Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 49 FOLK I FRETTUM Fjölskylda í glæpum Silkimjúkt Endurútgáfa myndanna þriggja um Guð- föðurinn er einn helsti atburðurinn í mynd- bandageiranum í ár. Þær hafa verið til á stöku stað ótextaðar, en nú býðst þessi magnaða þrenna á einu bretti. Sæbjörn Valdimarsson hvetur kvikmyndaáhuga- menn til að sjá þær með skömmu millibili. Þótt það sé sannkölluð maraþonseta er hún þess virði. Guðfaðirinn var tíma- mótamynd þegar hún var sýnd við upphaf hins frjósama átt- unda áratugar. Byggð á vel skrifaðri og bráðskemmti- legri metsölubók eftir Mario Puzo, gerð af einum efnilegasta leikstjóra síns tíma og ekki dró það úr athyglinni né gæðum myndarinnar að hún markaði langþráða end- urkomu eins mesta leik- ara aldarinnar, Marlons Brando. Annars voru valdir menn í hverju rúmi framan sem aftan við tökuvélarnar enda sópaði myndin að sér verðlaun- um og áhorfendum - það gerði The Godfather Part II reyndar líka. Fyrsta myndin er 1 sér- stöku dálæti enda hefur hún það fram yfír Part II, sem gefur henni lítið eftir, að vera þrungin tilfínning- um (andstætt hinni ísköldu og fráhrindandi Part II), með persónum sem maður ann. Fyrst og fremst höf- uðdoninum sjálfum, Gorle- one, sem Brando túlkar svo eftirminnilega. Þarna er þungamiðja verksins, fjölskylduböndin, heitust og traustust og áhorfand- inn fær kristaltæra inn- sýn í það sérstaka, tvö- falda siðgæði sem ein- kenndi mafíósa af gamla skólanum. Menn einsog Don Corleone, sem þráuðust við að leið- ast útí eiturlyfjasölu en sáu ekkert að því að reka hórukassa, spilavíti og lejmivínsölu, auk „verndarinn- ar“ sem enn er snar þáttur í starf- seminni. Persónurnar framúrskar- andi vel gerðar, stórar sem smáar, túlkaðar af óaðfinnanlegum leik- hóp. Brando gnæfir yfir öllu sem þessi bjargfasti bankastjóri lífs og dauða . Caan sem elsti sonurinn Santino, kraftmikil, gangandi tíma- sprengja. Diane Keaton sýnir hvað hún er einstaklega fín leikkona þegar hún fær jafnkrefjandi hlut- verk og Kay. John Cazale er ekk- ert síðri sem hinn einfaldi og veik- geðja Fredo. Minni hlutverkin í höndum gamalla og góðra harð- jaxla sem maður tregar við endur- fundina; A1 Lettieri, Sterling Hayden, Richard Conte... Þá er ógetið A1 Pacino sem Michael - erfðaprinsins, stríðshetjunnar sem gamli Doninn sá fyrir sér sem heið- virðan mann, ríkisstjóra eða öld- ungadeildarþingmann. En við sjá- um breytast úr geðugum, ást- föngnum ungum manni með öll tækifæri í höndum sér í sannkall- aðan óvætt sem engu eirir. Missir öll mannleg samskipti úr höndum sér. Annar hlutinn er kafli Michaels, við fylgjumst með honum einangrast, fordæma sjálfan sig í takmarkalausri illsku. A1 Pacino skapar stórkostlegan djöful í mannsmynd. Annar hlutinn segir líka frá hinni gjörólíku og öllu „geðugri" lífsbar- áttu hins unga Don Corleone, sem Robert De Niro gerir góð skil, sam- hliða falli Michaels áratugum síðar. adidas Feet You Wear Handboltaskór Equipment Stahil M mkí ð adiWEAR ytri sóli adiPRENE undir hæl og Iramfæli PU millisóli m 5PORTHU3 BMk REYKJAVÍKUR Laugavegi 44 • Sími 562 2477 haldi. Nú er Michael tekinn að reskjast, samviskan farin að íþyngja honum, hann á i vandræð- um með að fínna eftirmann sinn sem ættfaðir Corleone fjölskyld- unnar, en fyrst og fremst vill hann koma henni útúr glæpum og spill- ingu og fínna auði hennar virðing- arverðari farveg. Þrátt fyrir góðan leikhóp sem telur m.a. Andy Garcia, Joe Mantegna og Eli Wallach, auk Pacino, Keaton, og Taliu Shire, og forvitnilegt umfjöll- unarefni, ná lokin ekki alveg sömu rafmögnuðu tökunum á manni og fyrri myndirnar. Engu að síður nauðsynlegur lokapunktur hinnar grásprengdu Corleoneættar. Það hafði mikið vatn runn- ið til sjávar frá því að Coppola- lauk við Guðföðurinn og hann- kom þriðja hlutanum á kopp- inn tæpum tveim áratugum síð- ar. Hafði gert hver mistökin á fæt- ur öðrum, var orðinn lágt skrifað- ur í kvikmyndaborginni þarsem- hann lifði orðið á fornri frægð. The Godfather Part III.- varð ekki sú hjálparhella sem- hann hafði vonað, hún naut ekki- umtalsverðra vinsælda og hefur lít- ið gert fyrir þennann fyrrum magn- aða leikstjóra. Stuttur toppur kr. 1.795 Bandabuxur kr. 910 I Síður toöóur kr. ir toppL 2.65C Buxur kr. 825 Við erum -flutt Velkomin í nýja og glæeilega verelun okkar á Laugavegí 4-Oa V Laugavegur AOa, eíml551 3577. REYK]AVIK fcSST4UR4NT R A k COSMETICS ■ Forvitnilegt og vel unnið sjónar- hom sem sýnir breytta tíma og ólík sjónarmið feðga á sama aldurs- skeiði. Ein og sér er The Godfather Part III glæpamynd í góðu meðal- lagi en þessi lokakafli, sem gerður var 16 árum eftir hluta II., stenst ekki samanburð við þá fyrri þegar hann er skoðaður í beinu fram- NO NAME s...- rir föstudags^pölSið 31. oltfóber ' ' Dagsl$rá v—4 NOJ^ll Kjistfn Stefánsdóttir, förðunarmeistari, sýnir og kynnir það nýjasta í NOi>i(hME förðun á nýkjörinni Ungrú Skandinavía, Dagmar írisi Gylfadóttur. HEILSA & FEGURÐ kynnir nýja og byltingarkennda STRATA 3.2.1 rafnuddtækið. l^irAi-Áp/aíeiffrfyiirv sýnir glæsilega samkvæmiskjóla. vensujNtn rG ÉG & ÞÚ 'iXp Tískusýning frá Ég og þú. Óvænt uppákoma. Dísa í World Class spjallar um líkamsrækt og gefúr góð ráð. Gosfol;ol&ur l^pöldsins, landssliðsmatreiðslumeistarinn Elmar Kristjánsson töfrar fram glæsilegan matseðil kvöldsins. (Jðalréttur >—■ Hunangsgljáðar kjúklingabringur Ratatouille m/cous-cous, smjörsteiktum cantarellusveppum og spínati. Sftirréttixr Súkkulaði Amaretto mouse með hindberjasósu og ferskum ávöxtum. Sltemmtiatriði Sigríður Beinteinsdóttir syngur lög af nýjustu sólóplötu sinni. Eyjólfúr Kristjánsson syngur og leikur fyrir matargesti. Kynnir kvöldsins er Heiðar Jónsson. Happdrætti, fjölmargir glæsilegir vinningar. Hljómsveitin Hálft í hvoru leikur fyrir dansi. Förðun - nemendur úr Förðunarskóla No Name. Hárgreiðsla - (^Sir/uifi dXri/itútar hjá Heilsu og fegurð. Miðaverð kr. 2.500. Innifalið: Matur, skemmtun og dansleikur. Húsið opnað kl. 19.30. Tekið verður á móti gestum með fordrykk. ----- Konur: Missið ekki af konukvöldi ársins! —. Pantlð bopð tímanlega í símum 5625530 og 5625540.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.