Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 12

Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bókasafn Háskólans á Akureyri Framkvæmd- ir á iokastigi FRAMKVÆMDIR við uppbygg- ingu bókasafns Háskólans á Akur- eyri í framtíðarhúsnæði háskólans á Sólborg eru nú á lokastigi. Safn- ið verður opnað formlega í tengslum við tíu ára afmælishátíð Háskólans á Akureyri 6. september næstkom- andi, að sögn Þorsteins Gunnars- sonar, rektors Háskólans. Iðnaðarmenn voru á þönum í hin- um nýju húsakynnum bókasafnsins í gærdag, en samkvæmt áætlun á hefja flutning safnsins úr núverandi húsnæði við Þingvallastræti um eða upp úr 20. ágúst næstkomandi. Starfsemi Háskólans á Akureyri hefst 25. ágúst og þá á safnið að vera tilbúið til notkunar fyrir nem- endur skólans. Húsnæðið er rúmlega 1.000 fer- metrar að stærð og hafa miklar endurbætur verið gerðar á því síð- ustu mánuði en framkvæmdir hóf- ust í apríl síðastliðnum. Þorsteinn sagði að nánast væri um endur- byggingu á húsnæðinu að ræða en meðal verkefna var að breyta og endurnýja lagnakerfi, klæða loft, mála, endurnýjun gólfefna, veggir voru reistir og settar upp nýjar inn- réttingar ásamt gluggum og úti- hurðum. Kostnaður verktaka, sem eru SJS-verktakar, er um 45 millj- ónir króna. Arkitektastofurnar Gláma og Kím sáu um hönnun bókasafnsins. Lesaðstaða fyrir 80 nemendur Í bókasafninu verður lesaðstaða fyrir 80 nemendur og er að sögn rektors gert ráð fyrir þeim mögu- leika að koma tölvu fyrir við hvert lesborð. Ekki væri þó víst að það markmið næðist nú strax í haust. Á safninu verður fullkominn búnað- ur fyrir nútímabókasafn en áætlað- ur kostnaður vegna kaupa á búnaði liggur ekki fyrir. Á safninu verða einnig skrifstofur starfsfólks og fundarherbergi, bækur, tímarit og annað efni verður í miðrými safns- ins og einr.ig verður bókahillum komið fyrir í kjallara byggingarinn- ar. Mikil fjölgun nemenda Gert er ráð fyrir að 450-60 nem- endur hefji nám við Háskólann á Akureyri nú í haust og hefur þeim fjölgað umtalsvert frá því á síðasta námsári, eða um 80-90 talsins. Iðju- þjálfun verður kennd í fyrsta skipti við háskólann í vetur og eru nem- endur á fyrsta ári á bilinu 40 til 50 og þá hefst einnig kennsla í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og hafa á milli 50 og 60 nemendur skráð sig til náms. Morgunblaðið/Björn Gíslason FRAMKVÆMDIR við uppbyggingu bókasafns Háskólans á Akur- eyri eru nú á lokastigi og voru iðnaðarmenn á þönum í gær- dag. Áætlað er að taka húsnæðið í notkun þegar starfsemi há- skólans hefst eftir rúman hálfan mánuð. Ferðafélag Akureyrar Raðganga og nátt- úruskoðun RAÐGANGA Ferðafélags Akur- eyrar, sú þriðja í röðinni, verður næstkomandi laugardag, en þá verður gengið úr Víkurskarði um Gæsadal að Ytra-Hóli í Fnjóska- dal. Lagt verður af stað í gönguna frá skrifstofu Ferðafélagsins kl. 9. Jarðfræðiferð um Eyjafjörð verður farin á sunnudag 10. ágúst og verður lagt af stað frá skrif- stofu félagins kl. 13 og ekið að Krossanesborgum, upp í Hlíðar- fjall og inn í Eyjafjörð. Þetta er náttúruskoðunarferð þar sem skoðaðir eru markverðir staðir frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Ferðafélags Akureyrar sem er opin frá kl. 16 til 19 virka daga og þar fer skráning einnig fram. ----------» ♦ ♦---- Sýningu lýkur SÝNINGU Ríkharðs Valtingojer og Sólrúnar Friðriksdóttur í Gallerí Svartfugli á Akureyri lýkur nú um helgina. Ríkharður sýnir grafíkverk, mezzotintur og verk sem unnin eru með blandaðri tækni; monoþrykk og þurrnál. Sólrún sýnir textílverk; myndvefnað og textílcollage. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 14 til 18. Tuborg- djass í Deiglunni HUÓMSVEITIN Cirrus frá Stokk- hólmi, skipuð Ara Haraldssyni, saxó- fón, Peter Nilsson, gítar, Hans Ny- man, gítar, Anders Grop, kontrabassa og Patrick Robertsson, slagverk, leikur djass í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöld- ið 7. ágúst kl. 22. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Frá þjóðlögum í djass“ en innihalda þó fyrst og fremst tónlist eftir Cirr- us. Tónlistin hefur norrænan tón og sérstakt yfirbragð því ekkert raf- magn er notað. Hljómsveitin hefur starfað saman í þijú ár og getið sér gott orð í Svíþjóð. Hljómsveitarmeðlimir hafa Qöl- breytta tónlistarmenntun og hafa reynt fyrir sér í ýmsum tegundum tónlistar. Þessi bakgrunnur nýtist þeim vel í lagasmíðum og kennir þar ýmissa grasa. Þar koma einnig við sögu hljóðfæri sem ekki eru algeng í djassi, t.d. hið ástralska didgeridoo. Djasskvöldin í Deiglunni á fimmtudagskvöldum eru í umsjá Jazzklúbbs Akureyrar með stuðningi Tuborg og Café Karólínu. Söngvaka Söngvaka verður í Minjasafns- kirkjunni í kvöld, fimmtudagskvöld og hefst það kl. 21. Þar gefst kostur á að fræðast um íslenska alþýðutón- list frá dróttkvæðum til okkar daga. Tónlistarmennirnir Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartar- son flytja klukkustundarlanga dag- skrá í tali og tónum. Sýningu lýkur Sýningu Marianne Schoiswohl lýkur í dag,_7. ágúst, en hún er í Deiglunni. Á sýninguni eru verk unnin með blandaðri tækni. Mar- ianne býr í Austurríki og hefur tek- ið þátt í mörgum samsýningum þar í landi og víðar í Evrópu. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18. LISTA97 SUMAR AKUREYRI Arna Valsdóttir sýnir í Deiglunni ARNA setur salt í grautinn. Er mandla í grautnum? ARNA Valsdóttir opn- ar sýningu í Deiglunni næstkomandi sunnu- dag, 10. ágúst, kl. 14. Arna er fædd og uppalin á Akureyri, að loknu grunnskólanámi hélt hún til Danmerkur, í Lýðhá- skólann í Holbæk. Eftir það fór hún í Myndlista- og hand- íðaskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1986. Arna stundaði framhaldsnám við Jan van Eyck háskólann í Maastricht. LISTA97 SUMAR Hún hélt einkasýn- ingar í Liége í Belgíu 1990 og Café Menn- ingu á Dalvík 1996. AKUREYRI Húnhefurtekiðþátt í mörgum samsýning- um, m.a. í Hoorn, Hollandi, Nýlistasafninu í Reykjavík og Deiglunni á Akureyri. Sýningin í Deiglunni ber nafnið „Er mandla í grautn- um?“ og er yfirlitssýning á þeirri grautargerð sem Arna hefur stundað á undanförnum árum. Eyjafjarðarsveit Seinni sláttur að hefjast Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. BÆNDUR í Eyjafjarðarsveit hafa nú flestir lokið fyrri slætti fyrir allnokkru og er heyfengur mikill og góður. Seinni sláttur er hafinn á nokkrum bæjum og er gott útlit með hann. Júlímánuður var hlýrri en í meðalári og þurrkar allgóðir þó ekki kæmu margir þurrir dagar í röð. Ágætt útlit er með kartöflu- rækt og margir farnir að taka upp í matinn. Sömu sögu er að segja með kornið, en æ fleiri rækta það hér í Eyjafirði og jafnvel í útsveit- um eru menn að þreifa fyrir sér með byggræktina. Bændur og búa- lið eru því mjög sátt við sumarið það sem af er og nokkuð bjartsýn á framhaldið. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Tilburðir á torginu HJÓLABRETTIN eru allsráð- sínar fyrir gesti og gangandi, andi í sumar. Strákarnir safnast sem iðulega fylgjast agndofa með saman í miðbænum og leika listir þegar þeir stökkva í loft upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.