Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ S VANHILD UR SIGFÚSDÓTTIR + Svanhildur Sig- fúsdóttir fædd- ist á Syðri-Brekk- um í Blönduhlíð í Skagafirði 15. októ- ber 1908. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigfús Hans- son bóndi og kona hans Anna Jónína Jósafatsdóttir sem ■“T lengst af bjuggu í Gröf á Höfða- strönd. Systkini hennar eru: Sigurður, f. 9.9. 1897, d. 1918, Jósafat, f. 14.9. 1902, d. 10.12. 1990, Ingibjörg Margrét, f. 27.11. 1903, d. 5.8. 1978, Jóhann, f. 25.11. 1905, d. 16.2. 1991, Guðrún, f. 2.9. 1907, d. 13.8.1986. Yngri bræð- ur hennar eru Bjarni Ingiberg, f. 21.6. 1916, og Sigurður, f. 7.8. 1918. Fósturbróðir Svan- hildar er Eðvald Gunnlaugsson, f. 31.8. 1923. Svanhildur giftist Olafi Jóns- syni vélstjóra og síðar bónda, f. 24.9.1898, d. 16.6. 1966. Börn Kona rúmlega sextug, hún stend- ur með bakið upp að vegg, felur hendurnar undir svuntunni, niður- lút, kvíðin að hitta konuna sem sonur hennar hefur boðið í kvöld- kaffi og hefur sagt henni að væri í þann mund að tengjast fjölskyld- unni. Hún er dæmigerða konan úr íslensku sveitinni, konan sem skenkir þér í bollann og gætir þess jið nóg sé á borðum, konan sem er vön að þjóna gestum sínum tii borðs en hirðir ekki um eigin þarfir. Þannig er fyrsta myndin af tengdamóður minni Svanhildi Sig- fúsdóttur, tuttugu og fimm ára gömul mynd, sem ætíð er í bak- grunninum þegar ég hugsa til henn- ar. Hún tók mér af ljúfmennsku og þannig kom hún ætíð fram við mig. Svana var barn uppvaxtar síns í sveitinni sinni, alin upp á Höfða- ströndinni, fyrrverandi húsfreyja á jörðinni Gröf þar sem foreldrar hennar höfðu áður verið ábúendur Svana vann alla tíð hörðum hönd- um. Áður en hún giftist starfaði hún við búskap hjá föður sínum, við síldarsöltun á Siglufirði og síðan á vertíð í Eyjum þar sem hún hitti mannsefni sitt, bóndasoninn Ólaf Jónsson vélstjóra, ættaðan frá Ysta- Skála undir Eyjafjöllum. Þau fluttust norður á heimili foreldra hennar í Gröf. Ólafur keypti síðan helming jarðarinnar á móti Bjarna bróður Svönu. Fyrst framan af stundaði Ólafur sjóinn og var áfram nokkrar vertíðir við sjómennsku í ‘Banana Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% Þegar |xj kaupir Aloe Vera gel. □ Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur tengið sama magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á um 700 kr eða tvöfatt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 10OOkr. 0 Hvers vegna að bera á sig 2% af rotvarnarefnum þegar þú getur fengíö 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gel? □ Banana Boat naeringarkremið Brún-án-sólar I úðabrúsa eða með sólvörn #8. □ Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraövirka Banana Boai ' dökksólbrúnkuolíunni eða -kreminu eða Banana Boat Gokten oliunni sem framkallar gyllta brúnkutóninn. O Hefur þú prófað Naturica húðkrem'm sem allir eru að rala um, uppskrift Bírgittu Klemo, eins virtasta húðsérfaeðings Norðurlanda? Naturica Ort-krám og Naturica Hud-krám. Banana Boat og Naturica fést í sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heiisubúðum Utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gelið fæst líka hjá Samlðkum psoriasis-og exemsjúklinqa.______________________________________ Heilsuval - Barónsstíg 20 Ð 562 6275 þeirra eru: 1) Jón, f. 10.7. 1938, tann- læknir, kvæntur Ingu Svövu Ingólfs- dóttur aðstoðar- framkvæmdastjóra umsýslusviðs Pósts og síma, dóttir þeirra er Hildur Karítas, f. 24.12. 1974, háskólanemi. 2) Sigfús Arnar, f. 13.3. 1941, heilsu- gæslulæknir á Hólmavík. 3) Sigríð- ur, f. 27.1. 1943, skrifstofumaður hjá Póstgíró, gift Þóri Hjálm- arssyni fulltrúa hjá RARIK, sonur þeirra er Ólafur, f. 28.5. 1982. 4) Edda Jónína, f. 24.11. 1954, barnayfirlæknir í Bergen, gift dr. Hafliða Hafliðasyni jarðfræðingi við Háskólann í Bergen, þeirra börn eru Svan- hildur, f. 3.11. 1980, Hafliði Arnar, f. 14.10. 1985, og Ólafur Einar, f. 3.9. 1990. Svanhildur verður jarðsung- in frá Hofsóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vestmannaeyjum. Eftir átta ára veru í Gröf fluttust Ólafur og Svana til Hofsóss og bjuggu þar um ára- bil, en hann starfaði sem vélstjóri við frystihúsið. Árið 1951 hófu þau að nýju búskap í Gröf og bjuggu þar uns Ólafur lést skyndilega á árinu 1966. Þá um haustið brá Svana búi og var við störf við Bændaskólann á Hólum í Hjalta- dal, en þar var Sigfús sonur hennar kennari. Sigríður dóttir hennar var þar einnig við störf um tíma og Edda, örverpið þeirra Svönu og Ólafs, fylgdi alltaf móður sinni, en Jón eldri sonur hennar, sem var í námi erlendis, vann að sumarlagi í nánd móður sinnar. Þegar Edda var komin á fram- haldsskólaaldur flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og keypti Sigfús sonur hennar fljótlega íbúð á Hlíðarvegi í Kópavogi, en þar var heimili Svönu, uns erfiður óminnissjúkleiki gerði henni ókleift að halda lengur heimili. Svana varð þá þeirrar gæfu aðnjótandi að fá bústað í sambýli fyrir aldraða, síðla árs 1988, sem frú Vigdís Jack var nýbúin að stofna. Þar var vel hugsað um Svönu, enda var margt líkt með þessu sambýli og stóru sveitaheim- ili. Þangað kom fullorðið fólk, ungl- ingar og börn, en Svana var mikil barnakona og félagsvera og átti því heimilisbragurinn vel við hana. Eft- ir að Svana flutti til frú Vigdísar var hún fastagestur á heimili okkar alla laugardaga og hátíðisdaga og fannst okkur eitthvað vanta í helg- arnar þegar hún ekki hafði lengur heilsu til þessara heimsókna, en það var aðeins nokkrum mánuðum áður en hún lagðist á hjúkrunarheimili Sunnuhlíðar síðari hluta ársins 1994. Þá hafði heilsu hennar enn hrakað. Ég sá fljótlega að það var engum blöðum um það að fletta að hún Svana var mikil atorkukona. Það var sjaldan að henni féll verk úr hendi. Hún prjónaði lopapeysur eins og lifið ætti að leysa og vettlinga, leista og annað slíkt framleiddi hún líka svona meðan hún hellti uppá. Vinir og ættingjar Svönu hafa oft minnst þess hversu mikil ham- hleypa hún var við bústörf jafnt inni sem og úti við. Þegar hún eign- aðist Eddu árið 1954 var Svana orðin 46 ára, en þá gekk hún til heyverka og annaðist innistörf sem ekkert væri og mun heimilisfólk ekki hafa orðið vart við þungun hennar fyrr en hún átti ca 3-4 mánuði eftir af meðgöngunni. Eftir að Svana fluttist á höfuð- borgarsvæðið vann hún við ræsting- ar í Menntaskólanum við Tjörnina. Hætti hún því ekki fyrr en fyrsta bamabarn hennar Hildur Karítas, dóttir okkar Jóns, fæddist árið 1974, en þá fannst Svönu ekkert eðlilegra en hún fóstraði hana að deginum, enda sagðist hún vera fegin að fá ástæðu til að hætta við ræstingarnar. Svana fór oft að sumri til norður og var þá um tíma á jörð sinni Gröf, sem nú er í eigu Sigfúsar sonar hennar, og alltaf hafði hún Hildi í eftirdragi. Hildur minnist sinna bestu stunda með „ömmu Svönu“ norður í Gröf þar sem amm- an hljóp um móana og kenndi Hiidi að þekkja örnefni og kennileiti. Þær fóru upp á Hast og niður á Bakka og Hildur fékk að heyra um gullið sem átti að vera grafið í grennd við bæinn. Hún sagði henni deili á fólkinu í sveitinni og nöfnin á bæj- unum í kring. Síðan fór Sigfús að byggja sér hús í Gröf og þá var Hildur aðstoðarkona ömmu sinnar sem eldaði handa byggingamönn- unum. Svönu fæ ég aldrei fullþakkað hversu nærgætin og góð amma hún var Hildi, ein af þeim sem alltaf hafði tíma fyrir böm og virti þau og skildi. Innilegt samband þeirra Hildar og ömmu hennar hélst fram til hinstu stundar og þrátt fyrir mikinn heilsubrest varð hún svo hjartanlega sæl á svip þegar Hildur faðmaði hana og strauk. Flesta daga „kíkti,, hún aðeins á Sunnu- hlíð til ömmu sinnar og voru það sannarlega engar skylduræknis- ferðir. Á tímabili nær algers óminnis nú undir lokin þekkti hún fáa aðra en feðginin Hildi og Jón og sér Hildur hennar, sem er nýfar- in til náms erlendis, á bak ömmu þar sem festuna og innilega brosið var alltaf að finna. Svana hafði afar létta lund og var einlæg og ærleg í allri sinni framkomu. Hún var örlát kona og gestrisin og mér fannst alltaf vera straumur ætt- ingja og vina sem litu til hennar eftir að hún fluttist á Hlíðarveginn og voru systkini hennar, tengda- fólk, bræðra- og systrabörn hennar með eindæmum hugulsöm við hana. Mörg þessara systkinabarna höfðu einhvem tíma á ævinni verið í þeim stóra hópi barna og unglinga sem dvöldu hjá henni sumarlangt þegar hún var húsfreyja í Gröf og gladdi það hana alltaf jafnmikið þegar þau sóttu hana heim. Hún var börnum sínum einstök móðir með gnægð glaðværðar og hlýju og vildi allt fyrir þau gera, viídi á öllum stundum vera veitandi og gefandi. Hún tók svo innilega þátt í gleði þeirra og sorgum og meðan hún hélt fullu minni sínu var hugurinn alltaf hjá þeim. Áreiðan- lega hefur oft á tíðum verið Eddu yngstu dóttur hennar, sem búsett er í Noregi, sárt að vera svo fjarri móður sinni í veikindum hennar, en afar náið samband var milli þeirra, enda var Edda aðeins 11 ára þegar hún missti föður sinn. Við endalokin þakka ég góðri tengdamóður 25 ára nána og ljúfa samferð. Inga Svava Ingólfsdóttir. Legg ég nú bæði líf og ðnd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Ástkær móðursystir mín Svan- hildur Sigfúsdóttir, eða Svana eins og hún alltaf var kölluð, hefur nú eins pg segir hér að ofan lagt bæði líf og önd í ljúfa hönd Jesú og ekki er ég í vafa um að Guðs englar sitja yfir henni. Hún andaðist í svefni eins og hún hafði ætíð óskað sér, með sama æðruleysi og hún hafði lifað lífinu. Svana bjó ásamt Ólafi Jónssyni eiginmanni sínum að Gröf á Höfðaströnd, þar sem talið er að Hallgrímur Pétursson hafi fæðst. Ólafur andaðist árið 1966. Þau voru höfðingjar heim að sækja og heimili þeirra með miklum glæsibrag enda' sótti mikill fjöldi gesta þau hjón heim. Oft var ég sem krakki hjá þeim í sveit og minn- ist aðeins sólarstunda, gleði með glensi og gaman. Svana hafði eins og fleiri af Grafarætt afar létta lund, greind og skemmtileg og minnist ég þess aldrei að hafa séð hana skipta skapi, enda laðaði hún alla að sér unga sem aldna. Fyrir tæpum mánuði gistum við systkinin í Gröf sem nú er búið að gera upp tii mikils sóma. Það var yndislegt að gista þar aftur og end- urminningarnar ruddust fram. Ég varð að ganga út að hól, þar sem við frænkurnar Sísí, dóttir Svönu, Jónína og Sigga Jóna höfðum okkar bú, og gátum svo notað Eddu yngstu dótturina fyrir barnið í mömmuleiknum. Mest gladdi mig þó að sjá að stóri lykillinn að bæn- húsinu var aftur kominn á sinn stað í eldhúsgluggann. Á hveiju sumri kom mikill fjöldi ferðamanna til að skoða bænhúsið og varð þá einhver af heimilisfólkinu að fara með og er það ógleymanlegt lítilli stúlku þegar Svana og Ólafur treystu henni fyrir lyklinum og hún trítlaði á undan fullri rútu ferðamanna til að sýna bænhúsið. En svona voru þau bæði, létu okkur fylgjast með og læra, en sýndu okkur krökkun- um síðan þetta mikla traust. Á kvöldin var oft mikið fjör og áttu strákarnir frændur okkar ekki minnstan þátt í því. En það var sama hvert uppátækið var alltaf gat Svana haft gaman af og hlegið með. Já, hún var svo sannarlega einstök manneskja. Árið 1970 fluttist hún suður og tengdist ég henni enn sterkari bönd- um eftir að móðir mín Ingibjörg dó. Kom ég og fjölskylda mín oft til hennar og börnin mín löðuðust að henni. Maður heimsótti Svönu frænku aldrei af skyldurækni, held- ur af því að maður hafði svo mikið til hennar að sækja og hún átti svo auðvelt með að gefa af sér. Vegna vanheilsu flutti hún árið 1988 á vistheimili fru Vigdísar Jack, og var það að mínu mati mikil gæfa fyrir hana að lenda hjá þeirri mætu konu sem hafði lag á að láta Svönu líða eins og hún væri á eigin heimili. Vigdís sagði mér að aldrei hefði hún kynnst geðbetri manneskju á lífsleiðinni og segjr það ekki lítið um Svönu. Ég kvíði nú næstu Þorláksmessu, en sú hefð skapaðist að ég heim- sótti Svönu alltaf þá og fannst ekki jólin komin nema vera búin að kyssa hana gleðileg jól. Síðasta Þorláks- messukvöld sátum við Björn hjá henni stutta stund, héldum í hönd hennar og hún brosandi og glöð að venju. Þannig munum við hana. Ég votta börnum hennar og fjölskyld- um þeirra, og þá ekki síst Hildi nöfnu hennar, samúð okkar Björns og barna okkar og bið henni Guðs blessunar um leið og ég með sökn- uði þakka henni allt það er hún var mér. Anna Sigríður. Við andlát ömmusystur minnar Svanhildar Sigfúsdóttur er mér ljúft að minnast hennar. Svana eða Svana í Gröf, eins og hún var oft- ast kölluð af sínum nánustu vinum og kunningjum, var ákaflega hug- ljúf og glaðvær manneskja. Mér hlotnaðist sú gæfa í lífinu að fá að vera á heimili hennar og Ólafs í Gröf á Höfðaströnd í sex sumur sem vikastrákur í sveit. Þau Ólafur og Svana unnu sam- hent að öllum bústörfum og var það ekki lítið landflæmi sem Ólafur bætti við ræktað land jarðarinnar. Ólafur var eljusamur maður og ósérhlífinn í vinnu og man ég vart eftir að hafa hitt vinnusamari mann á lífsleiðinni. Mörg atvik frá þessum árum eru mér að sjálfsögðu ógleymanleg, eins og dillandi hlátur þeirra systra í eldhúsinu þegar Gunna og Garðar komu á hvíta og bláa Willys-jeppan- um frá Hofsósi í síðdegiskaffi á sunnudögum. Þegar Óiafur féll frá og Svana brá búi flutti hún að Hólum í Hjalta- dal til Sigfúsar sonar síns og var ég þar part úr sumri hjá henni og aðstoðaði Sigfús við jarðvegsrann- sóknir víðsvegar í Skagafirði. Fyrstu árin eftir að Svana flutti í Kópavoginn bjó hún Sigfúsi syni sínum og Eddu dóttur sinni heimili að Hlíðarvegi 30, en Jón sonur hennar er með tannlæknastofu í sama húsi. Sigfús er nú læknir á Hólmavík, Edda er læknir í Nor- egi, Sigríður er skrifstofumaður og Jón rekur tannlæknastofu á Hlíðar- veg 30 eins og áður hefur komið fram. Heimsóknir mínar urðu stopulli eftir því sem árin liðu, en gestrisn- in og móttökurnar ævinlega jafn- veglegar og áður. Seint gleymist það þegar sjö ára drengur lærði að halda rétt á hrífu „niðri á bökkunum“ þegar unnið var í kvöidsólinni við að taka saman hey. Sólin litaði allt í eldrauðum bjarma og var sem fjöllin loguðu, en sólarlag við Skagafjörð er með því fegursta hér á jörð. Nú er hún Svana mín komin á leiðarenda og mun minningin um hana ávallt vera umvafin sólargeisl- um jafnt í huga mínum sem og þeirra er nutu þeirra gæfu að kynn- ast henni. Guð blessi minningu þina og þakka þér fyrir það veganesti sem ég hlaut frá heimili þínu. Björn Sverrisson, Stykkishólmi. Minningar sem streyma fram við andlát Svönu frænku eru bjartar og hugljúfar. Hún var móðursystir mín, dóttir Sigfúsar Hanssonar og Önnu Jónínu Jósafatsdóttur sem lengst af bjuggu í Gröf á Höfða- strönd. Svana var 11 ára þegar afi og amma fluttu frá Brekkum að Hofi á Höfðaströnd en árið 1918 brann bærinn ofan af þeim. Ingi- björg móðir mín sagði mér frá þess- um tíma og reyndi að lýsa þeim erfiðleikum sem foreldrar þeirra urðu að takast á við með stóran barnahóp. Árið 1921 flytja þau að Gröf þar sem að Svana átti sín unglingsár. Ekki var á þessum árum um að ræða skólagöngu um- fram venjulega barnafræðslu en amma kom systrunum í vist bæði að Hólum í Hjaltadal og síðar til Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Þar lærðu þær hagnýt heimilisstörf sem kom sér vel síðar á lífsleiðinni þegar þær stofnuðu eigin heimili. Svana fór snemma að leita vinnu utan heimilis, hún fór til Siglufjarð- ar og vann þar bæði á sumrin í síldinni og við beitningar hjá Ey- þóri Hallssyni og Skafta Stefáns- syni en þeir voru kunnir athafna- menn sem fluttu til Siglufjarðar af Höfðaströnd. Hún var í vist í Vest- mannaeyjum þegar hún kynnist Ólafi Jónssyni frá Hvammi undir Eyjafjöllum sem hún gekk að eiga. Samband okkar var mikið við fjöl- skylduna í Gröf og þegar elsti son- ur okkar komst á þann aldur að geta farið í sveit tók Svana hann að sér og hjá henni var hann í sex sumur. Hún var einstaklega barn- góð, kát og fjörug og hafði sérstaka eiginleika til að láta öllum líða vel í návist sinni. Svana hafði mjög fallega söngrödd og söng í kirkju- kórnum á Hofsósi í mörg ár, oft var. líka tekið lagið í Gröf þegar gesti bar að garði, en þau hjón voru einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Leituðu börn sem voru í sveit hjá þeim til hennar fram á fullorðinsár. Ég man hvað Svana var ánægð þegar rafmagnið kom í sveitina og hún fékk rafmagnselda- vél, því miður fékk hún ekki að njóta þess lengi. Síðustu ár Svönu voru henni erfið, en seinasta skipti sem ég heimsótti hana á dvalar- heimilið hjá Vigdísi ætlaði hún svo sannarlega að hella upp könnuna handa okkur eins og hún var vön að gera í sveitinni. Eg á góðar og bjartar minningar um frænku mína og vil að leiðarlokum þakka fyrir allar góðar stundir. Útför hennar verður frá Hofsóskirkju í dag en hún verður jarðsett við hlið Ólafs í Gröf, þar sem sólarlagið er hvergi fegurra í Skagafirði. Við Auður sendum börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning hennar. Sverrir Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.