Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 21 Gert við Borg’- arfjarðarbrú Morgunblaðið/Theodór FYRSTA einingin hífð niður með brúarstöplinum. Borgarnesi - Viðgerð er hafin á stöplum B orgarfj ar ðarbníar- innar, verið er að koma fyrir sérsmíðaðri þurrkví í kring um einn stöpulinn og hafa orðið nokkrar umferð- artafir um Borgar- fjarðarbrú á meðan. ■'Að sögn Ingva Arnasonar deildar- stjóra Vegagerðarinn- ar í Borgarnesi hafa nokkrir brúarstöplar brúarinnar orðið fyrir skemmdum á undan- förnum árum. Þarna er um steypu- skemmdir að ræða sem orsakast af samspili sjávarfalla, seltu, frosts og íss og er þekkt vandamál við hafnar- mannvirki hérlendis og einnig víða erlendis. Um 30 milljón ki'óna fjár- veiting fékkst til verksins á þessu ári. Gera á við einn stöpul til að byrja með á þessu ári en gert er ráð fyrir að gert verði við hina stöplana næsta sumar. Viðgerðin felst í því að hreinsa burtu allar steypuskemmdir og steypa síðan 10 til 15 sentimetra þykka kápu utan á skemmdu stöplana. Steypan er sérstaklega þróuð hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins til þessa verks. Til að hægt sé að steypa á stöplana var sérsmíðuð þurrkví í fjórum hlutum sem hver og einn vegur um 8 tonn. Einingamar verða síðan hífðar niður og skrúfaðar saman utan um stöplana. Síðan vinna brúarsmiðirnir innan í þun-kvínni við steypuviðgerð- irnar þó iðandi stórstraumsflóðið sé beljandi utan við stálþilið. Töluverðan tíma tók að koma fyrstu tveimur einingunum niður með stöplinum í fyrrinótt enda þá mikill straumur undir brúna í útfall- inu og var því beðið eftir liggjandan- um og gekk verkið þá betur. Brúarsmiðir Vegagerðar ríkisins sjá um viðgerðirnar. Sjómanna- dagurinn á Húsavík Húsavík - Sjómannadagurinn á Húsavík fór fram á hefðbundinn hátt í góðu veðri þó landkrabbanum hafi þótt kalt en sjómaðurinn er ýmsu vanur og kvartaði ekki. Hátíðarhöldin hófust á laugardag með skemmtisiglingu um Skjálf- anda á laugardagsmorgni. Síðar um daginn fór fram keppni í fjölmörg- um íþróttum og leikjum. Um kvöld- ið héldu sjómenn sína árshátíð sem var mjög fjölmenn og þótti takast vel. Sunnudagshátíðarhöldin hófust með messu sem sr. Sighvatur Karlsson söng og að heiini lokinni var lagður blómsveigur að minnis- varða látinna sjómanna en hann er staðsettur á kirkjulóðinni. Á vegum Slysavarnadeildar kvenna fór fram kaffisala á Hótel Húsavík. Við það tækifæri var aldr- aður sjómaður heiðraður, í þetta Morgunblaðið/Silli GUÐJÓN Bjömsson, sjómaður, var heiðraður á sjómannadaginn. skipti Guðjón Björnsson sem hefur stundað sjóinn frá barnsaldri sem háseti, stýrimaður, skipstjóri og út- gerðarmaður. Vígsla Skógakirkju Holti - Á sunnudaginn vígir biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, Skógakirkju. Athöfnin mun hefjast með athöfn í Byggðasafninu í Skóg- um kl. 13.45 en þaðan verður gengið í prósessíu að kirkju kl. 14. Vígsla kirkjunnar tengist kristnitökuhátíð Rangæinga sem hafin er og má segja að Skógakirkja sé lifandi vitn- isburður um kirkju íslendinga í nær 1000 ár. Kirkjan er reist sem safnkirkja, skólakirkja og grafarkirlqa og hófst bygging kirkjunnar 5. nóvember 1994. Kirkjan er teiknuð af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt í samráði við Þórð Tómasson, safnvörð, sem hef- ur haft yfirumsjón með öllum fram- kvæmdum en að byggingunni hafa staðið Eyvindarhólasókn, Skógar- skóli og Byggðasafnið í Skógum. Kirkjan er byggð sem sveita- kirkja úr timbri, turnlaus með klukknaporti nákvæmlega í stíl ldrkna frá seinni hluta 19. aldar með hlöðnum kirkjugarðsvegg um- hverfis. Kirkjumunir eru úr aflögð- um 19. aldar kirkjum og ber þar hæst altaristöflu Holtskirkju sem var aflögð 1889 en sú altaritafla var gefin Holtskirkju fyrir 230 árum af sr. Sigurði Jónssyni þáverandi presti í Holti. Kíkið á gulu tilboðin Ö Alltaf ferskt... Select .. Morgunblaðið/Anna Ingólfs SLOKKVILIÐSMENN í Reykjavík á hringferð sinni um landið ásamt fylgdarmönnum og gestum, m.a. slökkviliðsstjóranum á Egilsstöðum. Hjólreiðakappar hálfnaðir Egilsstöðum - Hjólreiðakappar Slökkviliðsins í Reykjavík, sem eru að safna áheitum fyrir krabba- meinssjúk börn, komu til Egilsstaða eftir velgengni á Möðrudalsöræfum. Ferðin hefur gengið vonum framar og þeir hafa reyndar verið aðeins á undan áætlun. Kapparnir gera ráð fyrir því að ljúka ferð sinni 17. júm í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.