Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 42
“*2 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 IDAG MORGUNBLAÐIÐ „Ræða um veg- semd mannsins“ í þessari hugvekju segir sr. Heimir Steinsson; Drottinn hefur endurleyst manninn til guðlegrar myndar. MAÐUR er nefndur Giovanni Pico della Mírandóla. hann fædd- ist árið 1463 í Ferrara á Ítalíu og andaðist liðlega þrítugur að aldri í Flórens. Hann er nafntog- aður fyrir rit, sem hann lét eftir sig og nefnist „Ræða um veg- semd mannsins" eða „Ræða um mannlega reisn“, á frummálinu, latínu, Oratio de hominis dignit- ate. Hér verður nú stuttlega fjall- að um þennan mann og „ræðu“ hans. Mírandóla var greifasonur og efnilegt bam. Faðir hans lét hon- um í té þá menntun, sem bezt varð fengin í þennan tíma. Á fímmtándu öld og síðar blómgað- ist á Ítalíu og víðar um Evrópu menningarstefna, sem nefnd er „húmanismi". Orðið „húman- ismi“ hefur verið þýtt sem fom- menntastefna, mannúðarstefna og mannhyggja. Allar þýðing- amar segja nokkuð um húman- ismann. Mírandóla naut húm- anískrar menntunar í heimahús- um. Fullvaxta nam hann kirkju- rétt í Bologna, heimspeki í Padúa, en hebresku, arameisku og arabísku í Flórens og Parísar- borg. í Flórens kynntist hann Marsilió Ficinó, en hann var fremstur þeirra heimspekinga endurreisnaraldar, sem aðhyllt- ust hugmyndir Platons. Starfaði Mírandóla við platónsku akadem- íuna í Flórens síðustu ár sinnar stuttu ævi. Mírandóla lagði stund á enn fleiri mannvísindi og gjörð- ist nokkur „fjölfræðingur" að hætti margra húmanista. Mírandóla gekk snemma fram sem rithöfundur. Verður nánar vikið að skoðunum hans hér á eftir. Kaþólsku kirkjunni þótti hann vera á hálum ísi og hafn- aði allmörgum setningum hins unga höfundar árið 1486. Alex- ander páfí sjötti tók Mírandóla í sátt sex árum síðar. Við svo búið stóð til æviloka greifasonar- ins efnilega. Endurlausn og vegsemd Skammlífí Mírandóla varð til þess, að hann lauk aldrei við að skapa heildstætt heimspekikerfi. Rit hans bjuggu þó yfír hug- myndum, sem höfðu áhrif, er stundir liðu fram. „Ræða um vegsemd mannsins" var af ýms- um nend „stefnuskrá kristins húmanisma". Sagt hefur verið, að hún geymi „hornstein endur- reisnaraldar, endurfæðingu mannsins í mynd Guðs“. í sögu kristins dóms hefur jafnan gætt ýmiss konar sveiflu- hreyfínga varðandi stöðu manns- ins andspænis sköpunarverkinu og Guði. Frásagnir Heilagrar Ritningar af sköpun mannsins og syndafalli hans draga upp tvær myndir af manninum: Ann- ars vegar á maðurinn sér guðleg- an uppruna og ber sjálfur mynd Guðs og yfirbragð. Hins vegar hefur maðurinn villzt af þeim vegi, sem Drottinn ætlaði honum að ganga. Þar við hefur hann í nokkrum mæli eða í ríkum mæli glatað guðsmynd sinni og er orð- inn þræll syndarinnar. Miðaldakirkjan lagði áherzlu á hið síðar greinda. Á endurreisn- aröld kom hins vegar fram iöng- un til að benda aftur á hið upp- haflega ástand mannsins, guðs- mynd hans. Sú viðleitni birtist í því, að menn vöktu athygli á þroskamöguleikum hins endur- leysta manns: Jesús Kristur er fýrir oss krossfestur og uppris- inn. Hann hefur keypt oss fijáls undan valdi syndarinnar og dauðans. Þar með gefst oss kost- ur á að þroska guðsmynd vora og leiða fram hið bezta í fari voru. Þetta þroskaferli verður Pico della Mírandóla starsýnt á í „Ræðu um vegsemd mannsins". Hann vitnar í áttunda sálm Dav- íðs, en þar segir sálmaskáldið, að Drottinn léti manninn „verða litlu minni en Guð, með sæmd o g heiðri krýndirþú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans“ (Ps. 8:6-7). Mírandóla leggur Drottni orð í munn og segir hann mæla við manninn: „Vér gjörðum þig hvorki him- neskan né jarðneskan, hvorki dauðlegan né ódauðlegan. Af fijálsum vilja og með fullri sæmd getur þú tekið á þig hveija þá mynd, sem þú óskar. Þú getur úrkynjast og orðið dýrslegur. En þú getur líka endurfæðzt til Guðs myndar“. Þegar Mírandóla talar um „vegsemd mannsins" á hann við það mannlega eðli, sem Kristur hefur endurleyst. Enginn getur af sjálfs dáðum aflað sér veg- semdar. - Vegsemd er nokkuð sem manninum veitist að gjöf fyrir tilverknað æðri máttar. Guð er sá máttur. Ef þú afneitar hon- um, munt þú aldrei öðlast mann- lega reisn. Erindi við oss Von Mírandóla - og von allra kristinna húmanista æ síðan - var sú, að maðurinn við ögun skynsemi sinnar og vilja, við stöð- uga bæn og íhugun, öðlaðist and- lega konungstign og yrði englum líkum. Hér var á ferð arfleifð tveggja veralda, Heilagrar Ritn- ingar, og þeirrar fomgrísku heim- spekilegu siðfræði, sem kennd er við Platon. Samleikur þessara hugmyndaheima var Mírandóla einkar hugleikinn: Kenning hans um mannlega reisn átti sér þungamiðju í meðvitundinni um fijálsan vilja. í krafti hins fijálsa vilja veldur maðurinn sér stað í veröldinni, leitar síns æðra eðlis og fínnur það. Síðari tíma menn deildu um fijálsan vilja og bundinn. fræg- astir þeirra deiluaðila eru Eras- mus frá Rotterdam og Marteinn Lúther. En orðræðan um veg- semd mannsins, stað hans í ver- öldinni og æðra eðli, stendur einnig ennþá. Mírandóla á erindi við oss nútímamenn rétt eins og fyrri tíða fólk. Sú skoðun hefur um sinn átt nokkuð upp á pallborðið meðal Vesturlandabúa, að maðurinn sé ekki annað en dýr, „nakinn api“, eins konar fyrirliði ferfætlinganna og annað ekki. Þessari hugmynd er ítrekað slegið upp, viðhorfínu haldið á lofti seint og snemma, grillunni hampað og áróður rek- inn fyrir heilaspunanum. Hugmyndin um dýrshátt mannsins helzt í hendur við þá skoðun, að maðurinn séð dauð- legur og annað ekki, öllu sé lok- ið fyrir honum við endi ævinnar. Æðri tilgangi er hafnað og þeim Guði vísað á bug, er þess konar tilgang skapar. Gegn slíku er hollt að tefla vonaraugum kristinna húman- ista á ýmsum öldum. Þeir eiga sér draum um annað markmið og æðra manninum til handa. Þetta markmið byggist á fagn- aðarerindinu um Jesúm Krist: Drottinn hefur endurleyst mann- inn til guðlegrar myndar. Þar með er manninum gefið eilíft líf og hlutdeild í því ríki Guðs, er aldrei mun á grunn ganga. Árnað heilla ÉG var svo upptekin af augunum í þér, sem eru fallegustu grænu augu sem ég hef séð, að ég sá ekkirauðaljósið. GETUM við ekki borgað Euro-reikninginn með Visa-kortinu? VIÐ horfðum á mynd- bandið á helmingi minni hraða og þá var það enn- þá fyndnara. SEGJA má að launin mín skiptist í fimm hluta, kon- una mína og dæturnar fjór- ar. MÖGULEIKARNIR eru tveir. Annaðhvort skap- aði Guð okkur eða við erum lika framleidd í Japan. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Dönsku- kennsla „Á AÐ fóma íslenskum bömum til að gleðja Dani með því að danska verði áfram fyrsta erlenda tungumálið sem kennt verður í grunnskólum landsins? Það finnst Þor- geiri Ibsen dönskukenn- ara og skólastjóra því Islendingar standi í þakkarskuld við Dani. En Danir gleðjast ekki bara, þeir hlæja einnig að þessum smáborgara- hætti eða er það ný- lenduauðmýkt? Á alþjóðavettvangi tala íslendingar yfírleitt ensku með slæmum framburði gagnstætt hinum Norðurlandaþjóð- unum, enda enska þeirra fyrsta erlenda tungumál sem kennt er í þeirra skólum. Menntamálaráðherra, stór hópur fólks hvetur þig að láta ekki þrýsti- hópa dönskukennara og annarra hafa áhrif á þann sjálfsagða hlut að alheimstungumálið verði fyrsta erlenda tungumál- ið sem kennt verður í íslenskum gmnnskólum eins og víðast í heiminum ásamt frönsku og spænsku. Annað gerir íslendinga að athlægi, ekki síst hjá Dönum. R.S. Þakkir fyrir góða þjónustu ELLILÍFEYRISÞEGI í Kópavogi þakkar ungu, litlu stúlkunni, sem vann í Skóbúð Kópavogs í sumar fyrir frábæra þjónustu þegar hann kom til hennar. Sjaldan fengið betri þjónustu en þar. Aldraður Kópavogs- búi. Góð grein hjá Friðrik MIG langar að þakka Friðriki Erlingssyni fyrir grein hans í Morgunblað- inu 23. október sl. Hún lýsir bágbornu ástandi miðborgarinnar og fólk- inu sem þar er um helgar og ástandi sem fer versn- andi. Harpa Karlsdóttir. Tapað/fundið Lyklar í óskilum LYKLAR fundust við Álagranda. Þetta eru húslyklar. Uppl. í síma 552-6686. Dýrahald Læðu vantar gott heimili LITLA læðan mín óskar eftir góðu heimili vegna flutnings eigenda. Hún er bráðum 7 mánaða og mjög ljúf og kelin. Hún er grábröndótt að ofan, hvít að neðan og með hvítt trýni. Uppl. í síma 553- 9954 eftir kl. 17 og 554- 2222 frá kl. 9-17. Kettlingur týndur í Kópavogi SVARTUR og hvítur kettlingur, loðinn fress, ómerktur með bleika og ijolubláa ól, týndist frá Fagrahjalla sl. sunnu- dag. Þeir sem hafa orðið varir við kisu hafi sam- band í síma 564-2234. Víkveiji skrifar... FRÁ ÞVÍ veiðar á ref og mink voru bannaðar í friðlandinu á Hornströndum árið 1985 hefur þessum tegundum fjölgað gífur- lega. Þetta staðhæfa þingmenn Vestfirðinga. Þeir hafa flutt þings- ályktunartillögu um að heimila tímabundnar veiðar á þessum rán- dýrum. Afleiðingar friðlýsingar svæðis- ins norðvestan Skorarheiðar í Norður-ísafjarðarsýslu eru bæði jákvæðar og neikvæðar. Það er neikvætt að mófuglum hefur nán- ast verið útrýmt á svæðinu og fisk- um í sumum veiðiám fækkað mjög. í greinargerð þingmannanna segir: „Ferðamenn og aðrir þeir sem eiga leið um svæðið hafa veitt því eftirtekt að mófuglar sjást þar tæplega og augljóst er að þeir hafa orðið ref og mink að bráð. Skyn- samleg veiði á þessum tegundum myndi því auka lífríkið og söngur mófuglanna hæfist að nýju. íbúar nærliggjandi byggða, jafnt á Ströndum sem við ísafjarðardjúp, hafa bent á að gegndarlaus fjölgun á ref og mink í friðlandinu ylli miklum búsiQum utan friðlandsins. Hjarðir minka og refa streyma suð- ur Strandir og inn í Djúp, leggjast á búfénað, granda fuglum og eyði- leggja veiðiár. Hlunnindabændur hafa þannig vakið athygli á að mikil fjölgun refa og minka hafi leitt af sér stórtjón í æðarvörpum og laxveiðiám og skaðað þannig bændur og rýrt afkomu þeirra.“ Það er hygginna manna háttur að læra af reynslunni, eða hvað? xxx UTSTREYMI gróðurhúsaloft- tegunda ógnar framtíð mannkynsins, ef fram heldur sem horfir. Skaðvaldar eru ýmsir, m.a. bílar, skip og stóriðja. En ekkert er svo með öllu illt, að ekki fylgi eitthvað gott, sagði gamla fólkið. Nú hafa fjórir þingmenn, með Árna R. Árnason í fararbroddi, flutt til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að láta athuga til hlítar möguleika á að nýta gróðurhúsalofttegundir til eldsneytisframleiðslu og í hvers konar iðnaði og iðnaðarferlum." í greinargerð segir: „Fram hefur komið að koltvíoxíð má nýta ásamt vetni til framleiðslu metanóls, sem er hentugt eldsneyti fyrir bíla og skip í stað benzíns og olíu ... Fyrirtækið ískem, sem m.a. Iðn- tæknistofnun og Hitaveita Suður- nesja eiga aðild að, hefur kannað möguleika á nýtingu ýmissa gróð- urhúsalofttegunda frá jarðvarma- virkjunum í nokkrum iðnaðarferl- um. Þær athuganir hafa leitt í ljós margvíslega möguleika á þessu sviði sem ástæða er til að verði kannaðir til hlítar. Margar gróðurhúsalofttegundir eru fluttar inn til fjölbreytilegra nota. Rétt er að ganga úr skugga um hveijar þeirra megi framleiða hér innan lands, t.d. sem aukaaf- urðir annarrar starfsemi eða með því að vinna þær úr útblæstri." Það er ekki ónýtt að finna já- kvæðan flöt á jafn neikvæðum veruleika sem þessum. xxx AÐ ER margra mál að íslenzk- an eigi í vök að veijast í stór- streymi erlendra máláhrifa á tækni- og tölvuöld? Víkveiji minn- ist í því sambandi ræðu, sem Indr- iði G. Þorsteinsson rithöfundur flutti á ráðstefnu Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga árið 1987. Hann minnti á þá staðreynd að Reykjavík var nánast dönsku- mælandi bær um miðja nítjándu öldina. Orðrétt: „Þá átti bærinn sér bakland, sem var sveitirnar. Þar var ekki töluð danska, og svo fór, þegar gefin hafði verið út tilskipun um að íslenzka skyldi töluð í Reykjavík, að áhrif baklandsins, sem var mikið fjölmennara, eyddi dönskunni á undra skömmum tíma. Fari nú svo að í framtíðinni verði Reykjavík meira og minna ensku- mælandi, sem er vel hugsanlegt, þá hefur baklandið ekki sama styrk sem fyrr... Þess vegna verður að koma upp þessu baklandi þjóð- menningar í helzta þéttbýliskjarn- anum sjálfum ..." Þessi orð eru okkur hollt vega- nesti inn í nýja öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.