Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ★★★ H.K. DV ★ ★★ Ó.F. Hvíta Tjaldið X-ið PACIHO I0HN CUSACM BRIDGET íONDA CITY Hflll Það lék allt í lyndi þar til saklaust fórnarlamb varð eldlínunni. Þá hófst samsærið. Ögrandi stórmynd um spillingu ársins. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 4.45. Miðaverð kr. 400. 11.15. B.i. i. Kr. 600. Sýnd kl. 9.10. B.i. 16. Kr. 600. ★ „CUTTHROAT ISLAIUD" FRUMSÝIUD Á MORGUIU!! Ekki lengur aðstoðar- skólastjóri VIÐ SLIT Framhaldsskólans á Húsavík ávarpaði Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari aðstoðarmann sinn, Ingimund Jónsson, sem lét af því embætti við lok nýliðins skólaárs. Hann þakkaði Ingimundi langt og gifturíkt starf í þágu Framhalds- skólans og áður Gagnfræðaskóla Húsavíkur. „Ég er ekki hættur að kenna, þótt árin séu orðin 39 frá því að ég hóf kennslu. Ég er aðeins að létta af mér störfum og hætti því sem aðstoðarskólameistari," sagði Ingi- „mundur. Morgunblaðið/Silli GUÐMUNDUR Birkir Þorkelsson, til hægri, þakkaði Ingi- mundi Jónssyni vel unnin störf. NEKTARDANSARAR V© GRENSASVEG 'fA ]■ \ - fKg; ”1 yil u u 11 pfe || t M SeSS Cl€C€C SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 Trufluð tilvera Frá þeim sömu og gerðu „Shallow Grave" kemur „Trainspotting' mynd sem farið hefur sigurför um heiminn að undanförnu. Frábær tónlist, t.d. Blur og Pulp, skapa ótrúlega stemningu og gera „Trainspotting" að ógleymanlegri upplifun. Ékki missa af þessari! Valdatafl í New York KVIKMYNDIR Stjörnubíó Spilling „City Hall“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Harold Becker. Aðal- hlutverk: AI Pacino, John Cusack, Bridget Fonda, Danny Aiello, Mart- in Landau. Castle Rock Enterta- inment. 1995. POLITISKI samsæristryllirinn er næstum horfinn. Oliver Stone hreyfði aðeins við honum í JFK mjög kvalinn af ofsóknaræði; hann á aðeins eftir að sanna að Móðir Teresa hafi verið í Dallas daginn sem Kennedy var myrtur. í eina tíð voru pólitísku samsæristryllarnir stórkostlega samsærislegir og of- sóknarbijálaðir eins og Stone. Þeir deildu á leyndarverk ómannúðlegra öryggisstofnana og yfirhylmingu leyndarráða sem skipulögðu valda- rán á bak við tjöldin („The Parallax View“ er einn sá besti og gott dæmi um hvoru tveggja.) í nýjum samsæ- ristrylli Harold Beckers, Spillingu eða „City Hali“, kveður við talsvert annan tón og mannúðlegri. Þar er enginn Stóri bróðir að makka um valdarán aðeins breyskir menn sem misst hafa dómgreindina einhvers staðar á leiðinni til valda. Becker er fagmaður góður og hann hefur úr fínu handriti að moða og jafnvel enn betri leikhópi. John Cusack leikur aðstoðarborgarstjóra New York-borgar, ungan ofurhuga frá Suðurríkjunum, sem tekur að rannsaka hugsanlega spillingu í borgarkerfinu af hógværri ýtni und- irsátans. Cusack er skemmtilega lágstemmdur og felur aðdáunarvel vott af suðurríkjahreim, sem gerir hann að utanbæjarmanni og kannski lítt marktækan í pólitísku kerfi borgarinnar en enginn skyldi vanmeta hann. A1 Pacino er einkar þreytulegur en landsföðurlegur sem borgarstjórinn, eins konar guðfaðir New York, ástríðupólitíkus sem snú- ið getur jarðarför upp í framboðs- fund. Danny Aiello er stórkostlega góður sem valdamaður í flokknum og sérstakur hagsmunapotari með tengsl við allt og alla, Bridget Fonda er í litlu hlutverki lögfræðings og Martin Landau gefur myndinni aukna vikt sem dómari. Með þessu ágæta liði spinnur Becker móralska dæmisögu um völd og viðkvæma notkun valda- embætta og ótryggt bilið á milli valda og spillingar og afleiðingarn- ar sem það hefur þegar það þurrk- ast út í tímans rás. Það er þreytu- legur hnignunarblær yfir myndinni allri, sem kristailast í ásjónu Pacin- os, og fúalykt af innviðum kerfisins sem Becker dregur fram með sinni hófstilitu og yfirveguðu leikstjórn. Spilling er pólitískur samsæristryll- ir á mannlegum, persónulegum nótum sem gerir meira út á vits- munalegar samræður og vandaða persónusköpun en bílaeltingarleiki, skotbardaga og sprengingar. Það eitt er næg ástæða til að sjá hana. Hvílík tilbreyting. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.