Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 35 Morgunblaðið/Þorkell % Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir, félagi í klúbbnum Geysi, sem hefur það markmiði að styðja geðfatlaða út í atvinnulífíð. Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri geðdeildar Landspítalans Aðstæður geð- sjúkra óviðunandi tuttugu tíma á viku. Að því loknu kynnir starfsmaður klúbbsins sér starfíð og þjálfar viðkomandi félaga í starfíð, vinnuveitanda að kostnaðar- lausu. Eftir þá starfsþjálfun hefji fé- laginn formlega vinnu og fari inn á launaskrá hjá vinnuveitandanum. Anna bendir á í þessu sambandi að það að fá tækifæri til þess að stand- ast þennan sex mánaða reynslutíma sé mikilvægt og efli sjálfstraust og sjálfsvirðingu. „Ef félaginn veikist eða getur ekki sinnt starfinu er klúbburinn ábyrgur og sér til þess að annar komi i stað- inn. Vinnuveitandanum er þannig tryggð hundrað prósent mæting,“ segir Anna og bætir auk þess við að starfsmaður klúbbsins sé stuðnings- aðili fyrir bæði félagann og vinnuveit- anda og fylgist náið með gangi mála á vinnustaðnum. Klúbbhúsið verði sýnilegt Eins og íyrr var vildð að er þess vænst að starfsemi klúbbsins Geysis verði komin í hús um næstu áramót, en samkvæmt alþjóðlegum reglum frá ICCD um Fountaine House-hug- myndafræðina á húsið að vera aðsldiið frá geðdeildum eða öðrum stofnunum og um leið að hafa gott samband og/eða samvinnuivið þær. Þá er ætlast til þess að klúbbhúsið verði staðsett þar sem samgöngur séu góðar, þannig að auðvelt sé íyrir klúbbfélaga að komast til og frá klúbbnum og í vinnu. Þær Anna og Aðalbjörg Edda segjast vonast til þess að geta fundið húsnæði fyrir klúbbinn einhvers staðar mið- svæðis I Reykjavík, þar sem samgöng- ur eru góðar. Auk þess leggja þær áherslu á að húsið verði sýnilegt í samfélaginu, enda sé eitt af markmið- um klúbbsins að kynna starfsemi hans t vandamál tnumark- væð“ yrkja er að þegja yfír sínuin sjúk- dómi. Slíkt leiðir einungis af sér óöryggi og spennu jafnvel vissrar fælni frá atvinnurekenda. Flest viljum við vera einlæg og eiga sömu möguleika og aðrir en hveiju skila slík viðhorf sem greint er frá að ofan, öðru en að ýta und- ir fals og óöryggi í þessum harða heimi. Allir þurfa á uppbyggingu og trausti að halda, eigi þeir að fá að sanna sig, fyrst og fremst fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum. En til þess þurfa menn tækifæri. Á því grundvallast sá stuðning- ur sem klúbburinn Geysir veitir fyrir þá sem komnir eru út úr sjúkrahúsgeiranum og hafa löng- un og viðleitni til að fara út á al- mennan atvinnumarkað á ný.“ og auka tengsl við samfélagið þannig að fordómar minnki. Anna getur þess að í húsi klúbbsins þurfí að inna ýmis störf af hendi, sem félagar muni skipta með sér. Til dæmis þurfí að taka á móti nýjum fé- lögum, sjá um ýmsar kynningar, svara í símann, og sinna viðhaldi á húsnæðinu svo eitthvað sé nefnt. Hún leggur hins vegar áherslu á að störfín innan klúbbsins ráðist af þörfum og áhuga félaganna og að þeir sjálfir skipti með sér þeim verkefnum sem inna þurfí af hendi. Líklegt sé að hver sinni þeim störfum sem hann hafi hæfileika og getu til og að auk þess sé mikilvægt að fólki sé ekki mismun- að á grundvelli sjúkdómsgreiningar eða virkni. Allir séu mikilvægir í starfsemi klúbbsins og allir beri sam- eiginlega ábyrgð. Að sögn Önnu og Aðalbjargar Eddu er ætlunin að tveir til þrír fast- ir starfsmenn starfí í klúbbhúsinu auk forstöðumanns. Starfsfólk og fé- lagar eiga að bera ábyrgð á starfsem- inni en endanleg ábyrgð á að liggja hjá forstöðumanni. Aðalbjörg Edda segir það mikinn kost að félagar klúbbsins eigi að bera jafnmikla ábyrgð á starfseminni og starfsmenn hans. „Þannig njótum við geðfatlaða fólkið okkar betur en nokkurn tíma inni á stofnun,“ segir hún. „I húsinu okkar mun okkur félögunum takast að komast síðasta spölinn til mögu- legs bata. Það er tilhlökkunarefni og mér líður betur en áður við tilhugs- unina eina saman.“ Hefur gefið góða raun Anna leggur að síðustu áherslu á mikilvægi þess að sú hugmynd sem klúbburinn Geysir byggi á hafí verið reynd, með góðum árangri, víða um heim síðastliðin fimmtíu ár og enn- fremur að alþjóðasamtök haldi utan um þá klúbba sem starfí í nafni Fountain House. Alþjóðasamtökin reki til dæmis þjálfunarstöðvar fyrir starfsmenn og félaga klúbba sem byggja á hugmyndafræði Fountain House og sjái til þess að klúbbamir haldi ákveðnum viðmiðunarreglum um starfsemi og skipulag í heiðri. „Þessi starfsemi hefur gefið mjög góða raun og hefur hjálpað fólki að öðlast sjálfstraust og verða virkir þátttakendur í þjóðfélaginu," segir Anna aðspurð um reynslu af þessum klúbbum af erlendum vettvangi. Eins og fyrr segir gengur undir- búningur að starfsemi klúbbsins hér á landi vel og segja þær Anna og Aðal- björg Edda að í styrktarfélaginu sitji margir „forystumenn í jajóðfélaginu", eins og þær orða það. I sjóm styrkt- arfélagsins era Ingólfur H. Ingólfs- son, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Ög- mundur Jónasson alþingismaður, Þórann Hafstein lögfræðingur, Lára Bjömsdóttir félagsmálastjóri, Ólafur Ólafsson frá lyfjafyrirtækinu Delta, Anna Guðrún Amardóttir iðjuþjálfi og Hallgrímur Gunnarsson forstjóri Ræsis. Vemdari klúbbsins er frú Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti lýðveldisins fslands. Það er mat Þórunnar Pálsdóttur, hjúkrunar- forstjóra geðdeildar Landspítalans, að að- búnaður geðsjúkra hér á landi sé óviðunandi. Sigríður B. Tómas- dóttir ræddi þessi mál við Þórunni sem segir niðurskurð á fjárveit- ingu til geðdeildarinnar hafa verið allt of mik- inn. Það hafi haft í för ----’-------7---:------- með sér að Islendingar hafí dregist aftur úr í meðhöndlun geðsjúkra í samanburði við Norðurlönd. ÞÓRUNN Pálsdóttir hef- ur starfað að málefnum geðsjúkra í 35 ár og þeklar því manna best til þeirra hér á landi. Hún er einnig vel kunnug á Norðurlönd- um og segir mikið skilja að aðbúnað geðsjúkra þar og hér. „Hér á landi eru t.d. mjög margir sjúklingar sem deila herbergi með öðram sjúkling- um, jafnvel þeir sem dvelja lang- dvölum á sjúkrahúsi. í Noregi er það í lögum að sjúklingar era ekki lengur en ár á geðsjúkrahúsi í sam- býli með öðram. í Danmörku er það ekki í lögum en er stefna stjóm- valda þar.“ Hér á landi er ekki sama upp á teningnum og segir Þórunn aðstæð- ur hérlendis engan veginn samræm- ast mannúðarsjónarmiðum. „Þessir sjúkhngar eiga einmitt mjög oft erfitt með samskipti við annað fólk, þola kannski ekki sína eigin fjöl- skyldu. Síðan eru þeir settir í her- bergi með bláókunnri manneskju sem hlýtur að vera erfitt.“ Þórann er nýkomin af ráðstefnu í Árósum þar sem fjallað var um mál- efni geðsjúkra. í leiðinni gafst tæki- færi til að fræðast meira um stefnu stjórnvalda í Danmörku og aðstæð- ur þær sem geðsjúkum era búnar í Árósaamti og Viborgamti. „Það er ólíku saman að jafna, aðstæðum þar og hér á landi. í Viborgamti, þar sem búa t.a.m. jafn margir og á ís- landi, voru t.d. nýverið veittar 150 milljónir danskra króna (um 1,5 milljarðar íslenskar krónur) í auka- fjárveitingu til að bæta aðbúnað geðsjúkra enn frekar. Hér á landi er Geðdeild Landspítalans rekin fyrir 1 milljarð á ári, Þannig að munurinn er gífurlegur." Ráðstefnugestir skoðuðu einnig aðbúnað geðsjúkra í Viborg og deildir sem era í byggingu. „Ég get nefnt sem dæmi að á réttargeðdeild- inni sem er verið að reisa þar er gert ráð fyrir sérherbergi með að- gangi að baði fyrir alla vistmenn. Þetta er ekld hægt að bera saman við aðstæður á Sogni sem eru varla mönnum bjóðandi." Geðsjúkir eiga sér fáa málsvara Að sögn Þórannar er einnig reg- inmunur á umræðu í þjóðfélaginu um málefni geðsjúkra hér á landi og í Danmörku. Þar hefur verið um- ræða um þessi mál í mörg ár en hér á landi háir það mjög málefnum geðsjúkra hve fáa málsvara þeir eiga. „Þetta er að vissu leyti feimn- ismál og það hefur verið erfitt að opna umræðu um það. Einnig er vandamál að fólk sem ekki þekkir persónulega til geðsjúkra á erfitt með að átta sig á sjúkdómnum. Það fylgir t.d. sú ímynd geðsjúkum að þeir séu alltaf í slagsmálum. Svo þegar fólk sér geðsjúka sem era mjög rólegir og líta eðlilega út fær það á tilfinninguna að það sé næst- um óþarfi að hafa sjúkrahúspláss fyrir þetta fólk, vegna þess að sjáan- lega er ekkert að.“ Sem dæmi um hve fáa talsmenn geðsjúkir eiga nefnir Þórann það dæmi að um áramótin var rúmum á geðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur fækkað úr 31 í 24. „Þetta gerðist alveg þegjandi og hljóða- laust,“ segir Þórann. „Hugsaðu þér sjö rúm, það er ekki eins og fólk hætti að verða veikt. En þetta hefur vitaskuld skapað aukið álag og yfirinnlagnir á allar mótt- tökudeildir Geðdeildar Landspítal- ans.“ Þessi fækkun er hluti af niður- skurði í heilbrigðiskerfinu sem Þór- unn segir hafa bitnað illa á geðdeild- um og vera helstu ástæða þess hversu mikið Islendingar hafa dreg- ist aftur úr í þessum málum á síðari áram. „Við þyrftum aukafjárveit- ingu upp á 250 milljónir á ári næstu þrjú árin ef vel ætti að vera vegna þess hve lengi stjómvöld hafa dreg- ið á eftir sér lappimar í þessu máli. Það þarf að koma hlutum í lag auk þess sem það þarf að fara að undir- búa að geðdeildin missir húsnæðið að Kleppi eftir sex ár.“ Ríkisstjórnin og þingmenn vakni af þymirósarsvefni Geðdeildin missir húsnæðið að Kleppi vegna þess að á sínum tíma var lóðin aðeins leigð út í 99 ár. Þórunn segir að það verði að hugsa um viðeig- andi lausn á þessu máli í tíma, ekki dugi að ætla sér að hola geðdeildinni ein- hvers staðar niður í óhæfu húsnæði þegar þar að kemur. „Það er ekki seinna vænna að rfldsstjórnin og þingmenn Alþingis vakni upp af þyrnirósarsvefninum," segir Þórann. „Umræðan um stefnu í geðheilbrigð- ismálum þarf að hefjast nú þegar.“ Að sögn Þórannar er verið að safna upplýsingum um þessi málefni í í nefnd sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra skipaði fyrir einu og hálfu ári. „Það er svo sem góðra gjalda vert en annað mál er að oft vilja mál sofna í nefhdum. Það er stundum talað um upplýsingaþjóðfé- lag í dag en gallinn við það er að þrátt fyrir gífurlegt magn upplýsinga vill oft lítið verða úr nýtingu þeirra en það er það sem við þurfum.“ Næg verkefni ef íjárveitiiig fæst Þórann hefur fjölda hugmynda sem hún telur að ætti að framkvæma sem fyrst. Þær varða bæði sjúklinga á sjúkrahúsunum og þá sem hafa ver- ið útskrifaðir og búa á sam- býlum. Eitt aðalmálið er að sem flestir búi á einbýlum eins og áður sagði. Annað era sambýlin, þar búa sjúk- lingar sem lifa á bótum sem duga engan veginn fyrir einu né neinu. Húsgögn í slíkum sambýlum eru t.d. mjög oft samtíningur héðan og þaðan og umhverfi ekki mjög vist- legt. „Það er til hugtak sem kallast umhverfismeðferð og byggir á því að umhverfi sjúklinga hafi áhrif á líðan þeirra. Umhverfi eins og við bjóðum upp á hér á landi samræmist vita- skuld ekki þessari stefnu.“ I þessu sambandi minnist Þórann á að Lionsklubburinn Týr hafi tekið að sér að viðhald og endurnýjun á þremur sambýlum geðsjúkra. „Það verður seint þakkað fyrir svona góð- gerðarstarfsemi, okkur munar heldur betur um slíkt. Á einu af þessum heimilum hefur t.d. lítið sem ekkert verið gert í tíu ár, ekki málað eða neitt gert vegna peningaleysis." Önnur hugmynd sem Þórann kem- ur með tengist samstarfi geðdeilda og heilsugæslustöðva, það þyrfti að vera meiri tenging þar á milli. „Það vantar sérhæfingu á heilsugæslu- stöðvamar. Við þyrftum að geta út- skrifað sjúklinga til heilsugæslu- stöðva þar sem geðhjúkr- unarfræðingar gætu tekið við sjúklingum." En allt þetta veltur á því að fjármunir fáist til þess- ara mála „Ég vona að okk- ur beri gæfa til þess að fá aukafjár- veitingu. Aukafjárveitingar til heil- brigðismála hafa fyrst og fremst ver- ið veittar í hátæknibúnað sem er gott og gilt út af fyrir sig en geðsjúkir hafa setið á hakanum. Það þarf að breytast.“ Umræða þarf að hefjast nú þegar Þurfum 250 milljónir næstu 3 árin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.