Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Umsögn Ferðafélags íslands um deiliskipulag á Hveravöllum í mótsögn við hugmyndir um starfsemi á hálendinu FERÐAFÉLAG íslands hefur lagt til við skipulagsstjóra að hafnað verði deiliskipulagi á Hveravöllum og segir í umsögn sinni um skipulag- ið til Skipulags ríkisins að það sé í mótsögn við þær hugmyndir sem menn hafi um starfsemi sem fram eigi að fara á hálendinu. Þess er einnig krafist að sökum þess að deiliskipulagið sé það frábrugðið gildandi aðalskipulagi beri að aug- lýsa aðalskipulag á ný. í umsögn Ferðafélags íslands til Skipulags ríkisins er rifjað upp að samkvæmt dómi Hæstaréttar sé eignarrétti Svinavatns- og Torfu- læknarhreppa á Auðkúluheiði hafn- að og ekki sé hægt að veita bygg- ingaleyfi nema ljóst sé hvemig eign- arhaldi sé háttað. Einnig er bent á það álit umboðsmanns Alþingis að aðalskipulag haggi ekki eitt sér við mannvirkjum eða nýtingu lands sem þegar sé fyrir við gerð skipulags. Engin mótmæli við húsi Ferðafélagsins Ferðafélagið gerir þá athuga- semd við deiliskipulagið að það víki það langt frá aðalskipulaginu að það eitt sér ætti að koma í veg fyrir samþykki þess og því beri að aug- lýsa aðalskipulag á ný. Breytingin felist í flutningi þjónustumiðstöðv- arinnar um nokkur hundruð metra inná hið friðaða svæði Hveravalla og nær hverasvæðinu og segir í umsögninni að siík breyting geti ekki talist minni háttar breyting á aðalskipulagi. Stórlax úr Þverá Morgunblaðið/Kristján Garðarsson í efnislegum athugasemdum við deiliskipulagið segir að inngangi þess séu alvarlegar fullyrðingar um að víða sé pottur brotinn varðandi umgengni við hverina, húsakostur sé óhijálegur og hús hafí verið sett niður í leyfísleysi. „Það er leitt að það þurfi að leggjast svo lágt að níða niður yfír 60 ára starf Ferðafé- lagsins á Hveravöllum til að fá rétt- lætingu fyrir eigin hugmyndum," segir í umsögn Ferðafélagsins og litlu síðar segir: „Óvíst er að ef uppbygging Ferðafélagsins á staðnum hefði ekki komið til og eftirlit á þess vegum og Náttúrverndarráðs þá væru Hveravellir varla sú náttúruperla sem við eigum enn í dag.“ Bent er og á að hús félagsins hafí verið sett niður með leyfi Náttúruverndar- ráðs árið 1980 og að engin mót- mæli hafí borist frá Svínavatns- hreppi og ekki heldur þegar það var flutt til árið 1989. Fram kemur það álit félagsins að Svínavatnshreppur sé að ýta samkeppnisaðila út af svæðinu og í lok umsagnarinnar segir: „Að lok- um skal mótmælt því sem forsvars- menn Svínavatnshrepps hafa notað til að réttlæta þetta deiliskipulag og fullyrt er á lokasíðu deiliskipu- lagsins að ástand Hveravalla sé _að nálgast hættumörk. Ferðafélag ís- lands telur staðinn líta vel út þó ýmislegt megi laga og bæta eins og stöðugt er unnið að af hálfu fé- lagsins, en innan þess er margt fé- laga er sýnt hafa Hveravöllum sér- stakan áhuga og sinnt uppbyggingu saðarins með óeigingjamri sjálf- boðavinnu um árabil." i Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson UNNIÐ að gerð sandkastalans sem bar sigur úr býtum. Eins og sjá má er hann engin smásmíði. Sandkast- alar byggð- ir í Holti Isafirði. Morgunblaðið. RÚMLEGA 340 manns mættu til hinnar árlegu sandkastalakeppni í Holti í Önundarfirði sem haldin var á laugardag. Aldrei hafa jafn margir mætt til keppninnar og að þessu sinni voru byggðir 75 kastal- ar á móti 49 í fyrra. Dumbungsveður var á meðan á keppninni stóð og varð margur þátttakandinn blautur og kaldur. Veðrið var hins vegar hið besta til byggingastarfsins. Veitt voru verðlaun fyrir þrjá bestu kastal- ana og aukaverðlaun fyrir hug- myndaflug. Dómnefnd skipuðu þau Elísabet Gunnarsdóttir arki- tekt, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, og Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Önundarfjarðar, en sparisjóðurinn hefur styrkt keppnina frá upphafi. EINN af stærstu löxum sumarsins veiddist í Þverá í Borgarfirði um helgina. Það var 21 punds hængur sem Bandaríkjamaðurinn Albert R. Marshall veiddi í Lundahyl á rauða Frances númer 10. Að sögn Kristjáns Garðarsson- ar leiðsögumanns við Þverá hefur veiði gengið vel að undanförnu, en þó hafi mikið vatnsmagn í ánni hamlað veiðum nokkuð síð- ustu daga. Hann sagði meðalvigt- ina i sumar hafa verið góða og m.a. hafi verið annar lax, a.m.k. jafn stór, í Lundahylnum, veiði- maður setti í hann en tröllið losn- aði af flugunni eftir stutta en snarpa glímu. Um 1.150 laxar eru komnir á land úr Þverá ásamt Kjarrá og er áin í þriðja sæti á eftir Rangánum sem eru efstar með um 1.450 laxa og Norðurá sem er með milli 1.430 og 1.440 laxa. Myndin sýnir Albert R. Marshall, t.h. með 21 punda hænginn, en með honum er leið- sögumaður hans, Andrés Eyjólfs- son. Rigningin stundum til hins betra VOTVIÐRASAMT sumar hef- ur sín áhrif á ferðaþjónustuna, oft til hins verra, en í sumum tilvikum þó heldur til hins betra. Sú er til dæmis raunin með siglingar Bátafólksins niður Hvítá, en að sögn Bjöms Gíslasonar hjá Bátafólkinu hefur veðráttan hjálpað gríð- arlega mikið upp á aðsóknina þar að undanfömu. „Þegar það er rigning- arsuddi og ekki hægt að sjá til ijalla er ekkert betra að gera en að fara niður Hvítá. Allt sem hægt er að sjá sér maður nálægt sér og það breytir ósköp litlu þótt það sé beljandi rigning, menn verða hvort eð er blautir. Auk þess emm við í skjóli fyrir flestum áttum,“ segir Bjöm. I I I Léleg kynning veldur óánægju lífeyrisþega með innheimtu afnotagjalds RÚV Breytingin gerð til að lækka » jaðarskatta lífeyrisþega INNHEIMTA afnotagjalds Ríkisút- varpsins af öldruðum og öryrkjum, sem hafa verið undanþegnir greiðsl- um, hefur komið mörgum í opna skjöldu og hefur verið mikið kvartað til Félags eldri borgara og Öryrkja- bandalagsins. Mikið álag hefur einnig verið á innheimtudeild RÚV. Slæm kynning og óheppileg tíma- setning virðist eiga mikinn þátt í þessum viðbrögðum, en stjómvöld fullyrða að þessar breytingar eigi ekki að leiða til útgjalda fyrir lífeyr- isþega. Ákvörðun um breytingu á inn- heimtu afnotagjalds RÚV var tekin af ríkisstjóminni 15. maí sl. í tengsl- um við hækkun á bótum almanna- trygginga. Ríkisstjómin færði þau rök fyrir ákvörðun sinni að hún drægi úr jaðaráhrifum innan al- mannatryggingakerfísins, en sam- tök aldraðra og öryrkja o.fl. hafa lengi gagnrýnt þessi jaðaráhrif. Fyrir breytinguna gátu lífeyris- þegar sem fengu „frekari uppbót á lífeyri" og höfðu einir afnot af út- varpi eða sjónvarpi fengið afnota- gjald Ríkisútvarpsins fellt niður. Lífeyrisþegar sem höfðu tekjur und- ir ákveðnu marki fengu afnota- gjaldið, 24.000 krónur á ári, fellt niður. Samtök aldraðra höfðu m.a. bent á að fengi lífeyrisþegi auknar tekjur, t.d. úr lífeyrissjóði, gæti það leitt til skerðingar á heildartekjum vegna þess að þá væri viðkomandi gert að greiða afnotagjald RÚV að fullu. Jaðarskattsáhrifín í slíku dæmi gátu því verið yfír 100%. Heimilisuppbót hækkuð l.júní um 3.608 kr. til skatta. Hins vegar er hækkunin á heimilisuppbót skert til þeirra sem eru fyrir með skerðingu á heimilis- uppbót. Þeir sem ekki njóta heimil- isuppbótar en hafa fengið niðurfellt afnotagjald RÚV þurfa ekki að greiða afnotagjaldið. Þessi hækkun á heimilisuppbót kom til framkvæmda 1. júní sl. og innheimtudeild RÚV sendi út reikn- inga vegna innheimtu afnotagjalda í lok maí og þá var ekki búið að ganga frá ákvörðunum um þetta mál með formlegum hætti. Það var gert með undirritun menntamála- ráðherra undir reglugerð um breyt- ingu á innheimtu afnotagjalda RUV 12. júní sl. Eiður Sigurðsson, aðstoð- arinnheimtustjóri RÚV, sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að reikningar vegna afnotagjaldsins hefðu ekki verið sendir fyrr en núna. Samkvæmt yfírliti frá heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu fengu um 9.400 bótaþegar hækkun heim- ilisuppbótar, en um 14.000 lífeyris- þegar, sem hafa greitt afnotagjöld, fengu 20% afslátt af gjaldinu. Eiður sagði að heildaráhrif þessara breyt- inga á tekjur Ríkisútvarpsins væru óveruleg. Ef eitthvað væri myndu tekjur stofnunarinnar lækka. i Síminn hækkar um áramót Innheimt fyrir þijá mánuði Til að bregðast við þessu ákvað ríkisstjómin að láta lífeyrisþega greiða afnotagjald RÚV og setja þá almennu reglu að allir elli- og örorkulífeyrisþegar skyldu fá 20% afslátt af gjaldinu. Til að koma í veg fyrir þá tekjuskerðingu sem ákveðinn hópur aldraðra og öryrkja hefði orðið fyrir ef þessi réttindi hefðu verið afnumin einhliða ákvað ríkisstjórnin að hækka heimilisupp- bót um 3.608 krónur á mánuði. Þessi hækkun átti að ná yfír þau auknu útgjöld sem fólk hafði af greiðslu afnotagjalds RÚV og fastagjalds af síma, að teknu tilliti Eitt af því sem ýmsir hafa undr- ast er að RÚV skuli krefja aldraða og öryrkja um 4.800 kr. Eiður sagði að ástæðan væri sú að verið væri að innheimta fyrir þijá mánuði, júní, júlí og ágúst. I framtíðinni yrði þessi hópur líkt og aðrir mkk- aður fyrir tvo mánuði í einu. Næsti reikningur myndi því hljóða upp á 3.200 kr. Eiður sagði að greinilegt væri að upplýsingar um breytingar á innheimtu afnotagjalds RUV hefðu ekki komist til skila og þess vegna hefði þessi óánægja blossað upp nú. Engar skýringar fylgdu gíróseðlum RÚV. Fyrirhugað er að liðlega 6.000 elli- og örorkulífeyrisþegar, sem nú fá niðurfellt fast gjald af síma, þurfí að greiða það sjálfir. Þar er um liðlega 500 krónur á mánuði að ræða. 3.608 kr. hækkun á heim- ilisuppbót 1. júní sl. var m.a. ætluð til að greiða þetta gjald. Póstur og sími hefur hins vegar ekki enn látið þessa hækkun koma til fram- kvæmda, en Hrefna Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi sagði að fyrir- hugað væri að það gerðist um næstu áramót. Endanleg ákvörðun um það hefði þó ekki verið tekin. Ragnar Jömndsson, fram- kvæmdastjóri Félags eldri borgara, sagði að mjög margir hefðu haft samband við félagið og lýst óánægju sinni með að þurfa að greiða afnotagjaldið. Hann sagði að það væri erfítt fyrir fólk með 48.000 króna tekjur á mánuði að greiða 4.800 króna reikning. Hann sagði að ýmsir hefðu lýst því yfír í sín eyru að þeir myndu bregðast við á þann hátt að láta innsigla sjón- varpstækið. i I ú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.