Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 131. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR13. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tengslahópurinn setur fram kröfur á hendur Milosevic Serbar bindi strax á blóðbaðið Reuters FARÞEGAR á Fornebu-flugvelli í Ósló bíða eftir rútum til Gautaborgar. Verkfall flugumferðarstjóra í Noregi Ottast að deilan geti staðið lengi enda London. Reuters. TENGSLAHÓPURINN svokallaði krafðist þess í gær að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, byndi þegar í stað enda á blóðugar aðgerðir serbneskra öryggissveita gegn alb- anska meirihlutanum í Kosovo-hér- aði. Utanríkisráðherra Rússlands lét hins vegar í ljósi andstöðu við hern- aðaríhlutun af hálfu Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í héraðinu. Utanríkisráðherrar Tengslahóps- ins - Bandaríkjanna, Rússlands, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Italíu - komu saman í London og samþykktu kröfur sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti á að leggja fyrir Milosevic á fundi þeirra í Moskvu á mánudag. Ráðherrarnir kröfðust þess að að- gerðum serbnesku öryggissveitanna gegn íbúum Kosovo yrði hætt tafar- laust, að alþjóðlegir eftirlitsmenn og Thatcher heimilar ævisögu London. Reuters. MARGARET Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, hefur heimilað Charles Moore, ritstjóra The Daily Telegraph, að skrifa ævisögu hennar með því skil- yrði að ritið verði ekki gefið út fyrr en hún fellur frá. Charles Moore er gamall vinur Thatcher en segist ekki ætla að skrifa neinar helgi- sagnir um forsætisráðherr- ann fyrrverandi. „Hún er áhugaverðasti stjórnmála- maður Bretlands eftir stríð og saga hennar vekur áhuga út um allan heim,“ sagði Moore. „Fólk frá Japan til Rússlands og Þýskalands vill fá að vita meira um þessa konu.“ Moore hyggst ræða við Thatcher og vini hennar og fær aðgang að bréfum hennar og skjölum til að afla upplýs- inga um lífshlaup hennar. Tókýó. Reuters. KREPPA skall á í Japan á fyrsta fjórðungi ársins og voru uggvænleg- ar hagtölur, sem sýna hversu alvar- legur samdrátturinn var, birtar í gær. Stjórnvöld greindu frá því að efnahagssamdráttur hefði numið 5,3% á ársgrundvelli frá því í janúar og þar til í mars, og fór það fram úr verstu spám. Fjármálaskýrendur höfðu búist við um 11,4% samdrætti. Endurskoðaðar tölur frá síðasta fjórðungi 1997 hljóða upp á 1,5% samdrátt á ársgrundvelli, og það þýðir að japanska hagkerfið, sem er hið næststærsta í heiminum, er í kreppu, samkvæmt viðmiðunar- staðli. Samdráttur í landsfram- leiðslu á fjárlagaárinu, sem lauk 31. mars, nam 0,7%. Þetta er í fyrsta sinn frá því fjár- lagaárið 1974-75 sem samdráttur hefur ríkt í japönsku efnahagslífi í Rússneska stjórn- in leggst gegn hernaðaríhlutun starfsmenn hjálparstofnana fengju að fara í héraðið, að albanskir flótta- menn fengju að snúa aftur til heim- kynna sinna og að serbnesk stjórn- völd greiddu fyrir viðræðum við leið- toga albanska meirihlutans í Kosovo. Deilt um hvort þörf sé á nýrri ályktun Utanríkisráðherrarnir sögðu að ef Milosevic yrði ekki við þessum kröf- um á fundinum með Jeltsín myndu ríkin íhuga frekari ráðstafanir, „meðal annars aðgerðir sem öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna gæti þurft að samþykkja". Þetta orðalag var heilt ár. 1974-75 nam samdrátturinn einnig 0,7%. Tölurnar, sem birtar voru í gær, ólu enn á ótta um að Japan, sem er meginstoð efnahags- lífs í Asíu, hafi ekki bolmagn til þess að yfirvinna þá kreppu sem asískt efnahagslíf hefur verið í undanfarna mánuði. Hafi ekki dugað til að 116 milljörðum jena var varið til að örva efnahaginn. Svartsýni á framhaldið hefur leitt til þess að jenið stendur nú verr að vígi gagnvart Bandaríkjadollar en túlkað sem hótun um hemaðarað- gerðir í Kosovo þótt deilt sé um hvort öryggisráðið þurfi að sam- þykkja íhlutunina með sérstakri ályktun. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, virtist eftns um að viðræðumar í Moskvu bæru ár- angur og sagði að öryggisráðið hefði þegar heimilað hernaðaríhlutun í Kosovo. Utanríkisráðherrar Þýska- lands og Frakklands sögðu hins veg- ar að öryggisráðið þyrfti að sam- þykkja sérstaka ályktun um hernað- araðgerðir. Jevgení Prímakov, ut- amíkisráðherra Rússlands, áréttaði að Rússar væra andvígir hemaðarí- hlutun af hálfu Atlantshafsbanda- lagsins. Hann bætti við að ráðherr- arnir væra allir þeirrar skoðunar að fundur Jeltsíns og Milosevic kynni að ráða úrslitum um þróunina í Kosovo. nokkru sinni í átta ár, og er búist við að gengi þess lækki frekar á næstu dögum. Gengi hlutabréfa á mörkuð- um í Tókýó var lægra í gær en verið hefur síðan í janúar og var óttast að vandi Japana myndi leiða til enn al- varlegri kreppu í þessum heims- hluta. Ráðamenn orðvarir „Þetta verður til þess að talið verður að fjármálastefnan ein dugi kannski ekki til,“ sagði Pelham VERKFALL norskra flugumferðar- stjóra hófst í gær og stöðvaðist um leið allt millilandaflug og allt innan- Smithers, áætlanasmiður hjá ING Baringsbanka. „Skattar vora lækk- aðir á umræddum fjórðungi, auka átti opinbera fjárfestingu, en þetta skilaði sér greinilega ekki í tölunum og neikvæð áhrif frá Asíu era gi'eini- leg.“ Þrátt fyrir að hagtölurnar bentu til kreppuástands vildu stjórnvöld ekki taka svo djúpt í árinni og sögðu einungis að þau teldu gerlegt að láta spá sína um 1,9% vöxt á þessu fjár- lagaári standast. Japan væri ekki á samdráttarskeiði. „Ég ætla ekki að halda því fram að vandinn sé auðyfirstíganlegur, en ef við gerum nauðsynlegar ráðstafanir er mögulegt að láta spána ganga eft- ir,“ sagði Shimpei Nukaya, varafor- seti efnahagsáætlunarstofu Japans. ■ Kreppan í Japan/26 landsflug fyrir sunnan Þrándheim. Hefur verkfallið valdið tugþúsund- um manna miklum erfiðleikum að því er fram kemur í fréttum Reuters og norskra fjölmiðla en flugumferðin til og frá Noregi liggur nú um Gauta- borg í Svíþjóð. Þangað er að minnsta kosti fjögurra klukkustunda akstur frá Osló. Norska ríkisstjórnin virðist ekki hafa nein áform um að vísa deil- unni til kjaradóms og óttast er, að verkfallið geti staðið lengi. Sjúkra- og leitarflug er leyft áfram en þyrluflug til olíuborpall- anna í Norðursjó lagðist niður fyrr í vikunni. Eru lestir, ferjur og fólks- flutningabílar yfirfull af fólki, sem er á leið til iandsins eða frá, en verkfall- ið hefur þegar haft gífurleg áhrif á ferðaþjónustuna í Noregi. Era ferða- menn oft einna flestir í júní vegna miðnætursólarinnar en nú hefur þeim fækkað svo um munar. Mikil óþægindi SAS-flugfélagið, Braathens og mörg erlend flugfélög reyna að flytja farþega sína tfl og frá Gauta- borg en ráða þó ekki við það nema að litlu leyti. SAS flytur að jafnaði 10-15.000 farþega á dag frá Osló til áfangastaða innanlands eða utan en Braathens 25.000, aðallega innan- lands. Talið er, að verkfallið hafí truflað áætlanir 56.000 manns á Oslóarsvæðinu í gær. Flugleiðir era meðal þeirra flugfé- laga, sem fljúga nú á Gautaborg í stað Óslóar, og eru farþegamir flutt- ir til og frá í rútum. Gekk það vel í gær að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá Flugleiðum. I Landvetter-flughöfninni í Gauta- borg var mikið öngþveiti í gær enda er hún ekki gerð fyrir þá miklu um- ferð bifreiða, farþega og flugvéla, sem þar var. Vegna þess hefur um- ferðinni verið beint að nokkru til Jönköping og KLM flýgur nú tfl Karlstad. Flugfélögin og olíufélögin vora að gera sér vonir um, að deilunni yrði vísað í kjaradóm,68 en á því virðast litlar líkur í bráð. Gefa ráðherramir aðeins þau svör, að svo lengi sem lífi og heilsu fólks sé ekki stefnt í voða sé það deiluaðil- anna sjálfra að koma sér saman. Flugumferðarstjórar era í sam- tökum háskólamenntaðra manna en þau skrifuðu ekki undir það sam- komulag, sem tókst við flest félög opinberra starfsmanna undir maílok. Var þá samið um 6% kauphækkun. Reuters Hundasýning í Helsinki FJOGURRA daga alþjóðleg hundasýning var sett í ganga hér með hunda sína um miðborgina til að Heisinki í fyrradag. Nokkrir liundaeigendanna viðra þá og vekja athygii á sýningunni. Kreppa í efna- hagslífi Japans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.