Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjartan Gunnarsson fyrrv. formaður bankaráðs Landsbankans Hæstiréttur Skriflegir ráðningarsamning- ar höfðu aldrei verið gerðir 1 GREINARGERÐ Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., um réttarstöðu þriggja fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, kemur m.a. fram að einn þeiiTa, Halldór Guðbjarnason, hafí óskað eftir því við tvo banka- ráðsformenn á árunum 1991-1997 að gerður yrði við sig skriflegur starfs- samningur en það hafí ekki borið ár- angur. Kjartan Gunnarsson, fyrrv. formaður bankaráðs Landsbankans, var spurður hvers vegna þetta hafi ekki verið gert. „Það lá fyrir með fullnægjandi hætti hver starfskjör bankastjóranna voru þegar ég kom í bankaráðið sem varaformaður þess 1992. Átti þetta bæði við um laun, þóknanir, bifreiðakostnað, síma- kostnað, ferðakostnað og fastar risnugreiðslur bankastjóranna og lög mæltu fyrir um ráðningu þeirra og uppsögn," segir Kjartan. „Ráðningakjör þeirra voru á allra vitorði. Eg lagði hins vegar fyrst til 1993 að það yrðu gerðar mjög veru- legar breytingar á ráðningakjörum bankastjóranna. Það náðist ekki samstaða um það í bankaráðinu," segir Kjartan. Allt lá ljóst fyrir um kjör bankastjóranna „Þetta, að allt lá ljóst fyrir um kjör bankastjóranna og umræður fóru fram um breytingar á þeim, leiddi til þess að ekki þótti öllu skipta að formlegur skriflegur ráðningar- samningur yrði gerður. Enda giltu um bankastjórana sérstök lagafyrir- mæli og þeim höfðu verið sett mjög ítarleg erindisbréf þar sem gerð var grein fyrir starfsskyldum þeÚTa. Seint á árinu 1997 lá fyrir samkomu- lag um nýtt fyrirkomulag í launamál- um bankastjóranna í samræmi við tillögu mína frá 1993 og var það fyr- irkomulag síðan lagt til grundvallar í samningum við bankastjórana þegar þeir voru ráðnir til starfa sem bankastjórar í hinum nýja hlutafé- lagsbanka Landsbanka íslands hf.“ „Eftir því sem ég best veit, höfðu aldrei verið gerðir skriflegir ráðn- ingarsamningar við bankastjóra í Landsbankanum, að minnsta kosti ekki á þessari öld,“ sagði Kjartan ennfremur. Hann benti einnig á að ráðningarkjör bankastjóra í Lands- bankanum, líkt og í öðrum ríkisvið- skiptabönkum, höfðu margsinnis verið upplýst opinberlega í svörum bankanna við fyrirspurnum á Al- þingi. „Og það var út af fyrir sig ekki um það að ræða að bankstjórarnir væru að kvarta undan kjörum sín- um,“ segir Kjartan. Björgvin Vilmundarson, fyrrv. bankastjóri, segh- í bréfi til Jóns Steinars Gunnlaugssonar að á árum áður og allt fram til ársins 1993 hafí formaður bankaráðs staðfest ferða- kostnaðarreikninga bankastjóra með áritun sinni. Kjartan Gunnarsson var varaformaður bankaráðsins á ár- unum 1992 og 1993 í veikindaleyfi þáverandi formanns, Eyjólfs K. Sig- urjónssonar. Aðspurður hversvegna áritunum á ferðakostnaðaireikninga bankastjóra var hætt segir Kjai-tan: „Eg tók sæti í bankaráði Lands- banka íslands í ársbyrjun 1992 og þá sem varaformaður þess. Eyjólfui' K. Sigurjónsson var formaður en var fjarverandi vegna veikinda. Sam- kvæmt gögnum Landsbanka íslands áritaði Eyjólfur K. Sigurjónsson síð- ast ferðakostnaðarreikning banka- stjóra í nóvember 1991. En eftir það áritaði Björgvin Vilmundarson, sem var formaður bankastjórnar frá 1991, alla ferðakostnaðarreikninga bankastjóranna þriggja. Mér var aldrei gerð grein fyrir því, hvorki af Eyjólfi K. Sigurjóns- syni né bankastjórum, að tíðkast hefði að formaður bankaráðs sam- þykkti ferðareikninga bankastjóra. Þegar ég tók við formennsku í bankaráðinu 1994 komu heldur ekki fram neinai' slíkar upplýsingar né var ég nokkru sinni beðinn að árita ferðakostnaðarreikninga banka- stjóra. Endurskoðendur bankans hafa heldur aldrei nefnt þetta atriði og það kom ekki fram í þágildandi skriflegum reglum um ferðakostnað bankastjóra og annarra starfsmanna bankans," sagði Kjartan. Umhverfislistaverki stolið 100 KÍLÓA málmhliði var stolið af umhverfislistasýningunni „Strandlengjan“ sem nú stendur yfir við strandlengju Fossvogs og Skerjaíjarðar í Reykjavík. Hliðið er hluti af verkinu „Annaðhvort eða“ sem Nana Petzet og Ólafur Gíslason eru höfundar að. Isleifur Friðriksson járnsmiður smíðaði hliðið og segir að því hafi verið stolið þar sem það lá og beið uppsetningar. „Ég fór með hliðið í Fossvogs- kirkjugarð að kvöldi hvítasunnu- dags, skildi það eftir og ætlaði að koma morguninn eftir og setja það upp. Þegar ég kom á staðinn morguninn eftir var það hins veg- ar horfið. Ég hélt fyrst að vinur minn væri að stríða mér en svo var ekki. Ég hóf þá mikla leit að hliðinu, sem er 100 kíló að þyngd og ekki auðvelt að ferðast með, en fann það hvergi.“ ísleifur hefur enn ekki fundið hliðið, en hann lagði í það mikla vinnu. Hann átti ekki annan kost en að smíða nýtt málmlilið sem hann lauk við á tæpum tveimur sólarhringum með sleitulausri vinnu, svo það yrði tilbúið fyrir opnun sýningarinnar sl. sunnu- dag. Seinna hliðið, sem er inun óvandaðra að sögn Isleifs, stendur nú á sýningunni en ekkert hefur bólað á upphaflega hliðinu, sem Isleifur vonar þó enn að verði skilað. Unnið að úrbótum á Hótel Valhöll HEILBRIGÐISYFIRVÖLD á Suð- urlandi gerðu í gærmorgun úttekt á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Veitinga- leyfi var útrunnið og heilbrigðisyfir- völd höfðu farið fram á ýmsar úrbæt- ur áður en það fengist endumýjað. Alvarlegust voru ft'árennslismál en samkvæmt upplýsingum frá Birgi Þórðarsyni, heilbrigðisfulltrúa á Suðurlandi, er ófagurt um að litast þar sem allt skólp frá hótelinu renn- ur nánast óhreinsað út í Öxará. Innanhúss þurfti einnig að endur- nýja og lagfæra bæði í eldhúsi og gistirými. Birgir sagði Valhallar- menn nú búna að lagfæra flest í sam- ræmi við athugasemdir heilbrigðis- yfirvalda og þeir hafi frest til 18.júní til að skila inn teikningum af viðeig- andi fráveitukerfi. Heilbrigðisyfir- völd geri því ekki athugasemd við endumýjun reksti-ar- og veitinga- leyfis, það sé svo í höndum sýslu- manns að veita leyfið. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson sýknar mann af nauðgun- arákæru HÆSTIRÉTTUR mUdaði á fimmtudag dóm yfir manni sem var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykja- ness um líkamsárás og nauðgun á sambýliskonu sinni. Hæstiréttur dæmdi manninn sekan um líkams- árás en sýknaði hann af ákæra um nauðgunina. Sýknunin var m.a. byggð á því að ekki þyki nægilega sannað að um nauðgun hafi verið að ræða. Manninum og konunni vai'ð sund- urorða aðfaranótt 31. júlí 1997. Afleiðingar rifrildisins urðu þær að maðurinn missti stjóro á skapi sínu og bitnaði það á sambýliskonu hans auk innanstokksmuna. Hann veitti henni líkamsmeiðsl sem merki fund- ust um við læknisskoðun á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, en þangað leitaði konan daginn eftir. Eftir að maður- inn hafði beitt konuna harðræði hafði hann samfarir við hana í svefn- herbergi þeiira. Maðurinn segir þær hafa verið með samþykki konunnar. I héraðsdómi var ákærði fundinn sekur um nauðgun, en Hæstiréttur féllst á niðurstöðu minnihluta dóm- enda í héraði að ákærði skyldi sýkn- aður af nauðgunarákæra vegna þess að varhugavert væri að álykta „að fram sé komin nægileg sönnun þess, að nauðgun hafi átt sér stað“. Ér sú niðurstaða byggð á því að „ofbeldi ákærða virðist hafa einkennst af reiði fremur en hinu að hann hafi viljað neyta þess að knýja kæranda tii samfara". Konan bar heldur ekki neina áverka eftir samfarirnar. Auk þessa var í dómsúrskurði litið til þess sem aðiiar málsins sögðu um samband sitt fyrir og eftir atburð- inn, en maðurinn og konan reyndu að taka upp sambúð á ný í apríi síð- astliðnum þó óvíst sé nú um fram- hald sambandsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn var hins vegar fundinn sekur um líkamsárás. I dómi Hæsta- réttar segir að hann eigi sér engar málsbætm- og að atlagan hafi verið gróf. Refsing er þriggja mánaða fangelsi, en rétt þykir að fresta fullnustu tveggja mánaða og fellur hún niður að tveimur áram liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Hann er dæmdur til að greiða kon- unni 150.000 kr. í miskabætur með vöxtum og 30.000 kr. í málskostnað. Honum ber einnig að greiða ailan kostnað sakarinnar í héraði og fyrir Hæstarétti að 3/5 hlutum, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 200.000 kr., og málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Björgvins Þor- steinssonar hrl., í heild 200.000 krónur. Bogi Nilsson sótti málið fyr- ir hönd ákæravaldsins. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Pét- ur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Haraldur Henryson, Hjörtur Torfa- son og Hrafn Bragason. Lögmaður Sverris Hermannssonar um greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar Áfellisdómur á vinnubrögð Ríkisendurskoðunar „ÁLITSGERÐ Jóns Steinars Gunn- laugssonar er að mínu mati áfellis- dómur yfir vinnubrögðum Ríkisend- urskoðunar og styður kröfu umbjóð- anda míns um að málið skuli tekið upp að nýju,“ sagði Ásgeir Þór Áma- son hrl. og lögmaður Sverris Her- mannssonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, aðspurður um skoðun sína á álitsgerð Jóns Steinars fyrir bankaráð Landsbankans. Ásgeir bendir á að í álitsgerðinni segi Jón Steinar það augijóst að bankastjórarnir hafi sagt störfum sínum lausum vegna þeirrar óvægnu almennu umfjöllunar um málefni bankans sem fram hafi farið í land- inu og átti rót sína að rekja til þeirra málefna sem um er fjallað í greinar- gerð Ríkisendurskoðunar. „Þama er staðhæft að greinar- gerðin sé þess valdandi að banka- stjórarnir þurftu að segja upp. Mér finnst það mjög athyglisvert og það kemur fram á einum fimm stöðum í álitsgerðinni áfellisdómur yfir starfs- aðferðum við endurskoðun bank- ans,“ sagði Ásgeir. Sem dæmi um það nefndi hann þar sem segir að.....þeir aðilar sem endurskoðuðu reikninga bankans höfðu tilefni til að bregðast við hafi þeim þótt útgjöld tortryggileg og þá vegna ófullnægjandi frágangs fylgi- skjala". Annað dæmi segir hann vera varðandi veiðiferðirnar þar sem seg- ir að ekki sé ástæða til að efast um að „svipaðir starfshættir muni hafa tíðkast um langan aldur í starfsem bankans", og ennfremur nefnir Ás- geir dæmi þar sem fjallað er um reglur um risnukostnað eftir að aflað hafði verið upplýsinga hjá nokkrum stofnunum, þar sem segir: „Af þess- um svöram virðist mega ráða, að sá háttur sem var við Landsbanka Is- lands, þ.e.a.s. að ekki væri starfað eftir skráðum reglum á þessu sviði, hafi verið sá sami og á var hafður við sambærileg opinber fyrirtæki og stofnanir." Ásgeir nefnir og dæmi þar sem í greinargerðinni er fjallað um risnukostnað og segir: „Hins vegar er sjálfsagt ljóst að þetta hafi tíðkast við bankann um langan aldur án mikilla athugasemda af hálfu þeirra aðila, sem annast hafa eftirlit með bókhaldi og reikningsskilum bankans." Álitsgerð styður vanhæfi ríkisendurskoðanda Ásgeir segir að sá sem samdi greinargerðina, sem varð þess vald- andi að bankastjórarnir sögðu af sér, hafi verið sami aðili og átti að sjá um endurskoðun í bankanum. „Þess vegna er álitsgerð Jóns Steinars áfellisdómui' yfir vinnubrögðum Rík- isendurskoðunar. Ennfremur átti Ríkisendurskoðun samkvæmt Iögum að þekkja starfsvenjur í bankanum. Þetta styður það líka að ríkisendui'- skoðandi var vanhæfur í upphafi til verksins,“ sagði Ásgeir ennfremur. Hann upplýsti einnig að fyrir for- sætisnefnd Alþingis lægi bréf sitt frá 2. júní þar sem synjun Ríkisendur- skoðunar á endurupptöku málsins er skotið til forsætisnefndarinnar. Sagði hann nefndina þurfa að taka á því máli. Ásgeir sagði að bankastjór- arnir væru fórnarlömb uppþots og sá sem því hefði valdið væri nú bei' að óvönduðum vinnubrögðum. Aðspurður um kostnað við Sví- þjóðarferð Svems Hermannssonar í apríl sagði lögmaðurinn að málið væri uppgert. Nýju reglurnar frá 27. janúar 1998 hafi ekki lotið að breyt- ingum á þeim starfsvenju í bankan- um að hann legði út fyrir öllum ferðakostnaði sem væri síðan gerður upp eftir heimkomu. Sú hefði verið raunin í tilviki Svíþjóðarferðar Sverris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.