Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 48

Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 48
48 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNPBÖND Sígild glæpasaga Guðfaðirinn: Fyrsti hluti (The Godfather)___ D r a m a •kirk-k Framleiðandi: Albert S. Ruddy. Leik- stjóri: Francis Ford Coppola. Hand- ritshöfundar: Francis Ford Coppola og Mario Puzo. Kvikmyndataka: Gor- don Willis. Tónlist: Nino Rota. Aðal- hlutverk: Marlon Brando, A1 Pacino, James Caan, Richard S. Castellano, Robert Duvall, Sterling Hayden, Tal- ia Shire, Lenny Montana. 164 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Út- gáfudagur: 14. október. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. ÞAÐ er erfitt að gagnrýna kvik- mynd sem varð um leið kölluð meistaraverk þegar hún kom út árið 1972 og er jafn fersk í dag og hún var fyrir 25 ár- um. Guðfaðirinn fékk fjöldamarg- ar Óskarsverð- launaútnefningar og var valin besta myndin það árið og einnig var Mar- lon Brando val- inn besti leikari í aðalhlutverki. Myndin segir frá Corleone fjölskyldunni og þá helst ættföðurnum Vito (Marlon Brando) og þremur sonum hans, Michael (A1 Pacino), Sonny (James Caan) og Fredo (John Cazale). Fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli og í FRÉTTUM þeir sem gleyma því fá að kenna á afleiðingunum. Það eru ótal persón- ur sem koma fyrir í þessari blóði drifnu fjölskyldusögu, allt frá smá- glæpamönnum, sem gera allt fyrir peningana, upp í valdamestu skúrka samfélagsins. Guðfaðirinn er stórmynd í öllum skilningi orðsins. Hún segir gífur- lega umfangsmikla sögu, þar sem hvert smáatriði skiptir máli og hver persóna gegnir veigamiklu hlutverki. Öll umgjörð myndar- innar er stórkostlega unnin, en mest ber á sviðsmynd Dean Ta- voularis, sem nær að skapa glauminn og glysið sem var um- hverfis fjölskylduna og einnig dregur hún fram hina hliðina á fjölskyldunni, sem er hrotta- legri og óvægnari. Flestir muna eftir hinu frábæra stefí sem Nino Rota samdi fyrir myndina og búningar Anna Hill Johnstone eru jafnmikill hluti af persónunum og leik- aramir sjálfir. Ekki má gleyma kvikmyndtöku Gor- don Willis, sem fangar liðna tíma um leið og hún er nú- tímaleg. Hvergi er veikan blett að fínna í leikaraliðinu þó að Marlon Brando hafí aldrei verið jafn óskiljan- legur og með þessa bómullarhnoðra upp í sér. Brando er frábær í hlut- verki ættföðurins, Pacino stelur senunni sem hinn ungi Mich- ael Corleone og James Caan er frá- bær sem Sonny, villingurinn í fjöl- skyldunni, og svona mætti lengi telja. Einnig fékk Coppola nokkra alvöru glæpamenn til þess að koma fram í myndinni til þess að auka á raunsæið í henni og er Lenny Mont- ana í hlutverki Luca Brasi þeirra eftirminnilegastur. Myndin er upp- full af klassískum atriðum og er ekki hægt að benda á eitt sérstakt. Hvergi er hægt að finna hnökra á handriti Coppolas og Mario Puzos, en Puzo skrifaði bókina sem myndin er byggð á. Francis Ford Coppola sýndi með þessari mynd að hann væri einn af athyglisverðustu og bestu leikstjórum Bandaríkjanna og með sinni næstu mynd, Guðfaðirinn: Annar hluti, sannaði hann það. Þessi endurútgáfa af Guðföðurnum er með fullkominni hljóðrás og besta fáanlega eintak er notað við yfir- færslu á myndband og eykur þetta til muna ánægjuna af að horfa á þetta meistaraverk. AGERIE OF FREAKS MANNLEGARFURÐUVERUR Tvíhöfða drengurinn Maður með horn Maðurinn með ferkantaða höfuðið Konan með asnaandlitið Fílamaðurinn ofl. ofl. ofl. • Áttfætta svfnið • Fiskurinn með páfagauksnefið 3*^ • Tvfhöfða refurinn y •.Áttfætti hundurinn • ofl. ofl. ofl. A EINNIG: • Dauðagríma Görings • wtfÍSb Þurkaða Indíánahöfuðið • _________Tattúveraði Márinn • ofl. ofl. ofl. Þú hefur heyrt um þessar furðuverur • Þú hefur lesið um þær EINSTAKT VAXMYNDASAFN MADAM TUSSAUDS í LONDON Sveinn Björnsson forseti • Ólafur Thors forsætisráðherra • Óskar Halldórsson • Hitler • Mussolini • Stalin • Churchíll Ásamt mörgum fleiri þekktum persónum frá ÞJÓÐMINJASAFNI ÍSLANDS FURÐUR VERALDAR OG VAXMYNDASAFN Oaðfinn- anlegt fram- hald Guðfaðirinn: Annar hluti (The Godfather: Part II)_ D r a in a kkkk Framleiðandi: Francis Ford Coppola. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Handritshöfundar: Francis Ford Coppola og Mario Puzo. Kvikmynda- taka: Gordon Willis. Tónlist: Nino Rota. Aðalhlutverk: A1 Pacino, Ro- bert De Niro, Robert Duvall, Morg- ana King, John Cazale, Mariana Hill, Lee Strassberg, Diane Keaton, Talia Shire, Eli Wallach. 190 mín. Banda- ríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfu- dagur: 14. október. Myndin er bönn- uð börnum innan 16 ára. 1 t te u í } ímémx $ mn h * ÞAÐ liðu aðeins 2 ár frá fyrstu mynd- inni um Guðfóðurinn þangað til fram- hald hennar kom út. Önnur myndin tekur við sögu Corleone fjölskyldunn- ar þar sem hin fyrri skildi við hana, en um leið segir hún sögu hins unga Vito Corleones (Ro- bert De Niro) og hvernig hann komst til valda innan mafíunnar. Myndin fékk mik- ið lof gagnrýnenda og hlaut nokkur Óskarsverðlaun, þ. á m. sem besta myndin. Annar hluti Guðfóðurins er af mörgum talinn vera betri en sá fyrri og er ég einn þeirra. Myndin stóðst allar þær væntingar sem bundnai- voru við hana og meira en það. Hún gerir sögu Corleone fjölskyldunnar enn stórkostlégri og epískari. Robert De Niro í hlutverki hins unga Vito Corleones fékk verðskuldaðan Óskar fyrir besta leik í aukahlutverki. Það býr ótrúlegur kraftur í túlkun De Niros á hinni margbrotnu persónu Vitos, sem á engan sinn líka á hvíta tjaldinu. Pacino er einnig frábær í hlutverki hins nýja ættfóður, Michaels, og aðiir leikarar standa sig með prýði. Nokkurn veginn sami hóp- ur er fyrir aftan myndavélina við gerð þessarar myndar og hinnar fyrri og leynir það sér ekki. Kvikmyndataka Gordon Willis og tónlist Nino Rota hæfa andrúmslofti myndarinnar full- komlega og öll umgjörðin er óaðfinn- anleg eins og fyrri daginn. Skörunin á sögunum tveim er snilldarlega unnin, en árið 1977 kom út sjónvarpsútgáfa sem skeytti myndimar tvær saman og lét söguna gerast í réttri tímaröð. Til þess að það gæti gerst bættu Francis Ford Coppola og klipparinn Barry Malkin 50 áður óbirtum mínút- um við myndina. Utgáfa þessi kallast „Godfather: The Epic“ og er vel þess virði að athuga. Þessi endurútgáfa af Guðfoðumum: Öðram hluta, er með endurbættri hljóðrás og myndgæðin hafa ekki verið svona góð síðan árið 1974. Það er því skylda alira kvik- myndaunnenda að enduraýja kynni sín við eina af bestu myndum kvik- myndasögunnar. Endalok á glæsilegri sögu Guðfaðirinn: þriðji hluti (The Godfather: part III)___ D r a m a krkk Framleiðandi: Francis Ford Coppola. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Handritshöfundar: Francis Ford Coppola og Mario Puzo. Kvikmynda- taka: Gordon Willis. Tónlist: Carmine Coppola. Aðalhlutverk: A1 Pacino, Andy Garcia, Joe Mategna, Diane Keaton, Sofia Coppola, Talia Shire, George Hamilton, Bridget Fonda, Eli Wallach. 163 mín. Bandaríkin. Cic Myndbönd 1997. Útgáfudagur: 14. október. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. 20 ÁRUM eftir að Coppola hafði gert meistaraverkin sín um Corleo- ne-fjölskylduna, ákvað hann að gera þriðju og síðustu myndina um hana. Myndin leggur mun meiri áherslu á andlegu hliðina á Michael Corleone (A1 Pacino) heldur en hinar myndim- ar tvær. Hún seg- ir frá tengslum Michaels við Páfagarð og til- raun hans á gam- als aldri að fá syndaaflausn. Nýir meðlimir eru hafa bæst við fríðan flokk fjöl- skyldunnar og ber helst að nefna Mariu (Sofia Coppola) dóttur Michael, sem horfir með saklausum augum á hið spillta veldi fóður síns og Vinnie ungur og metnaðarfullur skúrkur, sem vill ná langt í röðum fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að standast ekki þær væntingar, sem gerðar vom til henn- ar, er þriðja myndin um Guðföðurinn góð kvikmynd í marga staði. Hún er einkar glæsileg á að líta og er það kvikmyndatöku Gordon Willis að þakka og einnig sviðsmynd Dean Ta- voularis. Margir af þeim sem vora í gamla leikaraliðinu endurtaka hlut- verk sín og ber helst að nefna Diane Keaton, sem er glæsileg í hutverki sínu, Taliu Shire, sem er mjög góð í hlutverki systur Michael, og Eli Wallach sem leikur gamlan fjöl- skylduvin, og síðast en ekkk síst A1 Pacino sem er fábær í hlutverki Michaels. Nýju leikararnir standa sig flestir ágætlega og er Andy Garcia þar fremstur í flokki, en hann leikur persónu sem ekki er ólík hin- um unga Michael. En því miður er veikan blett að finna í þessu úr- valsliði leikara því að dóttir Coppola, Sofia, sem fer með veigamikið hlut- verk dótturinnar, er léleg leikkona og langt frá því að vera snoppufríð sem hlutverk hennar kallar á, en hlutverkið var í fyrstu ætlað Winonu Ryder, sem hafnaði því vegna of- þreytu. Sofia eyðileggur þau atriði sem hún kemur nálægt og dregur það úr áhrifamætti kvikmyndarinn- ar. Einnig er þriðja myndin ekki nægilega ólík fyrstu tveimur mynd- unum og stenst aldrei samanburð við þær. Lokasenan í óperanni er byggð upp á sama máta og kirkjusenan í Guðföðurnum og svo mætti lengi telja. Þriðja myndin um guðföðurinn er eins og áður sagði ekki slæm kvik- mynd en hún bætir engu nýju við þessar sígildu glæpamyndir. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.