Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 VIKII m SJÓSTANGAVEIÐI REVNIST VERA AUÐVELD 06 SKEMMTILEG DÆGRASTYTTING Með þorskum á þurru landi FLESTIR sem hafa komið nærri stanga- veiði hafa heyrt talað um að silungurinn eða laxinn „taki eins og þorskur". Hafí menn ekki upplifað það hátterni ferskvatnsfiska, sem er sannarlega ekki hversdagsleg uppákoma, skilst mönnum þó skjótt að það þýði að ráðist sé grimmt á agnið. Sem sagt: Mokveiði. Petta leiðir hugann að sjóstangaveiði, veiðiskap sem fer sigurför um land- ið. Æ fleiri leggja hana fyrir sig og sjóstangaveiði er að verða ein af megin dægrastyttingum útlendinga sem hingað koma, sérstaklega þeirra sem stoppa stutt. Landsmenn hafa síðustu árin komið upp óvígum flota smábáta til sjóstangaveiða vítt og breitt um landið. Það er vart það sjávarpláss að þar sé ekki a.m.k. einn karl sem býður upp á veiðiskapinn. Þeir njóta þess að uppsveifla er í lífríki sjávar og yfirgnæfandi líkur á því að a.m.k. nokkrir þorskar verði dregnir úr sjó. A móti kemur að veðurfar er rysjótt og lítt fýsilegt að sigla með sjóstöng í brælu þar eð sjóveiki deyfir mjög veiðigleði svo ekki sé fastara að orði kveðið. Þorskar á þurru landi Gunnar Garðarsson heitir sjó- sóknari einn í Garðinum, en hann þurfti að draga saman seglin af heilsufarsástæðum fyrir nokkrum árum. Hann ákvað því að róa á ferðamannamiðin, keypti bát sem hann tók í gegn og standsetti. Bát- urinn er af gerðinni Sómi 800 sem nær 25 mílna ferð á klukkustund. Það er þokkalegt veður og slangur af fólki um borð. Verða menn ekkert sjóveikir?, spyr landkrabbinn og reynir að stíga ölduna, en hálfrotar sig svo í dyra- gættinni á Sómanum áður en Gunn- ar nær að svara. Gunnar glottir og segir að það komi fyrir, en yfirleitt standi menn sig vel. Það sé auk þess varla farið út ef mjög slæmt sé í sjóinn. Og Gunnar heldur áfram og svarar aðspurður hvort að það Sjóstangaveiði er veiðiskapur sem nýtur sí- vaxandi vinsælda hér á landi. Guðmundur Guðjónsson fór í stuttan túr frá Keflavík á dögunum til að upplifa mokveiði og átta sig á því hvernig sjóstangaveiði stæðist saman- burð við venj ubundnari stangaveiði. liggi ekki fyrir öllum sem renna að moka upp fiski í umræddum veiði- skap: „Þetta er góður veiðiskapur fyrir þá sem lítið kunna að því leyti að auðvelt er að fá fisk. Þetta er líka fínn veiðiskapur fyrir þá sem vilja veiða mikið, því menn lenda oft í moki.“ En hvað gerum við við aflann ef við fáum nokkra tugi þorska? spyr landkrabbinn aftur og líst allt í einu ekkert á blikuna. Gunnar svarar, og glottir enn, að menn verði bara að taka aflann með sér heim. Og hvað á að gera við hann þar? „Borða hann auðvitað.“ En íslendingar borða bara ýsu... „Þorskurinn er miklu betri, sér- staklega þessi sem liggur i þaran- um,“ svarar Gunnar. Að vinda sér í mokið En Gunnar er bara að stríða við- mælanda sínum. Tengdadóttir hans, Harpa Sturiudóttir, er um borð og á heimleið eftir mokveið- ina flakár hún aflann og menn taka bara það með sér sem þeir vilja. Bandaríkjamaður að nafni Steve, sem er með í för, tók t.d. mikið með sér, m.a. tvo hausa af u.þ.b. 6 kg þorskum. Það var aðeins um hálftíma sigl- ing á miðin sem voru skammt und- an landi út af Garðskagavita. Skyndilega stöðvaði Gunnar bát- inn og sagði fisk vera undir. Þá hófst mokið. Eftir að slatti af þorski og nokkrir ufsar höfðu ver- ið dregnir um borð og menn upp- lifðu „þorska á þurru landi“ í sinni Morgunblaðið/gg BANDARIKJAMAÐURINN Steve spyrnir báðum fótum við, enda stór- þorskurinn ekki dauður úr öllum æðum þó leikurinn sé tapaður. ÞAÐ getur verið pínlegt að vera þorskur. GUNNAR Garðarsson við stýrið. upprunalegu merkingu, fór fiskur smækkandi og loks var aðeins smáufsi á krókunum. Þá færði Gunnar bátinn dálítið og við tók sami moksturinn. Allur var aflinn þorskur og ufsi, en Gunnar sagði steinbít og ýsu slæðast með og jafnvel stöku lúðu. Allir sem settu út agn fengu fisk og margir voru vænir. Tíminn flaug. Þrír tímar voru eins og hálftími. Múkkar og svart- bakar fylgdust vandlega með fram- vindu veiðanna og hirtu dasaða smáufsa sem reynt var að sleppa, langvíur og lundar syntu „í skot- færi“ og það var eins og svartfugl- inn vissi að nú væri hann friðaður. Súluraðir, með stefnu á Eldey, birt- ust og hurfu sjónum reglulega. Hvernig upplifðu menn veiði- skapinn? Jú, hann var bæði auð- veldur og skemmtilegur. Víðáttur draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns DRAUMAHEIMURINN ervíð- feðmur í öllum skilningi og nær frá innstu hugarfylgsnum til endi- marka alheimsins, hann er hið svo- kallaða „Miero cosmos" eða lítill al- heimur í stóra heimi, líkt og japönsku bonsai trén sem eru agn- arlítil en sýnast risastór. Þessi ör- heimur (micro cosmos) býr með hverjum manni og varðveitir allt líf- ið í öreindum sínum frá fyrstu kynnum við lífið til lokatakmarks- ins, sameiningu við almættið og ei- líft líf í anda hins hvíta föður. Minn- ingar mannsins frá fyrri skeiðum eru þama á sveimi og framtíðin skýst alltaf hjá á réttum augnablik- um. I þessu hafi draumeinda liggur eyja ein fögur og mikil sem er eyland draumsins. Draumalandið er víðáttumikið þó smátt sé, þar vaxa hugmyndaskógar frá fjöru í hverj- um firði til fjallatinda og grasi vaxnar huglendumar era óendan- lega rúmar, dýra- og plöntulíf ímynda er fjölskrúðugt, sandar tím- ans mjúkir en gljúpir og vitundar- vötnin óteljandi í öllum sínum kvik- lyndu litbrigðum. Þar rísa borgir yfirvitundar á hömram draumsins jafnt sem dulvitaðir bæir í dalverp- um og í þorpum meðvitaðra drauma ferðu fótgangandi eða á hjóli til fyrri tíma. Kannski er lífið draumur og draumurinn lífið í „Macro cosmos" en sólimar tvær sem lýsa mismunandi dögum drauma hefja sig og hníga fyrir bláma hálfmán- ans sem slær silfurbirtu sinni á lundinn þinn græna. Lundurinn græni Eftir Dag Sigurðarson. Er það réttlátt, að lundur grænn fólni að hausti? Blámi án birtu, birta án sólar er líf mitt án þín. Ég neita að trúa, að þú sért mér horfin. Sorgir, sem ég ætla mér að drekkja, svelgja í sig vínið allt ogþyngjast. Heim vil ég gánga frá glasi, höndla gleði í draumi: Lundurinn græni er sígrænn. „Tótu“ dreymdi_________________________ MÉR fannst ég vera í flugstöð eða byggingu með mörgum her- bergjum og þar var langur gangur. Ég var með mömmu sem var þreytt og döpur að taka á móti manni sem heitir Björgvin og þrem börnum. Ég tek dreng í fangið sem er 1-2 ára, hann er nakinn, þreytt- ur og svangur og drekkur tvisvar úr vinstra brjósti mínu. Ég geng inn ganginn með barnið en þá hleypur mamma í burt, hún grætur og vill fara strax í burtu. Ég skila barninu inn í herbergi þar sem tvö önnur böm sofa og hleyp svo á eft- ir mömmu. Hún segir að hún geti ekki verið þarna því hún muni fá slæmar fréttir, það eigi eitthvað eftir að koma fyrir, eitthvað slæmt, hún talar um að pabbi sé að spila við Björgvin og hleypur síðan út. Nú finnst mér eins og draumurinn sé búinn. En þá finnst mér eins og ég heyri mömmu hrópa „mamma, þú veist að hann er dáinn, hann er kaldur" (ég veit ekki um hvern hún er að tala). Ég ætla að kveikja ljós og hlaupa fram til að athuga hvað sé að en ég get ekki kveikt á ljós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.