Morgunblaðið - 26.10.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 26.10.1997, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, NÍELS ELÍS KARLSSON blikksmiður, Furugrund 56, Kópavogi, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 19. októ- ber sl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.30 Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Karitas-samtökin eða Krabba- meinsfólagið, Guðrún Jóna Árnadóttir, Björk Níelsdóttir, Steinn H. Gunnarsson, Karl Níelsson, Sigurbjörg Níelsdóttir, Árni Níelsson, Margrét Eysteinsdóttir, Jens Nfelsson, Elfsabet María Jónsdóttir, María Nfelsdóttir, Auðunn Jónsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIKTOR ÞORVALDSSON fyrrv. vélgæslumaður á Vffilsstöðum, Smyrtahrauni 12, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, mánudaginn 20. október síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 28. október. Athöfnin hefst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarfélög. Guðrún Ingvarsdóttir, Ingvar Viktorsson, Guðmunda Viktorsdóttir, Ingunn Viktorsdóttir, Matthfas Viktorsson, Þorvaldur Jón Viktorsson, Gunnar Viktorsson, Birna Blomsterberg, Sigurður Ólafsson, Inga Andreassen, Magnhildur Gísladóttir, Harpa Hrönn Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför okkar ástkæru KATRÍNAR JÚLÍUSDÓTTUR, Njarðargötu 29, Reykjavfk. Sérstakar þakkir eru færðar þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur einstaka hluttekningu með heimsóknum, blómum, minningargjöfum og kortum. Guð blessi ykkur öll. Auður Axelsdóttir, Jóhanna Axelsdóttir, Axel Axelsson, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigrún Axelsdóttir, Hjörtur Hannesson, Edda Axelsdóttir, Björn Axelsson, Vilborg Ölversdóttir, Guðmundur Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERMANNS SIGURÐSSONAR, Snorrabraut 56, Reykjavík. Guðmundur Hermannsson, Adda Hermannsdóttir, Óli Jón Hermannsson, Sigurður G. Hermannsson, Hermann Hermansson, Katrfn Hermannsdóttir, Eiríkur Á. Hermannsson, Valdimar O. Hermannsson, Snorri G. Hermannsson, Örn Hermannsson, Auður Guðmundsdóttir, Ólafur Óskarsson, Kristín E. Jónsdóttir, Sigrún A. Ámundadóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Brynjar Stefánsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Pétursdóttir, Sjöfn Guðnadóttir, Guðlaug L. Brynjarsdóttir, Helgi Magnús Hermannsson, Björk Baldursdóttir, Gunnar Hermannsson, Sigrún Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÁSTA JÓNSDÓTTIR + Ásta Jónsdóttir fæddist í Ysta- hvammi, Aðaidal, 29. mars 1926. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Húsavikur 22. september síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Jón Gunn- laugsson, bóndi Ystahvammi, og Guðrún Gísladóttir, sem býr á Sjúkra- húsi Húsavíkurj 94 ára að aldri. Ásta átti sex systkini, fjórar systur og tvo bræður. Eiginmaður Ástu er Her- mann Þór Aðalsteinsson, fædd- ur 31. desember 1923 á Húsa- vík. Þau gengu í hjónaband 6. júní 1945. Börn þeirra eru: Auður Þórunn, en eiginmaður hennar er Sigurður Ol- geirsson og eiga þau fjögur börn. Hera Kristín, Eig- inmaður Stefán Sveinbjörnsson og eiga þau þijú börn. Jón, kona hans Helga Gunnars- dóttir og eiga þau tvö börn, Kristján, eiginkona hans Soffía Örlygsdóttir og eiga þau þijú börn. Krisfján á son sem alinn var upp hjá Ástu, Þorgrím Árna, einnig á Krist- ján dóttur sem býr í Noregi. Útför Ástu fór fram frá Húsavíkurkirkju 27. septem- ber. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fijótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Kallið kom allt of fljótt, þú áttir margt eftir. Við ólumst upp í túninu í sveitinni í stríðslok, fimm systur og tveir bræður. Við höfðum nóg að borða og vantaði ekki neitt á. Mamma var hagsýn og ekkert fór til spillis, pabbi laginn og verkin gengu vel úr hendi hans, en hann var aldrei hraustur og dó langt um aldur fram 1974. Mamma var aftur á móti alltaf mjög hraust og liflr það að sjá á eftir Ástu, og fannst það ekki sanngjamt af Guði að lofa sér ekki að fá hvíld- ina á undan henni, en enginn ræður sínum næturstað. Ásta byijaði snemma að vinna eins og allir þurftu að gera á þeim tíma, hún fór í vist til Húsavíkur tvo vetur og seinni veturinn kynntist hún mannsefni sínu, Hermanni Þór Aðalsteinssyni, veturinn 1944. Á þessum tíma fóru allir sem vettlingi gátu valdið á ver- tíð, Hermann fór til Vestmannaeyja og fór Ásta á eftir honum, eftir að hann hafði útvegað henni vinnu. Haustið eftir byrja þau að búa og hann fær vinnu hjá Helga Ben. Vor- ið 1945 koma þau norður til að gifta sig, heima í Ystahvammiu 6. júní. Ég fer með þeim til Vestmannaeyja þetta sumar, og hjá þeim kynntist ég manni mínum. Vorið 1946 flytja þau svo til Húsavíkur og hafa átt þar heima alla tíð, lengst af í Há- túni. Þar ólust böm þeirra upp og oft var nú margt um manninn. Hún bar mikla umhyggju fyrir börnum, barnabömum og langömmubörnum. Þetta var ansi stór hópur. Oft voru margar erfiðar stundir líka, þó gleymum við þeim og hugsum bara um góðu stundirnar því þau byija að búa á erfiðum tímum í lok stríðs. Það er eins og dóttir hennar sagði á ættarmóti 1986: Þegar hópurinn fór að þynnast bæði binda sig eða vinna, þá gekk í brösum á ýmsan veg ég held það hafi þó farið vel. Ásta starfaði í þremur félögum og alltaf boðin og búin. Eins hjálp- aði hún fólki sem þurfti aðstoð, bæði skyldum og óskyldum. Hún var virk í gömludansafélaginu, því bóndi hennar þykir góður dansherra og var hún það líka og lét sig ekki vanta þó að hún gengi ekki alltaf heil til skógar. Hermann var formaður ferðafélags Húsavíkur í mörg ár og hún virkur þátttakandi. Hún var skálavörður í Sigurðarskála í Kverk- fjöllum og sagði mér vinafólk að það hefði verið ógleymanlegur tími. Ásta hafði góðan húmor, gerði gott úru öllu og allir höfðu gaman af. Það hefði ekki verið gaman ef Ásta hefði ekki verið með, og ekki vantaði veit- ingamar. Kaffikannan á loft og með- lætið eftir því. Alla tíð hefur verið mikill samgangur milli systkinanna, ef einhver á afmæli er komið saman og líka makar þótt ég hafi orðið af þessu, þegar búið er svona langt frá. Og þá var nú oft hlegið, því hún gat komið öllum til að hlæja. Síðast þeg- ar hún kom til mín voru gestir hjá mér og áttum við ógleymanlegar stundir. Þess verður að geta að árið 1969 tekur Ásta að sér barnabarn sitt, Þorgrim Áma, og elur hann upp sem sitt eigið. Var hann alla tíð auga- steinn hennar. Þegar börnin voru komin upp fór hún að vinna á Sauma- stofunni Prýði og vann þar í ein 20 ár. Hún dáði samstarfsfólkið og Guð- mund forstjóra, og gat helst ekki hugsað sér að hætta, en aldurinn færðist yfir og um áramótin síðustu hætti hún að vinna. Það var ekki langt liðið á árið þegar þessi ólækn- andi sjúkdómur dundi yfir og ekkert hægt að gera annað en bíða. Hún dreif sig upp og lét ekki bugast, ferð- aðist milli fólksins síns, Hermann alltaf boðinn og búinn að keyra hana hvert sem hún óskaði. Eftir að ég kom í gamla húsið í Ystahvammi kom hún oft í viku, enda systkinin okkar ekki langt undan og dóttir hennar og tengdasonur í sumarbústað við túnfótinn. Oft var slegið á létta strengi þó að við höfum vitað að ekki var líðan hennar alltaf góð. Ég veit að hún vill þakka bömum sínum fyrir alla þá umhyggju og styrk sem þau veittu henni. Hermann bar líka byrðar en hann var ekki heilsugóður og hún vildi ekki leggja meira á hann. Hún náði þó að vera á ættar- mótinu um verslunarmannahelgina í Geitafelli. Viku seinna var hún lögð inn á Sjúkrahús Húsavíkur og andað- ist þar 22. september sl. Með þessum fáum orðum vil ég þakka fyrir hönd okkar barna minna og bamabarna, en þau gleyma þér f 'IrMúmwil’íu'uii \ seint. Við þökkum ógleymanlegar samvemstundir heima hjá þér og í Aðaldalnum sem þú unnir svo. Megi algóður Guð blessa minningu þína, Ásta mín, og halda verndarhendi yfir Hermanni, bömum, tengdabörn- um, barnabömum og barnabarna- bömum, svo og mömmu, sem þú hugsar svo mikið um og reyndir að heimsækja eins oft og þú gast, en örlögin ráðum við ekki við. Guð blessi þig og beri til æðri heima. Því við eigum öll eftir að koma á eftir. Feijan hefur festar losað farþegi er einn um borð mér ég ljúft af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð þakka fyrir heilum huga handtak þétt og gleði brag þakka fyrir þúsund hlátra þakka fýrir liðinn dag. (Ók. höf.) Oddný Jónsdóttir. Mig langar til að minnast Ástu systur minnar með nokkrum fátæk- legum orðum, því orð verða fátækleg þegar dauðinn ber að dyrum með svo tiltölulega skömmum fyrirvara. Þeg- ar ég undir tvítugsaldri fór úr föður- húsum til vinnu til Húsavíkur var Hátún mitt annað heimili. Þar var ég í fæði og húsnæði og fannst Ástu og Hermanni ekkert annað koma til greina. Svo þegar ég kynntist Þor- björgu konu minni árið 1962 fannst Ástu sjálfsagt og eðlilegt að hún flytti til mín inn á hennar heimili. Vorum við þar langan tíma og var hún vakin og sofin við að við hefðum það sem best. Þau tólf ár sem ég bjó á Húsavík með fjölskyldu minni var Ásta okkar stoð og stytta gegnum þykkt og þunnt. Þorbjörg þurfti nokkrum sinnum að vera á sjúkra- húsi á þeim tíma, og það var eins og Ásta fyndi á sér ef eitthvað var að, og var komin og tók að sér að sjá um allt hjá okkur, hvort sem það var að nóttu eða degi. Var Ásta oft með Eyrúnu, eldri dóttur okkar í lengri eða skemmri tíma. Þar sem hjartarúm er, þar er húsrúm. Það finnst mér eiga mjög vel við Ástu. Alltaf var gestagangurinn mikill í Hátúni, bæði í mat, kaffí og gist- ingu. Þarna þótti öllum gott að koma, og Ástu og Hermanni fannst ekkert sjálfsagðara meðan húsið tók við. Þau voru jafnan með gamanyrði og bros á vör þó að oft væri hávaði og læti í okkur yngra fólkinu. Elsku systir. Þið Hermann voruð okkur ómetanlegar hjálparhellur meðan við bjuggum á Húsavík og ég vil segja undir ykkar verndarvæng, að slíkt fáum við seint fullþakkað. Nú ert þú farin þangað sem við förum öll, en minningin góða lifír og verður ekki frá okkur tekin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kæri mágur. Þú og þitt fólk eigið alla okkar samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þórólfur og Þorbjörg. Mig langar að kveðja með nokkr- um orðum Ástu Jónsdóttur sem verð- ur til moldar borin frá Húsavík í dag. Ég kynntist Ástu fyrir 9 árum þegar ég flutti norður í Aðaldalinn. Hún bjó á Húsavík ásamt eigin- manni sínum, Hermanni Aðalsteins- syni. Hún var systir tengdaföður míns, elst af sjö systkinum og hitt- umst við oft þegar fjölskyldan kom saman. Ásta var lífleg, ákveðin og röggsöm en jafnframt hlý og elskuleg og alltaf skemmtilegt og notalegt að koma til hennar og spjalla við hana. Hún háði baráttu við illvígan sjúk- dóm undanfarna mánuði af miklu hugrekki og æðruleysi. Baráttan var erfið en hún var ákveðin í að gefast ekki upp og kom þá berlega í ljós hversu dugmikil hún var. En enginn má sköpum renna og Ásta kvaddi okkur mánudaginn 22. september. Þín verður sárt saknað kæra Ásta, en minningin um þig mun ylja okkur og gefa okkur styrk á erfiðum stund- um. Ég kveð þig með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir vináttuna. Elsku Hermann, þú stóðst við hlið- ina á henni eins og klettur og það er aðdáunarvert hvað þú annaðist hana vel í veikindunum. Ég hugsaði oft um það hversu heppin hún var að eiga þig að. Ég votta þér og fjöl- skyldum ykkar mína innilegustu samúð. Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk í sorginni. Guðrún Lára Páimadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.