Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GRÓA SIGURÐARDÓTTIR + Gróa Sigurðar- dóttir var fædd í Hvammi í Fá- skrúðsfirði hinn 31. mars 1929. Hún lést á sjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð hinn 21. maí síðastliðinn eftir stutta legu þar. Foreldrar hennar voru Sig- urður Oddsson, bóndi Hvammi, og kona hans, Þuríður Elísabet Magnús- dóttir. Gróa giftist Sig- urði Ulfarssyni frá Vattarnesi við ReyðarQörð hinn 23. júlí 1955. Börn þeirra eru Ingibjörg og Úlfar, en fyrir átti hún soninn Sig- berg Elís Friðriks- son. Barnabörn Gróu eru nú orðin níu. Gróa og Sig- urður bjuggu á Vattarnesi til ársins 1982 er þau fluttust að Búðum í Fá- skrúðsfirði. Þau fluttust til Svíþjóðar 1993 og bjuggu skammt frá Malmö. Útför Gróu fer fram frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við góða vinkonu og frænku Gróu Sigurðardóttur frá Hvammi í Fáskrúðsfirði. Við kynntumst Gróu þegar hún var ung stúlka og þau kynni urðu nánari eftir að hún fluttist í Vattar- nes og á milli heimila okkar var ætíð sönn vinátta, sem aldrei bar skugga á. Gróa var einstaklega ^ myndarleg og dugleg og var sama að hverju hún gekk, allt lék í hönd- um hennar. Heimili þeirra hjóna var einkar faUegt og aðlaðandi og bar vott um smekkvísi og myndar- skap. Þau Gróa og Siggi voru einstak- lega samhent og það var mikil fyr- irmynd hvernig þau hjónin unnu saman, hvort sem það var við fegr- un heimilisins eða í sjóhúsinu. Þar var Gróa hinn dugmikli starfs- kraftur og þar var viðhöfð sama snyrtimennskan og öll umgengni til fyrirmyndar og var framleiðsla þeirra rómuð fyiir gæði. Við eigum margar góðar minn- ingar frá heimsóknum til þessara góðu vina og ósjaldan komu þau og við nutum aðstoðar þeirra við sitt- hvað sem verið var að lagfæra og bæta og aldrei brugðust þeirra högu hendur og góðvilji í okkar garð. Síðustu árin átti Gróa við van- heilsu að stríða, en hún lét aldrei bugast og tók sínum veikindum með einstakri ró og dugnaði. Hún naut kærleika og umönnunar síns góða eiginmanns og dóttur og fjöl- skyldu hennar. Hugrekki og æðruleysi Gróu var ástvinum hennar mikill styrkur og hjálp þennan ei'fiða tíma. Gróa lést eftir stutta legu á sjúkrahúsi í Lundi þann 21. maí sl. en þangað þurfti hún oft að leita vegna blóðgjafa síðustu árin og þar naut hún einstakrar hlýju og um- hyggju lækna og starfsfólks. Fyrir það voru þau hjónin afskaplega þakklát og mátu mikils. Síðast kom Gróa heim til Is- lands í ágúst 1996 en þá komu þau hjónin í heimsókn. í dag fylgjum við henni hinsta spölinn, heima í sveitinni hennar, en þar óskaði hún að hennar jarðnesku leifar hvíldu í kirkjugarðinum á Kol- freyjustað þar sem foreldrar og aðrir ættingjar hvíla. Við kveðjum Gróu með söknuði og þökk fyrir að hafa átt vináttu hennar og geymum allar góðu minningarnar. Elsku Siggi, mestur er þinn missir og bamanna ykkar og barnabama. Guð blessi ykkur öll og styrki. Megi minningin um góða eiginkonu, móður og ömmu milda og verma í söknuði ykkar. Blessuð sé minning Gróu Sigurð- ardóttur. Aðalbjörg Magnúsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson. Það var snemma að morgni upp- Sérfræðingar í blómaskrevtinjium við öll tækifæri 1 biómaverkstæði I I JSlNNA I Skóla\()rðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090 I örficfryÁÁjur VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3 u AKOGESHÚSIÐ sfmi 562-4822 1 Biynjar Eymundsson matrelðslumeistari É Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir smurbrauðslómfrú ' VEISLAN A 1 mPm VEITINGAELDHÚS Frábærar veitlngar Sími: 5612031 Fyrirmyndar þjónusta > Crjíéryííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 ■mM I f HOTEL LOFTLEIÐIR S:: ICI LAMDAIR H O T S L s Glæsileg KAFFIHLAÐBORÐ FALLEGIR SALIR nr. MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA stigningardags að þær fréttir bár- ust frá Svíþjóð að Gróa hefði látist um nóttina. Þótt við hefðum vitað af lasleika hennar í nokkur ár og skynjað að henni væri að hraka í vetur, þá einhvem veginn heldur maður alltaf að fresturinn verði lengri. Því koma svona fréttir alltaf sem áfall og maður finnur til smæð- ar sinnar. Þótt stutt sé til Norður- landanna eru þau óendanlega langt í burtu þegar eitthvað bjátar á. Við sem þetta skrifum höfum þekkt Gróu og Sigga alla tíð. Gróa var föðursystir annars okkar en Siggi er föðurbróðir hins. Gróa var alla tíð iðjusöm kona og mynd- arleg húsmóðir. Hún var hörku- dugleg og veitti ekki af, því meðan þau bjuggu á Vattarnesi voru þau með sauðfjárbúskap, trilluútgerð og saltfiskverkun. Eftir að þau fluttu á Fáskrúðsfjörð héldu þau áfram með útgerð og sá þá Gróa um umsöltunina í landi ásamt því að taka þátt í flatningunni, það voru því mörg handtökin. Gróa sagði sína meiningu alltaf um- búðalaust og lá ekkert á skoðun- um sínum ef henni fannst það þurfa. Hún var vinamörg og þau hjónin bæði. Það var því oft gest- kvæmt hjá þeim og glatt á hjalla og ekki vantaði góðgjörðirnar, það fór engin svangur frá henni Gróu. Þau voru einstaklega samhent og samrýnd hjón og alltaf talað um þau sem eina heild, Gróa og Siggi, það var eins og annað væri óhugs- andi án hins. Gróa og Siggi föðurbróðir minn buðu mér (Anders) í sumarvist 1973. Starf mitt var að létta undir með þeim við búskap og fiskverk- un. Eftir það beið ég á hverju vori eftir að skóla lyki svo ég kæmist austur til Sigga og Gróu. Svo vel líkaði mér vistin hjá þeim að sumr- in urðu 12. Þegar þau fluttu á Fá- skrúðsfjörð 1982 fylgdi sumargest- urinn með. Þótt ég væri svo kom- inn í aðra vinnu var alltaf farið austur í sumarfríinu. Vinskapur við Gróu og Sigga hefur haldist alla tíð síðan og hafa dætur okkar ekki síður notið hans en við. Þau hafa verið þeim eins og bestu amma og afi. Elsku Gróa, við kveðjum þig með innilegu þakklæti fyrir allt. Elsku Siggi, böm og fjölskyldur. Við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Lífið verður tómlegra án Gróu en minningin um dugnaðar- konu mun lifa með okkur. Anders og Dagbjört. Feijan hefur festar losað, farþegi er einn um borð. Mér er ljúft af mætti veikum mæla fáein kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þitt og gleðibrag. Þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir Uðinn dag. (I.H.) Hún Gróa hefur kvatt þetta jarð- neska líf. Með trega í hjarta langar mig til að minnast góðrar konu. Margs er að minnast og margt er að þakka. Hún kom ung kona frá Hvammi í Fáskrúðsfirði að Vattar- nesi við Reyðarfjörð. Þar urðu ör- lög hennar ráðin er hún giftist sín- um góða manni Sigurði Úlfarssyni. Fegurra hjónaband hef ég aldrei séð. Samhent í daglegum störfum og við uppeldi barnanna sinna þriggja. Væntumþykja og virðing þeirra hvort fyrir öðru var augljós alla tíð. Eg átti því láni að fagna að lifa mín æsku- og unglingsár í næsta húsi við heimili hennar. Við bjuggum seinna báðar um árabil á Búðum í Fáskrúðsfirði. Fyrir rúmum fimm árum fluttist ég til Reykjavíkur en hún skömmu seinna til Svíþjóðar. Eg sá hana aldrei eftir það. Með jólakortum var skrifast á, með hlýjum kveðj- um og þakklæti fyrir liðna tíð. Fréttir bárust um erfið veikindi. Það var ótrúlegt að kona á besta aldri, sem alla tíð hafði lifað heil- brigðu og reglusömu lífi bæri ekki sigur í þeirri baráttu. Og núna, þegar hún er farin til æðri heima, streyma fram ótal minningar. Minningar, sem aldrei bar skugga á. I æsku minni var til- hlökkun jólanna ekki síst fyrir það að ætíð komum við börnin úr hús- unum fjórum á Vattamesi saman á jóladag í Dagsbrún hjá Gróu og Sigga. Og farið var í ótal leiki. Get- ið upp á bókaheitum, með smá leik- þáttum og margt fleira. Síðan var súkkulaði og fínustu kökur bomar fram. Ég minnist þess líka hvað hún mamma mín kunni alla tíð vel að meta þessa hreinskilnu og réttsýnu manneskju. Alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd hvort sem það var á sorgarstundum eða í verkleg- um framkvæmdum. Gróa var ein- staklega lagin við öll verk. Sauma- skap og margt fleira. Bar heimili hennar þess glöggt merki. Svo ótal margt fleira hefði verið hægt að rifja upp frá liðinni tíð. Seinna meir þegar ég var orðin fullorðin kona heimsóttum við hvor aðra öðm hverju. Það voru ánægjulegar stundir því Gróa var mjög þroskuð per- sóna og var hægt að ræða við hana tímunum saman um lífið og tilveruna án þess að nokkurn tím- ann væri hallað á aðrar manneskj- ur. Þó er það svo, að á þeirri mynd, sem kemur sterkast í hugann núna, er Gróa hress og kát, spaug- andi og skellihlæjandi? Blessuð sé minning hennar. Trúarinnar trausti styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur. eilífðin er ljósið bjarta. (H. Sæm.) Siggi minn. Ég sendi þér og börnum ykkar og öðram ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guðný Ragnarsdóttir. + Unnur Einars- dóttir fæddist á Neðri-Mýrum, Engihlíðarhreppi, Austur-Húnvatns- sýslu 6. maí 1911. Þar ól hún aldur sinn að mestu til dauðadags. Hún lést að heimili sínu 8. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Guðrúnar Margrétar Hall- grímsdóttur (f. 1885, d. 1956) og Einars Guðmunds- sonar (f. 1875, d. 1934), ábúenda á Neðri-Mýrum frá 1907. Unnur Hún Unnur mín kvaddi þessa veröld árla dags þann 8. júní sl. Hafði verið lasin nóttina áður, en kallaði þó ekki til mín fyrr en að morgni, og leið þá hálf illa. Meðan við biðum eftir lækni langaði hana til að vita hvað ég hefði hafst að var næstyngst fjög- urra systkina, en þau voru Guðmund- ur Mýrmann, bóndi á Neðri-Mýrum (f. 1907, d. 1976), Guð- rún, húsfreyja í Vestmannaeyjum (f. 1909, d. 1986) og Hallgrímur Mýr- mann, bóndi á Neðri-Mýrum (f. 1920, d. 1998). Útför Unnar fer fram frá Höskulds- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. deginum áður, hvort það væru gestir ennþá og hvort yngsta dóttir mín væri komin heil á húfi suður. Þegar sú vitneskja var fengin hall- aði hún sér í fang mér og kvaddi þessa veröld. Sátt við sitt, og ósk hennar uppfyllt, að fá að deyja heima og vera ekki ein. Að vera mikið ein varð hennar hlutskipti síðustu vikurnar eftir að bróðir hennar dó í byrjun apríl síðastlið- ins. Einvera var henni þó lítt að skapi, að eðlisfari var hún félags- lynd og vildi hafa fólk í kringum sig sem heyrðist til. Ég flutti hingað í Efri-Mýrar fyr- ir réttum átján árum, en er búin að þekkja hana frá æskuárum. Þá var hún tekin að eldast en hugsaði samt urn sinn verkahring. Árin liðu, bömin mín hlupu stundum í heimsókn til hennar og alltaf tók hún þeim hlýlega. Það var til dæmis fastur vani að hlaupa milli bæjanna á aðfangadagsmorgni og færa henni eitthvað pínulítið sem þau höfðu gjarnan búið til. Börnin mín uxu úr grasi og Unnur gerðist ellimóð og þarfnaðist orðið aðstoðar við flest það sem hafði verið leikur einn áður. Ekki var hún sátt við að elli kerling beygði hana svona, þótt svo að hún viðurkenndi orðið van- mátt sinn til þess sem hún áður gat gert. Og heima ætlaði hún að vera meðan stætt væri, þá vitneskju faldi hún ekki fyrir nokkram manni. Það var ekki alltaf auðvelt að uppfylla þessa ósk hennar og hún vissi vel að hún fengi betri umönnun ef hún vildi flytja á Héraðshælið. Ég ætla að vera heima, svaraði hún, og leit til mín fóstu augnaráði væri ég að ámálga þetta við hana. Enda hætti ég því og reyndi að gera henni dag- ana auðveldari eftir því sem ég gat og hafði tíma til. Nú er hún horfin á vit annarrar veraldar, þar sem hún vissi foreldra sína og systkini bíða sín. Ég er henni þakklát af hjarta fyrir allar samverustundirnar frá fyrstu kynn- um, ekki síst núna síðustu árin sem mátti heita að hún væri orðin barn á höndum mínum. Þakklát að eiga minningarnar af frásögnum hennar, trúnaði og endalausa umhyggju fyr- ir mér og mínum. Friður, kyrrð og innileg þökk, fylgi minni öldnu vinu á vit nýrrar tilvera. Halla Jökulsdóttir, Efri-Mýrum. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. UNNUR EINARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.