Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 11 Hli 1,0%- itf all ne1 ttc ibr 'Ott fluttra / aðfl uttr ai af m ar infj öldé 0,8% - í BROTTFLUTTIR umfram aðflutta (/,0/0 U,4/o ' 0,2% -U,2% 7 -0,4% -0,6% r AÐFLU1 mR -0,8% 1 umfram brottfl. ~T - -1,0%- 1£ 171 19 75 —i—i—i—i—i—i————— 1980 1985 19 90 995 Kaupmáttur greidds tímakaups á höfuðborgarsvæði Þróun vergrar landsframleiðslu á mann 1970 -1996 +*n/7o £ § +15% IJ E ' -j 0 (O S -5% => =r* .... \ / -i. -11/70» r— 1971 1975 19 80 1985 1990 1995 Tveir kraftar að verki RAGNAR Thorarensen rekur í ritgerð sinni helstu kenningar fræðimanna um orsak- ir búferlaflutninga. Oft er talað um tvo krafta sem hafi áhrif í þeim efnum. Annars vegar eru einhveijir neikvæðir þættir heima fyrir sem þrýsta á fólk að flytja og hins vegar einhveijir jákvæðir þættir á væntanlegum áfanga- stað sem toga í fólk. Jákvæðir og neikvæðir þættir eru til á báðum stöðum en þegar jákvæðu þættimir á áfangastað eru öflugri en heima fyrir getur niðurstaðan orðið búferlafiutn- ingar. Ákvörðunin getur verið tekin af fúsum og frjálsum vilja eins og algengast er í auðugum iðn- ríkjum. Annað er upp á teningn- um í fátækum þróunarríkjum, þar getur neyð vegna uppskeru- brests og hungurs þvingað fólk á brott frá heimilum sínum. Loks verður að nefna að stund- um ráða menn litlu eða engu um örlög sín, fólk hrekst á brott vegna styijalda eða harðstjórnar, gerist flóttamenn. Og fyrr á öld- um var algengt að mannaveiðar- ar rændu fólki til að hneppa það í þrældóm. Vegalengd og samgöngur milli staðanna skipta stundum máli. Of mikil fjarlægð til ákjósanlegs staðar eða landfræðilegar að- stæður geta verið hindrun og tafið fyrir búferlaflutningum. Bjóðist einhver freistandi tæki- færi nær uppmnastaðnum fer fólk fyrst þangað og leggur ekki á sig þung útgjöld vegna flutn- inga ef hægt er að fullnægja helstu óskunum með auðveldari hætti. í sumum tilvikum er þó ódýrara og hampaminna að flytja til fjariægra staða en þeirra sem nær em landfræðilega. Samkvæmt hefðbundnum fræðikenningum er það einkum leit að hentugri og hagkvæmari stað til að búa á sem rekið hefur fólk til að setjast að í öðm landi. Afkoman er talin góð eða slæm eftir því hve mikið er eftir í pyngj- unni þegar búið er að greiða beina skatta, eftir því hve miklar ráðstöfunartekjumar em. Þær em helsta mælistikan en það sem öllu skiptir er að sjálfsögðu kaup- mátturinn, hvað fæst af vömm og þjónustu fyrir ráðstöfunar- krónumar. Félagsleg skilyrði, breyttar aðstæður og skoðanir Fleira kemur til þegar rætt er um orsakir búferlaflutninga milli landa. Margir svonefndir mann- gildissinnar benda á að dæmi- gerður einstaklingur láti ekki nema að nokkm leyti stjómast af hagrænum orsökum í venju- legum skilningi. Fólk hugi að ýmsum félagslegum þáttum og öllu umhverfinu sem oft geti ráð- ið úrslitum við val á búsetu. Er þá meðal annars átt við félags- lega þjónustu, atvinnuskilyrði og aðstöðu til menntunar á staðnum. Þetta sést vel þegar flutningar fólks innanlands á íslandi em kannaðir með kjördæmin átta í huga. Fækkunin er mest á Vest- fjörðum þótt meðaltekjur séu þar hæstar og minnst atvinnuleysið. Skortur á ýmissi þjónustu, ein- hæft atvinnulíf og einangrun, raunvemleg eða ímynduð, virðast ásamt óblíðum náttúmskilyrðum ýta undir brottflutning þrátt fyr- ir góð lífskjör í efnalegu tilliti. Viðhorf þess sem ákveður að flytja til annars lands geta hafa breyst og valdið búferlaflutning- unum. Forgangsröðin í lífínu get- ur tekið stakkaskiptum vegna aukinnar menntunar og þá getur orðið knýjandi nauðsyn að færa sig um set, jafnvel til annars lands. Fráfall maka eða önnur umskipti í einkalífinu geta einnig ýtt undir flutn'inga. Huglægir þættir og samfé- lagsbreytingar sem erfitt er að meta nákvæmlega geta verið mikilvæg. Ef hugað er að að- stæðum hér má nefna að tungu- málakunnátta hefur aukist, sama er að segja um öll samskipti okk- ar við erlendar þjóðir. Á liðnum áratug gerbreyttist Qölmiðlun með auknu frelsi, efni sjónvarps- stöðvanna er að meirihluta feng- ið utan landsteinanna. Útlönd eru ekki jafn fjarlæg og áður í huga unga fólksins og ekkert tiltöku- mál að vinna erlendis um skeið, kynnast öðrum þjóðum. LJÓST er að undanfarna ára- tugi hafa árlega nokkru fleiri fslendingar sest að erlendis en hafa snúið aft- ur heim, munurinn er rúmlega 400 manns á ári. Á móti vegur að nokkru leyti að fleiri útlendingar setjast hér að en hverfa aftur úr landi og eðli- leg viðkoma hefur tryggt stöðuga flölgun í landinu. En er ástæða til þess að tala um landflótta og þá ekki síst þeirra sem við megum síst við því að missa? Sigurður Guð- mundsson skipulagsfræðingur hjá Byggðastofnun var spurður álits. „Eg hef verið þeirrar skoðunar að þetta tap sem við höfum horft upp á um langt skeið sé ekki þess eðlis að ástæða sé til að hafa af því áhyggjur," segir Sigurður. „Hins vegar verð ég að viður- kenna að ég hélt ekki að við hefðum tapað svo mörgum íslenskum ríkis- borgurum úr landi umfram þá sem fluttust hingað. Það kom mér á óvart þegar ég kannaði þetta fyrir skömmu. Þá vil ég nú taka það fram að ég tel að við höfum hagnast á því að fá hingað útlendinga en við sjáum eftir hveijum íslendingi. Það getum við sagt án þess að gerast sek um einhveija þjóðrembu." Sigurður segist halda að allmikið af því fólki sem nú sé greinilega meira los á en áður sé háskólamennt- að. Hann segir að ekki hafi verið stundaðar miklar rannsóknir á bú- ferlaflutningum milli íslands og ann- arra landa en mesta breytingin sé hvað miklu meira sé um þá. Mun meiri hreyfing sé á íslendingum en áður. Aldrei pláss fyrir alla Fólk sé meira á far- aldsfæti sem sé eðlilegt í ljósi aukinnar alþjóða- væðingar, samninga um viðskiptafrelsi, betri samgangna og breyttr- ar heimsmyndar. All- margir hafi verið skipti- nemar á unglingsárun- um og fengið þannig meiri innsýn í líf ann- arra þjóða en hægt sé að gera með stuttum ferðalögum. „Það verður aldrei pláss fyrir alla til að stunda sitt svið hjá svona fá- mennri þjóð á svona háu menntunar- stigi, það er alveg á hreinu. Eg get nefnt sem dæmi lækni sem sérhæfir sig í ákveðinni grein, möguleikarnir á að koma til baka eru oft afar takmarkaðir. Sama er að segja um óperusöngvara. Ein- hveijir geta ef til vill lifað af söngnum hér og þá kannski einhveiju sultarlífi en ef fólk er með mikinn metnað er þessi eyja bara of lítil! Það er kannski ein staða á landinu og hún er þegar skipuð. Aftur á móti getur verið nægilegt rými, jafnvel ótakmarkað, í öðrum greinum eins og hug- búnaði og slíku.“ Sigurður segir að við verðum að horfast í augu við að sem menntuð þjóð hljótum við að verða útflytjend- ur hæfileikafólks í vissum greinum. Á hinn bóginn sé eðlilegt að við reyn- um einkum að efla þekkingu og menntun á sviðum þar sem heima- markaðurinn takmarki ekki oln- bogarýmið verulega. „Ég ætla ekkert að mæla með eða móti fjöldatakmörkunum í greinum eins og læknisfræði. En mér virðist það vera nokkurn veginn rakið að ef við eyðum mun meira fé en nú til að mennta t.d. fleiri lækna leiði það til þess að margir þeirra verði að leita sér að störfum annars staðar." Hlutverk stjómvalda sé að tryggja nægilegt svigrúm hér fyrir frum- kvæði, þá sé fremur hægt að halda fólki á landinu en ekki sé auðvelt að skipuleggja fyrirfram hvar menn eigi að láta til sín taka í atvinnu- rekstri. Allra mikilvægast sé að sjá til þess að menntun sé viðunandi — og sætta sig við ákveðin afföll vegna brottflutnings. „Hins vegar erum við að þessu til að efla okkar eigið þjóð- félag. Við erum ekki svo alþjóðlega sinnuð að okkur finnist að það eigi að vera fórnfúst framlag okkar til heimsmenningarinnar að mennta fólk sem setjist síðan að erlendis." Kunnum margt betur en aðrir Sigurður er minntur á ummæli sumra fræðimanna sem segja að við höfum sem þjóð ekki skarað fram úr í öðru en að nýta náttúrauðlindir og það oft án forsjálni. Hann er lítt hrifinn. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þetta. Við kunnum margt betur en aðrir. Áður datt okkur ekki í hug að við gætum t.d. kennt öðru fólki að reka hitaveitur. Hveijum hefði einu sinni dottið í hug að ís- lendingar gætu selt útlendingum búðarkassakerfi? Við erum þjóð sem að minnsta kosti enn þá á fullt af einstaklingum sem hugsa sjálfstætt, eru vanir að takast á við vandamál og leysa þau. Þetta eru menn og konur sem í sum- arvinnunni á yngri árum hafa lent í ýmsum verkefnum sem hefðu í raun og veru brotið einhveija Evr- ópustaðla um að ekki megi fela ungu fólki svona mikla ábyrgð. Niðurstaðan er fólk sem ekki gefst upp, fólk sem ekki er með minni- máttarkennd. íslendingar sem fara til útlanda standa sig oft mjög vel þar þótt samkeppnin sé miklu harð- ari.“ Oft höfum við ekki áttað okkur á sóknarfærunum og því sem við get- um, að sögn Sigurðar. Hann minnir á að nú sé verið að selja hugmynd- ina að 10-11 verslunum erlendis. Útlendir viðskiptavinir kaupi réttinn til að nota skipulag og reynslu sem fengist hefur hér. „Við erum að fara að selja hönnun og uppröðun í búð- um til útlanda! Pizzur eru nú ekki beinlínis íslensk vara en það er líka verið að selja þannig þjónustu út. Við erum þarna að selja þekkingu og frumkvæði á sviði sem við hefðum áður talið að við værum fremur léleg i,“ segir hann og varar enn við því að gert sé of lítið úr getu okkar. Hljótum að flytja út hæfileikafólk á vissum sviðum Sigurður Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.