Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 FRÉTTIR Morgunblaðið/Rúnar Þór Brynjólfsson SERA Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfírði, við op ganganna sem liggja frá gamla bæjarstæðinu að kirkjunni. Jarðgöng í Vatnsfírði Verða rannsökuð en ekki endurgerð Millifærslur af bankareikningi Grunsemd- ir vöknuðu við fram- talsgerð GRUNSEMDIR um að milli- færslur af bankareikningi aldr- aðrar konu inn á reikning manns, sem hafði aðstoðað kon- una, vöknuðu við framtalsgerð. Sama fyrirtækið hefur gert framtal konunnar í nokkur ár og í byrjun þessa árs vai-ð vart við minnkun eigna hennar. Þótti þá ástæða til að rannsaka hvort um misneytingu gæti verið að ræða. Akvæði um misneytingu er að finna í samningalögum. Þar segir: „Hafi nokkur maður not- að sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða léttúð eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér hagsmuna eða áskilja sér þá þannig að bersýnilegur mis- munur sé á hagsmunum þess- um og endurgjaldi því er fyrir þá kom eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, skal gemingur sá, er þannig er til kominn, ógildur gagnvart þeim aðila er á var hallað með honum.“ Um er að ræða upphæðir sem skipta tugum milljóna króna. Konan er fjárráða en hefur ekki fyllilega yfirsýn yfir fjármál sín. Rannsókn á að ieiða í ljós hvort millifærslurnar voru gerðar með vitund hennar og vilja. Mál- ið var sent ríkislögreglustjóra um miðjan júlí. Amar Jensson aðstoðai’yfirlögregluþjónn hefur ekki viljað tjá sig um málið með- an það er í rannsókn. LENGI hefur verið vitað um til- vist jarðgangnanna sem nýlega komu í Ijós í Vatnsfírði við Isa- íjarðardjúp, að sögn Þórs Magn- ússonar, þjóðminjavarðar. Þór sagði að jarðgöng sem þessi hefðu fundist nokkuð víða en þekktust eru göngin í Skál- holti, á Hólum, í Reykholti og á Keldum. Jarðgöngin í Vatnsfírði liggja frá gamla bæjarstæðinu að kirkjunni. Verið er að gera upp gömlu kirkjugarðsveggina og var kom- ið niður á gömlu hleðslurnar. „Göngin virðast frekar einföld að allri gerð. Þarna var grafíð í jörðu, gijóthleðsla sett beggja vegna og svo reft yfír,“ sagði Þór en að sögn hans hafa ekki mörg jarðgöng verið rannsökuð hér og erfítt um samanburð, en hann telur göngin frá miðöld- um. Hann segir að Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifa- fræðingur, muni skoða þau nán- ar fljótlega. Aðpurður sagðist Þór ekki telja að Þjóðmiiyasafn- ið myndi standa fyrir endurgerð á göngunum. Heimsókn lauk með heiðurs- borgaratitli ✓ Heimsókn Olafs Ragnars Grímssonar forseta Islands til Kanada lauk í gær með því að hann var gerður að heiðursborgara í Winnipeg. Gunnur ísfeld fylgdist með dagskrá heimsóknar forsetahjónanna og fundum forsetans með Vestur-íslendingum. Fyrirhugað er að 1 dag fylgist forsetinn með geimskoti í Flórída. ÞÚ KAUPIR EINA BLUSSU EÐA SKYRTU Á ÚTSÖLUNNI OG FÆRÐ AÐRA ÓKEYPIS SUÐURKRINGLUNNI VEÐRIÐ hefur sannarlega átt sinn þátt í að gera heimsókn forseta ís- íands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og konu hans, Guðrúnar Katrínai' Þor- bergsdóttur, ánægjulega. Sólríkt hefur verið undanfama daga og má segja að Manitóba hafi staðið undh- nafninu sólríka fylkið. Forsetahjónunum var ekið frá Gimli til Winnipeg á þriðjudag og fóru þau fyrst í þinghús Manitóba- fylkis, þar sem teírið var á móti þeim af forsætisráðherra Manitóbastjórn- ar, Gary Filmon, og Eric Stefansson fjármálaráðherra á skrifstofu for- sætisráðherrans. Eric Stefansson er af íslenskum ættum, fæddur í Gimli, þar sem faðir hans var þingmaður á Manitóbaþingi. Blómsveigur við styttu Jóns Sigurðssonar Eftir fund þeirra var gengið út að styttu Jóns Sigurðssonar, sem stend- ur á lóð þinghússins, þar sem tekið var á móti þeim af Mae Westdal, fyr- ir hönd Jóns Sigurðssonar-deildar I0DE (Imperial Order Daugthers of the Empire). Jóns Sigurðssonar- deildin hefur starfáð frá síðari heims- MORGUNBLAÐIÐ Menntamálaráðherra á heimasíðu sinni Hús í Reykholti víki og hugað verði að minjum BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir í fi-éttapistli á heimasíðu sinni að hann telji einsýnt að sum húsanna sem standa við gamla skóla- húsið í Reykholti svo sem íþrótta- og smíðahúsið, þui-fi að víkja. „Þar með gefst nýtt tækifæri til að kanna minjar á staðnum og meðal annars göngin að lauginni sem nokkuð hefur verið hugað að í sumar,“ segir í pistli ráðherrans. Guðrún Sveinbjamardóttir, fom- leifafræðingur, gróf niður á göngin sem liggja frá Snorralaug að rústum gamla Reykholtsbæjarins í júlímán- uði en segir að framtíð fornleifarann- sókna í Reykholti velti á fjárveiting- um. Vonir standi til að hægt verði að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir 10 áram við að rannsaka bæjar- stæðið og göngin. Stólpi ofan í göngin Guðrún sagði sagnir ganga um að við byggingu gamla íþróttahússins 1934, sem stendur á stólpum, hefði stólpi verið rekinn niður í göngin og vitað sé að göngin liggi undir húsinu frá Snorralaug að gamla bænum og með stefnu að gömlu kirkjunni. Hún sagði að verið væri að vinna að undirbúningi áætlunargerðar um rannsóknir í Reykholti. Vitað er um búsetu á staðnum frá 12. öld. Sóknarprestur sammála Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, sagðist fagna þeirri hreyfingu sem komið hefði á þessi mál með rannsóknunum í sumar. „Ég lít vonaraugum til þess að þetta sé upphafið að vemlegu átaki í upp- greftri hér,“ sagði Geir. Hann kvaðst algjörlega sammála menntamálaráð- herra um nauðsyn þess að fjarlægja húsin. Geii' Waage sagði að við rannsókn- ina í sumar hefði komið í Ijós að göngin stæðu furðu vel þótt þau séu full af mold og jarðvegi en staðsetn- ing íþróttahússins stæði í vegi íyrir því að hægt yrði að halda uppgreftri áfram. Geir sagði að íþróttahúsið, sem byggt var á stólpum á fjórða ára- tugnum hefði verið byggt til bráða- birgða áfast sjálfu skólahúsinu. Nú væri 25 metra löng sundlaug og ný- legt íþróttahús komið á Kleppjárns- reyki í 7 km fjarlægð frá Reykholti. Niðurrif þessa gamla íþróttahúss skerti því ekki aðstöðu fólks í sveit- inni og kvaðst Geir vonast til að ráðuneytið tæki ákvörðun um að rífa íþróttahúsið í haust. Ysti endi ganganna milli bæjarins í Reykholti og laugarinnai- sem kennd er við Snorra Sturluson er op- inn við laugina en afar hrörlegur. Að sögn Geirs er það að mestu leyti mannvirki frá um 1940 sem var hlað- ið til þess að sýna tilvist ganganna án þess að gengið hafi verið frá mannvirkinu í upprunalegri gerð. Hann kvaðst vona að í kjölfar þess að íþróttahúsið yrði fjarlægt yrði forna bæjarstæðið og göngin að- gengileg til heildaruppgraftar og að lokinni fornleifarannsókn yrðu göng- in endurgerð í fullri lengd. Morgunblaðið/Gunnur ísfeld. ERIC Stefansson, fjármálaráðherra Manitóba, Gloria Meadows, ritari Jóns Sigurðssonar-deildar IODE, Gary Filmon, forsætisráðherra Manitóba, Dóra Sigurdson, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Mae Westdal við styttu Jóns Sigurðssonar. styi'jöldinni og afla konurnar fjár til ýmissa málefna, s.s. námsstyrkja o.fl. Forsetinn flutti stutta ræðu við styttuna og þakkaði konunum hversu vel þær héldu í íslenska menningu og siði. Hann sagði það mikinn heiður fyrir íslensku þjóðina að stytta Jóns forseta stæði á þess- um stað. Forseti afhenti að því búnu Mae Westdal bók um Jón Sigurðs- son á ensku. Næst var haldið í Manitóba Club, þar sem stjórn Manitóba bauð til há- degisverðar. Meðal viðstaddra var Magnús Elíasson, sem talar lýtalausa íslensku, þótt hann sé fæddur í Kanada. Hann hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum og sat í borgar- stjóm Winnipegborgar um margra ára skeið. Fundur og veisla með Islendingum Margir aðrir nafnkunnir Vestur- íslendingar vom þarna mættir og má nefna dr. Kenneth Thorlaksson, en faðir hans, Paul Thorlaksson, stofnaði Winnipeg Clinic, læknastofu þar sem sérfræðingar í mörgum greinum læknisfræðinnar unnu sam- an. Varð það upphaf slíkrar sam- vinnu lækna í Winnipegborg. Síðar um daginn var haldinn fund- ur með Ieiðtogum í íslenska samfélag- inu og var fundarstjóri Davíð Gisla- son. Um kvöldið var forsetahjónunum haldin vegleg veisla í Lombai'd-hótel- inu, sem Þjóðræknisfélag íslendinga í Vestui'heimi stóð fyrir. Þeir sem sátu með forsetahjónunum við háborðið vom þau Larry Johnson, forseti Þjóð- ræknisfélagsins, og kona hans, Edith Johnson, Ray Johnson, varaforseti Þjóðræknifélagsins, Helwer, þing- maður Gimli, og kona hans. Ræður voru fluttar við þetta tæki- færi af Ray Johnson, Larry Johnson, Helwer og Ólafi Ragnari. Forseti Is- lands sagði m.a. frá nýloknu starfi við að þýða íslendingasögurnar á ensku. Einnig hvatti hann Vestur-Is- lendinga til að heimsækja land for- feðra sinna, land sem skaparinn væri enn að skapa. í gær héldu forsetahjónin frá Kanada en komu fyi'st við á ski'if- stofu borgarstjóra Winnipegbprgar, Susan Thomp son, þar sem Olafur Ragnar Grímsson var gerður að heiðursborgara í Winnipeg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.