Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 20

Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/jt HORFT af brúninni niður í Brúarárskörðin þar sem áin hrislast _______________________í glæfralegum farvegi. Ægifagiirt í Brúarárskörðum ÞEIR sem dvelja í einhveijum af þeim íjolmörgu orlofshúsum stétt- arfélaga og sumarbústöðum efst í Biskupstungum horfa iðulega til þeirra svipmiklu fjalla sem blasa við í norðrinu. Þar er margt skoð- unarvert eins og til dæmis Brúar- árskörð milli Högnhöfða og Rauða- fells. Ganga í Brúarárskörð frá þessu svæði er fyrirhafnarinnar virði. Jafnvel við, sem erum í mesta lagi vön því að ganga með hendur í vösum í miðborg Reykjavíkur, lif- um ágætlega af fímm til sex tíma göngu. Ekki síst ef menn teygja vel á skönkunum einu sinni eða tvisvar á göngunni og slaka síðan á í einhverri af þeim mörgu sund- laugum sem er að finna í sveit- inni. Þarna hlýtur að vera met í sundlaugafjölda miðað við íbúa. Hægt er til dæmis að hefja gönguna ofan við Miðhúsaskóg og er þá gengið eftir fjárgötum, sem þar að auki eru stikaðar, upp með Hrútá og síðan með Fremri Kálfá og Innri Kálfá og heitir landið þar Hrúthagi. Ofan við Kálfár eru Kálfársporðar. Notalegt er að heyra hvemig vatnið seytlar við hlið göngumanna á ferð um vel grasi gróið landið með kjarri og lyngi. Hins vegar kom nokkuð á óvart hversu lítið fuglar létu á sér kræla á þessu sunnudagssíðdegi. Straumönd var á einum stað í Hrútá og stöku lóa lét í sér heyra ofar á völlunum. Ekki var heldur mikið um mannaferðir; hópur frá Ferðafélaginu kom ofan brúnimar, allt frá Hagavatni og annar hópur var á dagsgöngu. Litlihöfði er ekki lítill Eftir nærri tveggja tíma rólega göngu er komið að Litlahöfða, sem er um 200 metra hár af kortum að dæma, og var hann æði bratt- ur. Það kostaði því nokkurt puð að sigra hann en launin eru útsýn- ið niður í Brúarárskörð - fyrir utan það að fá nú loksins að bragða á nestinu! Best er að ganga eftir brúninni og virða fyrir sér hvernig vatnið sprettur út úr klettaveggjunum niðri í gilinu. Sjálf upptök Brúarár eru ofan við skörðin, syðst á Rótarsandi eða Lambahrauni en hraunið endar í Brúarárskörðum og er áin þar lít- il spræna. en hefur aukist mjög að vatnsmagni þegar hún er kom- in út úr skörðunum. Áin skvettist niður um skörðin Þarna má sjá hvers kyns hraun- myndir, hella, skúta, brúnir og skörð og skvettist áin niður um skörðin. Efst eru þau í 440 m hæð en áin er í um 240 m hæð þegar hún kemur úr skörðunum og fall- hæðin er því um 200 metrar á til- töiulega stuttum kafla. Þegar halda skal til baka er hægt að fara sömii leið eða stefna austar, niður að Úthlíð til að fara ekki alveg sömu slóð. Þessa göngu má fara þótt ekki sé skafheiðríkt því útsýnis njóta menn mjög bæði við sjálf Brúarárskörðin og þegar horft er niður um alla sveit af Litla- höfða. Svona ferð er því vel þess virði að þola svita og jafnvel harð- sperrur. jt Siglt um ísafjarðardjúp Ferðir í Vigur vinsælar Morgnnblaðið/Sigrún Bima VIÐ klettótta strönd Vigurs. Sveitasetrið á Blönduósi tekur breytingum Gönguskór ÚTIVISTARBÚÐIM viö Umferöarmiöstööina H V ALVEIÐIMENNIRNIR Konráð Eggertsson og synir hans, Guð- mundur og Haraldur, á ísafirði, bíða ekki aðgerðarlausir eftir því að hvalveiðar hefjist að nýju. Á vetuma stunda þeir rækjuveiðar á Halldóri Sigurðssyni ÍS-14 og á sumrin sigla þeir með ferðamenn um ísafjarðardjúp. Þetta er annað sumarið sem þeir feðgar sigla með ferðamenn. Konráð segir að aðsókn hafí glæðst mikið frá því í fýrra og muni þar mestu um ferðir í Vigur sem séu sérlega vinsælar. í sumar sjái þeir um áætlunarferðirnar í eyna á vegum Vesturferða og fari daglega frá miðjum júní og fram í ágúst. Farið er frá ísafirði kl. 2 og komið til baka seinni hluta dags, milli 5 og 6, eftir því hvaða bátur er notaður. Fjölskrúðugt fuglalíf er í eynni og eftir stutta göngu- ferð með leiðsögn er ferðamönnum boðið upp á heimabakaðar veiting- ar í Viktoríubæ. Einnig bjóða þeir Konráð og synir hans ferðir í Jökulfirði og á Hornstrandir auk þess sem þeir fara með hópa í skemmtisiglingar, svo sem sólarlagssiglingar og sigl- ingar þar sem tekið er land í djúp- inu. * Odýr gisting á Akureyri Leigjum út 2-4 manna íbúðir á besta stað í bænum. Studio - fbúðir Strandgötu 13, sími 461 2035 Með Baldrí yfir Breiðafjörð Frá Stykkishólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá Btjánslœk kl. 13:00 og 1930 Ávallt viðkoma íFlatey FERJAN BALDUR Símar 4381120 í Stykkishólmi 4562020 á Brjánslœk Pennavinir í 210 löndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. Blönduósi - Á Sveitasetrinu á Blönduósi hafa verið gerðar tölu- verðar endurbætur að und- anförnu. Breytingarnar ná yfir gestamóttöku, veitingasal og her- bergi. Óskar Húnfjörð fram- kvæmdastjóri Sveitasetursins segir breytingarnar stefna í „klassiska" átt. „Það má segja að við séum að vekja upp tímabilið í kring um 1930. Húsgögnin í her- bergjunum eru íburðarmikil, við leitumst við að ná upp hlýlegu andrúmslofti og skapa aðstæður sem gera það einstakt að koma og gista á Sveitasetrinu,“ sagði Óskar Húnfjörð. Jafnframt þess- um breytingum hefur Sveitasetrið komið sér upp heimasíðu á alnet- inu þar sem fólk getur m.a. skoð- að herbergin áður en pantað er. Heimilisfangið á alnetinu er www.hunfjord.is og netfangið er Info(a)hunfjord.is Sími: 551 9800 og 551 3072 Eyjaferðir "Grandferðir," útileguferðir, grillferðir o.fl. Leitið upplýsinga eða tilboöa. Sætaframboð fyrir allt að 180 manns. Eyjaferði Upplýsingasími 438 1450, Aðalgötu 2, Stykkishólm Bókanir og upplýsingar í sima 438 - Styhhishólmi Ógleymcuilegt œvintýri! • Skelfiskveiði og smökkun • Fuglaparadis • Ólýsanleg náttúrufegurð • Hvalaskoðun • Lifandi leiðsögn í hverri ferð Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÓSKAR Húnfjörð framkvæmdastjóri Sveitasetursins í einu hinna nýuppgerðu herbergja hótelsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.