Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 56

Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 56
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stefnir í að útgjöld til sjúkratrygginga fari 430 milljónir fram úr áætlun Lyfjaútgjöld verða óbreytt milli ÚTLIT er fyrir að útgjöld vegna sjúkratrygginga fari 430 milljónir fram úr fjárlögum á þessu ári. Mestu munar um meiri útgjöld vegna lækniskostnaðar, vistgjalda til sjúkrastofnana og sjúkraþjálfun- ar. Útlit er fyrir að útgjöld vegna lyfjamála verði óbreytt milli ára, en það þýðir að þau fara 50 milljónir fram úr áætlun. Á síðasta ári námu útgjöld ríkis- ins vegna lyfjakaupa 3.651 milljón, en þau hafa að jafnaði aukist ár frá ári. Stefnt var að því í fjárlögum að spara 50 milljónir á þessu ári, en að sögn Kristján Guðjónssonar, deild- arstjóra hjá Tryggingastofnun rík- isins, er útlit fyrir að það takist ekki og lyfjaútgjöldin verði þau sömu og í fyrra. Um síðustu áramót var grip- ið til ýmissa aðgerða til að hamla á móti lyfjaútgjöldum. Álagning var lækkuð og hlutdeild sjúklinga í lyfjaverði var hækkuð. Sjúkraþjálfun fer 80 milljónir fram úr Útlit er fyrir mun meiri framúr- keyrslu í útgjöldum eins og sjúkra- þjálfun. Steftit var að því að til ára sjúkraþjálfunar færu 400 milljónir í ár, en útlit er fyrir að útgjöldin verði 480 milljónir. Akveðið hefur verið að breyta reglum um þátttöku TR í kostnaði við sjúkraþjálfun og koma nýju reglumar til framkvæmda 1. september nk. Nú er hægt að sækja um 100% þátttöku TR í kostnaði við sjúkraþjálfun og hefur þessi liður hækkað um 20-30% milli ára. Trygg- ingaráð hefur samþykkt að taka upp nýtt kerfi í sjúkraþjálfun sem miðar að því að lækka kostnað hjá bömum og elli- og örorkulífeyrisþegum, en aðrir koma til með að greiða meira. Liðurinn vistgjöld á stofnunum stefnir í að fara 100 milljónir fram úr áætlun. Kristján sagði að ástæð- an væri sú að nýting á rúmum hjá stofnunum í daggjaldakerfinu væri mun betri en gert var ráð fyrir. Þá stefnir í að útgjöld vegna lækniskostnaðar fari 110 milljónum fram úr áætlun. Ástæðan er sú að áætlunin byggði á vonum um lækk- un útgjalda í samningum við lækna, en þær ætla ekki að ganga eftir. Samtals er útlit fyrii- að útgjöld vegna sjúkratrygginga fari 430 milljónir fram úr áætlun fjárlaga. Reuter Bjarni á braut um jörðu HINDRI veður ekki fyrirætlan- ir bandarísku geimferðastofn- unarinnar (NASA) verður geim- ferjunni Discovery skotið á loft klukkan 14:41 að íslenskum tíma í dag. I áhöfninni er ís- Ienski geimfarinn Bjarni Tryggvason. I gærkvöldi voru helmings lík- ur taldar á að skýjafar, vindur og hugsanlega rigning gætu taf- ið geimskot um einn sólarhring eða tvo. Samkvæmt upplýsing- um NASA voru áhöfnin og geim- ferjan að öllu öðru leyti tilbúnar til ferðarinnar og starfsemi feij- unnar i fullkomnu lagi. Bjarni Tryggvason er fyrsti maðurinn sem fæddur er á Norðurlöndunum til að fara út í geiminn og á vegum NASA hef- ur mönnum frá einungis 16 löndum verið skotið á loft. Hann var á sínum tíma valinn ásamt fimm öðrum úr hópi 4.300 umsækjenda sem geim- faraefni kanadisku geimvís- indastofnunariimar. Á myndinni sýnir Bjarni stoltur mynd sem níu ára dóttir hans, Lauren Stefanía, afhenti honum á Canaveralhöfða í gær. ■ Á braut í 300 km hæð/28 Þrastarungar í blómapotti SKÓGARÞRASTARMAMMAN færir björg í bú, en ungamir fjórir una hag sínum vel í blómapottinum sem hangir á verönd fjölskyldunnar á Garðaflöt í Garðabæ. Að sögn Drafnar Snæland húsmóð- ur á Garðaflöt voru skógarþrestirnir búnir að gera sér hreiður í blómapott- inum þegar heimilisfólkið kom úr helgarfríi fyrir um fjórum til fimm vikum. Skömmu sxðar voru komin fjögur lítil þrastaregg í hreiðrið og ekki leið á löngu þar til ungarmr fjór- ir skríðu úr eggjunum. Dröfn segir að heimilisfólkið hafi fylgst vel með lífi þrastarfjölskyldunnar og að húsbónd- inn á bænum hjálpi stundum til með því að tína ánamaðka fyrir hana og sefji i skál. Morgunblaðið/Kristinn Ræningjar hótuðu starfsmanni lífláti Höfðu um 1,2 milljónir króna á brott með sér AFGREIÐSLUMANNI spilasal- arins Háspennu við Hlemmtorg var hótað lífláti af mönnum, sem réðust á hann og misþyrmdu honum áður en þeir höfðu á brott með sér u.þ.b. 1.200 þúsund krón- ur úr skiptivél spilasalarins. Atburður þessi átti sér stað að- faranótt síðastliðins sunnudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglu ber starfsmaðurinn, sem er 27 ára gamall karlmaður, að hann hafí verið staddur bakatil í salnum þegar hann fékk högg á höfuðið og hafi vankast við það. Þvínæst var hann dreginn niður í kjallara þar sem haldið var áfram að berja hann og honum hótað lífláti ef hann lægi ekki kyrr. Árásarmennimir, sem voru að minnsta kosti tveir, tóku lykla af starfsmanninum, opnuðu skipti- vél, tóku úr henni um 1.200 þús- und krónur í seðlum og skipti- mynt og höfðu á brott með sér. Starfsmaðurinn tilkynnti síðan um atburðinn. Að sögn lögreglu munu áverkar hans ekki hafa ver- ið alvarlegir. Málið er í rannsókn. Kærur vegna meintra brota á lögum um mengun sjávar Mál Hollustu- verndar felld nið- ur hjá saksóknara HOLLUSTUVERND hefur á síð- ustu árum sent nokkur mál til emb- ættis ríkissaksóknara til ákæru. Þessi mál varða brot á lögum um vamir gegn mengun sjávar s.s. eins og losun grútar í sjó. Undantekn- ingalítið hafa málin verið felld niður hjá ríkissaksóknara. Að sögn Davíðs Egilsonar, for- stöðumanns mengunardeildar sjávar hjá Hollustuvernd, hafa ekki fengist skýr svör frá ríkissaksóknara um ástæður þess að ekki er ákært í mál- unum. Áf þeim sökum hefur Holl- ustuvemd skrifað umhverfisráð- herra bréf þar sem óskað er liðveislu í málinu. Davíð sagði að með því að ákæra ekki í þessum málum væri ákæravaldið að gefa þau skilaboð að þessi mál væra léttvæg. I samtali við blaðið sagðist Guð- mundur Bjamason umhverfisráð- herra taka undir gagnrýni Hollustu- verndar. „Við eram sammála Holl- ustuvemd um nauðsyn þess að þess- um málum sé fylgt eftir af meiri hörku en gert hefur verið,“ sagði Guðmundur. Svör hafa ekki fengist frá embætti ríkissaksóknara um hvers vegna mál Hollustuverndar hafa verið felld nið- ur hjá embættinu. ■ Erfitt að ákæra/29 ESB veitir 60 milljdn- ir til rannsókna EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hef- ur samþykkt að veita 60 milljónir króna úr rannsóknarsjóðum sínum til hugbúnaðarverkefnis hér á landi. Þetta er einn stærsti styrkur af þessu tagi sem Evrópusambandið hefur veitt til íslensks rannsóknar- verkefnis. Hugbúnaði þessum er ætlað að bæta upplýsingar fyrir stjórnendur fyrirtækja í sjávarútvegi. Alls standa sex íslensk fyrirtæki að verk- efninu auk þriggja fyrirtækja frá Frakklandi, Danmörku og Noregi. Þróunarfélag Vestmannaeyja mun annast stjórnun verkefnisins en Tæknival mun leiða vinnu við hönn- un hugbúnaðarins. ■ Einn stærsti/B3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.