Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Karlsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðstöðvarinnar hf. HEILDARLA VSN íUMBVÐUM VIÐSKIPri MVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►GUÐMUNDUR Karlsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðstöðv- arinnar hf., fæddist að Grafarholti við Vesturlandsveg 1952 og ólst upp í Reykjavík. Að loknu skyldunámi lærði Guðmundur rafvirkjun og fór í undirbúnings- og raungreinadeild Tækniskóla íslands að loknum samningstíma hjá meistara. Að loknu námi í TÍ 1976 lærði Guðmundur véla- og rekstrarverkfræðið við Háskóla íslands og lauk prófi 1981. Næstu árin vann Guðmundur við rekstrarráðgjöf hjá Hannarri hf. og var með eigin verkfræðistofu um tíma. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Umbúðamiðstöðvarinnar hf. árið 1990 og hefur gegnt því starfi síðan. UMBÚÐAMIÐSTÖÐIN hefur fyrst og fremst framleitt umbúðir utan um sjávarafurðir. eftir Guðna Einarsson. IGENDASKIPTI urðu á Umbúðamiðstöðinni hf. í íyrra. Prentsmiðjan Oddi hf. keypti 78% hlut Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og hluti ýmissa smærri hluthafa, alls 93%. Síðan hefur Oddi aukið hlut sinn enn meir og á nú fyrii-tækið nánast einn. í kjölfar eigendasldpt- anna fylgdu ýmsar breytingar. Nú er að ljúka mikiili þróunarvinnu varðandi framleiðslu umhverfis- vænna umbúða um matvæli og mun þar vera um heimsnýjung að ræða. Þá er Umbúðamiðstöðin komin út í hótelrekstur, þó ekki fyrir hvfldar- þurfi ferðamenn heldur er hér um að ræða svonefnt vöruhótel fyrir umbúðir og vörur af þeim toga. Stofnuð af SH Umbúðamiðstöðin var stofnuð árið 1964 af Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna (SH) og fyrirtækjum innan þeirra sölusamtaka. í upp- hafi voru hluthafar um 70 talsins. Þegar fyrirtækið var stofnað var Kassagerð Reykjavíkur ráðandi á umbúðamarkaði hér á landi. Guð- mundur Karlsson framkvæmda- stjóri segir að Umbúðamiðstöðin hafi í og með verið stofnuð til að menn yrðu ekki of háðir einum framleiðanda umbúða. Fljótlega eftir stofnunina var hafist handa við að reisa verk- smiðjuhús að Héðinsgötu 2, í næsta nágrenni við aðalkeppinautinn, og umbúðaframleiðslan hófst árið 1966. Þá var meðal annars keypt fjögurra lita prentvél, sem prentar, sker og mótar öskjur, og er hún enn í fullri notkun. Fyrstu árin fékkst Umbúðamiðstöðin fyrst og fremst við framleiðslu á öskjum fyrir frystar sjávarafurðir. Arið 1993 hóf Umbúðamiðstöðin fram- leiðslu á ytri umbúðum eða pappa- kössum úr innfluttum bylgjupappa. Einnig er nokkuð flutt inn af til- búnum pappakössum. Fjölgun viðskiptavina Fyrstu áratugina voru SH-fyrir- tæki langstærsti viðskiptavinahóp- ur Umbúðamiðstöðvarinnar. Guð- mundur nefnir til dæmis að árið 1990 var veltan 313 milljónir og 73% af framleiðslu fyrirtækisins foru til SH og skyldra fyrirtækja. Arið 1995 var veltan orðin tæpar 540 milljónir króna og keyptu SH fyrirtæki um 45% af framleiðsl- unni. Veltuaukningin kom því að langmestu leyti frá viðskiptum við fyrirtæki utan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Þessi breikkun á hópi viðskiptavina gerði að verk- um að fyrirtækið varð eftirsóknar- vert. „Fyrirtækið var þá búið að sanna sig á almennum markaði og orðið verðmætt," sagði Guðmund- ur. „Meðan Sölumiðstöðin var ráð- andi viðskiptavinur var fyrirtækið ekki eins eftirsóknarvert fyrir óskylda aðila.“ Viðskiptavinahópurinn hefur stækkað í kjölfar þess að Oddi eignaðist fyrirtækið. Meðal við- skiptavina nú eru framleiðendur sjávarafurða, bæði innan stóru sölusamtakanna SH og IS, auk fjölda aðila sem framleiða undir eigin merki. „Breytingin er sú að við tengjumst ekki lengur neinum hagsmunaaðila í sjávarútvegi,“ segir Guðmundur. „Sumir hafa haft orð á því að þeir þurfi ekki lengur að bretta upp kragann þeg- ar þeir koma hingað!" Velta Umbúðarmiðstöðvarinnar í fyrra var 590 milljónir króna og er reiknað með um 600 milljóna króna veltu í ár. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 60 manns. Sérhæfð umbúðagerð Auk umbúðaframleiðslu hefur Umbúðamiðstöðin einnig annast almennt prentverk og prentaði bækur, tímarit og fleira. Eftir að Oddi hf. eignaðist Umbúðamiðstöð- ina hefur fyrirtækið snúið sér nær alfarið að umbúðagerð, að sögn Guðmundar. Hann segir að véla- kostur Umbúðamiðstöðvarinnar miðist fyrst og fremst við magn- framleiðslu. Bæði eru framleiddar staðlaðar umbúðir, sem margir geta notað, og sérmerktar. Fjölbreyttari viðskiptavinahópur og nýjar vörutegundir í sjávarát- vegi hafa kallað á sívaxandi úrval umbúða. Til dæmis nefnir Guð- mundur að fyrir fimm árum voru prentaðar tvenns konar umbúðir í tveimur litum fyrir fiskafurðir á Frakklandsmarkað. Nú eru prent- aðar um 30 tegundir af öskjum, hver í 5-7 litum, fyrir sama mark- að. „Kröfur til útlits og frágangs umbúða hafa aukist mikið,“ sagði Guðmundur. „Þar til viðbótar hafa komið sérmerktar umbúðir, jafnvel merktar tilteknu skipi sem frystir aflann úti í sjó.“ Um 80% af umbúðaframleiðsl- unni eru fyrir sjávarátveginn. Ástæða þess háa hlutfalls er fyrst og fremst sú að þar er verið að framleiða umbúðir utan um vöru sem fer á erlenda markaði. „Fyrir- tæki sem pakka fyrir innlendan markað framleiða svo miklu minna en hægt er að gera fyrir erlendan markað,“ segir Guðmundur. Stór hluti af framleiðslu Um- búðamiðstöðvarinnar er því beint eða óbeint til útflutnings og hefur fyrirtækið skilgreint markaðs- svæði sitt. „Við reynum að vinna á Norður-Atlantshafssvæðinu,“ segir Guðmundur. „Við seljum umbúðir á Nýfundnalandi til skipa sem eru þar á rækjuveiðum. Þegar þau svo halda til veiða við Svalbarða eða í Smuguna þá liggur ísland vel við að koma hér og taka umbúðir.“ Skammur afgreiðslufrestur Páll E. Pálsson, í markaðsdeild Umbúðamiðstöðvarinnar, sagði svolítið á reiki hvernig íslensk fyr- irtæki skilgreindu útflutning. „Við lítum ekki á það sem útflutning að selja innlendum framleiðanda sjáv- arafurða umbúðir utan um fisk, þótt fiskurinn sé síðan seldur til út- landa. Hins vegar seljum við einnig umbúðir beint til útlanda, umbúðir sem eru notaðar þar til pökkunar. Slíkt köllum við útflutning og nem- ur hann nú um 13% af framleiðslu okkar og fer vaxandi." Mest af um- búðum sem selt er til útlanda fer til fyrirtækja í íslenskri eigu og eru staðsett í Bandaríkjunum og Bret- landi. Eins er nokkuð selt af um- búðum til Noregs og Þýskalands, auk Kanada og Nýfundnalands en þar er Umbúðamiðstöðin með ) > y > i i > I 9 I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.