Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 31

Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 31
f I m » MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 31 SKOÐUIM fl % 3 MALEFNIÆSKU OG ELLIIUPPNAMI fl « « Það er ekki ofsögum sagt af því að um þessar mundir séu mál- efni æsku og elli í alverlegu upp- námi, - málefni æskunnar þó miklu fremur en ellinnar, þótt hið síðar- nefnda sé þó hábölvað við að búa, þar sem stöðugt og með ýmsum hætti er verið að rýra og þrengja kjör lífeyrisþeganna, - illu heilli. Það er einkennileg árátta og vera æ ofan í æ að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur, - sjúka og gaml- ingja, vera sífellt að plokka af þessu fólki, rétt einsog það væri fullfrískt og fullvinnandi. Engin goðgá væri það þótt lífeyririnn, sem er sparifé launþega, til hliðar lagt á starfsæ- vinni, yrði skattlagður á sömu nótum og íjármagnstekjur, þ.e. 10% í stað 40,88% svo sem nú er gert og er það harðsvíruð og lítt siðleg flárplógs- starfsemi af hálfu hins opinbera í garð þeirra, sem lokið hafa dagsverki sínu í þjónustu ríkisn, bæja og fyrir- tækja einstaklinga og félaga. II En hvað sem öðru líður verða málefni æskunnar að sitja í fyrir- rúmi. Þeir, sem landið eiga og erfa, tungu þess og menningu, æðri sem lægri, eiga heilaga kröfu til þess, að mál þau, sem þá varða og skipta sköpum í lífi þeirra, séu ekki ævin- lega í uppnámi, eins og kennslumál þjóðarinnar eru nú og eru reyndar búin að vera lengi og þá á vegum ríkisns að mestu. Og nú hafa mál þessi verið flutt frá ríkinu til sveit- arfélaga, sem þeim ber nú skylda til að sjá um og annast í framtíð- inni. Sá illi grunur læðist óneitanlega að manni, að flutningur þessi hafi ekki verið nægjanlega vel undirbú- inn svo nauðsynlegt sem það var þó, og forsvarsmenn sveitarstjórna hafi ekki gert sér nóga og skýra grein fyrir því við hverju þeir voru að taka eða voru nógu vel í stakk búnir til þess að vega það og meta, hveiju þeir voru að samsinna og taka við fyrir hönd sveitar- og bæjarfélaga. Illt er í efni, ef sú er rauninn, - og ill þeirra fyrsta ganga ætli þeir að klúðra málinu. Betra hefði þá verið heima setið en af stað farið. Sveitarstjórnarmenn máttu vita það í upphafi, að þeir voru að taka við launamálum kennara illa eða jafnvel óleystum. Þeir máttu og vita það í upphafi, að kennarar almennt voru með ýmsar væntingar um það, að grunnskólinn og hagur þeirra yrði betur kominn hjá sveitarfélög- unum en ríkinu. Alið var líka á þeim rómi og um það talað út og suður, að grunnskólinn og allt, sem að hon- um sneri væri betur komið hjá sveit- um og bæjum en ríkinu. Eftir að flutningur var ákveðinn voru málefni grunnskólans látin reka á reiðanum allar götur frá áramótum og fram í ágúst. Þá er einsog menn færu að ranka við sér og átta sig á því, að þeir áttu eitthvað vantalað við kenn- ara og að við þá þurfti að semja um kaup og kjör og allt að komast í óefni og dýrmætur undirbúningstími farinn til einskis. III Og nú á elleftu stundu, eftir dúk og disk, - hefur samninganefnd sveitarstjórna loksins lagt fram laun- atilboð fyrir kennara, launatilboð, sem er að vísu umhugsunarvert, en hvorki fugl né fiskur, þegar grannt er skoðað. Þar er m.a. lagt til, að byijunarlaun kennara grunnskólans fari úr 77.976 kr. í 88.546 kr. á mánuði. Þetta samsvarar að mánað- arlaun þeirra yrðu á líkum nótum og mánaðarlaun konu, sem afgreiðir brauð, kökur og drykki í skóla og er hún sennilega ekki of sæl með kaupið sitt. Og samkv. þessu tilboði myndu laun kennarans hækka á samningstímanum, til 1. des. árið Þorgeir Ibsen 2000, í 103.638 kr. Hvílík rausn. Hver skyldu laun afgreiðslu- konunnar verða þá? Að öðru leyti er talið, að samanlögð vegin launa- hækkun grunnskóla- kennara og stjómenda skóla frá upphafi þessa árs og til loka samn- ingstímans, 1. des. árið 2000, verði 27,74%. Og þetta kalla þeir gott til- boð til grunnskólakenn- ara og stjórnenda. Þess- ir sjálfumglöðu menn, sem standa þannig að þessum málum, eru allt- af að hreykja sér af því, hversu þeir séu að hækka laun kennara í prósent- um talið, miðað við aðrar stéttir. En hafa þeir gert sér grein fyrir því, að iaun kennara eru svo aftarlega á merinni og út úr öllu samhengi við laun þeirra starfsstétta, sem bera Sveitarstjómarmenn máttu vita það í upp- hafi, að þeir vom að taka við launamálum kennara illa eða jafnvel óleystum, segir Þorgeir Ibsen. Þeir máttu og vita það í upphafí, að kennarar almennt vom með ýmsar væntingar. ætti þá saman við. Eða hafa þessir „prósentumeistarar" sveitarfélag- anna ennfremur áttað sig á því, að þótt þeir hækkuðu byijunarlaun kennara um 100%, gerðu þau vart meira en hanga í byijunarlaunum færeyskra kennara og annarra kenn- ara frændþjóða okkar. IV Undirrituðum er það ekkert undr- unarefni, að samninganefnd kennara snarhafnaði þessu tilboði sveitar- stjómarmanna, sem greinilega hafa ekkeft lært og engu gleymt frá því mál þessi voru á vegum ríkisins, sem um langt skeið eid- aði grátt silfur við kenn- ara í launamálum þeirra og oftast af litlum skiln- ingi á kjörum þeirra og stöðu. A þeim tíma var engin ríkisstjórn annarri betri eða verri í þessum sökum. Allar vom þær undir þá sök seldar að hafa hvorki vilja né getu til þess að bjóða kennur- um upp á eðilega lífsaf- komu eða svipuð kjör og kennarar höfðu og hafa hjá frændþjóðum okkar. Þetta hefur ekki þótt gott til afspurnar fyrir þjóð, sem lengi er búin að státa sig af því að vera með efnuðustu þjóðum heims og skipar nú 7. sætið í þeim efnum. Nú kostar þetta marga, marga milljarða að koma skikki á þessi mál eða einhverri leiðréttingu, sem einhver sanngirni og vit er í. Vanrækslan er dým verði keypt og einhverntíma kemur að skuldadögun- um hjá þjóð, sem sóar og eyðir fjár- munum á báða bóga og um efni fram, en trassar að leggja fjármuni til þeirra hluta, sem em til gagns og þrifa þjóðarheildinni. - Og satt sagði formaður samninganefndar sveitar- félaganna, þegar hann var spurður, hvort peningar væm til, til þess að standa við tilboð þeirra til kennara og svaraði í þá veru; að svo væri ekki, það sem peningar væru ekki bara tíndir upp úr götunni til þessa hluta. Þetta mátti hann vita og aðrir fáráðar í sveitarstjórnum þessa lands áður en þeir tóku við þessum málum af ríkinu. Verkfall, ekki síst kennaraverkfall, er grafalvarlegt mál, sem skekur allt þjóðfélagið, skelli það á. Alvarlegast bitnar það á skólaæskunni og heimil- unum. Það mikla tjón, sem af verk- falli hlýzt, verður seint eða jafnvel aldrei bætt. - Sagt er, að sá valdi miklu, sem upphafinu veldur. - En ekki eru kennarar upphafsmenn að því ófremdarástandi, sem ríkir í launamálum þeirra. Ekki era kennar- ar valdir að því, að skortur á réttinda- kennurum fer sífellt í vöxt, allt vegna líflegra launakjara. Ekki er það kenn- aranna sök, að við kennslu í gunn- skólum landsins starfa nú meira en 500 réttindalausir. Þeir eru í engu upphafsmenn að þessu. Augljóst er, að sökm er alfarið hins opinbera, sem hefur vanrækt að standa við skyldur sínar í þessum máium. Komi til verkfall, mun margur grunnhygginn kenna kennurum um, hvernig komið er, án þess að leita að frumorsökinni á ófremdarástand- inu. Upphafið að þessu öliu saman kemur frá hinu opinbera ráðamönn- um þar, sem beinlínis neita að horf- ast í augu við staðreyndir, - raun- veruleikann, kaldan og napran. Svo skelfilegt sem verkfall er er hitt öllu verra, að kennarar hafa sagt upp í stórum stíl og ekki er víst að allir þeirra komi til baka þótt semjist í launamálum. Oft er það hæfileika- fólkið, sem snýr ekki til baka og hverfur beizkt og vonsvikið frá kennslustarfi um aldur og ævi. VI Það er síður en svo, að kennarar fari fram á gull og græna skóga í kröfum sínum. í raun fara þeir ekki fram á meira en það, sem stendur í frægri og helgri bók, einfaldari og siðlegri bæn: „Drottinn, gjör mig hvorki ríkan né fátækan en gef mér minn deildan verð.“ - Með þessu eru þeir fyrst og fremst að biðja um réttlæti sér til handa og að gunnskól- inn sé ekki í stöðugu uppnámi, vegna bágra launakjara þeirra og koma í veg fyrir, að af þeirri ástæðu flosni upp fleiri kennarar úr starfí en orð- ið er. Ailir sem einn hafa þeir risið upp gegn misréttinu og láta ekki undan fyrr en málum þessum er komið í viðunandi horf til frambúð- ar. Þeir líta ekki bara á baráttu sína sem skyldu við sjálfa sig og fjöl- skyldur sínar, sem þeim ber siðferði- lega skylda til að sjá sómasamlega farborða en eigi síður skyldu sína við grunnskólann og koma honum úr þessari sjálfheldu, sem hann er búinn að vera alltof lengi í. Höfundur er fyrrverandi skólasijóri. ■ A FJOLMENNUM fundi sjúkrahúslækna, boðuðum af samn- inganefndum Læknafélags ís- lands og Læknafélags Reykjavík- ur var samþykkt eftirfarandi álykt- un: „Fundur sjúkrahúslækna hald- inn í Kópavogi 23. október 1997 lýsir yfir áhyggjum varðandi tak- mörkun á yfirvinnu sem unglæknar hafa boðað til þann 1. desember nk. Fundurinn skorar á stjórnir sjúkrahúsanna og heilbrigðisyfir- völd að hefja viðræður við ung- lækna um vinnufyrirkomulag til þess að forða því neyðarástandi sem mun skapast á sjúkrahúsunum verði þessar aðgerðir að vemleika. Fundurinn harmar einnig hvernig komið er fyrir kjaramálum lækna og að svo margir unglæknar hafi neyðst til að segja upp sínum stöð- um vegna vinnuálags og ófullnægj- andi vinnuaðstöðu." ■ FERÐAFÉLA GIÐ Útivist stendur fyrir dagsferð um Hengils- svæðið sunnudaginn 26. október. Farið verður frá Reykjakoti við Hveragerði upp Grensdal en þar finnast góðir útsýnisstaðir. Gengið verður niður Klambragil í Reykjadal og jarðhitasvæðið þar skoðað. Frá Reykjadal verður farið um Djúpu- gil til Hveragerðis. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni við Vatn- smýrarveg kl. 10.30. ■ Á FUNDJ Stúdentaráðs sl. fimmtudag var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Háskóli íslands hef- ur verið fjárhagslega sveltur undan- farin ár og fjárlagafrumvarp fyrir árið 1998 gerir lítið til að bæta skólanum upp niðurskurð síðustu ára. Háskóli Islands lagði fram vel rökstuddar tillögur þar sem beðið var um 250 milljóna aukningu. Fjárlög ríkisstjórnar íslands fyrir árið 1998 gera hins vegar einungis ráð fyrir 60 milljóna króna aukn- ingu til skólans. Stúdentaráð Há- skóla íslands sér því enn ástæður til að minna á orð Björns Bjarnason- ar menntamálaráðherra á mennta- þingi 5. október 1996: „Það er Iöngu kominn tími til að stjórnmálamenn sýni það í verki sem þeir forgangs- raða í orði þegar þeir segjast vilja hlut menntunar sem mestan og bestan.“ Stúdentaráð Háskóla ís- lands tekur undir þessi orð mennta- málaráðherra og skorar á ríkis- stjórn ísla.nds að verða við óskum Háskóla íslands um 250 milljón króna aukningu og bæta þannig Háskóla íslands niðurskurð síðustu ára.“ Augsýnilega eirirt sá mirtrtsti á markaörtum GF 788 rúmast hæglega í brjóstvasanum rétt eins og gleraugun enda vegur hann aðeins 135 g með rafhlöðunni. Raflilaða endist í 3 klst. með stöðugri notkun eða 60 klst. í biðstöðu 99 nöfli í skammvalsminni 10 númera endurvalsminni Innbyggð klukka og vekjari SMS skilaboðasending og viðtaka ERICSSON 59.980r stgr. Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 • Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000 • Póst- og símstöðvar um land allt PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.