Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 31 Kvótinn hefur brugðist KVOTAKERFIÐ er byggðastefna sem hef- ur brugðist. 1. Það byggir ekki á sameign þjóðar á auðlindum sjávar. 2. Það getur svipt byggðarlag h'fs- björginni á einni nóttu. 3. Það kemur í veg fyrir að sjávar- útvegsfyrirtæki geti borgað mann- sæmandi laun. 4. Það mismunar í úthlutun á veiði- kvóta. 5. Það grefur undan lífskjörum og búsetu í sjávar- þorpum. 6. Það hamlar gegn nauðsynlegu átaki til fullvinnslu sjávarafurða. 7. Það tekur hagsmuni fjármagns- ins fram yfir búseturétt fólks. 8. Það færir mikil völd í hendur fárra manna. 9. Það stuðlar að braski með bú- setu og lífskjör fólks. 10. Það safnar fiskveiðiréttindum á færri hendur og gerir þá stóru stærri. 11. Það byggir upp erfðarétt fyrir sægreifa. 12. Það sundrar þjóðinni. Það er alveg skelfilegt hvernig hagsmunasamtök launafólks hafa látið sig litlu skipta hvernig það fisk- veiðistjórnunarkerfi sem er í gangi í dag hefur fest í sessi með þeim stórkostlegu göllum sem á því eru. Kvótabraskið og verkamaðurinn Kvótakerfið sem er að festast í sessi hefur myndað eignarrétt fyrir útgerðarmenn og af- komendur þeirra og þeir geta selt eða keypt (braskað) með óveiddan fisk og jafnvel ófæddan físk eins og þeim sýnist og þetta brask hefur haft gífurleg áhrif á líf og starf fiskverkafólks og sjómanna úti um allt land. Það er með öllu óþol- andi að byggðarlög sem byggja nánast alia lífsafkomu sína á fisk- vinnslu og fiskveiðum þurfi að búa við það að lífsbjörgin sé í höndum örfárra aðila eða jafnvel eins aðila sem getur þegar honum sýnist ákveðið að hætta rekstri og selt hæstbjóðanda lífsjbörg fólksins (sameign íslensku þjóðarinnar). Kjarasamningar og verkamaðurinn Við vitum það öll að þegar verið er að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði er það ævin- lega borið á borð, við samningagerð- ina af okkar viðsemjendum, að fisk- vinnslan þoli ekki neinar launahækk- anir og samningar taka oft mikið af afkomu fiskvinnslunnar. Það gef- ur auga leið að fiskvinnslan þolir ekki það óhefta kvótabrask sem er í gangi í dag, þar sem óveiddur fisk- ur gengur kaupum og sölum fyrir ofurverð sem orsakar það að ekki er hægt að greiða mannsæmandi laun. Þessi stefna grefur undan lífs- kjörum og búsetu í sjávarþorpum og einnig á höfðuborgarsvæðinu sem þolir ekki allan þann fólksflótta af landsbyggðinni sem átt hefur sér stað á undanförnum árum til höfuð- Við eigum að mótmæla gegndarlausri frysti- togaravæðingu, segir Eiríkur Stefáns- son, og útflutningi á óunnum fiski. borgarsvæðisins m.a. vegna afleið- inga kvótabrasks. Fiskveiðistefnan hefur hamlað gegn átaki til fullvinnslu sjávaraf- urða og fjögun starfa t.d. vegna þess fjölda frystitogara sem keyptur hefur verið til landsins á undanförnum árum. Með þessari frystitogaravæð- ingu hefur eingöngu verið hugsað um hagsmuni þeirra útgerðarmanna sem skipin eignast, en ekki þess fjölda verkamanna sem misst hefur atvinnuna af þeim sökum. Guðmundur J. Guðmundsson, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar, hefur verið óþreytandi við að skrifa greinar eða fara í fjölmiðlaviðtöl og benda á að fjölgun starfa á íslandi og aukning þjóðarauðs mun að veru- legu leyti skapast með aukinni full- vinnslu á sjávarafla og að dregið verði úr útflutningi á óunnum eða hálfunnum sjávarafla. ísland er í raun og veru ein stór verstöð og þjóð- in á í sameiningu að ráðstafa þeim lífsgæðum sem landið og fiskimiðin bjóða upp á en ekki örfáir sægreifar eða landeigendur. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem reka stór og öflug fyrirtæki og hafa ótakmarkaðan aðgang að fjár- magni, soga til sín fiskveiðiheimildir (lífsbjörgina) sérstaklega frá minni fyrirtækjum og byggðarlögum. Rétt er að fulltrúar á 38. þingi Alþýðu- sambands Islands, sem eru fulltrúar alþýðunnar í þessu landi, átti sig á þeirri stórfelldu eignaupptöku sem hefur átt sér stað varðandi fiskveiðia- uðlindina á örfáum árum og má líkja henni við hvernig komið var fram við alþýðu þessa lands fyrr á öldum þegar landið og nýting þess var á örfárra manna höndum sem hirtu meginhluta arðsins af landgæðum og alþýðan var svelt meira og minna. Fiskvinnslan og verkamaðurinn Undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar, fiskvinnslan, hefur þurft að sæta þeim afarkostum í hráefnisöfl- un að kaupa (kr. 600 kg) eða leigja (kr. 90 kg) sér kvóta til að halda uppi vinnslu og atvinnu fyrir fisk- vinnslufólk og allir hljóta að sjá að það er gjörsamlega útilokað til lengd- ar fyrir fyrirtækin að halda uppi at- vinnu og greiða mannsæmandi laun við þessar aðstæður. 38. þing Al- þýðusambands íslands á að berjast af öllu afli gegn því eignarupptöku- kerfi og kvótabraski sem innleitt hefur verið í fiskveiðistjórnunarkefið og hefur nú þegar mikil áhrif á líf og störf okkar umbjóðenda bæði hvað varðar launakjör og búsetu, sérstaklega á landsbyggðinni. Er nokkuð réttlæti í því að eins mikilvæg auðlind þjóðar og fiskurinn er okkur íslendingum skuli vera orð- in eign útgerðarmanna og er það ekki dæmigert fyrir þetta kerfi að fiskurinn í sjónum gangi í erfðir til barna og barnabarna eigendanna (útgerðarmanna). Hvers eiga börn og barnabörn verkamannsins að gjalda og sjá menn ekki hvaða afleið- ingar þetta mun hafa í framtíðinni, Eiríkur Stefánsson t.d. hvað varðar mismun á lífskjörum afkomanda kvótaeigendanna og af- komanda hins almenna verkannns sem við erum umbjóðendur fyrir? 38. þing ASÍ á að krefjast þess að gegndarlaus innflutningur á frystitogurum verði stöðvaður nú þegar og einnig á verkalýðshreyfing- in að beijast fyrir því að frystitogar- ar landi afla sínum til fullvinnslu á íslandi því að afli þeirra er ekki nema hálfunnin um borð í frystitogurunum. Frystitogarar eiga að vera hráefni- söflunartæki fyrir íslenskt verkafólk sem fullvinnur vöruna hér heima til útflutnings. Allar raddir verkalýðs- hreyfingarinnar um að útrýma eigi atvinnuleysi virka eins og hræsni ef við ekki mótmælum gegndarlausri ffystitogaravæðingu og útflutningi á óunnum fiski. Framtíðin og verkamaðurinn 38. þing ASÍ á að krefjast þess að þær útgerðir sem stuðlað hafa að aukinni atvinnu á íslandi með því að landa afla skipa sinna inn í íslenskar fiskvinnslustöðvar fái aukna hlutdeild í þeirri kvóta- aukningu sem framundan er á næstu árum. Ef ekki verður grip- ið til einhverra ráðstafanna fyrir þau útgerðarfyrirtæki sem landa afla heima til vinnslu þá mun íslensk fiskvinnsla leggjast af með ófyrirsjáanlegum_ afleiðing- um fyrir alla byggð á Islandi. 38. þing ASÍ á að krefjast þess að þegar kvóti verður ákveðinn í úthafinu þá verði ekki úthlutað eingöngu til þeirra sem hafa afla- reynslu þar heldur líka til þeirra útgerða sem hafa verið við veiðar á Islandsmiðum og kapgkostað að landa afla til vinnslu á íslandi. Höfundur er fulltrúi Verkalýðsfélags Fáskrúðsfjarðar á ASÍ-þingi. Stórviðburður sem íslenskir óperuunnendur eiga eftir að lofsyngja: Sborj&björnur (filfltja perilur óperutónili/starinnar ásamt Heimskórnum og Sinfóníuhljómsveit íslands, í Laugardalshöll, Oíja Romanko, laugardaginn 8. júní kl. 16:00. (/sópran) Unnið til fjölmargra tónlistarverðlauna og á einstaklega glæsilegan söngferit að baki. Rannvei^ Frífca Bra^adobbir, (me^/só/sópran) Einsöngvari við Vínaróperuna. Keibh Ikaia - Purd (tenór) V Sungið óslitið í öllum helstu óperuhúsum heims síðan 1988. Fastráðinn við Vínaróperuna. Dimibri Hvoroi&bov/skjf, (baritón) Einn eftirsóttasti söngvari heims. „Pavarotti baritónanna.“ FHubb verSa guMkorn þekkbum operum: Rakarinn |rá SeviMa Iíl Tnovatore Grímudan/sfieikurinn Carmen La Boheme /X\ad ame Butterd Don Carío La Traviata sem lönd. HoMendin^uninn ^iyú^andi Aida oJL Heim/skorinn 350 hundruð manna kór frá 11 þjóðlöndum s naldið hefur eftirminnilega tónleika víða um lö Sin|dníuhíjdmi6veit I/síand/S. KHauz&peber SeibeH, /Stjórnandi Þrautreyndur og eftirsóttur stjórnandi sem nú er aðalhljomsveitarstjóri Louisiana Filharmoníuhljómsveitarinnar í New Orleans. Miðaverð: 1.500 kr. 2.600 kr. 3.200 kr. 3.900 kr. Miðasala: Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2, Reykjavík, sími 552 8588 / 562 3095, http://www.saga.is/artfest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.