Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 51

Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 51
MÖRGIJNBLÁÐÍÖ SUNNUDAGITR 26. OKTÓBKR 1997' Sl Góð _ mvndbond LARRY Flynt þótti óskaplega vænt um eiginkonu sína sem var fremur veikgeðja. Ákæruvaldið gegn Larry Flynt (The People vs. Larry Flynt) •k-k-kVi Góð skemmtun og fróðleg fæst úr þessari vel gerðu mynd um merkan mann sem stofnaði klámblað og barðist fyrir mál- og prentfrelsi. Hættulegt umhverfí (Living in Peril) k-k'A Góðir leikarar í mjög sérstakri mynd um ungan mann sem lendir í dularfullum og vægast sagt óþægi- legum aðstæðum. Endurvarp (Rebound) kkk Vel gerð íþróttamynd um mann sem hafði alla burði til að verða stór- stjarna innan körfuboltaheimsins en ekkert rættist úr. Leikur Don Chea- dle í aðalhlutverkinu er frábær. Guðfaðirinn: fyrsti hluti. (Godfather I) ★★★★ Sígild glæpasaga frá áttunda ára- tugnum. Stórkostleg kvikmynda- gerð í alla staði og með leikarahóp sem ekki er hægt að frnna veikan blett á. Guðfaðirinn: annar hluti. (Godfather II) ★★★★ Betri kvikmynd en hinn sígildi fyrir- rennai-i sinn og bætir miklu við það sem áður var komið. Robert De Niro stelur senunni í hlutverki hins unga Vito Corleone. Guðfaðirinn: þriðji hluti. (Godfather III) ★★★ Lakasta myndin um Corleone fjölskylduna en engu að síður vel gerð og áhrifarík mynd. Lélegur leikur Sofiu Coppola eyði- leggur mikið. Einuar nætur gaman (Fools Rush In)*-k'A Rómantísk gamanmynd með falleg- um leikurum þai- sem gert grín að blóðheitum Mexíkönum og snobbuð- um Könum. Norma Jean og Marilyn (Norma Jean and MariIyn)*k'A Forvitnileg mynd um ævi stór- stjörnunnar sem alltaf var vesæl. Glamúrinn hverfur fyrir raunsæjum lýsingum á einmana pillusjúklingi. Dóttir D’Artagnan (La Fille de D’Artagnan)kkk Hin fallega franska leikkona Sophie Marceaux leikur dóttur einnai- af skyttunum þremur sem nú er komin á gamalsaldur. Sama lenda þau feðginin í hressilegum skylm- ingarævintýrum sem allir geta haft gaman af. SMILLA greyið lendir heldur betur í því á Grænlandsgrundu. Lesið í snjóinn (Smilla’s Sense of Snowykk'A Hin hálfgrænlenska Smilla lend- ir í ýmsum hremmingum þegai’ hún rannsakar dauðar ungs vinar síns sem féll ofan af húsþaki. SALMA Hayek sýnir mexíkanska naflann sinn í rómantísku gamanmyndinni „Einnar nætur gam- an“. Ung- lingaást Ég elska þig ég elska þig ekki (I Love You I Love You Not)_ U r a ni a •k'A Framleiðendur: Josepli M. Caracciolo Jr. John Fiedler. Leiksljóri: Billy Hopkins. Handritshöfundur: Wendy Kesselman. Kvikmyndataka: Maryse Alberti. Tónlist: Gil Goldstein. Aðal- hlutverk: Jeanne Moreau, Claire Da- nes, Jude Law, 94 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 15. októ- ber. Myndin er öllum leyfð. DAISY (Claire Danes) er bráðgáfuð unglingstúlka sem þarf að glíma við öll þau vandamál sem jafnaldrar hennar mega þola. Hún er skotin í strák sem hún heldur að taki ekki eftir sér, henni finnst hún vera Ijót og henni finnst hún ekki passa inn í hóp skólasystkina sinna. Eina manneskjan sem hún getur talað við er amma hennar, og saman eiga þær margar góðar stundir. Saga Daisy fléttast við endurminn- ingar ömmunnar af gyðingaofsókn- um nasista og verða þær í samein- gingu að fást við vandamál sín, Da- isy við nútíðina og amman við for- tíðina. Þetta er afskaplega lítil og sæt mynd sem sýnir vel fram á leikhæfi- leika Claire Danes. Danes er ein bjartasta von ungra bandarískra leikkvenna og nær mjög góðum tök- um á hlutverki Daisy. Samleikur hennar og Jeanne Moreau („Jules et Jim“) er til fyrirmyndar, en það er ekki nóg til halda þessari mjmd uppi. Handritið er ekki nægilega vel unnið og allt of mikið af klisjum er notað til þess að hafa áhrif á áhorf- endur. Þegar líður á myndina byrja þessar fyrirsjáanlegu klisjur að fara í taugamar á manni og missir há- punktur myndarinnar marks vegna þess. Myndin líður fyrir það að vera gegnsæ og fyrir utan persónur Danes og Moreau em persónur myndarinnar frekar flatar. Ég elska þig ég elska þig ekki ætti einungis að höfða til ástfanginna tánings- stúlkna, en aðrir ættu að hugsa sig tvisvar um. Ottó Geir Borg Silkimjúkt Stuttur toppur kr. 1.79S bandabuxur kr. 910 1 Síður toppur kr. 2.650 Buxur kr. 825 V Við orum ■flutt Velkomin í nýja og giæ&Wega verelun okkar á Laugavegi 4-Oa Laugavegur 40a, eími551 3577.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.