Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 35 <1 i í i ( < ( < ( I ( ( I I j JULIUS GUÐMUNDSSON + Júlíus Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 18. september 1959. Hann lést á heimili sínu 12. október síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju 22. október. Gðður drengur er genginn. Viðkvæm sál og vel gerður maður í blóma h'fsins hefur kvatt þennan heim. Engan óraði fyrir að það yrði svo óvænt og voveiflega. Við sem hann þekktum erum harmi slegin. Júlíus Guðmundsson starfaði sem lögmaður við Lögfræðideild Búnað- arbankans um nokkurra ára skeið til dauðadags. Því betur sem við kynntumst þeim mun meir mat ég mannkosti hans. Júlíus var samviskusamur og traustur starfsmaður og hæfur lög- fræðingur. Heiðarleiki og sannleiks- ást voru honum í blóð borin. Dóm- greind hans og rökhugsun naut sín vel í þeim verkefnum sem hann þurfti að takast á við og leysa bæði innan og utan bankans. Það gerði hann af meðfædrri og áunninni hæfni og með svo góðum árangri að eftir var tek- ið. Hann var afburða góður í að greina aðalatriði og kjarna hvers máls og komast beint að efninu án óþarfa málalenginga. Viðmót hans var hreint og beint. Hann gat verið svo beinskeyttur í orðum að endrum og eins lá við að sumum þætti óþægilegt. Stundum sló hann þannig á léttari strengi að þeim sem ekki þekktu hann mun betur gat brugðið í fyrstu áður en þeir áttuðu sig á að glettnin var meinlaus. Hann var yfirvegaður og gætinn þótt hann væri skapmikill og skjótur til andsvara ef því var að skipta og óragur að tjá skoðanir sínar á mönn- um og málefnum, enda glöggur á hvort tveggja. Þrátt fyrir þetta opna yfírbragð var hann innst inni dulur og jafnvel feiminn að eðlisfari. Eins og góður vinur hans og fyrrum samstarfsmað- ur sagði um hann látinn, þá hafði hann viðkvæmari lund en flestir gerðu sér grein fyrir fyrr en eftir allnáin kynni. Þau verða sjaldnast milli vinnufélaga á fáum árum og oft aldrei. Kynni okkar urðu alltof stutt en þrátt fyrir það nægileg til að vekja trúnaðartraust milli okkar á vinnu- stað. Samskipti okkar voru ætíð góð. Fyrir það vil ég þakka að leiðarlok- um. Guð blessi minningu Júlíusar Guð- mundssonar. Þorvaldur Einarsson. Það var glaðbeittur hópur ungs fólks sem stóð á tröppum Menntaskól- ans í Reykjavík vorið 1980. Stórum áfanga í lífínu var náð. Menntaskólaár- unum var lokið, skemmtilegur tími að baki. Ég kynntist Júlla á þessum árum. Hann var einn sá hressasti í hópnum. Ekki var hægt að halda samkvæmi án hans endu þau oft haldin á heima- slóðum hans í Hólmgarðinum. Æsku- heimili Júlla stóð okkur félögunum alltaf opið og þeir voru ófáir kaffiboll- amir sem móðir Júlla skenkti okkur í eldhúsinu sínu. Minningabrot þessara ára eru mörg; kaffihúsaferðir eða að spila vist, kana og brids í Casa Nova. Oftar en ekki sagði stundataflan okk- ur að við ættum frekar að vera í kennslustund. Einnig voru skemmti- legar ferðir í sumarbústaði, íþrótta- kappleikir og böll. Menntaskólaárin era þau ár sem menn þroskast við leik og störf, menn mynda sér ákveðn- ar skoðanir á hlutum og verða að standa og falla með þeim. Menn rök- ræða og reyna að sannfæra hina um að eigin skoðanir séu þær einu réttu. Við Júlli voram oft á öndverðum meiði en skildum alltaf í bróðemi. Þetta vor ræddum við oft framtíð- aráform. Júlli var ákveðinn að leggja fyrir sig sagnfræðina við litlar undirtektir mínar. Ég reyndi ein- dregið að sannfæra hann um kosti þess að verða mér samferða í iaganámið. Það fór svo að Júlli byijaði í sagn- fræðinni en ég man þann dag enn er hann kvöld eitt hringdi í mig og kvaðst hættur við sagnfræðinámið, hann kæmi með mér í lög- fræðina. í lagadeildinni bættist góður vinur í hópinn, Jói Sig. Við þrír sátum saman sem „kumpánarnir" eins og einn prófessorinn kallaði okkur. Við stóðum að stofnun fræði- mannaféiagsins og var tilgangur þess glósuvinnsla. Við höfðum þann sið að hittast fyrir hádegi á laugar- dögum og fara yfir glósur iiðinnar viku. Júlli sá um allan frágang enda snyrtimenni hið mesta. Það var Júlla mikill léttir er við lögðum ritvélinni og keyptum tölvu sem auðveldaði alla ritvinnslu en hann hafði séð um allan innslátt. Glósurnar þóttu nokk- uð góðar og gengu í deildinni milli nemanda löngu eftir að við hættum. Júlli var mikill og góður skákmað- ur. Það erfði hann frá föður sínum. I lagadeildinni var mikið tefit og var Júlli forvígismaður að stofnun nokk- urra skákfélaga. Eitt þeirra stendur uppúr og er enn við lýði. Það er skák- rannsóknafélagið. Við hittumst nokkrir félagar úr lagadeildinni einu sinni í mánuði og teflum. Júlli var ein aðaldriffjöðurin í að kalla hópinn saman, þín er sárt saknað af okkur félögunum. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki að beita „ranaafbrigðinu" gegn Júlla oftar. Eftir að námi í iagadeildinni lauk tóku við störf á mismunandi stöðum. Júlli starfaði m.a. á Húsavík sem full- trúi sýslumanns. Honum leið vel á Húsavík. Þar kynntist hann skotveiði- bakteríunni sem átti eftir að verða hans aðaláhugamál. Þannig var hátt- að með Júlla að allt er hann tók sér fyrir hendur gerði hann af miklum krafti og áhuga. Skotveiðin ein dugði honum ekki og stangveiðin bættist við. Júlli naut sín vel sem veiðimaður og hafði sérstakt dálæti á Húnavatns- sýslunni þar sem hann hafði dvalist í sveit sem drengur. Síðast þegar ég talaði við Júlla hafði hann verið á gæsaveiðum við góðan árangur og hann fullur tilhlökkunar að halda norður til ijúpnaveiða. Stór hluti ánægjunnar var undirbúningur veiði- ferðanna. Júlli ias sér vel til, fór á ýmis námskeið og var farinn að hnýta hinar fallegustu flugur. Við voram famir að skipuleggja veiðiferðir næsta sumar sem ekki verða famar. Um það leyti sem við útskrifuð- umst úr menntaskólanum hafði ástin knúið dyra hjá Júiia; hann hafði kynnst Helgu sinni. Ég man hvað hann var sæll og ánægður þegar hann sagði mér frá henni. Þau hófu fijótt búskap á Reynimelnum. Ég bjó þá í grendinni og rölti því oft í kaffi til þeirra. Þau eignuðust frumburðinn sem skírður var Þórir. Júlli var stoltur er hann sýndi mér litla soninn og sagði: „þetta gat ég“. Síðan bættist í bamahópinn Magnús og yngst dótt- irin María Soffía. Júlli var mjög stolt- ur af bömunum sínum og það með réttu. Hann var þeim ekki einungis góður faðir heldur einnig mikill fé- lagi. Dáðist ég oft að því hve gott samband hann hafði við bömin. Júlli tók virkan þátt í áhugamálum strák- anna og hvatti þá óspart til dáða enda sjálfur annálaður keppnismaður. Ég mun sakna þess að fá ekki hina vikulegu upphringingu frá Júlla. Hann sló alltaf á létta strengi og fékk mann til að hlæja. Hann hafði einstakt lag á að slá öllu uppí grín og segja spaugilega frá. Greiðvikni hans var ótakmörkuð og óeigingjörn, alltaf boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd. Júlli hafði svo mikið að lifa fyrir og svo margt ógert. Því er það fyrir okkur eftirlifendur óskiljanlegt það sem gerst hefur. Staðreynd sem við fáum engu um breytt. Missir vina hans er mikill en fjöiskyldunnar þó mestur. Söknuður þeirra er yfirþyrm- andi og sár. Minningar um góðan dreng lifa og veita birtu á erfiðri stundu. Þær megna að kalla fram bros og ég veit að þannig hefðu hann viljað að við minnumst hans, fyrir glettni sína og húmor. Elsku Helga, Þórir, Magnús, Mar- ía Soffía, Sigfríður og aðrir aðstand- endur, við Olöf sendum ykkur inni- legustu samúðarkveðju og biðjum algóðan guð að veita styrk í sorg- inni. Hvíl í friði, vinur. Stefán BJ. Gunnlaugsson. • Fleiri minningargreinar um Júl- íus Guðmundsson bíða birtingar og munu birtastí blaðinu næstu daga. wm Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reylýavik simi: 587 1960 -fax: 587 1986 + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ROY ÓLAFSSONAR hafnsögumanns, Brekkubyggð 5, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum og Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins Sigriður Jóhannsdóttir, Jóhanna G. Ólafsson, Bjarni Ásgeirsson, Ólafur Björn Ólafsson, Sigríður Ólafsson, Vilhelmína Roysdóttir, Hafdfs S. Roysdóttir, Eyvör Halldórsdóttir, Guðmundur Albertsson, Hilmar Helgason, Jóhann Þorsteinsson og barnabörn. EIRÍKUR GUÐNASON + Eiríkur Guðnason var fæddur í Strandarhúsi, Nes- kaupstað, hinn 8. tnaí 1906. Hann lést 21. október síðastlið- inn á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Foreldrar hans voru Þuríður Ásmundsdóttir og Guðni Eiríksson, Neskaupstað. Fjögur systkin hans voru: Ás- mundur, Guðný, Halldóra og Guðný Þuríður. Maki: Sigríður Einarsdóttir, f. 14. október 1901, d. 26. maí 1989. Foreldrar hannar voru Þuríður Sigurðardóttir og Ein- ar Högnason frá Bæ í Lóni. Börn Eiríks og Sigríðar eru: Margrét, Svanbjörg, Ásmundur Guðni, lést tveggja ára og skírður sonur er lést dagsgam- all. Þá áttu þau einnig Þórð Flosason sem fósturson. Eiríkur starfaði lengst af ævi sinnar sem sjómaður. Útför Eiríks verður gerð frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 27. október og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi. Langri og farsælli ævi þinni er lokið. Á kveðjustund streyma ljúfar minningar frá æskuárum okkar fram í hugann, en þá áttum við því láni að fagna að kynnast þér. Litla húsið ykkar ömmu hét því fallega nafni Fram- tíð. í barnsaugum okkar var það undur stórt, ef til vill var ástæðan sú, að þar bjuggu hjón með stórt hjarta. Garðurinn við húsið ykkar ömmu var sannkölluð blómapara- dís. Þar áttuð þið mörg handtök og voruð snillingar í því að fegra og prýða þennan íjölskrúðuga heimilis- reit, en hann var stolt ykkar beggja. Á veturna, þegar fannbreiðan huldi fræið í moldum, var blómagarðinum við húsið ykkar breytt í veisluborð fyrir litla svanga fugla, sem hvergi fundu lífsbjörg né skjól í hretviðrum daganna. Hjá ykkur var nóg handa þeim öllum, er þangað rötuðu. Þessi litli dráttur í lífsmynd ykkar segir stóra sögu. Við minnumst þess, afi minn, hve þú hafðir gaman af að hlýða á tónlist, einkum er leikið var á harmonikku. Þú varst traustur og blíður maður og hjá þér var gott að dvelja. Þér fannst það notalegt er við rökuðum skegg þitt og greiddum á þér hárið og við nutum þess að mega gera þetta. Við minn- umst líka sendiferðanna í Kaupfé- lagið, að kaupa mjólk á brúsa, eins og gert var í þá daga. Já, það var vissulega gaman að vera hjá ykkur ömmu, þið voruð yndisleg hjón. Að leiðarlokum, elsku afi minn, þökkum við allar góðu samveru- stundirnar okkar. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar, dýrmæt og björt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lifsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Þín_ Ása Sigríður, Pétur Friðrik og Linda Ósk. + Ástkær eiginmaður minn, PÁLL FR. EYJÓLFSSON, Skeggjagötu 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði mánudaginn 27. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Jósefsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR frá íbishóli, til heimilis í Skólagerði 55, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju á morg- un, mánudaginn 27. október, kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Benedikt Valberg, Lilja Sigurðardóttir, Guðmann Valberg, Herborg Stefánsdóttir, Jóhanna Valberg, Jón Gestsson og fjölskyidur. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, AXELS EYJÓLFSSONAR frá Seyðisfirði, Sólvallagötu 3, Reykjavfk. Jóna Jensen, Sigriður Jensen Axelsdóttir, Ingvar Hauksson, Níls Jens Axelsson, Hólmfriður Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.