærleika sem þú gafst öðrum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kæri Ólafur, Lísa, Linda og ástvin- ir allir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur. Lífið heldur áfram og eins og Helga sagði þá bera þyrnar líka rósir. Heiðrún B. Jóhannesdóttir. „Komið til mín, allir þér, sem erfiði hafíð og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ (Matt. 11.28.) Þessi huggunarorð frelsarans komu mér í hug, er ég frétti lát elsku- legrar systur minnar, Helgu Kristínar Jónsdóttur, Æsufelli 4, Reykjavík. Lengi hafði hún átt í baráttu við erfið- an sjúkdóm, og þó ég hafi innst inni vitað að hveiju stefndi, varð ég harmi slegin og söknuðurinn settist í sál mína eins og farg. Það er erfitt að trúa því að þessi unga lífsglaða kona sé horfin á braut. Helga Kristín var einstaklega dug- leg og fas hennar einkenndist af glað- lyndi og heillandi viðmóti. í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur fólst sam- viskusemi og umhyggja hennar fyrir fjölskyldu sinni, foreldrum, ættingjum og vinum var einstök. Hún var eins og sólargeisli er vermdi allt í kringum sig. Þegar við hittumst í mars síðastl- iðnum, undraðist ég hugrekki hennar. Ekki mælti hún æðruorð og vonin var henni sannarlega efst í huga. Leiftrandi gáski og gleði í augum, sólskinsbjart bros og dillandi hiátur. Þannig man ég systur mína. Við Gunnar, synir okkar og fjöi- skyldur þeirra, sendum Ólafí eigin- manni hennar, dætrunum ungu, þeim Lísu og Lindu, svo og foreldrum og öðrum aðstandendum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að varðveita þau og hugga á sorgar- stundu. Helga Kristín átti einlæga trú á Guð og treysti honum. Huggun gegn harmi eru orð Krists, sem sagði: „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.25). Heiðdís Norðfjörð, Akureyri. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, MARGRÉTAR JÓSEFSDÓTTUR, Kleppsvegi 30, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Ingi, Einar Þórir, Magnús. t Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföð- ur, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA GÍSLASONAR frá Viðey, Skúlagötu 64. Sérstakar þakkir til starfsfólks 14G Landspítalans fyrir góða umönnun. Jóhanna Bjarnadóttir, Þórdís Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir, Eyþór Jónsson, Kjartan Steinólfsson, Sigríður Þorláksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur, mág- konu og frænku okkar, INGVELDAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR frá Þingeyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða umönnun. Magnús Guðmundsson, Anna M. Eliasdóttir, Bjarni Skarphéðinsson, Sigrún Elíasdóttir, Auður Andrésdóttir, Benedikt Olgeirsson. HELGA KRISTIN JÓNSDÓTTIR Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÖTEL LDTTLEIÖIU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.