Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ > + Jóhannes Gunn- ar Helgason fæddist 25. apríl 1911 í Vík í Mýrdal og lést á heimili sínu, Stóragerði 26 í Reykjavík, hinn 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Dag- bjartsson, verka- maður í Vík í Mýrd- al, f. 1.8. 1877,_ d. 6.3. 1941, og Ág- ústa Guðmunds- dóttir, húsfreyja, f. 29.7. 1885, d. 11.10. 1943. Systkini Jóhannesar: Frí- mann, f. 21.8. 1907, d. 29.11. 1973, Axel, f. 12.4. 1913, d. 17.7. 1959, Dagmar, f. 15.6. 1914, d. 10.10 1980, Laufey, 15.6. 1914, d. 22.2. 1995. Anna Guðbjörg, f. 15.8, 1917, d. 14.7. 1993, Kristinn, f. 9.5. 1922. Hinn 23. september 1954 kvæntist Jóhannes eftirlifandi eiginkonu sinni, Oddnýju Eyj- ólfsdóttur, húsmóður, f. 2.2. 1927 í Reykjavík, dóttir Eyjólfs Eiríkssonar, _ kaupmanns í Reykjavík, og Ólínu Jónsdóttur, húsmóður. Börn Jóhannesar og Oddnýjar eru: 1) Ólína Ágústa, f. 3.9. 1957, gift Kjartani Georg Gunnarssyni. Börn þeirra eru Oddný Anna, f. 11.2. 1984, og Lára Margrét, f. 9.4. 1993, ásamt uppeldisdóttur, dóttur Kjartans, Asdísi, f. 27.10. 1978. 2) Jóhannes Ágúst, f. 26.6. 1963 og er kona hans María Skafta- dóttir. Börn þeirra eru Rakel, f. 6.7. 1992, og Daníel, f. 26.4. 1996. 3) Anna Margrét, f. 16.9. 1965, og er maður hennar í dag verður kvaddur tengdafað- ir okkar, heiðursmaðurinn Jóhann- es G. Helgason, og viljum við minn- ast hans örfáum orðum. Kynni okkar af Jóhannesi hófust um svip- að leyti, fyrir u.þ.b. fimmtán árum, er við kynntumst dætrum þeirra Oddnýjar Eyjólfsdóttur, Ólínu Ág- ústu og Önnu Margréti. Ungur maður er að jafnaði dálít- ið kvíðinn þegar hann heimsækir fyrsta sinni heimili væntanlegra tengdaforeldra, en jafnframt ríkir eftirvænting um hvernig þeim lítist á kappann og hveijar viðtökurnar verði. Skemmst frá að segja reynd- ist ástæðulaust að bera ugg í bijósti, því að móttökurnar voru hlýjar og vingjarnlegar og við vor- um boðnir velkomnir. Þegar við fyrstu kynni kom í ljós hvílíkur sómamaður Jóhannes var, einbeitt- ur, viðræðugóður og alúðlegur og þau hjón bæði. Þau tóku okkur alltaf fagnandi þegar við komum í heimsókn og sýndu mikinn áhuga á öllu því er við tókumst á hendur. Jóhannes hafði alltaf nægan tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Jóhannes lét sér mjög annt um fjölskylduna og velferð hennar. Hann var nokkuð fullorðinn er fyrsta barnabarnið leit dagsins ljós, en nú eru þau fimm auk eins „fóst- urbarnabarns". Jóhannes naut þess að fá barnabörnin í heimsókn, enda var hann einstaklega ljúfur afí. Minningarnar um Jóhannes eru margar og góðar og við, sem næst honum stöndum, söknum hans sárt. Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi, segir Hann- es Pétursson skáld í ljóði. Það eru orð að sönnu. Jóhannes var bókhneigður og víðlesinn og fyigdist alla tíð vel með á öllum sviðum, vissi hvað var að gerast á hveijum tíma. Þetta á við um pólitík, fréttir, nýjungar í vísindum og margt fleira. Hann missti helst ekki af fréttum og lét sér hvorki nægja innlendar frétta- stofur né innlend blöð; sótti víða fanga. Hann flíkaði ekki tilfinning- um sínum og skoðunum, en sagði okkur þó oft ýmislegt frá fyrri tíð, Högni Hróarsson. Barn þeirra er Sara, f. 12.11. 1995. Jóhannes stund- aði nám við Sam- vinnuskólann 1931- 1933, við Pittman’s College og London School of Ec- onomics i London 1937, við Alliance Francaise í París 1938, við University of California (UCLA) í Los Angel- es í Bandaríkjunum 1949-50 og við Uni- versity of Chicago 1950-52, MBA þaðan 1952 og til viðbótar nam hann við Columbia Uni- versity í New York 1952-53. Jóhannes var skrifstofustjóri á Hótel Borg 1933-35. Gjald- keri hjá Mjólkursamsölunni 1935-36. Hann starfrækti og rak eigin fyrirtæki; m.a. Skermagerðina Iðju, í Reykja- vík 1941-1948, byggði Jarðhús- in við Elliðaár 1945-46, rak þau um skeið og seldi 1957 en lengst af starfaði hann sjálf- stætt við sljómunar- og rekstr- arráðgjöf allt frá 1955. Jóhannes var hvatamaður að stofnun Skaftfellingafélagsins í Reykjavík og ritari þess 1940-49. Ritari Golfsambands íslands 1945-49. íslandsmeist- ari í golfi 1948. Hvatamaður að stofnun Félags Sameinuðu þjóðanna á Islandi 1948, for- maður 1955-60 og gerður að heiðursfélaga 1983. Útför Jóhannesar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. uppvexti og manndómsárum. Sú saga verður ekki rakin hér, en í hugum okkar eru hún í senn merki- leg og viðburðarík. Frá fyrstu tíð var hugsjón Jó- hannesar að læra. Foreldrar hans voru bjargálna eins og þorri fólks, en samt sem áður var erfitt um vik fyrir hann að leita sér menntunar eftir að skólaskyldu lauk. Hann varð sjálfur að afla sér fjár til menntunar eins og raunin var með þorra fólks af þessari kynslóð og var raunar misjafnt hvemig til tókst. En honum tókst það sem hann ætlaði sér. Jóhannes var tvö ár á togara til að afla tekna og lauk síðan prófi frá Samvinnuskólanum. Að námi loknu hreppti Jóhannes starf skrifstofustjóra á Hótel Borg en það var Jónas frá Hriflu, skóla- stjóri Samvinnuskólans, sem mælti með honum við Jóhannes Jósefs- son, eiganda Hótels Borgar. Þetta var stórkostlegt tækifæri á kreppu- tímum og nýtti Jóhannes það vel. Hótel Borg var fínasta hótel á ís- landi og þó víðar væri leitað og allir tiginbornir gestir stjórnvalda höfðu þar viðdvöl. Jóhannesi var minnisstætt að hann hitti þar menn eins og flugkappana Lindbergh og Balboa sem höfðu hér viðdvöl á ferðum sínum. Auðvitað verður ungum mönnum minnisstætt að hitta slíka menn, og líklega hafa þau áhrif verið þeim mun meiri sem færra var þá af ijölmiðlum. Jóhannes fór utan til náms í Englandi og Frakklandi og kom aftur heim þegar ófriðaröldur risu í Evrópu og stríðið virtist óumflýj- anlegt. Honum féll aldrei verk úr hendi og samhliða því að reka skermagerðina Iðju hóf hann undir- búning að reisa í Reykjavík geymsl- ur fyrir kartöflur og grænmeti en þau mál voru í ólestri og höfðu valdið garðyrkjubændum miklum vandræðum. Eftir ítarlegar rann- sóknir, heima og heiman til að kynna sér slík mannvirki, reisti hann jarðhúsin við Elliðaár. Það þurfti hugvit og þrekvirki til að koma jarðhúsunum upp, en þar gátu Reykvíkingar geymt kartöflur sínar og grænmeti yfir vetrartím- ann eins og best verður á kosið. Eftir að byggingu jarðhúsanna lauk fór Jóhannes enn á ný að leita sér menntunar, og að þessu sinni til Bandaríkjanna. Að ráði sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi á þessum tíma sótti Jóhannes nám í þremur af fremstu háskólum þar í landi, einum á vesturströndinni, einum í miðríkjunum og einum á austurströndinni. Hugmyndin var að fá þverskurð af því besta sem bandarískir háskólar buðu upp á. Jóhannes lauk MBA-gráðu í þessu námi og mun hann hafa verið einna fyrstur íslendinga til að öðlast þá námsgráðu. Þegar Jóhannes kom heim úr námi kvæntist hann Oddnýju sinni og drógu þau saman í bú við Boga- hlíð. Stuttu seinna settust þau að við Stóragerði og hafa búið þar síðan. Þar var ekki í kot vísað. Öllum, sem sóttu þau heim, er ljóst hve happasælt hjónaband þeirra hefur verið. Þau voru samhent og samhuga, enda er heimilisbragur að því skapi hlýr og notalegur; þar er gott að dveljast. Hin seinni ár í lífi Jóhannesar þekkjum við tengdasynirnir af eigin raun. Börn þeirra, barnabörn, allt sem þeim heyrði til, það var þeim mest virði. Þau studdu í orði og verki við bakið á bömum og barna- börnum. Skrifstofa Jóhannesar í Stóragerði var ekki einungis afdrep til að sinna sínum málum, heldur leituðu börnin þangað alla tíð til þess að spjalla við hann um hvað- eina sem kom í hugann og barna- bömin til að hlusta á sögur eða lesa í bók í nærveru hans. Jóhannes vakti mikla athygli samferðamanna sinna hin síðari ár fyrir það hvað hann var heilsu- hraustur og sprækur miðað við ald- ur. Hann þakkaði þetta heilbrigð- um lífsháttum, en hann fór reglu- lega í gönguferðir og var tíður gestur í sundlauginni á Hótel Loft- leiðum. Hann bjó á fjórðu hæð og taldi það gera sér gott að skokka stigana upp og niður. Falls er von af fornu tré. Traust- ar eikur falla um síðir. Við söknum þess að eiga ekki fleiri stundir með Jóhannesi. Við vitum með vissu hvers barnabörn hans fara nú á mis. Við emm þakklátir fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt saman.síðastliðin hálfan annan ára- tug. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir Oddnýju á þessum erfiðu tím- um. Kjartan Georg Gunnarsson, Högni Hróarsson. Kær vinur er látinn. Að leiðarlok- um viljum við bræður þakka Jó- hannesi fyrir einstaka tryggð og vináttu hans allt frá því að við vomm börn að aldri. Jóhannes og faðir okkar bræðra vom sérstakir æskuvinir síðan þeir ólust upp sam- an í Mýrdalnum. Leiðir þeirra lágu síðan saman í námi í Bandaríkjun- um og með þeim hélst óslitin vin- átta og sérstakt fóstbræðralag meðan faðir okkar lifði en hann lést árið 1954. Jóhannes aðstoðaði föður okkar á margan hátt við sandgræðslustörf og erlend sam- skipti. Eftir lát hans sýndi Jóhann- es móður okkar og okkur bræðrun- um mikla tryggð og vináttu sem alla tíð hefur haldist. Er einn okkar sótti um að verða skiptinemi árið 1961 í Bandaríkjunum aðstoðaði hann við allan undirbúning s.s. umsókn og þess háttar. Hann var öllum hnútum kunnugur í hinu stóra ríki. Aðstoð hans var ómetan- leg þar sem skiptinemaárið var mikil og góð lífsreynsla og gott veganesti fyrir óharðnaðan ungl- ing. Jóhannes fylgdist ætíð með námi okkar bræðra og síðar störf- um og hafði alla tíð mikinn áhuga á hvernig okkur vegnaði. Og síðar á lífsbraut okkar þegar makar og börn voru komin í okkar líf þá hafði hann jafnmikinn áhuga fyrir farsæld þeirra og hann hafði haft fyrir okkur. Slík vinátta og tryggð er mikils virði í lífínu. Á starfsferli sínum flutti Jó- hannes inn nýjar hugmyndir að ýmsum þjóðþrifamálum til hags- bóta fyrir landsmenn. Eftir veru sína í Bandaríkjunum í byijun fimmta áratugarins var honum ljósara en flestum öðrum þörfin fyrir nýja nálgun og ferskar hug- myndir til lausnar þeirra fjölmörgu verkefna sem þá biðu þjóðarinnar. Eitt hið merkasta framfaraspor er Jóhannes stóð fyrir var bygging Jarðhúsanna við Elliðaár er hann byggði á árunum 1945 og 1946. Þau voru fyrst og fremst byggð sem geymsla fyrir kartöflur lands- manna en reyndust einnig frábær- lega til geymslu hvers konar garðávaxta og grænmetis. Jó- hannes vann þarna mjög merkt brautryðjandastarf sem leysti mik- il vandamál fyrir einstaklinga, garðyrkjustöðvar og verslanir í Reykjavík og varð einnig mikil- vægt fordæmi fyrir aðra lands- menn. Sérfræðiþekking Jóhannesar á rekstri fyrirtækja og fjármála- stjórnun nýttust einnig vel í ráðgjöf hans til ríkisstjórna um rekstur stórfyrirtækja á umbrotatímum í þjóðfélaginu um miðbik aldarinnar. Jóhannes vann m.a. merka úttekt og ráðgjöf til þáverandi ríkisstjórn- ar um framleiðslu og sölu á tilbún- um áburði hér á landi. Sú vinna markaði án efa tímamót í faglegum vinnubrögðum í upphafi nýrra um- svifa hjá íslensku þjóðinni á þeim tíma. Jóhannes hafði alla tíð mikinn áhuga á landgræðslu- og gróður- vemdarmálum. Hann kom á fram- færi við okkur ýmsum erlendum nýjungum á því sviði og fylgdist afar vel með því sem gerðist hjá Landgræðslunni. Það var því gott að leita til hans með holl ráð og fjölmörg símtöl og heimsóknir í Gunnarsholt eru þeim ógleyman- legar er þeirra nutu. Alltaf horfði hann fram á veginn og lagði ávallt til jákvæðar lausnir til viðfangsefn- anna sem til umræðu voru. Öll sam- skipti okkar við Jóhannes voru því þroskandi og mannbætandi. Jóhannes unni náttúru landsins og gæðum þess. Margar sögur höf- um við bræður heyrt af ferðum þeirra fóstbræðra um landið þar sem veiðistöngin var með í för. Þær ferð- ir ræktuðu vináttu, útivist og tengsl við byggðir landsins ekki hvað síst í Skaftafellssýslum. Hugur Jóhann- esar var ávallt tengdur Mýrdalnum og lífsbaráttu fólksins þar. Hann var glaðvær maður og afar viðræðugóður og vel heima í málum líðandi stundar, ekki aðeins á inn- lendum vettvangi heldur einnig í heimsmálunum enda víðlesinn og fróður og las jafnan erlend tímarit til að fylgjast með. Hann var höfð- ingi heim að sækja enda stóð eigin- konan, Oddný, þétt við hlið hans alla tíð. Kæra Oddný, börn og barna- börn. Við og fjölskyldur okkar vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur. Kæri vinur. Blessuð sé minning þín. Þórhallur, Sveinn, Halldór og fjölskyldur. Með Jóhannesi G. Helgasyni er genginn mætur og hugljúfur mað- ur. Kynni mín af honum tengdust Félagi Sameinuðu þjóðanna á ís- landi, en hann var allt í senn aðal- hvatamaður að stofnun félagsins, formaður um skeið, eini heiðursfé- laginn og loks endurskoðandi fé- lagsins. Tengsl hans við félagið rofnuðu aldrei. Segja má að hann hafi stofnað félagið einn og óstudd- ur og tryggð hans og ræktarsemi við það brást aldrei. Jóhannes var á ýmsan hátt sér- stæður og minnisstæður maður. Hann var fríður sýnum, snyrti- menni í öllum háttum, en undir rólegu yfirbragði var hann hug- sjónamaður og eldhugi. Hann var af traustum skaftfellskum ættum, vel íþróttum búinn eins og Frímann knattspyrnukappi,_ bróðir hans, enda golfmeistari íslands um skeið. JOHANNES G. HELGASON Hann var smekkvís og listfengur eins og Helgi, systursonur hans, Tómasson, hinn heimsfrægi ballett- meistari. Eins og öll systkini hans og fleiri ættmenni bar hann einkar heiðríkan og bjartan svip. Þá tókst Jóhannesi að afla sér mjög góðrar menntunar í Bret- landi, Frakklandi og Bandaríkjun- um, þar sem hann lauk masters- gráðu í stjórnunar- og rekstrar- fræðum frá Chicago-háskóla. Eitt merkasta framtak hans var bygg- ing Jarðhúsanna við Elliðaár, en þau hafa lengi sett svip á um- hverfí Reykjavíkur. Þetta var eitt af hugsjónamálum Jóhannesar og vakti athygli út fyrir strendur landsins, m.a. var skrifaður leiðari um málið í eitt helsta dagblað Chicagoborgar. Það er fátítt að kynnast hug- sjónamönnum á borð við Jóhannes G. Helgason sem hafa til að bera þetta hreinlyndi og þennan eldmóð sem stundum er kenndur við alda- mót og hugljómun ungmennafé- laga. Slíkir menn eru nú óðum að týna tölunni og hverfa af sjónar- sviðinu. Fyrir hönd Félags Sameinuðu þjóðanna minnist ég Jóhannesar með trega og þakklæti og votta ekkju hans og niðjum samúð, en það er huggun harmi gegn að góð- ur drengur á jafnan góða heimvon. Knútur Hallsson. Það er sárt til þess að hugsa að við hér á jörðu niðri fáum ekki lengur að njóta návistar Jóhannes- ar eða afa í Stóragerði eins og hann var svo oft kallaður, hann er kominn upp til sinna horfnu ástvina. En minningar um þennan hjartahlýja mann munu ávallt lifa. Er maður lítur til baka er efst í huga manns hvað hann naut þess að vera með barnabörnunum sín- um. Hann tók þátt í leikjum þeirra og gaf þeim ómælda ást og um- hyggju. Börnunum þótti undur- vænt um afa sinn, öll voru þau sérstök í hans huga. Ég gleymi aldrei okkar fyrstu kynnum. Það var eins og við hefð- um þekkst í mörg ár. Ávallt var gaman að spjalla við hann því hann var fróður maður og fylgdist vel með umheiminum. Alltaf var hann jákvæður, aldrei heyrði maður hann hallmæla nokkrum manni. Milli okkar myndaðist fljótlega mikill kærleikur sem hélst fram á síðasta dag. Hann var sá tengdafaðir sem ekki var annað hægt en þykja vænt um. Jóhannes var bjartsýnismaður og trúði á framfarir og vísindi í heiminum. Hann var ótrúlega heilsuhraustur miðað við aldur. Það var því erfitt að sjá horfa upp á hvað illvígur sjúkdómur gat dregið burt kraftinn hratt síðustu vikurn- ar. Hann bar þó ætíð höfuðið hátt og kvartaði aldrei. Oddný, eigin- kona Jóhannesar, hefur staðið við hlið mannsins síns frá því þau giftu sig árið 1954 þar til yfir lauk. Milli þeirra mátti finna sérstakan straum sem bar merki um ást, umhyggju og gagnkvæmt traust. Þétt stóðu þau saman síðustu vik- urnar ásamt börnum sínum og mátti glöggt sjá hve fjölskyldu- böndin voru sterk. Þótt veikindin ágerðust síðustu dagana, mátti ávallt sjá hve mikill kærleikur var á milli hans og barnabarnanna. Ávallt skein gleðiglampi úr augum hans er þau komu hlaupandi til hans. Það var með ólíkindum hve þrótturinn efldist þegar þau voru nærri. Þau klifruðu upp í rúm til hans með hans hjálp, föðmuðu hann, sungu fyrir hann og spjöll- uðu. Mikill friður var yfir Jóhannesi er hann kvaddi. Virtist hann vera sáttur við ævi sína. Hann var stolt- ur af íjölskyldu sinni. Hans hlut- verki var lokið í þessu lífi þótt sárt við munum sakna hans. Elsku Oddný mín, við munum minnast Jóhannesar með hlýju hjarta, ég bið góðan guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í sorg ykkar. María Skaftadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.