Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIR UM EYÐI- LEGGINGU SJÓMANNA- SKÓLANS í REYKJAVÍK FRAM eru komnar hugmundir um menntun sjómanna undir vald atvinnurekenda og leggja niður Sjómannaskólann í Reykjavík. Er sú stefna skiljanleg frá sjónarhomi LÍÚ sem hefur lýst sig þess fýs- andi að taka við rekstri skólans. Með hliðsjón af umhyggju á þeim bæ fyrir menntun sjómanna er þetta mikið áhyggjue&ii þeirra sem gera sér grein fyrir þörfum sjó- manna í þessum efnum. LÍÚ hefur leynt og ljóst í mörg ár reynt að draga úr öllu er varðar menntun fyrir sjómannastéttina. Hafa forystumenn þess lagst gegn öllum tilraunum til að auka mennt- un til handa sjómönnum. Ef ekki hefði komið til stjómvaldsaðgerða en LÍÚ-valdið látið ráða ferðinni hefði menntun sjómanna verið af- lögð eða stórlega skert. Þar á bæ er stefnan „alltaf má fá annað skip og annað föruneyti". Það hlýtur að vera allundarleg afstaða stjómvalda að sjá ekki sóma sinn í að hlúa að menntun sjómanna sem standa undir því velferðarríki sem við búum í. Stærsti hluti þjóðartekna, eyðslufé ríkisins, kemur frá starfí þessara manna en minnstu kostað til af hálfu ríkisins. Tilkostnaður ís- lenska ríkisins til menntunar ís- lenskra sjómanna er til skammar í ljósi þess að arður af vinnu þess- ara manna stendur undir þjóðar- skútunni. Ef íslensk stjómvöld hefðu sinnt sínu hlutverki og eflt menntun ís- lenskra sjómanna í stað þess að draga markvisst úr henni á sama tíma og menntun á öðram sviðum er aukin svo að fjárhagskerfi þjóð- arinnar er að sligast undan byrð- inni, að sögn forystumanna þjóðar- inna, hefðu verið færri örkumla íslendingar í dag. Það hefur verið ljóst í mörg ár að slysatíðni á íslenskum skipum er óeðlilega há. Það er einnig ljóst að hin háa slysastíðni stafar af skorti á tilsögn (kennslu) í hvemig standa eigi að vinnu og hvað menn eigi að varast. Flestir viðurkenna að starf sjómannsins er eitt hættu- legasta starf í nútímasamfélagi. Hvað er gert af hálfu ríkisins til að koma í veg fyrir slys til sjós? Eftir margra ára baráttu náðist Ef íslensk stjórnvöld hefðu staðið betur að menntun sjómanna í stað þess að draga úr henni, segir Kristján Guðmundsson, hefðu slys á sjó orðið mun færri. fram að stofnaður var Slysavarna- skóli sjómanna. Sá skóli var settur á laggimar til að kenna mönnum hvað hægt er að gera til að bæta ástandið eftir að slys hefur orðið, m.ö.o. „kennsla í eftirmeðferð slysa“. Kennsla í að minnka þann skaða sem hugsanlega getur orðið ef ekkert er að gert eftir slys. Hvað hefur verið gert af hálfu ríkisins eða útgerðaraðila til þess að koma í veg fyrir slysin? Það er ekki verið að koma í veg fyrir slys- in með því að búa skipin margs konar neyðarbúnaði sem útgerð- imar era þvingaðar til að láta um borð með stjómvaldsaðgerðum. Kennsla til handa sjómönnum svo koma megi í veg fyrir að þeir lendi í slysum er nánast engin. Sam- kvæmt lögum er skipstjóram skylt að sjá um að skipveijar fái tilhlýði- lega fræðslu um borð. Er hægt að segja að um slíka fræðslu sé að ræða þegar um 10% sjómanna slas- ast á ári hveiju? Ef menn vilja hugleiða það hvað koma hefði mátt í veg fyrir marg- an harmleikinn ef búið hefði verið að íslenskri sjómannastétt eins og henni ber. Þá væra mörg böm í faðmi föður síns sem nú eiga að- eins minningar og mörg eiginkon- an með bros á vör í stað tárvotra augna. Þeir sem fylgst hafa með slysa- sögu íslenskra sjómanna síðustu áratugi vita að fjöldi íslenskra skipa hefur verið haffær í þeim skilningi sem lagt er í haffæri skips í dag. Mörg þessara skipa hafa farist með allri áhöfn. Það er viður- kennt að mörg þessara skipa vora smfðuð áður en íslensk stjómvöld og löggjafarsamkunda sáu ástæðu til að breyta þágildandi regl- um. Skip þessi vora smíðuð með hliðsjón af þekkingu manna á þeim tíma og fyrir þær veiðar sem þá tíðkuð- ust. Síðan var þessum skipum breytt til notk- unar til veiða með öðr- um veiðarfæram. Veiðarfæram sem þau vora ekki hönnuð fyrir. Þetta var ekki hindrað af íslenskum stjóm- völdum og útgerðar- valdið sá ekki ástæðu til annars en auka sinn hagnað með því að nota öflugri veiðarfæri án tillits til þess hvort skipið bæri búnaðinn eða ekki. Því er útgerðum ekki treystandi frekar í dag til að annast öryggismál sjó- manna. Því má bæta hér við að samtök útgerðarmanna era að sækjast eft- ir því að taka að sér eftirlit með skipum fyrir hönd flokkunarfélags og stefna að því að opinbert eftir- lit með skipum verði lagt niður. Sér hver sem vill hvert stefnir þá eða beint í „alltaf má fá annað skip og annað föraneyti, trygging- amar borga“. Ef skoðuð era einstök slys er hafa orðið á íslenskum skipum era orsakir þeirra eins og rauður þráð- ur af mistökum. Mistökum er rekja má til þess að mönnum hefur ekki verið sagt til (kennt) hvemig standa á að vinnu svo eigi hljótist tjón af. Er þar um að ræða mistök frá æðstu stöðum um borð og nið- ur úr. Sem ábending um í hveiju or- sakir slysanna felast má benda á eftirfarandi: • Skipveijar vita ekki hvað hinir ýmsu skipshlutar heita né hlutir veiðarfæra. Hvemig er hægt að koma fyrirmælum rétt til skila ef allir tala ekki sama tungumálið? • Fyrirmæli um hífingar á vindum era ýmist hróp og köll eða margs konar bendingar sem misskiljast. Hve oft heyrist eftir slys að bend- ingar hafi verið misskildar? • Vanþekking skipstjómarmanna á tilskipunum stjómvalda um ör- yggi á vinnustað. Því miður er svo algengt að ekki sé farið að lög- um og reglum sem í gildi era að ótrúlegt er. í sumum tilvikum er borið við mannfæð um borð og því ekki hægt að fara að lög- um. • Vanþekking skip- stjórnarmanna í að staðsetja skip er oft leiðir til þess að þau stranda. Því er spurt, er nokkur þörf á að vera að kenna þessum mönnum? Ungum mönnum er hleypt í nám í grunnskólum. Nám sem sagt er til þess að þeir öðlist réttindi til skipstjómar á skipum undir 30 brl. Mörgum manninum hefur orð- ið hált á þessari kennslu og mega sumir þeirra þakka fyrir að hafa sloppið lifandi. • Vanþekking margra skipstjóm- armanna á styrk efna og leyfilegu álagi í vinnu. Er oft með ólíkindum hvað mönnum dettur í hug að setja saman, s.s. lása, keðjur, króka, víra og tóg án þess að tekið sé tillit til við notkun hvað veikasti hlekkurinn þolir. Oft er það svo að veiðarfæri era stækkuð í skipum án þess að tekið sé tillit til þess hvort búnaður skipsins þolir það. Dauðaslys hefur hlotist af notkun vindu sem ekki var nógu öflug til að hífa þann þunga sem ætlast var til. • Skortur á verkstjóm á vinnustað er orsök margra slysa. Afleiðingin er óöguð vinnubrögð sem oft verða handahófskennd á örlagastundu. Þar kemur skýrast fram skortur á tilsögn til handa skipveijum. Af framansögðu má sjá að það era ekki afskipti útgerðaraðila sem koma í veg fyrir slysin. Það verður aldrei gert nema með tilskipun stjómvalda um fræðslu sem fylgt er eftir og skóla sem ekki er háður duttlungum hagsmunaaðila. Ef ein- hver dugur er í íslenskum stjóm- völdum á að koma upp öflugum skóla sem þjónar þessari starfsemi þjóðfélagsins. Skóla sem ekki er háður hagsmunaaðilum, þ.e.a.s. útgerðaraðilum. Ætti að sameina Sjómannaskólann í Reykjavík og Slysavamaskóla sjómanna auk þess sem taka á upp öfluga kennslu í þeim margbreytilegu störfum sem fylgja sjómennsku. Kenna mönnum öguð vinnubrögð svo ekki hljótist af slys vegna þess að einhver mis- skildi bendingu eða skildi ekki fyrir- mæli er hann fékk því hann vissi ekki hvað hlutimir heita. Öguð vinnubrögð er koma í veg fyrir „reddingar" eins og þegar menn grípa til og ætla sér að leysa flækju á veiðarfæri sem er að renna út eða verið að hífa inn. Margar „redd- ingamar" hafa kostað limlestingu og ævilöng örkuml. Þessar skyndireddingar má koma í veg fyrir með góðri fræðslu í góð- um skóla og er brýnasta verkefnið ef hugur fylgir máli að menn vilji fækka slysum. Hugmyndir eins og fram hafa komið um Heilsustofnun sjómanna, sem á samkvæmt lýsingu boðbera þessarar nýju stefnu að leysa öll vandamál vegna slysa til sjós með nýtískuskráningu af hálfu lækna, er ekkert annað en skapa á þjálfun- Kristján Guðmundsson arstöð fyrir læknastéttina. Æfinga- stöð fyrir lækna sem fá slasaða menn til meðferðar. Við viljum koma í veg fyrir slys- in. Komast hjá því að leita aðstoðar vegna slysa. Við þiggjum með þakklæti aðstoð þeirra vegna sjúk- dóma en viljum komast hjá því að leita eftir þeirra aðstoð vegna slysa. Þetta geram við með því að fækka slysum og helst að koma í veg fyr- ir þau. Þótt öfund ríki í sumum herbúð- um vegna glæsilegs skólahúss á skemmtilegum stað má slík öfund ekki ráða ferðinni þegar að hags- munum sjómanna kemur. Þessi bygging á ekki að vera föl þótt í boði væri sjálft húsnæði Háskóla íslands við Suðurgötu. Það er ekki allt fengið með því að segja „há“ fyrir framan skóli. Þetta er ein- göngu til aðgreiningar á skólum. Núverandi valdhafar eiga ekki að svívirða minningu þeirra stórhuga manna sem réðust í byggingu Sjó- mannaskólans. Bjami Benediktsson þáverandi borgarstjóri tryggði skól- anum landrými þótt það hafí verið skert af þeim sem á eftir komu í valdastól. Má geta þess hér að fjár- veitingavaldið sá ekki sóma sinn í að veita fé til viðhalds á Sjómanna- skólanum og var hann vart vatns- heldur í marga áratugi. Var það svo að í suðlægum slagveðram rigndi inn á borð skólanema og áttu þeir fullt í fangi með að veija námsbækur sínar. Ef nokkuð er að marka fögra orðin, sem valdhafar hafa látið út úr sér við hátíðleg tækifæri í sam- bandi við störf sjómanna, eiga þeir að sjá sóma sinn í að efla menntun sjómanna. Allra sjómanna, undir- manna sem yfírmanna, og leggja sitt af mörkum til að fækka slysum til sjós. Fjármunir, sem veija þarf til slíkrar fræðslu, skila sér í minni kostnaði við heilsugæslu, minni þjáningum slasaðra, færri táram bama og eiginkvenna sjómanna. Það ber að hafa í huga að: Flest slys er hægt að varast. Slys verða ekki fyrir tilviljanir. Þau orsakast af hættulegum aðstæðum og/eða hættulegum aðgerðum. Ef hægt er að varst slysin ber að gera það. Hveijir eiga að sjá um að allt sé gert til að varast slys- in? Þeir sem hafa þekkinguna og valdið til að koma í veg fyrir þau. Því beinist öll athyglin nú að stjómvöldum að gera það sem gera þarf til að fækka slysum og efla skóla sjómanna en ekki að draga úr þeirri fræðslu sem í boði er. Breyta skólanum í alhliða fræðslu- stofnun fyrir sjómenn sem kennir mönnum að vinna öll þau störf sem vinna þarf um borð. Námið á að byggjast á bóklegri og verklegri kennslu. Forsvarsmaður LÍÚ lét hafa eftir sér, að atvinnugreinin eigi að standa frammi fyrir ábyrgð á því hvaða námsefni sé kennt í þessum skóla og hvað henti mönnum að nema. Hví hefur þessi atvinnugrein ekki séð sóma sinn í að fara að lögum og sjá til þess að sjómenn fái þá tilsögn um borð í skipum eins og kveðið er á um í siglingalögum svo koma megi í veg fyrir slysin? Það hefur aldrei verið bannað að gera betur en lögin kveða á um. Því hefur útgerðum og forsvarsmönn- um þeirra staðið opið í langan tíma að grípa til aðgerða umfram það sem lögin kveða á um svo fækka megi slysum um borð í íslenskum skipum. Ekki hefur borið á því að af hálfu útgerða hafi verið gripið til aðgerða sem ná lengra en lögin kveða á um, frekar hið gagnstæða. Því er spurt: Era slysin náttúralög- mál sem enginn fær breytt að mati forsvarsmanna útgerða? Því miður virðist ástæðan vera sú að „alltaf má fá annað skip og annað foraneyti“. Það hefur verið fækkað svo á skipunum að ekki er hægt, að sögn skipstjómarmanna, að fara eftir lögunum er varða sjó- mennsku og siglingar. Ilöfundur er skipstjórí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.