Morgunblaðið - 13.06.1998, Page 21

Morgunblaðið - 13.06.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 21 Gert við Borg’- arfjarðarbrú Morgunblaðið/Theodór FYRSTA einingin hífð niður með brúarstöplinum. Borgarnesi - Viðgerð er hafin á stöplum B orgarfj ar ðarbníar- innar, verið er að koma fyrir sérsmíðaðri þurrkví í kring um einn stöpulinn og hafa orðið nokkrar umferð- artafir um Borgar- fjarðarbrú á meðan. ■'Að sögn Ingva Arnasonar deildar- stjóra Vegagerðarinn- ar í Borgarnesi hafa nokkrir brúarstöplar brúarinnar orðið fyrir skemmdum á undan- förnum árum. Þarna er um steypu- skemmdir að ræða sem orsakast af samspili sjávarfalla, seltu, frosts og íss og er þekkt vandamál við hafnar- mannvirki hérlendis og einnig víða erlendis. Um 30 milljón ki'óna fjár- veiting fékkst til verksins á þessu ári. Gera á við einn stöpul til að byrja með á þessu ári en gert er ráð fyrir að gert verði við hina stöplana næsta sumar. Viðgerðin felst í því að hreinsa burtu allar steypuskemmdir og steypa síðan 10 til 15 sentimetra þykka kápu utan á skemmdu stöplana. Steypan er sérstaklega þróuð hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins til þessa verks. Til að hægt sé að steypa á stöplana var sérsmíðuð þurrkví í fjórum hlutum sem hver og einn vegur um 8 tonn. Einingamar verða síðan hífðar niður og skrúfaðar saman utan um stöplana. Síðan vinna brúarsmiðirnir innan í þun-kvínni við steypuviðgerð- irnar þó iðandi stórstraumsflóðið sé beljandi utan við stálþilið. Töluverðan tíma tók að koma fyrstu tveimur einingunum niður með stöplinum í fyrrinótt enda þá mikill straumur undir brúna í útfall- inu og var því beðið eftir liggjandan- um og gekk verkið þá betur. Brúarsmiðir Vegagerðar ríkisins sjá um viðgerðirnar. Sjómanna- dagurinn á Húsavík Húsavík - Sjómannadagurinn á Húsavík fór fram á hefðbundinn hátt í góðu veðri þó landkrabbanum hafi þótt kalt en sjómaðurinn er ýmsu vanur og kvartaði ekki. Hátíðarhöldin hófust á laugardag með skemmtisiglingu um Skjálf- anda á laugardagsmorgni. Síðar um daginn fór fram keppni í fjölmörg- um íþróttum og leikjum. Um kvöld- ið héldu sjómenn sína árshátíð sem var mjög fjölmenn og þótti takast vel. Sunnudagshátíðarhöldin hófust með messu sem sr. Sighvatur Karlsson söng og að heiini lokinni var lagður blómsveigur að minnis- varða látinna sjómanna en hann er staðsettur á kirkjulóðinni. Á vegum Slysavarnadeildar kvenna fór fram kaffisala á Hótel Húsavík. Við það tækifæri var aldr- aður sjómaður heiðraður, í þetta Morgunblaðið/Silli GUÐJÓN Bjömsson, sjómaður, var heiðraður á sjómannadaginn. skipti Guðjón Björnsson sem hefur stundað sjóinn frá barnsaldri sem háseti, stýrimaður, skipstjóri og út- gerðarmaður. Vígsla Skógakirkju Holti - Á sunnudaginn vígir biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, Skógakirkju. Athöfnin mun hefjast með athöfn í Byggðasafninu í Skóg- um kl. 13.45 en þaðan verður gengið í prósessíu að kirkju kl. 14. Vígsla kirkjunnar tengist kristnitökuhátíð Rangæinga sem hafin er og má segja að Skógakirkja sé lifandi vitn- isburður um kirkju íslendinga í nær 1000 ár. Kirkjan er reist sem safnkirkja, skólakirkja og grafarkirlqa og hófst bygging kirkjunnar 5. nóvember 1994. Kirkjan er teiknuð af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt í samráði við Þórð Tómasson, safnvörð, sem hef- ur haft yfirumsjón með öllum fram- kvæmdum en að byggingunni hafa staðið Eyvindarhólasókn, Skógar- skóli og Byggðasafnið í Skógum. Kirkjan er byggð sem sveita- kirkja úr timbri, turnlaus með klukknaporti nákvæmlega í stíl ldrkna frá seinni hluta 19. aldar með hlöðnum kirkjugarðsvegg um- hverfis. Kirkjumunir eru úr aflögð- um 19. aldar kirkjum og ber þar hæst altaristöflu Holtskirkju sem var aflögð 1889 en sú altaritafla var gefin Holtskirkju fyrir 230 árum af sr. Sigurði Jónssyni þáverandi presti í Holti. Kíkið á gulu tilboðin Ö Alltaf ferskt... Select .. Morgunblaðið/Anna Ingólfs SLOKKVILIÐSMENN í Reykjavík á hringferð sinni um landið ásamt fylgdarmönnum og gestum, m.a. slökkviliðsstjóranum á Egilsstöðum. Hjólreiðakappar hálfnaðir Egilsstöðum - Hjólreiðakappar Slökkviliðsins í Reykjavík, sem eru að safna áheitum fyrir krabba- meinssjúk börn, komu til Egilsstaða eftir velgengni á Möðrudalsöræfum. Ferðin hefur gengið vonum framar og þeir hafa reyndar verið aðeins á undan áætlun. Kapparnir gera ráð fyrir því að ljúka ferð sinni 17. júm í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.