Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996' 21 ERLEIMT Uthlutun ráðuneyta þraut- in þyngri fyrir Netanyahu Sharansky Levy Sharon EITT erfiðasta úrlausnarefnið sem bíður Benjamins Netanyahus, verðandi forsætisráðherra ísraels, við myndun samsteypustjórnar, er úthlutun ráðuneyta. Það, hveij- ar verða niðurstöður hans, og hverjum hann felur mikilvægustu ráðuneytin, verður fyrsta eigin- lega vísbendingin um hvaða stefnu Israelar munu taka í mikil- vægum málum; friðarumleitun- um, hagstjórn ríkisins, og sam- skiptum heittrúaðra og fríhyggju- sinna. Fréttaskýrandi Financial Times bendir á, að það kunni að reynast þrautin þyngri fyrir Netanyahu að úthluta harðlínumanninum, og fyrrum hershöfðingja, Ariel Shar- on, embætti. Framtíð Sharons sé lykilatriði í að koma saman nýrri stjórn og úthluta mikilvægum ráð- herraembættum, þar á meðal varnarmála- fjármála- húsnæðs- mála- og menntamálaráðuneyt- um. Lofað upp í ermina Þá segir, að nokkur atriði geri Netanyahu erfitt um vik. I fyrsta lagi hafí margir af verðandi ráð- herrum, sem og hann sjálfur, aldr- ei gegnt ráðherraembætti og margir taka nú í fyrsta sinn sæti á þingi. í öðru lagi hafi Netanya- hu lofað upp í ermina á sér fyrir kosingamar þegar hann gaf mörg loforð sem erfitt geti reynst að efna. í þriðja lagi verði hann að ganga úr skugga um að dyggir stuðningsmenn hans í Likud- bandalaginu, sem eru ekki marg- ir, fái nógu mörg ráðherraemb- ætti til að hann hafi meirihluta í stjórninni. í fjórða lagi eigi hann í höggi við valdamikil samtök bókstafstrúaðra, sem hafí 23 sæti af 120 á ísraelska þinginu, Knes- set, og hafi í hyggju að ná valda- mestu stöðunum og sem mestu bolmagni. Fyrsta verkefni Netanyahus er að útdeila þrem valdamestu ráðu- neytunum; fjármála, varnar og utanríkismála. David Levy, sem var utanríkismálaráðherra í ríkis- stjóm Likud-bandalagsins 1988-92 hefur verið lofað emb- ætti aðstoðarforsætisráðherra, auk ráðuneytis að eigin vali, fyrir að hafa dregið til baka framboð gegn Netanyahu og gengið aftur til liðs við Likud- bandalagið. Talið er líklegt að hann muni falast eftir utanríkisráðuneyt- inu aftur. Netanyahu hef- ur lofað Yitzhak Mordecai varnar- málaráðuneytinu. Mordecai er fyrrum hershöfðingi og hóf stjórnmálaafskipti fyrir rúmlega hálfu ári; hann náði góðum ár- angri í forkosningum Likud- bandalagsins. En háttsettir menn í hernum hafa gert heyrinkunnugt að þeir muni láta af störfum ef Mordecai verður varnarmálaráð- herra. Gæti orðið til vandræða Embætti fjármálaráðherra gæti því fallið Sharon í skaut. Hann dró til baka framboð gegn Netanyahu til embættis forsætis- ráðherra, og gegndi lykilhlutverki í að ná samkomulagi við aðra hægriflokka um sameiginlegan stuðning við Netanyahu í kosning- unum. Ennfremur tryggði hann stuðning bókstafstrúaðra gyðinga við Netanyanu. En fjármálaráðuneyti undir stjórn Sharons gæti orðið til vand- ræða. Hann er ákafur hægrisinni og hefur farið mikinn um nauðsyn þess að ísrael géfi aröbum ekkert land eftir og byggi Stór-ísrael með því að auka til muna íjárfest- ingu í landnámi gyðinga á Vestur- bakkanum. Þessi stefna myndi ekki einungis verða ógn við friða- rumleitanir í Mið-Austurlöndum, heldur einnig gera úti um tilraun- ir til að draga úr útgjöldum og lækka verðbólgu. Þótt fólk í viðskiptalífinu hafí margt verið ánægt með verk Sharons þegar hann var viðskipta- og iðnaðarráðherra á níunda ára- tugnum draga margir í efa hæfi- leika hans til að sefa ótta er- lendra fjárfesta og henda reiður á peningahlið friðarþróunarinnar. Sharansky þarf embætti Annar mögpileiki væri sá, að fela Sharon embætti húsnæðis- og uppbyggingamálaráðherra. Þar yrði honum þó hægara um vik að fylgja eftir hugmyndum sínum um aukið landnám gyð- inga. Þar að auki þarf Natan Sharansky, leiðtogi nýs flokks innflytjenda, að fá hátt embætti. Hann hefur krafist þess að fá húsnæðismálin í sinn hlut, og tek- ið af tvímæli um að hann sætti sig ekki við minna, nema ef væri menntamálaráðuneytið; en víst þykir að það ráðuneyti komi í hlut flokks trúaðra, eins helsta sam- starfsflokks Netanyahus. Mótmæla morði ákonu Abiola Lagos. Reuter. KUDRTAT, eiginkona Moshood Abiola, sem myrt var á þriðjudag, var borin til grafar í gær. Mikil mótmæli hafa verið á götum úti frá því að morðið var framið en margir telja að stjórnvöld hafí staðið að baki því. Abiola var kjörinn forseti Ní- geríu árið 1993 en herinn ógilti kosn- ingarnar og hefur hann í haldi. Kudrat var skotin í höfuðið er hún var á ferð í bíl sínum í höfuð- borginni Lagos. Hafa dagblöð og lýðræðissinnar sagt líklegast að leigumcrðingjar hafi framið morðið og hafa ýmir fullyrt að stjórnvöld standi að baki því. Óvíst er hvort að Abiola veit af láti konu sinnar. Þau höfðu ekki fengið að ræðast við frá árinu 1994. Lögregla leysti í gær upp mót- mælafundi sem boðað var til vegna morðsins, auk þess sem Ibadan- háskólanum var lokað vegna mót- mæla nemenda. Söfnuðust mótmæl- endur m.a. saman við vestræn sendi- ráð og hvöttu til þess að gripið yrði til efnahagsþvingana til að þvinga herforingjastjórnina frá völdum. Hundruð manna fylgdu Kudrat Abiola til grafar, þeirra á meðal nokkrir fulltrúar vestrænna stjóm- valda. Kudrat Abiola FULL BÚÐ AF HJÓLUM Á FRÁBÆRU VERÐI DIAMOND 0FF-R0AD 26'21 gíra með demparagaffli, drauma fjallahjól strákanna með oversize-stellum. Shimano gírum; Grip-Shift, átaksbremsum, álgjörðum, brúsa, standara, gliti, gírhlif og keðjuhlíf. Verð kr. 32.600, stgr. 30.970 BR0NC0 TERMINATOR FREESTYLE BMX 20" Cr-Mo stell, rotor á stýri, styrktar- gjarðir, pinnar og annar öryggisbúnaður. Verð kr. 24.900, stgr. 23.655 ITALTRIKE þríhjól, vönduð op endingargóð þríhjól, margar gerðir með og án skuffu. Verðfrákr. 3.450, stgr. 3.278 Lucy 10" kr. 4.500, stgr. 4.275 Transporter kr. 5.100, stgr. 4.845 Touring kr. 4.700, stgr. 4.465 DIAMOND ROCKY16" og 20'fjallahjól barna með fótbremsu, skítbrettum, standara, •keðjuhlíf og glitaugum 16- 12.500, stgr. 11.875 16’ m/hjálpardekkjum kr. 13,350, stgr. 12.682 20" kr. 13.500, stgr. 12.825 DIAM0NDNEVDA 24" og 26" 18gíra vönduð fjallahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar með Grip-Shift, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. 24" blátt, 26’ metal. grænt. 24'verðkr. 22.400, stgr. 21.280 26" verðkr. 22.900, stgr. 21.755 DIAMOND SAHARA 24" og 26" 18 gíra vönduð fjallahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar með Grip-Shift, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. Litur metal. grænt. 24" verð kr. 22.400, stgr. 21.280 26' verðkr. 22.900, stgr. 21.755 BRONCO HIMALYJA 26" 21 gíra mjög vel útbúið fjallahjól á frabæru verði. Cr-Mo stell, Shimano Acera gírar með Grip-Shift og Acera útbúnaði, álaks- bremsum, gliti, álgjörðum, brúsa, standara, og gírhlíf. Herra- og dömustell, litur blágrár. Verðkr. 32.600, stgr. 30.970 EUROSTAR FJALLAHJÓL dömu frá V-Þýskalandi. 3 gira með fótbremsu, skítbrettum, bögglabera, Ijósi, standara, gliti, bjöllu og keðjuhlíf. 20’verðkr. 24.900, stgr. 23.655 24-verðkr. 25.900, stgr. 24.605 26" verð kr. 27.900, stgr. 26.505 Greiðslukort og greiðslusamningar, sendum í póstkröfu. Ármú|a 40 símar 553 5320 & 568 8860 5% stgreiðslu Verslunin afsláttur RKIÐ BRONCO TRACK 24‘ og 26" 18 gíra fjallahjól á frábæru verði. Shimano gírar, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlif. 24" verð kr. 20.400, stgr. 19.380 26" verðkr. 20.900, stgr. 19.855 VIVI barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. Létt, sterk og meðfærileg barnahjól. Frá 3 ára 12,5" kr. 9.600, stgr. 9.200 Frá 4 ára 14" kr. 10.400, stgr. 9.880 Frá 5 ára 16" kr. 10.900, stgr. 10.355 BR0NC0 TRACK 20" 6 gíra með Shimano gírum og Grip-Shift, átaksbremsum, álgjörðum, standara, brúsa, gliti, girhlíf og tvöfaldri keðjuhlíf. Verð kr. 17.900, stgr. 17.005 VIVI fjallahjól barna með hiálpardekkium og fótbremsu. Vönduð og endingargóð barnahjól. Frá 3 ára 12,5" kr. 11.100, stgr. 10.545 Frá 4 ára 14" kr. 11.900, stgr. 11.305 Frá 5 ára 16" kr. 12.600, stgr. 11.970 BRONCO TRACK 24" og 26" 18 gíra fjallahjól á frábæru veroi. Shimano gírar, ataksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, gl gírhlíf og keðjuhlíf. 24" verð kr. 20.400, stgr. 19.380 26" verð kr. 20.900, stgr. 19.855 8R0NC0 PRO TRACK 26" 21 gíra fjallahjól á frábæru verði. Shimano gírar, ataksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. Herrastell dökk blátt, dömustell blágrænt. Verð kr. 25.900, stgr. 24.605 Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun YARAHLUT1R AUKAHLUT1R Hjálmar, barnastólar. gritflur, Ijós, fatnaður, bjöllur, brúsar, töskur, hraðamælar, slöngur, hjólafestingar á bíla, plast skítbretti, bögglaberar, dekk, standarar, demparagafflar, stýrisendar og margt, margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.