Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sverrir Hermannsson undirbýr sto&un stjómmálasamtaka: Nú veröur dansinn stiginn|j|| ÞAÐ er ekki seinna vænna að fara að æfa kvótasporin í nýja kosningavalsinum . . . Tímamót í með- ferð háþrýstings Vörugjald á skot- vopnum fellt niður Afrakstur sjö ára baráttu Skot- veiðifélags Islands ALÞINGI hefur ákveðið að fella niður vörugjöld af byssum og skotfærum frá og með 1. júlí næstkomandi og er þar með lokið áralangri baráttu Skot- veiðifélags íslands. Félagið hefur síðastliðin sjö ár bent á þann mismun sem verið hefur á gjaldtöku á frístundaiðkun- um. Hafa skotveiðimenn þurft að búa við aukaálögur á sínar frístundavörur þegar hliðstæð- ir hópar hafa verið undanskild- ir. Hafa þeir bent á að ýmsar vörur eins og veiðistangir, skíði, golfsett, bogar og sverð hafi verið undanskilin meðan byssur og skotfæri hafa búið við 25% vörugjald. Sigmar B. Hauksson, for- maður Skotveiðifélags Islands, fagnar niðurstöðunni og segir hana afmælisgjöf til skotveiði- manna. „Þetta er mikill léttir eftir sjö ára baráttu og efst í huga okkar er þakklæti til Kristjáns Pálssonar alþingis- manns sem hefur verið, að öðr- um ólöstuðum, okkar helsti talsmaður í þessum efnum. Þetta er í reynd prýðis af- mælisgjöf þar sem Skot- veiðifélagið heldur upp á 25 ára afmæli sitt í haust. Það er nú í höndum okkar skotveiði- manna að fylgja eftir þessum ávinningi og sjá til þess að þessi lækkun skili sér í betra vöruverði. Næsta baráttumál okkar er að innleiða skilagjald á skothylki en það er hluti af okkar stefnu í bættri náttúru- vernd sem við viljum vera í forsvari fyrir.“ Vörugjöld af byssum og skotfærum skiluðu ríkissjóði um 14 milljónum króna árið 1995. NIÐURSTOÐUR svokaUaðrar HOT-rannsóknar, sem kunngerðar voru á alþjóðlegu þingi háþrýst- ingslækna í Hollandi í vikunni, svara þeirri grundvallarspumingu, að sögn Axels Sigurðssonar, sér- fræðings í lyflæknis- og hjarta- sjúkdómum, hversu mikið er æski- legt að lækka neðri mörk blóðþrýstings, svonefnd hlébils- mörk, þegar sjúklingar með of há- an blóðþrýsting em meðhöndlaðir. Hingað til hafa læknar verið í nokkmm vafa og hefur jafnvel ver- ið talið að ef hlébilsmörk verði of lág fari líkur á alvarlegum hjarta- sjúkdómum og ótímabærum dauða að aukast að nýju. Samkvæmt rannsókninni minn- kaði hættan á alvarlegum hjarta- sjúkdómi eða dauða mest ef hlébilsmörk vom lækkuð niður fyr- ir 83 mmHg. Ohætt er samkvæmt rannsókninni að lækka hlébils- mörkin allt niður í 70 mmHg. Ekki var athugað hvort óhætt er að hann lækki enn frekar. Búast forsvarsmenn rannsókn- arinnar, Svíinn Lennart Hansson og Italinn Alberto Zanchetti, við að niðurstöðumar marki tímamót í meðferð háþrýstings sem nú ætti að verða enn markvissari en áður hefur verið mögulegt. Læknar fylgist vel með og séu fljótir að til- einka sér niðurstöður rannsókna sem þessarar. Margir íslenskir sér- fræðingar á sviði hjarta- og nýma- lækninga sátu þingið. Aspirín einnig gagnlegt Markmiðið með HOT-rannsókn- inni var að finna ákjósanlegust neðri mörk blóðþrýstings sem stefna bæri að við meðhöndlun á háum blóðþrýstingi og minnka þar með hættu á að sjúklingur fengi al- varlega hjartasjúkdóma eða hlyti ótímabæran dauðdaga vegna sjúk- dómsins. Einnig var ætlunin að meta hvort lágur skammtur af aspiríni minnkaði hættu á að sjúklingur með of háan blóðþrýst- ing fengi hjartasjúkdóm eða dæi af völdum hans. Niðurstaða rann- sóknarinnar er að þeir þátttakend- ur sem fengu 75 mg af aspiríni á dag fengu 15% færri alvarleg hjartaáfoU en þeir sem fengu lyf- leysu. Aspirín hefur um nokkurt skeið verið notað til blóðþynningar við hjarta- og æðasjúkdómum en þar til nú hafa ekki verið færð rök fyrir áhrifum þess á meðferð við háþrýstingi. Tæplega 19 þúsund sjúklingar með of háan blóðþrýsting, á aldrin- um 50-80 ára, í 26 löndum víðsveg- ar um heiminn tóku þátt í rann- sókninni. Fylgst var með þeim í að meðaltali 3,8 ár. Sjúklingamir voru valdir af handahófi og fengu þeir allir sama grunnlyfið við háþrýst- ingnum. Þeir sem blóðþrýstingur- inn lækkaði ekki hjá fengu viðbót- armeðferð og voru sumir á allt að fjómm lyfjum áður en viðunandi árangur náðist af meðferðinni. Flestir þátttakendur þurftu slíka fjöllyfjameðferð. Segja forsvars- menn rannsóknarinnar að niður- staða þeirra sé meðal annars sú að ef góður vilji læknis og sjúklings sé fyrir hendi og samstarf þeirra á milli gott sé árangur af háþrýst- ingsmeðferð mjög góður. Hár blóðþrýstingur er ein meg- inorsök þess að fólk fær hjarta- eða kransæðasjúkdóma og á stóran þátt í ótímabærum dauðsföllum þeirra vegna. Alþjóðaheilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að allt að 691 milljón manna í heiminum hafi háþrýstingssjúk- dóma og er talið að um fimmtung- ur fullorðinna hafi of háan blóðþrýsing. Sjúkdómurinn er iðu- lega einkennalaus og er ekki síst þess vegna erfiður viðureignar, að sögn Axels. í mörgum tilvikum greinist háþrýstingur ekki fyrr en mjög seint og þá hafa skemmdir í hjarta- og æðakerfi þegar gert vart við sig. Einnig geti reynst erfitt að sannfæra fólk sem kennir sér einskis ills meins að taka inn lyf við sjúkdómnum. Aðalfundur Félags Longniðja 20. júní Stefnt að stóru niðjamóti á 200 ára afmælinu Aðalfundur Félags Longniðja verður haldinn hinn 20. júní næstkom- andi og er sá dagur jafn- framt formlegur útgáfu- dagur niðjatals Englend- ingsins Riehards Long, verslunarstjóra í Reyðar- fjarðarkaupstað. Bókaút- gáfan Þjóðsaga gefur niðjatalið út, sem er í þremur bindum. Fjöldi blaðsíðna er 1.617 og er ritið prýtt 2.700 ljós- myndum, þar á meðal úr- vali af myndverkum tveggja afkomenda Ric- hards Long, bræðranna Finns og Ríkarðs Jóns- sona. Höfundur verksins og ritstjóri er Gunnlaug- ur Haraldsson þjóðhátta- fræðingur. - Hver er tilgangur Félags Longniðja? „Tilgangur félagsins er sá að auka samheldni og frændrækni Longættarinnar með því að koma upp safni um sögu hennar og vinna að útgáfu ættarrita. Félagsmenn geta verið afkom- endur Richards Long, sem var enskur að uppruna, fæddur 30. nóvember 1783, auk maka þeirra. Félagið á lögheimili í Reykjavík og þar situr stjóm þess sem skipuð er fimm mönn- um. Einnig eru starfandi tvær þriggja manna nefndir, niðjamótsnefnd og ritnefnd, sem skipta með sér verkum og kalla félagsmenn til starfa. Aðalfund- ur er haldinn árlega í Reykjavík á laugardegi, sem næst fæðing- ardegi Richards Long, nema að þessu sinni vegna útgáfu bókar- innar. Fundinn mega sækja nýir meðlimir og allir skráðir meðlimir í félagið. Félag Longniðja heitir Longættin og eiga afkomendur Riehards Long ættingja í Dan- mörku, Færeyjum, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum auk Englands. Er hugmyndin sú að halda stórt og mikið niðjamót árið 2002, þegar ættin verður 200 ára.“ - Hvernig bar stofnun félags- ins að? „Margir niðja Richards Long hafa skráð hjá sér fróðleik um ætt sína og forfóður og kom sú hugmynd upp annað veifið á sín- um tíma að ástæða væri til þess að gera frændgarði hans skil í bókarformi. Þær ráðagerðir urðu fyrst að alvöru fyrir um það bil tíu árum síðan og leiddu smátt og smátt til stofnunar formlegs félagsskapar. Þrír af- komendur Richards _________ Longs, ég, Jón Benja- mínsson og Þór Jak- obsson, komu síðan fyrst saman til form- legs undirbúnings- fundar árið 1992 og höfðum við þá hver í sínu lagi og með aðstoð annarra hafið heim- ildasöfnun um forfóður okkar og skyldfólk hans.“ - Átti Richard Long mörg böm? „Börn hans voru átta talsins og vitneskja er um 4.128 niðja Richards og bamsmæðra hans, Þórunnar Þorleifsdóttur og Kristínar Þórarinsdóttur. Við þá tölu má bæta nokkrum hundruð- Eyþór Þórðarson ► Eyþór Þórðarson fæddist hinn 4. nóvember árið 1925 á Sléttabóli í Vestmannaeyjum. Hann lauk námi í Barnaskóla Vestmannaeyja árið 1939, var í vélvirkjanámi í Vélsmiðjunni Magna 1943-46, lauk Iðnskóla Vestmannaeyja árið 1947 og sveinsprófi sama ár, vélstjóra- prófí frá Vélskólanum í Reykja- vík árið 1949 og rafmagnsdeild árið 1950. Hann sótti jafnframt námskeið í sjóvinnu í Vest- mannaeyjum árið 1940, i félags- og fundarstörfiim í Keflavík árið 1966, í framsögn í leiklistarskóla Ævars Kvaran árið 1967 og nam skjalavörslu og bókasafnsfræði í Háskóla ís- Iands árið 1988-1990. Eyþór hefur verið formaður útgáfu- nefndar niðjatals Longættar og stóð að stofnun Félags Longn- iðja árið 1994 og hefúr verið formaður þess siðan. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu hinn 1. des- ember árið 1995 fyrir fræði- og félagsstörf. Vitneskja er um 4.128 niðja Richards Long um niðja, það er afkomendum þeirra sem fluttust úr landi fyrr á árum og ekki hefur reynst unnt að afla upplýsinga um.“ - Hver er framtíð félagsins? „Við höfum tekið þá ákvörðun að halda félaginu áfram þar sem okkur hefur ekld tekist að hafa upp á fjölda Longniðja erlendis í þessum áfanga. Við munum því einbeita okkur að því í fram- tíðinni. Þeir skipta væntanlega einhverjum hundruðum." - Er það ekki mikil vinna? „Jú, og við viljum hvetja Longniðja til þess að hafa þetta bakvið eyrað í framtíðinni þegar ________ þeir fara erlendis. Það má ætla að Longniðjar séu bú- settir í að minnsta kosti í fimm löndum en það hefur oft sýnt sig, þegar niðjatal er gefið út, að það ýti við fólki. Þess vegna búumst við sem höf- um haft forgöngu um þessa út- gáfu við því að fá nýjar upplýs- ingar á næstunni. Margfeld- isáhrifin eru oft nokkur því fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hver skyldmenni þess eru. Ritið ætti að gefa því nokkuð af vísbendingum. Við munum halda áfram að treysta bönd Longniðja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.