Morgunblaðið - 26.10.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.10.1997, Qupperneq 37
fffiíMöMöKöfí MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR '^ÍbíINtMfeuR 26TOKTÓBER "Í&97 §f’ í Nýlendu og síðar í Sandgerði kem- ur Steina svo sterkt inn í þá endur- minningu. Hún var í okkar augum svo mikil persóna og full af fróð- leik. Þessar minningar tengjast því þegar hún kom að heimsækja æsku- stöðvarnar, svo falleg og vel búin að við dáðumst að henni og litum upp til hennar. Samt var hún alveg laus við allt yfírlæti og fylgdist grannt með öllum framkvæmdum á æskuheimili sínu og var óspör á ráðleggingar og hjálp þar. Þegar hún frétti að einhver væri veikur eða leið eitthvað illa á einhvern hátt gilti það einu hver manneskjan var, Steina var alltaf tilbúin að ráð- leggja og útvega lyf eða annað sem mætti verða til þess að viðkomandi fengi bata. Þegar við vorum yngri fannst okkur þetta stundum vera afskipta- semi en síðar lærðum við að meta þetta og vissum að þessi þörf henn- ar fyrir að láta gott af sér leiða stafaði af svo miklum mannkær- leika. Þó að Steina væri alin upp að hluta til í Reykjavík hjá föður- systur sinni sem einkabarn og við góð efni á mælikvarða þess tíma, voru tengslin við æskustöðvarnar, systkini og foreldra alltaf mjög náin. Það sást best á því að þegar hún var að segja okkur frá afmælis- deginum þegar hún varð 80 ára 14. ágúst sl. þá taldi hún að dagurinn hefði verið fullkominn vegna þess að hún var svo lánsöm að fá að eyða honum með systkinum sínum, eiginmanni og bömum. Við systkinin þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir og hlýhug í okkar garð um leið og við sendum Skúla, Unnu, Magga og fjölskyldum samúðarkveðjur. Guðrún Magnea, Borghildur, Pétur, Ingibjörg og Magnús. Þegar mér barst fregnin um andlát Steinunnar Magnúsdóttur varð mér brugðið, og varð ljóst að ég hafði misst bestu vinkonu mína. Vinátta okkar var löng eða allt frá því að við vorum skólasyst- ur í Samvinnuskólanum veturinn 1933-34. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun urðum við Steinunn brátt vildarvin- konur og studdum við bakið hvor á annarri, enda full þörf á þar sem stúlkur voru enn í miklum minni- hluta í skólanum. Það var ósjaldan að hún tók svari mínu, eins og er hún eitt sinn á sinn hispurslausa hátt þaggaði niður í nokkrum skólabræðrum okkar með orðun- um: „Hvernig dettur ykkur í hug að rengja Bergljótu, hún sem er alin upp á húsmæðraskóla?“ Þenn- an vetur var mér oft boðið á æsku- heimili Steinunnar á Bakkastíg 1, til þeirra elskulegu hjóna Guðrúnar og Magnúsar, einnig kom hún oft til mín á Ljósvallagötu 32, þar sem ég bjó hjá Halldóri Stefánssyni og Halldóru konu hans. Og enn leita minningarnar á hugann. Er við höfðum báðar stofnað heimili hér í Reykjavík, var mikill samgangur á milli. Ljúft er að minnast samfundanna bæði frá yngri árum og seinna í lífi okkar þegar Skúli lék á píanó- ið og sungið var fram á nótt og allir fóru glaðir heim. Ekki var okkur síður tilhlökkunarefni að vera boðin í sumarbústað þeirra hjóna, sem stendur á friðsælum stað við Hafravatn. Þar eiga þau mörg handtökin við gróðursetn- ingu og umhirðu. Tónlist, náttúrulækningar og tijárækt voru áhugamál Steinunn- ar og miðlaði hún óspart af þekk- ingu sinni og vakti áhuga annarra, þeim til góðs og hvatningar. En á þessu mátti glöggt sjá velvijja hennar í garð vina sinna, samfara honum fóru trygglyndi, trúnaðar- traust og tillitssemi, eiginleikar sem hún átti í ríkum mæli. Það er mikið lán að hafa mátt njóta vináttu Steinunnar í svo lang- an tíma. Ég minnist hennar með miklu þakklæti og söknuði. Við hjónin vottum Skúla og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Bergljót Guttorinsdóttir. JÓNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR + Jóna Sigríður Pálsdóttir var fædd í Vík í Seylu- hreppi 22. október 1903. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 17. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson bóndi, lengst á Selá á Skaga, f. 5.10. 1867, d. 20.3. 1962, og Björg Bene- diktsdóttir, f. 20.8. 1868, d. 8.10. 1940. Systur hennar tvær voru: Ragnheiður Elín, f. 13.10. 1896, d. 1.11. 1982, og Guð- björg, f. 21.1. 1901, d. 15.1. 1969. Hinn 11.11. 1927 giftist Jóna Jóhannesi Valberg, f. 3.6. 1897, d. 2.12. 1938. Börn þeirra eru: 1) Benedikt Valberg, f. 5.2. 1932. Sambýliskona hans er Lilja Sigurðardóttir. Börn hans eru Helgi Valberg og Embla Valberg. 2) Guðmann Valberg, f. 17.4. 1936. Kona hans Her- borg Stefánsdóttir og eiga þau eina dóttur Berg- lindi Valberg. 3) Jó- hanna Valberg, f. 2.9. 1938. Eigin- maður hennar er Jón Gestsson. Börn þeirra eru Guðrún Sigríður, Jóna Björg og Erlingur. Jóna ólst upp á Selá á Skaga. Hún stund- aði búskap ásamt manni sínum, fyrst í Gilkoti en síðan á íbishóli í Skaga- firði. Eftir andlát Jóhannesar stund- aði Jóna búskapinn ein um tíma, en hætti svo búskap og var í vinnumennsku víða um Skagafjörð. Hún flutti síðar í Varmahlíð og vann þar meðal annars við prjónaskap. Árið 1957 flutti Jóna til Reykjavíkur og síðan í Kópavog og vann þar alla tíð síðan við heimilisstörf og prjónaskap. Utför Jónu S. Pálsdóttur fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar í fáum orðum að minnast hennar ömmu minnar, Jónu S. Pálsdóttur. Hún var ein hjartahlýjasta og sterkastá kona sem ég hef kynnst, þrátt fyrir mjög erfiða ævi í byijun síns búskapar, fékk liðagigt um tvitugt og stóð síðan uppi sem ekkja rúmlega þrí- tug með þijú börn á bænum íbis- hóli í Skagafirði. Eftir að hún giftist Jóhannesi afa hófu þau búskap í Gilkoti, en fluttu fljótlega að íbishóli í Skagafirði. Aðeins 11 árum síðar dó afi úr botnlangabólgu. Foreldrar hennar fluttu þá til hennar, en þegar móð- ir hennar dó tveimur árum seinna ákvað hún að hætta búskap. Hún stundaði vinnumennsku víða í Skagafirði, en fluttist síðan í Varmahlíð. Með pijónaskap og vinnumennsku á milli bæja tókst henni að berjast áfram án barna- bóta eða ekknabóta. Á þessum tíma eignaðist hún fjölda vina víða um Skagafjörð. Amma flutti síðan suður til Reykjavíkur þegar foreldrar mínir stofnuðu sitt heimili og bjó hún inni á heimili þeirra eftir það. Þar urðum við systkinin þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa hana hjá okkur. Ég minnist þess að sem krakki deildum við amma saman herbergi um tíma og það var hlýtt að skríða upp í til hennar á næturnar. Ég naut líka á þeim tíma þeirra forrétt- inda að fá að flakka um Skagafjörð- inn með henni á sumrin. Við ferðuð- umst á milli bæja, þar sem hún heimsótti marga gamla og góða vini sem hún hélt tryggð við. Síð- asta ferðin sem við. amma fórum saman um Skagafjörð var farin sumarið 1987. Við amma skemmt- um okkur vel í þeirri ferð og það var henni mikil gleði að komast í fyrsta skipti fyrir Skaga, þrátt fyr- ir að hafa alist upp í nágrenninu. Við ræddum oft um þessa ferð síð- ar og verður hún mér ógleymanleg. Eitt var það sem amma hafði greinilega lært á sínum erfiðu árum en það var að nýta hveija stund sem gafst til að koma einhveiju í verk. Hún tók alla daga sem vinnudaga og ég man aldrei eftir ömmu öðru- vísi en að hún væri eitthvað með á pijónunum. Vinnudagurinn var allt- af skipulagður fyrirfram og hún hélt því fram á síðasta dag. Hún pijónaði peysur og seldi, ásamt því að sjá fjölskyldunni fyrir lopapeys- um, sokkum og vettlingum alveg þar til hún átti aðeins mánuð eftir ólifað, á 94. aldursári. Að vinnudegi loknum las amma mikið, en hún varð alltaf að hafa einhveija bók að lesa. Það kom hins vegar aldrei til greina hjá henni að lesa á daginn, það var eins og henni þætti að með því væri hún að svíkj- ast um. Hún var mikil félagsvera og virk í starfi aldraðra í Kópavogi síðustu ár. Og þrátt fyrir háan ald- ur hafði hún stálminni og var svo framsýn og jákvæð að öllum þótti sjálfsagt að amma fylgdist með öllu því sem var að gerast, hvort sem það var innan fjölskyldunnar eða í þjóðfélaginu almennt. Og húmorinn var alltaf á sínum stað. Þrátt fyrir að liðagigtin hamlaði henni nokkuð þá var amma alltaf heilsuhraust. Á undanförnum mán- uðum varð hún þó að fara í smá- vægilegar aðgerðir og nokkrum dögum fyrir andlátið fór hún í það sem við héldum að væri smáað- gerð, en reyndist óviðráðanlegt. Ótal minningar hrannast upp núna þegar kveðjustundin er runnin upp sem ekki verða raktar hér frek- ar. Það er erfitt að kveðja hana ömmu sem jafnframt var svo mikil vinkona mín. Með söknuði get ég ekki annað en þakkað fyrir allar góðu stundirnar, einlæga vináttu og tryggð sem aldrei er hægt að endurgjalda. Einlægar þakkir fyrir allt elsku amma mín. Blessuð sé minning þín. Þín Guðrún. Elsku amma mín. Þegar finna á orð til þess að kveðja þig fer hugur minn á fleygiferð. Um alla þá yndis- legu tíma sem ég átti með þér og öll þau dýrmætu ár sem ég fékk að njóta góðmennsku þinnar og kærleika frá því ég fyrst kom í Skólagerðið. Það er erfitt að hugsa um það að núna komir þú aldrei aftur röltandi yfir til mömmu í morgunkaffið þitt klukkan hálf ell- efu eins og þú gerðir alltaf og eins verður tómlegt að sjá gula bollann „þinn“ uppi í skáp. Alltaf varst þú þar fyrir mig og fyrir öll þín bama- böm og barnabarnabörn eins mörg og þau eru nú. Aldrei misstir þú af afmælum, skírnum, fermingum eða giftingum. Þú fylgdist með okkur öllum. Þegar ég og Óttarr fluttum í Hamraborgina þá léstu þig ekki muna um að labba upp fjórar hæðir til þess að koma og sjá nýja heimilið okkar og þótti mörgum þeim yngri mikið um þess- ar fjórar hæðir. Eitt sinn var ég lasin og mamma ekki heima, þá varst þú komin til að huga að mér og áður en hendi varð veifað þá varstu búin elda lianda mér hafra- graut, því ekki mátti nú blessað barnið svelta. Alltaf var gott að koma í næstu dyr til þín ef mamma var ekki heima og lyklarnir höfðu gleymst. Þá tókst þú alltaf jafn vel á móti mér og hugsaðir um mig. Tíminn leið svo ótrúlega hratt hjá þér, við gátum alltaf talað um hin ýmsu mál sem voru bara á milli okkar og alltaf varstu með pijónana uppi og eru allnokkrar gullfallegar lopapeysur til heima því til sönnun- ar. Éitt skipti þurftir þú að fara á spítala og þá var það fyrsta sem þú spurðir læknana þegar þeir komu, hvort þú kæmist ekki bráð- lega heim því þú værir að fara í skírn. Ég gæti talað endalaust um þig en það er erfitt að koma tilfinning- um mínum niður á blaðsnepil. En núna, nærri því 94 ára, þá varðst þú að láta í minni pokann, núna er lífsljósið þitt slokknað. Ég kveð þig með miklum söknuði, elsku amma, ég veit að þú ert á góðum stað og núna mun Guð hugsa um þig eins vel og þú hugsaðir um alla ástvini þína. Elsku amma, minning- in um þig mun lifa með mér alltaf. Berglind Valberg. Hún var Skagfirðingur í hugsun og verki alla tíð. Alla tíð leitaði hugur hennar í Skagafjörð og hún þurfti að komast þangað og hitta fólk og upplifa hið skagfirska sum- ar með allri sinni dýrð. Fyrst man ég eftir Jónu Páls á Daufá er ég kom þar í sveit 1944 tæplega 7 ára gamall. Þá bjó á Daufá Hannes Hannesson og amma min Þórunn Jóhannsdóttir sem var bústýra hjá Hannesi um langt árabil og allir eldri þar í sveit muna. Jóna Páls hafði misst mann sinn nokkrum árum áður og þegar ég kem í Daufá er hún þar með tvö böm sín, Jó- hönnu 5 ára (alltaf kölluð Lóa) og Guðmann 8 ára (Manna), og urðu þau leikfélagar mínir þarna strax og vinnufélagar því við bömin í sveitinni í þá daga höfðum nokkurn starfa. Benedikt, elsta barn Jónu, var þá kominn í Varmalæk til Gunn- ars og var þar í mörg ár. Þar kynn- ist hann bílum fyrir alvöru, en bíla- og vélaviðgerðir eru hans ævistarf. Jóna Pálsdóttir átti erfið ár sem ung kona að standa uppi ein með þijú ung börn. Þau bjuggu á ípis- hóli þegar Jóhannes Valberg, mað- ur hennar, lést og Lóa þá óskírð i vöggu. Fjölskyldan dreifðist eins og gjaman var á þessum árum og Benni var mest á Varmalæk en Manni var á Daufá til unglingsára en fór svo til Reykjavíkur og lærði bifvélavirkjun og bílasmíði. Jóna og Lóa áttu víða heima og voru alla tíð saman, mest í Lýtings- staðahreppi, en þar voru öll börnin í skóla. Jóna Páls var einstaklega dugleg kona. Hún gekk að slætti eins og karlmenn, hestfær var hún svo að menn dáðust að. Öll erfiðu verkin í sveitinni vann hún, jafnt verk karla og kvenna. Gjarnan átti hún bleika og mósótta hesta sem fóru vel og hver gat verið vel sæmd- ur af slíkum gripum. Jóna var mikil pijónakona, bæði í vélum og handpijóni. Segja mátti að henni félli aldrei verk úr hendi. Hún hafði alltaf eitthvað á pijónun- um til hinsta dags og því hefur ein- hverju pijónaverkinu verið ólokið. Þær mæðgur voru mjög samrýndar og Lóa er mikil pijóna- og hand- verkskona. Vorið 1957 yfirgefa þær Skaga- fjörð og halda til Reykjavíkur með búslóð sína og Bleik og Mósa. Bróð- ir minn, Jón Þórir, og Lóa höfðu þá fellt hugi saman og áttu von á barni. Þau giftu sig 1959 og eignuð- ust þijú börn. Jóna Pálsdóttir var alla tíð á heimili þeirra og tók virk- an þátt í uppeldi barnanna en þau eru Guðrún Sigríður, búsett á Akur- eyri, Jóna Björg, býr í Reykjavík, og Érlingur, sem býr í Þykkvabæn- um. Stundum virkaði þröngt að koma á heimilið í Skólagerði 55 þegar börnin voru á unglingsárum. En alltaf var nóg pláss á „hótel Jónu“, eins og ég nefndi heimilið gjarnan, því þó að þau hjón væru uppi á fjöll- um var Jóna á sínum stað. Hún ’ heilsaði manni alltaf með bros á vör og bauð til borðs um leið og komið var inn úr dyrunum. Hún var ræðin og fylgdist vel með öllum þjóðmál- um. Feyki keypti hún og fylgdist vel með málefnum í Skagafirði. Alltaf var stutt í glettnina og bros- ið. Það verður sú mynd sem við öll munum geyma. Ömmu- og langömmubörnin munu muna hlýjuna og notalegheit- in sem hún gaf þeim, bæði með viðmóti sínu, fötunum og öllum ' þeim tíma sem hún gaf þeim. Lopa- peysurnar sem hún pijónaði hlýjuðu mörgum nær og fjær. Já, svo marg- ir fengu að njóta þess sem fór í gegnum hendurnar á þessari konu. Eg þakka Jónu Pálsdóttur allt gott á umliðnum árum og veit að hún á góða heimvon og vinafundi þar sem þeir Bleikur og Mósi bíða líka við stall. Ég votta aðstandendum öllum samúð mína. Matthías Ó. Gestsson, Akureyri. r + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, Þingvallastræti 33, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 24. október. Álfhildur Vilhjálmsdóttir, Jón Trausti Björnsson, Friðgeir Vilhjálmsson, fris Svavarsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Ingvar Þóroddsson. Útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengda- föður, sonar, bróður og tengdasonar, JÓNASAR BJÖRNSSONAR tónllstarkennara, Sellugranda 8, sem lést af slysförum 28. september sl., fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 29. október kl. 15.00. Svava Hjaltadóttir, Ingibjörg, Birna Dröfn og Atll, Kristfn B. Kristjánsdóttir, Bernódus Sveinsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Anna Þóra Björnsdóttir, Sigrfður Ólafsdóttir, Kristín B. Svavarsdóttir, Björn Guðjónsson, Gylfi Björnsson, Árni Rafnsson, Hjalti Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.