Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 41

Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 41 HESTAR Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum Sigurbj örn Bárðarson kon- ung’iir gæðingaskeiðsins SIGURBJÖRN Bárðarson sigraði í gæðingaskeiði á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá og var þetta þriðji sigur hans á heimsmeistaramóti. GULLIN eru farin að streyma til Islendinga á heimsmeistaramótinu í Seljord í Noregi því í gær tryggðu Islendingar sér fjögur gull og ber þar hæst sigur Sigurbjörns Bárðar- sonar í gæðingaskeiði á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá. Með þessum ár- angri er með réttu hægt að segja að hann sé ókrýndur konungur gæðingaskeiðsins því þetta er þriðja heimsmeistaramótið sem hann sigr- ar á. Þá tryggðu íslendingar sér þrjú gull í kynbótasýningu stóð- hesta og voru með alla hestana þrjá sem kepptu fyrir íslands hönd í efstu sætum. Er þetta besti árang- ur sem náðst hefur til hingað til á þessum vettvangi. Sigurstemmningin vöknuð hjá landanum Keppnin í gæðingaskeiðinu var æsispennandi og voru íslendingar þar í fremstu víglínu. Eftir fyrri umferð var Gylfi Garðarsson, sem keppir fyrir hönd Noregs á Vali frá Gerðum, efstur en seinni sprettur- inn mistókst hjá honum og var þá ljóst hvar sigurinn lenti. Sigurbjörn var með báða sprettina vel útfærða og þótti vel að sigrinum kominn enda með yfirburðaeinkunn, 8,30. Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem keppir fyrir Noreg, varð annar á Dalvari frá Hrappstöðum með 7,59. Karly Zingsheim Þýskalandi varð þriðji á Feyki frá Rinkscheid með 7,46. Heiðar Hafdal, sem keppir fyrir Holland á Steingrími frá Glæsibæ, varð fjórði með 7,41 og Lothar Schenzel Þýskalandi fimmti á Gammi frá Krithóli með 7,16. Atli Guðmundsson var í fjórða sæti eftir fyrri umferð á Hróðri frá Hofstöðum með 7,75 en niðurhæg- ingin í seinni umferðinni mistókst og fékk hann 0 fyrir það atriði og hafnaði því í tíunda sæti með 5,83. Af öðrum íslenskum keppendum varð Höskuldur Aðalsteinsson, sem keppir fyrir Austurríki á Silfurtoppi frá Sigmundarstöðum, í áttunda sæti með 6,92 og Smári Steingríms- son, sem keppir fyrir hönd Breta, varð í tuttugasta sæti á Fagrablakk frá Ðalsmynni. Þessi árangur Sigurbjöms hleyp- ir krafti í íslenska liðið og áhang- endur þeirra en töluverður fjöldi íslendinga er kominn á staðinn og fleiri eru væntanlegir. Sigur- stemmning ríkti meðal þeirra í gær enda alltaf léttir þegar gullið i gæðingaskeiðinu hefur verið inn- byrt. Gæðingaskeiðið er vissulega íslensk grein enda nánast alltaf náðst sigur í henni. Fimm gull kynbótahrossa Allir stóðhestarnir frá íslandi hækkuðu sig í yfirlitssýningu í gær og tryggðu sér gullverðlaun. Feng- ur frá íbishóli, sem Jóhann R. Skúlason sýndi, varð efstur 5 vetra hesta með 8,23, Glaður frá Hóla- baki, sem Sigurður Matthíasson sýndi, varð efstur 6 vetra hesta með 8,21 og Breki frá Eyrarbakka, sem Angantýr Þórðarson sýndi, varð efstur hesta 7 vetra og eldri með 8,09. Aðeins einn hestur annar náði einkunn yfir 8,0 en það var Feykir frá Sötofte, sem Þórður Jónsson sýndi, en hann hlaut 8,06. Niðurstaðan úr kynbótasýningunni er því glæstur sigur Islendinga, hrossin héðan efst í fimm flokkum af sex og í öðru sæti í þeim sjötta. Ekki var frammistaðan í slak- taumatöltinu eins góð enda ekki lögð mikil áhersla á hana af hálfu íslendinga. Eftir forkeppni stendur efst Michela Uferbach frá Austur- ríki á Goða frá Arnarstöðum með 7,67, Martin Heller Sviss kemur næstur á Svipi frá Hvalsá með 7,37, Els van der Tas Hollandi þriðja á Hilmi frá Skjóðu með 7,30, Ladina Sigurbjörnsson Sviss fjórða á Þorra frá Meðalfelli með 7,00 og Björn Roar Larsen Noregi á Stelpu frá Brekkum fimmti með 6,83. Sigur- björn varð í 15. sæti með 6,40, Sig- urður Matthíasson 16. á Hugin frá Kjartansstöðum með 6,30 og Atli Guðmundsson 18. með 5,87. í dag hefst dagskrá með fjór- gangi þar sem þeir Höskuldur Jóns- son, Vignir Siggeirsson og Páll Bragi Hólmarsson verða í eldlín- unni. Þrátt fyrir góðan árangur í dag eru menn hóflega bjartsýnir með íjórganginn en visssulega hleypir það meiri spennu í leikinn að hestur núverandi heimsmeistara Jolly Screnk frá Þýskalandi hefur verið haltur og óljóst hvort þau mæti til leiks. Þá verður keppt í fímmgangi og þar ganga menn með meiri vonir í brjósti. Þar keppa þeir Sigurður V. Matthíasson, nýbakað- ur heimsmeistari, Sigurbjörn og svo Atli Guðmundsson. Vonir standa til að þeir nái allir þrír inn í A-úrslit en vissulega verður keppnin hörð. Engir íslendingar taka þátt í fimi- keppninni sem einnig fer fram í dag. Hitastigið fór heldur hækkandi í gær og komst yfír þijátíu gráður í hinum þrönga og fagra Seljorddal og er með ólíkindum hvað hestarn- ir geta í þessum hita. Á morgun er spáð skýjuðu veðri og jafnvel rigningu. Valdimar Kristinsson Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-973/ DRESSMANN ALLAR STUTTERMA- SKYRTUR ÁÐUR1490 NÚ 1/2 VERÐ ALLAR SUMARBUXUR 1 BUSINESS CLASS JAKKAFÖT f 1J.QOO AÐUR 19900 NU STAKIR JAKKAR ÓHÁÐ FYRRA VERÐI 4900 SKOR AÐUR 3980 OG 2980 NU 1980 ALLAR VOR OG SUMAR- PEYSUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.