Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Enginn virðist ógna veldi „prins" Naseems Hameds í hnefaleikahringnum Reuters og anstæðingurinn má hafa sig allan við að fylgja honum eftir. Stíllinn er í heildina mjög grimmur og höggin eru mun þyngri en almennt gerist í hans flokki. Auk þess á hann til að slá öðruvísi högg en menn sjá hjá öðrum hnefaleikamönnum. Ekki sannfært alla Yfirleitt hefur Hamed hraðar hendur við að afgreiða andstæðinga sína eins og Steve Robinsson fékk að finna fyrir þegar Hamed vann af honum titilinn, í fyrsta skiptið þegar „prinsinn" fékk möguleika á því. Sama var upp á teningnum er hann mætti síðar Vincenzo Belcastro og Laureano Ramirez en báðir höfðu þeir verið ósigraðir þar til „prinsinn" sýndi þeim í tvo heimana. Framhald- ið hefur verið eins. Þar til hann mætti Badillo fyrr í þessum mánuði hafði Hamed unnið íjóra bardaga í aðeins tveimur lotum og þann fimmta aðeins nokkrum sekúndum eftir að flautað hafði verið til leiks. Þrátt fyrir ótrúlega yfirburði hefur „prinsinum“ ekki enn tekist að sann- færa alla um að hann sé einstakur og jafnvel einn allra besti hnefaleik- ari sögunnar. Ali er átrúnaðargoðið Heimur hnefaleikamannsins getur verið valtur og enginn veit hvað Hamed verður lengi á toppnum þótt ekkert virðist ógna hans veldi í dag. Hann hefur efnast vel á íþrótt sinni og takist vel í Bandaríkjunum bæt- ist enn í sjóðina. Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur Hamed gætt þess að leggja í sjóði til þess að mæta árunum sem taka við að ferli loknum, hvenær sem það verður. Hvað þá tekur við er skýrt, þá ætlar kappinn að hlúa að trú sinni og reyna að útbreiða hana, en Hamed er múhameðstrúar líkt og átrúnaðar- goðið í hnefaleikahringum, Mu- hammad Ali. Margir bíða eftir að Hamed og Oscar De La Hoya mætist en Hoya er heimsmeistari í næsta þyngdar- flokki fyrir ofan. „Prinsinn“ segir að vel geti verið að hann taki þá djörfu ákvörðun að mæta De la Hoya skapist til þess aðstæður. Eins langar hann til þess að sameina titla allra þriggja sambandanna undir einum hatti hjá sér. Líkurnar á því telur hann góðar. „í mínum huga getur ekkert komið í veg fyrir að ég verði goðsögn í heimi hnefaleika.“ PRINCE Naseem Hamed er að margra mati besti hnefaleikamað- ur heims um þessar mundir, burtséð frá öllum þyngdarflokkum, en Hamed er keppandi ífjaðurvigt sem eins og nafnið gefur til kynna er einn léttasti flokkur hnefaleika. Yfirleitt eru það heims- meistarar í þungavigt sem fá mesta athygli og úr þeirra hópi hefur yfirleitt komið sá sem talinn er fremstur hverju sinni. En „prinsinn" hefur verið settur á þennan stall sökum einstaks árangurs ísínum flokki, hann hefur 28 sinnum barist sem atvinnu maður og haft betur í öíl skiptin, þar af í 26 skipti með rot- höggi. Hann þekkir ekki þá bitru tilfinningu sem fylgir þvíað tapa, hann þekkir bara sigur og slfkt er mikilvægt í íþróttum hvaða nafni sem þær nefnast. Það sem meira er; sú staðreynd að enginn virðist geta ógnað veldi hans. Þegar „prinsinn" kemur í hringinn og bjallan /var glymur er sem að- Benediktsson eins einn hnefaleika- skrifar maður sé i hringn- um. Yfirburðir meistarans eru slíkir að hann virðist hafa alla stjórn á því hvort hann lýkur bardaganum strax i fyrstu lotu eða teygi lopann í nokkrar lotur, andstæðingurinn ræður þar harla litlu um. Sást þetta e.t.v. best þegar hann mætti Jase Badillo frá Púertó Ríkó á dögunum um meistaratign WBO. Þá gat Hamed lokið bardag- anum strax en að sögn sérfræðinga leyfði hann leiknum að halda áfram í sjö lotur aðeins í einum tilgangi. Til þess að setja skrekk að næsta andstæðingi sínum, hvernig hann léki sér að andstæðingnum eins og köttur að mús. Nú hefur „prinsinn" sem er 23 ára gamall breskur ríkisborgari og einn níu systkina hleypt heimdrag- anum og hyggst reyna fyrir sér í Bandaríkjunum, þar sem peningam- ir eru meiri, athyglin enn meiri og kannski finnast sterkari andstæð- ingar. Einnig vill hann fara út úr því verndaða umhverfi sem hann telur sig vera í á Bretlandseyjum og sýna að hann getur staðið á eig- in fótum og boðið væntanlegum andstæðingum birginn á útivelli. Sem sagt sannað í eitt skipti fyrir öll hver sé sá besti. Byrjaði að æfa sem barn Rætur Naseem Hameds liggja í Arabaríkinu Jemen, en þau 23 ár sem hann hefur lifað hefur hann búið á Englandi. Hann var ekki hár í loftinu er faðir hans sendi hann í líkamsræktarstöð til æfínga og ekki sist til þess að drengurinn gæti var- ið sig fyrir árásum í skólanum, en faðir hans óttaðist að drengur yrði fyrir aðkasti vegna uppruna síns. Hamed litli var ekki lengi að taka ástfóstri við hnefaleikana og aðeins átta ára gamall var hann farinn að æfa þá íþrótt af miklum móð um leið og hann sagði öllum þeim er vildu heyra að hann ætlaði sér að verða sá besti. Þegar Hamed var 13 ára sendi hinn írski þjálfari hans, Brandan Ingle, myndir af pilti til margra fjölmiðla með þeim skilaboð- um að með þessum dreng skyldu þeir fylgjast. Stífar æfingar, mikill áhugi og andrúmsloftið í verka- mannahverfinu þar sem hann ólst upp í Sheffield varð til að móta drenginn á unglingsárunum. „Ég vissi strax á fyrstu æfingu minni í hnefaleikum að þetta yrði mín íþrótt. Þetta voru götuslagsmál með skýr- um reglum,“ segir Hamed í dag. Atvinnumannasamning geröf hann á 18. ári Síðustu fímm ár hafa verið við- burðarík hjá „prinsinum“ sem bæði hefur verið dáður og hataður fyrir klókindi sín í hringnum. Stíllinn hef- ur komið mörgum spánskt fyrir sjón- Reuters Reuters ir. Hamed þykir hafa óhefðbundna framkomu í hringnum, hann lætur hendurnar oft hanga niður og gefur þannig andstæðingnum færi á að sækja, um leið og það gerist víkur hann sér eldsnöggt undan og kemur inn hægri eða vinstri handar högg- um á andstæðinginn sem veit-vart sitt rjúkandi ráð á eftir. Afar afs- lappaður í hringnum og fyrir þann sem sér Hamed beijast í fyrsta skipti gæti sá hinn sami talið að piltur myndi ekki ná langt þar sem hann verst yfirleitt ekki á hefðbundinn hátt með hendurnar uppi. Fótavinn- an hjá „prinsinum" er einstök þar sem hann beinlínis svífur um gólfið Ekkert kemur í vegfyriraðég verði godsögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.