Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Lorca í hjört- um okkar „Morðið á García Lorca er Ijótur blett- ur á sögu Spánar og verður aldrei af- máður. Fleiri féllu þó en García Lorca, m.a. skáld sem ekki vildu að- hyllast stefnu lýðveldissinna. “ Mikið hefur verið skrifað um spænska skáldið Federico García Lorca í tilefni þess að 5. júní voru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Islend- ingar kynntust fyrst García Lorca að marki með þýðingu Magnúsar Asgeirssonar á Vögguþulu, ljóðinu um hestinn úti í miðri á og um dauðann. Þýðingin snjalla olli því að fá- tæklegar tilraunir annarra til að þýða García Lorca voru dæmdar á þeim forsendum að þær stæðu þýðingu Magnúsar mjög að baki. Gareía Lorca VIÐHORF er reyndar nær ----- óþýðanlegur Eftir Jóhann gv0 nærrj Hjálmarsson stendur hann uppruna sínum og tungu og hljómlist málsins er einstök hjá honum. Aftur á móti eru þýðingar á verkum hans ekki aðalumræðu- efnið nú heldur ástæða morðsins á honum í Granada forðum daga. Sumir kenna samkynhneigð hans um, aðrir að hann hafi ver- ið fómarlamb pólitísks ofstækis því að þótt García Lorca hafí ekki verið sósíalisti, svo kunnugt sé, starfaði hann með leikhópi á vegum lýðveldisstjórnarinnar og átti marga vini meðal helstu vinstrisinna á Spáni. Þegar ég kom til Spánar fyrst í byrjun árs 1959, lands García Lorca, nánar tiltekið Barcelona, hafði mér verið sagt (og það er reyndar fullyrt enn) að bækur García Lorca væru bannaðar á Spáni og ekki seldar þar. Eg hafði þó ekki lengi reikað um gotneska hverfið í Barcelona þegar ég rakst á bókabúðir sem höfðu argentínskar útgáfur á verkum García Lorca í búðar- gluggum og þá var bara að ganga inn og kaupa vægu verði. Staðreyndin er sú að Barcelona og Katalónía yfirleitt varð aldrei jafn þrúguð af Francotímanum og til dæmis Madríd, að minnsta kosti ekki menningarlega. Katalónar voru ekki reiðubúnir til að fara eftir öllum skipunum frá Madríd. Væri þeim bannað að seija bæk- ur geymdu þeir bækurnar undir borði eða menn lögðu inn pöntun ogfengu daginn eftir. Irskt skáld og spænskufræð- ingur, Ian Gibson, hefur skrifað bækur um García Lorca og gert sér far um að kynna sér allan æviferil hans til hlítar. I ævisög- unni kemur fram að García Lorca freistaði þess að leyna samkynhneigð sinni og vinir hans stóðu með honum í þvi sem öðru. Minniháttar lögreglufor- ingi í Granadahéraði sem stund- aði ólmur kommúnistaveiðar hætti ekki fyrr en García Lorca var handtekinn og síðan skotinn á afviknum stað. Hann leitaði skjóls hjá fjölskyldu vinar síns og skáldbróður, Luis Rósales, í Granada sem var hlynnt falang- istum, en engu að síður tókst ekki að koma honum undan. Morðið á García Lorca er ljót- ur blettur á sögu Spánar og verður aldrei afmáður. Fleiri féllu þó en García Lorca, m. a. skáld sem ekki vildu aðhyllast stefnu lýðveldissinna. Ekkert þeirra náði sömu frægð og Lorca og flest þeirra hafa orðið gleymsku að bráð. Spænska borgarastyrjöldin sameinaði og sundraði. Ungir sósíalistar, kommúnistar og lýð- ræðissinar flykktust til Spánar að verja málstað lýðveldisins. I þeirri hörmulegu bendu og mót- sögnum sem styrjöldin leysti úr læðingi urðu margir fyrir von- brigðum og erfitt var stundum að greina hver barðist við hvem. Einna verst úti urðu anarkistar sem voru í senn óvinir sósíalista og falangista. Draumsýn þeirra um frelsi var kæfð í blóði. Menntamenn og rithöfundar eins og George Orwell, til dæm- is, sneru heim og voru ekki leng- ur jafnsannfærðir sósíalistar, kannski hölluðust þeir eilítið til hægri. A Spáni og í öðrum löndum hafa verið gerðar kvikmyndir sem sýna styrjöldina í öðm ljósi en áður. Reynt er að sýna hið mannlega sem venjulega sam- anstendur af mistökum og ýmiss konar barnaskap. Sagnfræði- bækur og minningar draga fram það sem áður mátti ekki tala um. García Lorca var svo heillaður af dauðanum að hann orti helst ekki eða talaði um annað. Hann var gagntekinn dauðageig. Dauðinn kom fram í öllu sem har.n snerti. Eitt sinn lék hann sig dauðan, að sögn Ian Gibsons, með slíkum sannfæringarkrafti að enginn vina hans skildi hvemig hann komst aftur til meðvitundar. Einn þeirra var Salvador Dalí, besti vinur hans, sem í banalegunni talaði um ást þeirra Lorca svo að Gibson skildist að Lorca hefði verið stóra ástin í lífi hans en ekki hin lostafulla duttlungasama Gala sem svaf hjá flestum skáldum og listamönnum. Lorca fór líka með hlutverk dauðans í einu leikrita sinna. Sá hann fyrir öriög sín? Atvikið þegar Lorca lék sig dauðan hafði svo rík áhrif á Dalí að það kemur fram aftur og aft- ur í verkum hans. Andlit Lorca er líka víða falið eða hálffalið í verkum málarans. Eitt af bestu ijóðum García Lorca er minningarljóð um vin hans, nautabanann Ignacio Sánchez Mejias sem laut í lægra haldi fyrir nauti á leikvanginum. Þegar hann var að deyja á spít- ala treysti Lorca sér ekki til að heimsækja hann því slík ógn stóð honum af dauðanum. í ljóðinu reisir hann vini sín- um minnisvarða: „Aldrei framar mun fæðast/ Andalúsíumaður jafn glæstur/ og ævintýralegur." Ósjálfrátt var García Lorca að yrkja um sjálfan sig, dáðasta Andalúsíumann okkar tíma, en enginn skortur er á skáldum sem koma frá Andalúsíu þar sem varð ein hin mesta menn- ingar- og þjóðablanda sem sögur fara af. Arabíska menningin festi þar rætur og setur svip sinn á margt, ekki síst skáldskap um ástina og dauðann. „Erkibiskups- boðskapur“ Á SÍÐASTA starfs- degi hins háa Alþingis var samþykkt tillaga um skipan nefndar, sem taka á til meðferð- ar auðlindamál Islend- inga. Við það vaknaði lítil von í brjóstum manna að stjómvöld væru að átta sig á háskalegri stöðu þeirra mála. Sú von varð skammlíf. Hún var send út í hafsauga af fulltrúa ríkisstjórnar- innar og LIÚ í sjó- mannadagsræðu tveim- ur dögum seinna. Þar var talað tæpitungu- laust um óbreytta fisk- veiðistjórnun, sem ein yrði til bjarg- ar auðlindinni, afkomu útvegsins og búsetu þjóðarinnar. I upphafi ræðunnar talaði laga- júristi, sem hefir háskólapróf í útúr- snúningum, þar sem hann lýsti yfir, að aukning fiskveiðiheimilda væri litin homauga af ýmsum á Alþingi og víðar. Það þarf hyldjúpa mann- fyrirlitningu til að leyfa sér að bera slíkt á borð fyrir þjóðina á hátíðis- degi sjómanna og ætlast til að hún trúi. Það, sem menn horfa á, þrumu- lostnir af undmn, er áframhaldandi úthlutun gjafakvóta og mest til þeirra, sem mest eiga fyrir. Miðað við braskverð þorskkílós er talið að verðmæti aukins þorskkvóta séu 25 milljarðar króna. Vill ekki sjávarút- vegsráðuneytið svo vel gera og upp- lýsa skiptinguna til einstakra fyrir- tækja og báta? Fulltrúi ríkisstjórnarinnar rifjaði upp í ræðu sinni niðurskurð á afla- heimildum á sínum tíma, sem hefði bjargað þorskstofnin- um frá hmni. Um það veit hann að vísu ekk- ert. Það liggja engin vísindaleg rök þeirri fullyrðingu til grand- vallar. Það gæti rétt eins verið að þorsk- stofninn hefði vaxið helmingi hraðar við óhefta sókn. Eftir 20 ára stjórnun fiskveiða á íslandi virðist þorsk- stofninn, samkvæmt áliti sérfræðinga, þola miklu minni sókn en hann gerði þar áður, meðan sókn var óheft og á miðunum lágu hundrað togara er- lendra þjóða. Þess má geta í þessu sambandi að í Barentshafi standa Fólk sér og heyrir hvað fram fer nú við úthlut- un gjafakvótans, segir Sverrir Hermannsson. Það sér óréttlætið og svívirðuna, þar sem þeir maka krókinn, sem sízt skyldi. öll reiknilíkön fiskifræðinga nokkum veginn á haus um afkomu þorskstofnsins þar. Engum hefir komið til hugar að fiskveiðar verði án stýringar á Islandsmiðum, en stórauka þarf frjálsræði fyrir unga athafnamenn og aflamenn svo þeir Sverrir Hermannsson geti hafizt af sjálfum sér og náð oln- bogarými í atvinnugi'eininni. Og þannig mælti ráðherra m.a. á hátíðisdegi sjómanna: „Þeir sem færðu fómirnar upp- skera nú árangur þess erfiðis" og nú er komið að því „að þeir njóti ávaxtanna, sem sáðu til uppsker- unnar“. Hvorum megin á Sjöstjörn- unni á sá maður heima, sem þannig talar? Er hann að tala til þeima fjöl- mörgu, sem standa uppi eignalaus- ir, rændir atvinnu sinni og lífsaf- komu, vegna framkvæmdar fisk- veiðilaganna? Þeir, sem nú upp- skera mest við auknar þorskveiði- heimildir, færðu fæstir neinar fóm- ir né sáðu til uppskera. Þeim vora þvert á móti í upphafi færðir millj- arða kvótar að gjöf m.a. með hinum fáránlegu skipstjórakvótum. Og svo tók umboðsmaður Krist- jáns í LÍÚ dæmi af Vestfirðingum. Nú vanti aðeins um átta þúsund lestir uppá að vestfirzk fyrirtæki hafi í tonnum talið jafnmikið afla- mark og í upphafi niðurskurðarins. Þess er hér með krafizt, að sjávar- útvegsráðuneytið upplýsi nákvæm- lega hverjir fórnuðu á sínum tíma á Vestfjörðum og hverjir uppskera nú. Hvað segir fyrrverandi útgerð- arstjóri úr Bolungarvík, Einar K. Guðfinnsson, við þessum yfirlýsing- um? Eða vilja þeir Einarar vestra bara tala um refaveiðar á Horn- ströndum? Fólk í sjávarþorpum hringinn í kringum landið sér og heyrir hvað fram fer nú við úthlutun gjafakvót- ans. Það sér óréttlætið og svívirð- una, þar sem þeir maka krókinn, sem sízt skyldi. Á 60 ára afmælisdegi Sjómanna- dagsins sendir fulltrúi ríkisstjórnar- innar landsmönnum þá kveðju, að aðeins með því móti að framfylgt verði óbreyttri fiskveiðistjómun „yrði smám saman hægt að skapa meira öryggi á ný fyrir fólkið og treysta efnahag þjóðarinnar allrar“. Þá er hrapallega illa komið fyrir íslenzkri þjóð ef hún ljær eyra slík- um öfugmælum. Höfundur er fv. bankastjóri. Enn um stúlk- ur og íþróttir FÁTT GLEÐUR okkur íslendinga meira en þegar íþróttafólk okkar stendur sig vel í alþjóðlegri keppni. Er skemmst að minnast þeirri bylgju gleði og stolts sem fór um land allt er Vala Flosadóttir vann sín frækilegu afrek sl. vet- ur. Þá hefur það oft gerst að handknatt- leikslandsliðið hefur yljað fólki um hjarta- rætur með frábæram árangri sínum, þótt aldrei hafi það þó náð alla leið á toppinn. Knattspyrnulandslið karla hefur nokkrum sinnum náð sætum sigram í leikjum sínum, en ekki er því þó að neita að oftar hef- ur árangur þess valdið vonbrigðum. Kannski era kröfurnar sem við Is- lendingar geram til íþróttafólks okkar meiri en unnt er að standa undir. Ef litið er á mál af fyllstu sanngirni er það raun og vera ósanngjamt að krefjast þess að svo fámenn þjóð sem við Islendingar er- um eigum íþróttafólk eða íþróttalið sem standast stórþjóðum snúning. En burtséð frá því er góður ár- angur í íþróttum í alþjóðlegum mót- um okkur þjóðarnauðsyn. Fátt eflir eins þjóðarvitund, samtakamátt og sjálfstraust okkar og góður árangur íþróttafólks. Þess vegna hlýtur það að vera skynsamra manna háttur að efla það íþróttastarf hérlendis sem líklegast er til þess að skila árangri og standa undir væntingum. Það er samdóma álit allra þeirra er þekkja til íþrótta á íslandi að við eigum mjög góða og raunhæfa mögu- leika að komast í allra fremstu röð í kvennaknattspymu og í handknattleik, ef rétt er á spilunum haldið. Raunar má segja að við eigum góða mögu- leika í mörgum öðrum íþróttagreinum, en þessar era nefndar hér sérstaklega vegna þess að um fjölmennustu íþróttagreinamar er að ræða. Rétt er að geta um hinn stórgóða árangur sem kvennalandslið okkar í knattspyrnu hefur náð að undanförnu. Liðið tapaði 0-1 fyrir Ólympíumeisturam Bandaríkjanna Kynjamismunun í íþróttum er því miður alls staðar, segir --------------------------- Erling Asgeirsson, og í raun til háborinnar skammar. og gerði jafntefli 0-0 við Spán. Báðir vora leikir þessir á útivelli. Þetta er árangur sem sannarlega hefði verið básúnaður ef karlalið okkar hefði átt í hlut. Kveikjan að þessu greinarkorni er viðtal sem undirritaður horfði á í sjónvarpinu sl. fimmtudagskvöld, Erling Ásgeirsson þar sem rætt var við vallarstjóra þjóðarleikvangsins í Laugardal, en í viðtalinu kom fram að ákveðið væri að loka vellinum um skeið. Ástæðan var ofnotkun tveggja Reykjavíkur- liða, Fram og Þróttar á vellinum. Hvoragt þessara liða hefur kvennaknattspymu á sínum snær- um, a.m.k. ekki í meistaraflokki. Fram kom í viðtalinu að völlurinn ætti að vera lokaður a.m.k. fram í júlí, eða þar til umrædd lið tækju þátt í 16 liða úrslitum bikarkeppn- innar í knattspymu. Svo virðist sem vallarstjóranum væri ekki kunnugt um að kvenna- landslið íslands ætti að leika seinni leik sinn gegn Spáni 14. júní n.k. hér heima og aldrei kom fram í við- talinu að ástæða hefði verið til þess að haga notkun þjóðarleikvangsins þannig að völlurinn yrði nothæfur þegar kæmi að þeim leik, sem hefði þó átt að vera sjálfsagt. Ég hef áður hvatt kollega mína í sveitarstjórnum um land allt til þess að vera á verði gegn kynjamismun- un í íþróttum. Hún er því miður alls staðar til staðar og í raun til hábor- innar skammar. Það er svo komið að það þarf að beita félögin og sér- samböndin þrýstingi til þess að uppræta þennan ósóma. Þannig má spyrja hvort Reykjavíkurborg hafi sett einhvern þann fyrirvara um jafnrétti kynjanna til afnota af mannvirkjunum í Laugardal þegar þau vora afhent KSI og Þrótti til rekstrar og afnota. Þar sem fjárhagur Knattspyrnu- sambands íslands virðist ekki leyfa auglýsingar á umræddum kvenna- knattspyrnuleik við Spán vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta til þess að koma og horfa á stúlkurnar leika á Kópa- vogsvelli n.k. sunnudag kl. 14:00. Ef tekið er mið af árangri kvenna- landsliðsins að undanförnu má alla vega ætla að leikurinn geti orðið frábær skemmtun. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjai'.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.