Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 56
560 6060 MORGVNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Víðtæk leit björgunarsveita að tveimur rjúpnaskyttum Feðgarnir komu fram "heilir á húfí í Selvogi FEÐGAR, sem fjöldi manna hafði leitað á Bláfjallasvæðinu, komu fram í Selvogi um klukkan 13 í gær. Þeir höfðu villst í þoku og gengið yfir heiðina. Þegar menn- irnir komu fram var bíll þeirra ófundinn þrátt fyrir víðtæka leit. Ekki fékkst staðfest áður en blaðið fór í prentun að bíllinn hefði verið í Suðurgili, í grennd við skíðalyftur. Tveir rosknir menn úr Þorláks- höfn voru á ferð í Selvogi þegar ,v<feeir urðu varir við feðgana á leið niður af heiðinni eftir Selvogsleið- inni og óku þeim í björgunarsveit- arhúsið í Þorlákshöfn. Feðgarnir, sem eru 47 og 16 ára gamlir, voru blautir, hraktir, svangir og þreyttir en annars heilir á húfi, að sögn Kjartans Þorvarð- arsonar, varaformanns Slysavarna- sveitarinnar Mannbjargar í Þor- lákshöfn. Hlynnt var að þeim í björgunarsveitarhúsinu og þeim síðan ekið til síns heima. ^Ætluðu að vera 3 tíma í burtu Leitin hófst um miðnætti á fóstudagskvöld og leituðu um fímmtíu manns á um 25 bílum að bíl feðganna á Bláfjallasvæðinu í fyrrinótt. Þeir höfðu farið að heim- an frá sér um klukkan 16 á föstu- dag og sögðust ætla að verða í burtu í um það bil 3 klukkustundir. Með þeim var þýskur pointer fjár- hundur. Þeir voru akandi á 1997 árgerð af Toyota Landcruiser jeppa, vín- rauðum, á 35“ dekkjum. I bílnum var NMT-farsími, en slökkt var á honum eða hann utan þjónustu- svæðis, að sögn Þorsteins Þorkels- sonar, leitarstjóra Landsbjargar, og því var ekki hægt að miða út staðsetningu símans. 100 manns við leit í morgunsárið var leit haldið áfram. Um 100 manns frá fjöl- mörgum björgunarsveitum leituðu á bílum, í fyrstu eingöngu á Blá- fjallasvæðinu en síðan var svæðið víkkað út og leitað hvarvetna innan klukkustundar akstursfjarlægðar frá borginni. Einnig fór þyrla Landhelgisgæslunnar til leitar úr lofti. Dimmviðri og þokuslæðingur hömluðu leit. Nákvæmlega einu ári áður en feðgamir villtust og komu fram í Selvogi villtust bræður úr Reykja- vík á rjúpnaveiðum á sömu slóðum. Einnig þeir komu fram í Selvogi. Morgunblaðið/KrÍ8tínn Morgunblaðið/Kristinn Samkvæmt tilboði verða meðalheildarlaun kennara í Reykjavík 189 þús. Urslitatilraun gerð til að afstýra verkfalli Golfleikur í vetrarbyrjun GOLFÁHUGAMENN gefa ekkert eftir þó að kominn sé vetur. Þessir menn slógu kúluna í góða veðrinu á Nesvelli í vikunni. Skipting í 'ASÍ og BSRB tímaskekkja LÖGMAÐUR ASÍ, Ástráður Haraldsson, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að skipulag verkalýðshreyfingarinnar taki ekki mið af þeim breytingum sem hafi orðið á samfélaginu. „Það er þannig engin skynsamleg ástæða lengur til að láta félagsaðild að verkalýðsfélögum ráðast af því hvort fólk starfar hjá ríkinu eða einkaaðilum. Þessi skipting heildarsamtakanna í ASÍ og BSRB er að mínu áliti tímaskekkja," segir 'SÉÉgmaðurinn. „Tilverugrundvöllur samtaka opinberra starfsmanna og þær forsendur sem félög opinberra starfsmanna byggjast á eru dálítið á floti. Meginstoð aðskilnaðarins frá almennu verkalýðshreyfingunni eru lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna frá árinu 1986. Ýmislegt bendir til þess að það eina skynsamlega sem hægt væri að gera við þau lög væri að henda þeim. Margt bendir til að þau standist illa forsendur um félagsfrelsi og jafnræði. Það kann að vera að ^jjverugrundvöllur félaga opinberra starfsmanna verði ekki mikið lengur byggður á slíkum lagabálkum. Heildarsamtök opinberra starfsmanna og heildarsamtök launafólks á almennum markaði verða við þessar aðstæður að bera gæfu til að vinna saman. Það gera þau best með því að sameinast. ~Áe----------------------- ■ Skipulagið/20 Á FUNDI launanefndar sveitarfé- laganna með borgarstjóranum í Reykjavík og fleiri forystumönnum í sveitarstjórnum í gær lagði launa- nefndin fram greinargerð, sem send hafði verið út til sveitarstjórna, þar sem m.a. kom fram að með tilboði launanefndar- innar, sem lagt var fram 21. októ- ber, verða lágmarkslaun grunn- skólakennara svipuð og lágmarks- laun í nýgerðum kjarasamningum háskólakennara og ríkisins. Boðað var til fundarins að frum- kvæði Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra. Hún hefur undanfarna daga rætt formlega og óformlega við forystumenn kenn- ara og í framhaldi af því óskaði hún eftir fundi með launanefndinni. Mikil óvissa ríkir um hvort hægt verður að afstýra verkfalli 3.400 grunnskólakennara, en það mun hafa áhrif á skólagöngu yfir 40 þús- und barna. Verkfallið hefst á mánudag hafí samningar ekki tek- ist. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom fram á fundinum að launanefndin teldi að eitt af þeim vandkvæðum sem við væri að eiga í kennaradeilunni væri hversu laun- um grunnskólakennara væri mis- dreift. Laun kennara sem væru að hefja starfsferil væru mun lægri en annarra kennara. Vinnunni væri einnig misskipt á milli kennara, ekki síst í einsetnum skólum. Meðalheildarlaun hækka úr 150 þúsund í 189 þúsund Á fundinum kom fram að meðal- heildarlaun grunnskólakennara hjá Reykjavíkurborg skólaárið 1996-1997 voru 149 þúsund á mán- uði. 15% kennara voru með heildar- laun undir 120 þúsund kr. á mán- uði. Samkvæmt tilboði launanefnd- arinnar fara meðalheildarlaunin upp í 189 þúsund á mánuði í lok samningstímans. Meðalheildarlaun skólastjóra hjá Reykjavíkurborg á síðasta skólaári voru 259 þúsund á mánuði á síðasta skólaári og verða Þorsk- hausar til Þorláks- hafnar OLLUM þorskhausum sem fund- ust í fiskvinnslustöð í Reykjavík var safnað saman á föstudag, þeir settir á vörubílspall og ekið austur til Þorlákshafnar. Þar munu þeir hanga næstu vikurn- ar. Að því búnu taka þeir sér væntanlega far suður á bóginn um borð í flutningaskipum, áður en þeir verða fæða Afríkubúa. 346 þúsund á mánuði í lok samn- ingstímans samkvæmt tilboði launanefndarinnar. Samkvæmt tilboði launanefndar- innar verða lágmarkslaun grunn- skólakennara 92.088 kr. á mánuði um næstu áramót og 101.606 1. jan- úar árið 2000. Lágmarkstaxti sam- kvæmt nýju launakerfi sem ríkið samdi við Félag háskólakennara verður um næstu áramót 93.627 kr. á mánuði og 101.308 kr. á mánuði 1. janúar 2000. Samkvæmt samningi sem kennarafélögin gerðu fyrr á þessu ári um laun tónlistarkennara verða lágmarkslaun þeirra 87.637 kr. á mánuði um næstu áramót og 93.425 kr. á mánuði 1. janúar 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.