Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þeir sem ekki þekkja söguna eru dæmdir til að endurtaka hana FYRIRSOGN grein- arinnar er tilvitnun í orð J.M. Keynes, þeg- ar hann sagði af sér sem fulltrúi á frið- arráðstefnunni í Ver- sölum 1919. Aðeins 20 árum síðar var heim- urinn kominn í aðra og ógurlegri styrjöld en þá fyrri. Eftir ellefu alda bú- setu í þessu landi höf- um við Islendingar sannað, svo ekki verð- ur um villst, að við get- um lifað allt af, nema kannski okkur sjálf. Hörmungar, drepsótt- Kristján Hall ir, eldgos og ísaldir renna hjá, sem hver annar sjálfsagður hluti tilver- unnar. Við þraukum það allt, bíð- um eftir betri tíð og stundum virðumst við jafnvel hafa stjórn á rás örlaganna og eigin velferð um skamma hríð. Þegar síðan tekur að rofa til, og kominn er tími til að njóta ávaxta erfiðisins grípa örlög- in inn í nýjan leik og þá virðist and- • Nskotinn laus. Þeir orðuðu það svo þrælarnir hans Ingólfs Amarsonar, að til lítils hefðum við yfirgefíð blómleg- ar sveitir í Noregi ef við ættum síð- an að byggja útsker þetta. En þeir voru nú bara þrælar, og voru ekki til þess kosnir að rífa kjaft, heldur arka fjörurnar í leit að öndvegissúlunum. En hér ólst upp þjóð sem byggði skerið, og með þrautseigju og harðfylgi varð hér byggt upp þjóðfélag með svolitlu jafnræði og von. Búin stækkuðu og nokkuð almenn vel- megun fylgdi í kjölfarið. í tvö hund- ruð ár héldum við þetta út, þar til við kynntumst sjálfum okkur. Við hófum til metorða biskup nokkurn sem hneppti okkur í fjötra svo þrælslega að þeir dugðu okkur næstu níu aldirnar, enda höfum við prísað manninn æ síðan og talið hann til stórmenna sögunnar. Hann hét Gissur, og var Isleifs- son, og bjó hér til skattheimtu tíundar, sem var harðari en nokk- urs staðar þekktist í heiminum þá og vakti undrun erlendra manna sem til þekktu. Því hér var tíundin eignaskattur en ekki tekjuskattur eins og almennt tíðkaðist á Vestur- löndum. Við kvótafrumvai’p þess tima fékk hann til stuðnings nokkra höfðingja landsins, gegn því að þeir fengju hlut í auðnum sem safnað yrði saman. A örfáum árum varð hér til stétt manna, sem Við lifum nú á frið- aröld, segir Kristján Hall, en sjáum öll blikuna í fréttunum. eignaðist öll auðæfi landsins. Eigur söfnuðust á hendur fárra manna sem stofnuðu um sig hirð, drápu hver annan og að sjálfsögðu alla sem ekki virtu þeirra kerfi. Við köllum það friðaröldina, sem þessir menn notuðu til að sölsa undir sig jarðeignir og búpening almúgans, en þegar þeir höfðu stemmt af sitt debet og kredit, þá hófu þeir að seilast í eigur hver annars. Verslunin hætti að þjóna hagsmunum almennings, og vöru- innflutningur miðaðist við hags- muni höfðingjanna, og koðnaði smám saman niður. Þá vildi okkur til „happs“, að Noregskonungur hafði áhuga á að ná Islandi undir sig, og kannski forðaði hann okkur frá sjálfum okkur, eins og sumir hafa bent á. Það var þjóð full bjartsýni sem kaus sér sjálfstæði 1944. Hins veg- ar virðist sagan ætla að kveða upp þann dóm við höfum ekkert lært og öllu gleymt. Ekki voru liðin nema tæp fimmtíu ár þegar hafist var handa við að búa til nútímakvóta- frumvarp. Með þessu nýja frum- ISLENSKT MAL „NU VERÐUM við að stípa á því,“ sagði Marinó Þorsteinsson leikari við mig um daginn, og mér fannst ég vera kominn heim í Svarfaðardal eða niður á Dalvík. Óskaplega getur verið notalegt að heyra orðtök úr æsku sinni, þau sem maður er búinn að gleyma til daglegrar notkunar. En hvað þýðir það þá í minni okkar Marinós „að stípa á því“? Það þýðir að herða sig. En hvað- an er þetta brðalag komið, og hverju er sögnin að stípa skyld? Nú vandast málið. Eg var svo sannfærður um að hún væri rituð eins og ég hef hér gert hingað til, að Jón Hilmar Jónsson gerði mér þann greiða að benda mér á hana í rithættinum „stýpa“ í uppruna- orðabók Asgeirs Blöndals Magn- ússonar hinni miklu. Hann er þó ekki viss um ritháttinn, og nú tek ég upp úr Asgeiri: „taka rösklega til matar síns; herða sig. Stofnsérhljóð orðsins er óvíst (breytt letur hér), en e.t.v. ý og orðið þá í ætt við stjúpa, stúpa, staup, steypa ... og upphafl. merking e.t.v. að stýfa e.þ.h.“ Hér er margur vafinn, en As- geir virðist fara fremur eftir fyrri merkingunni sem hann gefur, en hún er umsjónarmanni ókunnug. Verður nú reynt að fara aðra slóð, þó torfær sé. Til er í ensku lýsingarorðið steep=brattur; óhæfilegur, gegndarlaus. Sögnin to steep hefur nokkuð breytilega merk- ingu, en meðal annars að sökkva sér ofan í eitthvað, t.d. lærdóm í tiltekinni gi’ein. Er nú ekki hugsanlegt að til okkar hafi borist einhver steep- orð úr ensku sem hafi alið af sér orðasambandið að stípa á=herða sig, sækja á brattann? Þetta orðasamband er sjald- gæft og staðbundið. Orðabók Háskólans hafði engin dæmi úr bókum, og eingöngu tvö í tal- málssafninu, annað frá Kristjáni Umsjónarmaður Gísli Jónsson 957. þáttur Eldjám og hitt frá Gísla Jónssyni 0). Því miður er sögnin að stípa (stýpa) ekki í Altnordisches etymologisches Wörterbuch eft- ir Hollendinginn Jan de Vries. Hann hefði þá sennilega sett við hana einn af sparifrösunum sín- um, þegar vissu þraut: 1) „Etym- ologie unklar“. 2) „Etymologie unsicher". 3) „Etymologie um- stritten“ - og þegar óvissan keyrði úr öllu hófi: „Das Wort ist dunkel". Eg held við förum létt með að skilja þessa þýsku. ★ Aöfinnslur (aðsent og heima- fengið). 1) Umsjónarmanni fannst það hljóma einkennilega, þegar sagt var í sjónvarpsfréttum að maður hefði stungið afa sinn með hníf „bæði í líkamann og höfuðið". Mér var kennt að höfuðið væri hluti líkamans, að líkaminn skipt- ist í þrennt höfuð, bol og útlimi. Vel man ég eftir því, að maður bjargaði sér gegnum stúd- entspróf með því að vita það eitt í líkamsfræði, að „mænan væri í bolnum". 2) Úr viðskiptablaði Mbl. 21. maí var mér fengin þessi klausa: ,jVð sögn Gunnars eru ákveðnar áherslubreytingar að eiga sér stað hjá fyrirtækinu þar sem m.a. stendur til að íjölga lausnum í vöiuúrvali". Eg spurði Skilrika menn hvað þetta mundi þýða á mannamáli, og þeir sögðu: Að sögn Gunnars verður sú breyting hjá fyrirtæk- inu, að vöruúrval eykst. 3) Sögnin að nema beygist: nema, nam, námum, numið. Leiðinlegt að heyra fréttamann ríkissjónvarpsins fara skakkt með þessa beygingu („viðskipti numu“). 4) Hér í blaðinu var haft eftir Alexander Lebed 24. maí: „Það er óráðlegt að selja haminn áður en bjöminn hefur verið veiddur.“ Umsjónarmanni hefði þótt eðli- legra að tala um feld á bjamdýr- um heldur en ham. 5) Þáttagerðarmaður í ríkisút- varpinu:. . . „fékk bágt fyrir hjá yfirvöldunum sem þóttust eiga hom í síðu hans.“ Hér hefur lík- lega átt að vera að yfirvöldin hafi þóst eiga manninum grátt að gjalda. ★ Vilfríður vestan kvað fram- lengda limm (extended limerick): Hermann varð leiður á hemaði og hafði sitt yndi af þeim gemaði, að koma af stað lífi í karisömu vffi, svo að Kidda í Tröðum var í krakkahóp glöðum og Kolbrún á Hlöðum hún svemaði. ★ Ég fæddist í ágúst, fékk þá smápúst, var flengdur með strákúst. (Þríhenda úr íslendingi frá þeim tíma, þegar Jakob 0. Pét- ursson sá um vísnaþátt í blaðinu.) ★ „Það sem skiptir öllu máli er sú staðreynd að tungan er það verkfæri sem við getum smíðað með íslenzka framtíð. An hennar verður einhver allt önnur fram- tíð; kannski framtíð einhverrar óþjóðar sem hverfur inní alþjóða- hafið eins og dropi í stórfljót.“ (Matthías Johannessen.) ★ Þjóðólfur þaðan kvað: Saddi Hallur í Gróf vel sitt hyski, það var haugur á sérhvers manns diski, - og hann sjálfur át og hafði enga gát tvo hesta og landburð af fiski. Auk þess hafa Skilríkir menn, að gefnu tilefni, beðið mig að geta þess að bær í Svarfaðardal heitir Hæringsstaðir, ekki „Hræringsstaðir". En gott var að vakna við Kristófer Svavarsson, þegar hann sagði að klukkuna vantaði fjórðung í sjö. varpi voru öll hafsins auðæfi fengin í hendur nokkrum mönnum sem hafði lánast að stunda sjóinn á þeim tíma sem veiðireynsla skyldi miðuð við. Fiskurinn í sjónum, sem við hertum og nöguðum í aldanna rás er ekki lengur okkar, frekar en kyrrð öræfanna. Kotbóndinn við sjóinn dregur ekki lengur eik á flot við ísa brot, heldur flytur til Reykjavíkur. Enn um sinn má hann sækja sjóinn, en nú á ryksuguskipum sægreifanna, sem hirða það heillegasta af fiskinum en skila Ægi hinu, en brátt verða þeir leystir af hólmi af ódýrari út- lendingum. Við lifum nú okkar friðaröld, en sjáum þó blikuna í fréttunum . Við sjáum formann útvegsbænda froðufellandi af bræði vegna þess að þeir fengu ekki öll 210 þúsund tonnin af síldinni sem Norðmenn eru búnir að rækta handa okkur, heldur ætluðu svokölluð yfirvöld að halda eftir sjöunda hlutanum, og jafnvel selja hann! En hvað kemur okkur þetta við? Við skulum bara ráfa mn fjörurnar og leita að önd- vegissúlunum. Þetta var aldrei okkar hvort eð var. Og hver veit nema Evrópusambandið hafi áhuga á að ná Islandi undir sig? Hver veit? Höfundur er iðnreknndi. Sameiginlegt framboð, lýð- ræði og völd I UMRÆÐUM um framboðsmál félags- hyggjufólks er málum stundum stillt svo upp að þeir sem aðhyllist sameiginlegt framboð til Alþingis séu valdagírugir og hug- sjónasmáir; gefi lítið fyrir lýðræði og ætli sér að valta yfir þá sem telja sinn flokk hafa þá sérstöðu til að bera sem kallar á flokksframboð tuttug- ustu-aldar-stjómmála- flokka vorið 1999. Ef stjómmál ganga ekki út á völd til að breyta hef ég misskilið stjómmálafræði - og hef ég þó tvö próf upp á slík fræði. Sýn mín á Garðar Vilhjálmsson mína Það er okkar sameigin- lega verkefni, segir Garðar Vilhjálmsson, að nálgást útfærslu sem þjónar okkar hugmyndafræði. framtíð íslenskra stjómmála grundvallast þó ekki á valdaást fyrir hönd félagshyggjunnar og hinu skal einnig til haga haldið að völd án lýðræðis eru vondur kostur - þar getur sagnfræðin veitt okkur hollar áminningar. Stjómmál komandi tíma munu sem fyrr snúast um völd þar sem breiður flokkur jöfnuðar og lýðræðis getur orðið afl sem knýr íram það samfélag sem við ætlum að byggja á nýrri öld. Höfum hug- fast að stjómmálaflokkar eru aðeins verkfæri til að byggja og breyta samfélagi - aðeins farvegur fyrir framtíðarsýn frá hugmynd að veruleika. A nýrri öld blasa við gríðarleg verkefni við að breyta samfélags- gerð okkar. Við verðum að skapa hverjum einasta launamanni aðstæður til að lifa og þroskast með fullri reisn í samfélagi sem mun að óbreyttu skiptast upp í samfélag þeirra sem ráða við upp- lýsingatæknina, sækja sér stöðuga endurmenntun og starfa við gef- andi störf; og svo samfélag hinna ómenntuðu sem ekki valda nýjung- um, kunna ekki að tileinka sér tæknibreytingar hafa sjálfsálit í lágmarki og munu á einn eða ann- an veg upplifa sig utangarðs - verða ekki þátttakendur í þjóð- félaginu. Svo mikilvæg og ráðandi fyrir framtíðina sem mál- efni dagsins á borð við eignarhald og nýtingu auðlinda era megum við ekki láta þau koma í veg fyrir að við sem aðhyllumst samfélag jöfnuðar og réttlætis náum vopnum okkar og komum fram sem eitt sterkt afl. í grand- vallaratriðum er enda full eining um hin end- anlegu markmið félagshyggjufólks í málefnum er varða auðlindir okkar - að tryggja sameign þjóð- arinnar á sameiginleg- um auðlindum. Það hafa vissulega verið mismunandi tæknilegar áherslur um hvaða leið verði valin til að tryggja að arðurinn renni til þjóðarinnar. Grandvallaratriði er að einstak- lingar og fyrirtæki sem fengu af- notarétt á auðlindinni, í þágu lands og þjóðarýkomist ekki upp með að stela þeskum verðmætum út úr greininni og þannig úr sameign okkar. Við viljum öll sterk og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki, sem geta borgað góð laun og þannig veitt öðrum atvinnugrein- um samkeppni um vinnuaflið (veitt öðram greinum aðhald til hagsbóta fyrir launamenn) ásamt því að styðja við hinar dreifðu byggðir landsins. Þann auð sem skapast innan greinarinnar á verkalýðs- hreyfíngin að sjá um að dreifist á réttlátan hátt til þeirra launa- manna sem við greinina starfa. Ef hinsvegar fyrirsjáanlegur er sá umframgróði að öðrum atvinnu- greinum eða hagkerfinu almennt standi af því stuggur er það tækni- legt atriði að stilla svo af skatt- heimtu að sá umframgróði verði tekinn í okkar sameiginlegu sjóði - sú skattheimta getur einnig verið í formi uppboðs á nýtingarrétti. Kjami málsins hér er að barátt- an um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum fer ekki fram milli ein- staklinga innan þeirra flokka sem kenna sig við félagshyggju, þar sitjum við öll sömu megin borðs. Það er hinsvegar ökkar sameigin- lega verkefni að nálgast útfærslu sem þjónar okkar hugmyndafræði. Breiður, framsækinn og lýðræðis- legur jafnaðarmannaflokkur mun hafa þann innri kraft sem þarf til að þróa slíka umræðu ásamt því að auka okkur nauðsynlegan skilning á að koma hér á samfélagi jafnra tækifæra til upplýsinga, þekking- ar, þroska og lýðræðislegra áhrifa. Höfundur er skrifstofustjóri Iðju, félngs verksmiðjufólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.