Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 35 AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR Sjálfbær þróun á Islandi og álver á Grundartanga ENGINN vill þróun sem ekki er sjálfbær. Samt höfum við valið þró- un sem ekki er sjálfbær. Það stafar sennilega af því að við vitum ekki hvað sjálfbær þróun er. Brundtland- skýrslan skilgreinir það þannig að sjálfbær þróun er þróun sem upp- fyllir þarfir okkar í dag án þess að skemma möguleika komandi kyn- slóða að uppfylla sínar þarfir. Við vitum að við erum háð náttúrunni og fáum mat, föt og húsnæði úr náttúrunni. Ef við eyðileggjum þessi náttúruauðæfi, hvort sem er með því að náttúrulindirnar þverra eða vegna þess að við eitrum þær, verðum við fátæk, hversu mikið sem við eigum í bankanum. Við getum ekki lifað án hreins vatns og lofts. Hins vegar getum við lifað án áls og án olíu og bensíns. Margir hafa reynt að skýra langtímatakmörkin fyrir þeirri þróun sem átt hefur sér stað seinustu 300 árin, eftir að iðnvæð- ing hófst og byrjað var að nota endanlega orkugjafa eins og kol, olíu og gas. Sumir telja að hagvöxt- ur hafi ekki verið til að ráði fyrir 1750 þegar byijað var að nota kol og að hagvöxtur sé ekki mögulegur án þess að náttúruauðæfin séu rá- nyrkt og að náttúran eitrist. Það þýðir að sjálfbær þróun og hagvöxt- ur eiga ekki samleið. Umhverfísrými segir okkur hve mikið við megum nota af nátt- úruauðæfum, segir Högni Hansson, til þess að þróunin geti talist sjálfbær. Sænska stofnunin Det Naturliga Steget hefur reynt að setja upp skilyrði fyrir sjáífbærri þróun eða sjálfbæru þjóðfélagi, þ.e.a.s. skil- yrðum sem verður að uppfylla sam- kvæmt þeim náttúrulögmálum sem allt lif á jörðinni er háð. Þessi skil- yrði byggjast m.a. á því að efni og orka myndast ekki og eyðist ekki heldur umbreytast, að efni hafa til- hneigingu til að dreifast og vera minna virði, að allt líf byggist á tillífun jurtanna og grænar jurtir eru eini uppbyggjandi þátturinn sem verkar gegn þeim öflum sem bijóta niður. Þol náttúrunnar gegn eitrandi efnum er takmarkað. Skil- yrðin sem sett eru upp eru í stuttu máli að efni sem eru framandi fyr- ir lífíð á jörðinni, hvort sem það eru málmar eða ný efni eins og DDT og PCB, aukist ekki í náttúrunni hraðar en hringrás náttúrunnar getur tekið við þeim. Rányrkja á framleiðslu náttúrunnar, þ.e.a.s. að skógur, fiskur o.s.v. sé ekki notað hraðar en endurnýjun náttúrunnar, er ekki heldur á samræmi við sjálf- bæra þróun. Mikið er nú rætt um svo kallað umhverfísrými. Umhverfisrými á að vera grundvöllur að umhverfis- pólitík Dana samkvæmt stjómaryf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar. Um- hverfísrými segir okkur hve mikið við megum nota af náttúruauðæf- um til þess að þróunin geti talist sjálfbær. Við megum samkvæmt þessu ekki nota meira en 1 lítra af olíu og bensíni á dag á mann til allra þarfa. Það þýðir 70-80% minnkun. 1,2 kg á mann á ári er umhverfísrýmið fyrir ál; nú notum við 15 kg. Það þýðir 90% minnkun. Það tekur langan tíma að ná mark- inu. T.d. er gert ráð fyrir að álnotk- un minnki um 20% fram til 2010. Það þýðir að frumframleiðsla minnkar og hverfur til lengri tíma. Við frumvinnslu er notuð tíu sinnum meiri orka en við end- urvinnslu á áli. Wuppertalinstitut í Þýskalandi sem fengist hefur við rannsóknir á umhverfisrýminu not- ast við hugtakið stuð- ull 10 (faktor 10) sem þýðir að íbúar í iðnv- æddu löndunum verða að lifa lífí sínu í fram- tíðinni með því að nota einn tíunda af þeirrri orku og þeim efnum sem við notum í dag. Lífskjör okkar eru því í framtíðinni háð því hve vel okkur tekst að gera það sem við ger- um í dag með því að nota miklu minni orku og minna magn af efn- um en í dag. Samtökin Vinir jarðar (Friends of the Earth) hafa gert athugun á því hvemig lönd Evrópu- bandalagsins (EU12) geta náð markmiðinu réttlátt umhverfís- rýmiog hvernig hægt er að ná markmiðinu stuðull 10. Kret- sloppsdelegationen (Hringrásar- nefndin), nefnd sænsku ríkisstjórn- arinnar, hefur sett stuðul 10 sem markmið umhverfísstefnu Svíþjóðar og stuðull 10 var mjög til umræðu á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York nýlega. Mér sýnist af þeirri umræðu sem verið hefur um fyrirhugað álver á Grundartanga að umræðu um sjálfbært þjóðfélag á íslandi sé þörf. Þegar framtíð lands og þjóðar er rædd og ákveðin verður það ekki gert án þess að gerð sé mynd af því hvernig sjálfbært þjóðfélag lítur út og hver skilyrðin fyrir því eru. Hvað er sjálfbær þróun á Is- landi, að hverju á að einbeita sér og hvað ber að varast til þess að þjóðfélagið þróist í sjálfbæra átt? Er áliðnaður leið í rétta átt að sjálf- bæru þjóðfélagi eða er sú stefna í þveröfuga átt? Á heldur að nota þá orku sem búið er að beisla til að minnka notkun á olíu og bens- íni? Á heldur að velja lífrænan búskap en stóriðju ef hagsmunir þessara starfsgreina rekast á? Er það betur í samræmi við sjálfbæran búskap að minnka losun gróðurhú- salofttegunda við flutninga til og frá landinu og innanlands en að auka flutningana með því að flytja inn hráefni sem svo verður að flytja frá landinu að mestum hluta? Eg sé ekki hvernig hægt er að hafa viturlega stefnu í stóriðjumálum eða atvinnumálum yfirleitt án þess að gera sér fyrst grein fyrir hver skilyrðin eru fyrir sjálfbærri þróun. Umhverfisvernd verður ekki lengur talin sérhagsmunir fámennra nátt- úrudýrkenda. Umhverfisvernd er grundvallaratriði allra annarra at- hafna okkar. Þróun sem ekki er sjálfbær þýðir endalok þjóðfélags- ins. Við vitum að það þjóðfélag sem við lifum í á Vesturlöndum í dag er ekki sjálfbært. Þess vegna verð- um við að breyta um stefnu. Við vitum líka að þau vandamál sem við eigum við að stríða í dag getum við ekki leyst með sömu aðferðum og þeim sem hafa valdið vandamál- unum. Höfundur er forstöðumaður um- hverfis- og hollustuverndarinnar í Landskrona í Svíþjóð. Högni Hansson + Guðfinna Guð- mundsdóttir fæddist í Fjalli á Skeiðum 25. júlí árið 1915. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Ljósheimum 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúp- veijahreppi, bóndi í Fjalli frá 1902, f. 17. apríl 1867, d. 8. mars 1965, og kona hans Ingi- björg Jónsdóttir frá Holti í Stokkseyrarhrepp f. 14. júlí 1883 d. 18. maí 1965. Systkini Guðfinnu voru Ingibjörg, f. 20. nóvember 1904, d. 22. maí 1989, bókari, búsett í Reykjavík, Al- dís, f. 20. mai 1906, d. 11. júní 1972, húsfreyja í Fjalli, Lýður, f. 11. febrúar 1980, d. 11. sept- ember 1981, bóndi í Fjalli, Sig- riður Guðrún, f. 1. april 1911, húsfreyja í Fjalli, og Jón, f. 3. nóvember 1919, d. 1. júní 1997, bóndi í Fjalli. Eftir barnaskólanám fór Guðfinna til náms í Héraðsskól- ann á Laugarvatni og stundaði síðar nám í fata- og kjólasaum. Guðfinna giftist 13. júní 1940 Valdimar Bjarnasyni, f. 23. mars 1911, d. 20. september 1964. Foreldrar hans voru hjón- in Ingveldur Jónsdóttir, f. 13. Okkur langar með örfáum orð- um að kveðja ömmu okkar, ömmu í sveitinni eins og við kölluðum hana þegar við vorum litlar stelp- ur. Þegar við lítum til baka er margs að minnast. Amma unni sveitinni sinni af öllu hjarta og þegar við fengum að dvelja þar hjá henni urðum við þess varar að ekkert í veröldinni var henni meira virði. Ekkert umræðuefni var henni kærara en búskapurinn á Fjalli og vissulega var hún bóndi af lífi og sál. Amma var mjög fróð kona og oft sagði hún okkur frá ýmsu sem okkur borgarbörnunum þótti framandi að heyra. Hún sagði okkur sögur af álfunum í klettun- um fyrir ofan bæinn, frá gömlum búskaparháttum og fleiru sem varð okkur stöðugt tilefni til að spyrja meira. En amma svaraði þolinmóð öllum þessum lífsins spurningum og einhvem veginn grunar okkur að stundum hafi hún haft lúmskt gaman að. Amma var mikil töfra- kona í okkar augum og gerði hluti sem okkur þóttu mjög merkilegir. Hún kunni til dæmis að hnýta hnakkgjarðir, hún kenndi okkur að flétta úr ótrúlegum fjölda af böndum, hún kunni öll þau sönglög sem nöfnum tjáir að nefna og hún spilaði bæði á harmóníku og org- el. Amma var stórlynd og ákveðin í fasi og oft gustaði af henni þar sem hún fór. Eins og títt er um slíkt fólk var þó grunnt á ljúfum tilfínningum og þess urðum við maí 1881, d. 19. jan- úar 1956, og Bjarni Þorsteinsson, f. 7. júní 1876, d. 28. mars 1961, bændur á Hlemmiskeiði. Guðfinna og Valdimar eignuðust þijú börn: 1) Guð- mundur, f. 24. mars 1942, bifreiðar- sljóri, búsettur í Reykjavík, kvæntist Báru Kjartansdótt- ur. Þau slitu sam- vistum. Þeirra dæt- ur eru Áslaug Björt og Guðfinna Auður. Sambýlis- kona Guðmundar er Stella Gunnars. 2) Ingibjörg, f. 16. febrúar 1945, kennari, búsett í Kópavogi, giftist Þorsteini M. Gunnarssyni, látinn. Þeirra böm era Valdimar, Ingibjörg og Gunnar Bragi. Sambýlis- maður Ingibjargar er Ármann Árni Stefánsson. 3) Bjarai Ófeigur f. 18. október 1949, bóndi í Fjalli, kvæntur Bryndísi Jóhannesdóttur. Þeirra böra eru Hrönn, Valdimar og Svala. Langömmubörnin eru átta tals- ins. Guðfinna og Valdimar hófu búskap í austurbænum í Fjalli vorið 1940 en síðustu sex árin dvaldi Guðfinna á Ljósheimum. Útför Guðfinnu fer fram frá Ólafsvallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. helst varar þegar hún talaði um börnin sín þegar þau voru yngri. Hún sagði okkur margar sögur af pabba okkar þegar hann var strák- ur og samskiptum hans við yngri systkini sín. Eftir á að hyggja mátti einnig merkja hjá henni söknuð þegar hún talaði um Valdi- mar afa sem lést langt fyrir aldur fram. Það var erfitt að fylgjast með þessari konu, sem var svo stór i orði og anda, missa málið fyrir mörgum árum og búa við það æ síðan að geta ekki tjáð sig. Sér í lagi var það erfitt vegna þess að hugur hennar hélst skarpur fram til þess síðasta. Alltaf var hún með á nótunum þegar við sögðum henni frá því sem var að gerast í lífi okkar og þótti greinilega sárt að geta ekki lagt orð í belg. Oft náði hún þó með látæði sínu að sýna viðbrögð við því sem um var rætt og nú síðast fyrir nokkrum dögum ljómaði hún þegar við töluðum um að hittast næst í brúðkaupi sonar- dóttur hennar og alnöfnu hinn 16. ágúst. Ekki náði hún þó að lifa þann atburð heldur verður hún jarðsungin frá þessari sömu kirkju aðeins nokkrum dögum fyrr. Von- andi verður amma með okkur öll- um í anda þennan dag. Ekki vitum við hvort amma trúði á líf eftir dauðann en við trúum því að nú sé hún komin til heimkynna sinna, laus úr viðjum síns sjúka líkama, og til manns síns og systkina sem hún hafði misst, nú síðast í júní síðastliðnum yngri bróður sinn, Jón, en lát hans varð henni mikið áfall. Við kveðjum ömmu okkar með eftirfarandi ljóðlínum og þökkum henni samfylgdina: En dýpra og innar tala taugar vors hjarta tunp þess Guðs, er skóp glaðheima eilífbjarta, þann aldadag, sem skín yfir lýðum og löndum og leiðir stóran og smáan að settu marki. Þótt líði vor stundarævi í ys og harki og orð vorrar tungu séu iéttvæg og smá, samt beina för vorri mið hans heilög og há. - Heimtún vors anda gróa á fjarlægum ströndum. (Sigurður Einarsson frá Holti.) Við vottum öllum aðstandendum samúð okkar og ekki síst Siggu systur hennar sem nú er ein eftir af þeim systkinum. Áslaug og Guðfinna. Látin er Guðfinna amma okkar. Okkur sytskinin langar til að kveðja hana með þessu ljóði og þakka henni þær ánægjulegu samverustundir sem við áttum með henni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við reynum að hugga okkur við það að þér líði betur á þeim stað þar sem þú ert núna. Við eigum margar góðar minn- ingar sem við getum yljað okkur við. Minningar sem við munum deila með börnum okkar. Elsku amma, það er komið að kveðju- stund. Þótt við hefðum innst inni vitað að að þessu myndi koma, er erfitt að þurfa að horfa á eftir þér. Hvíl þú í friði, elsku amma. Valdimar, Ingibjörg og Gunnar Bragi Þorsteinsbörn. LEQSTELNAR Maimari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavík sími: 5871960-Jox: 587 1986 GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR Hereules HÖGGDEYFAR Höfum úrval höggdeyfa í margar gerðir bifreiða. Leiðbeinum einnig við val á höggdeyfum í breyttar bifreiðar. / Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Ifararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMi 588 2550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.