Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ + Ingdlfur Péturs- son fæddist í Ófeigsfirði í Árnes- hreppi 15. mars 1919. Hann lést á Landspítalanum 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Guð- mundsson, bdndi í Ófeigsfirði, f. 4. mars 1890, d. 21. september 1974, og Ingibjörg Ketils- ddttir, húsfreyja í Ófeigsfirði, f. 24. september 1889 á ísafirði, d. 3. desember 1976. Bræður Ingdlfs eru: Ketill, f. 7. maí 1912, d. 8. ndvember 1975; Guðmundur, f. 7. maí 1912, d. „Hann Ingólfur er dáinn.“ Svona hófst símtal sem ég átti síðastliðinn sunnudag. Pegar þvi var lokið fór ég að velta fyrir mér innihaldinu. Að sjálfsögðu sló fregnin mig, en í raun réttri fylgdi henni ákveðinn léttir. Heilsu Ingólfs hafði hrakað stöðugt og því má telja líklegt að hann sé nú staddur á stað þar sem strit þekkist ekki, heldur hvíld. Ingólfur Pétursson var fæddur í Ófeigsfirði á Ströndum í marsmán- 20. október 1985; Ófeigur, f. 24. júlí 1915; Eyvindur, f. 15. apríl 1921, d. 7. maí 1924; Eyvindur yngri, f. 6. júlí 1924, d. 8. aprfl 1928; Ein- ar, f. 25. oktdber 1926; Sigurgeir, f. 25. maí 1928; og Rögnvaldur Jtín, f. 12. febrúar 1931, d. 16. ágúst 1997. Á árum áður starfaði Ingdlfur við smíðar en síðustu starfsár- in vann hann hjá Is- lenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Útför Ingdlfs fdr fram frá Fossvogskirkju 12. júní. uði frostavetursins mikla 1919. Þar ólst hann upp í foreldragarði ásamt stórum hópi systkina. Verkin á Ströndum voru mörg á þessum tíma og Ingólfur fór snemma að vinna til að draga björg í bú, fyrst heimavið en svo ýmis störf í sveitinni, þá við síldarvinnslu og smíðar. Um tíma starfaði hann á símstöðinni að Brú í Hrútafirði en eftir að hann fluttist í borgina fór hann að vinna á Kefla- víkurflugvelli við smíðavinnu og þar lauk hans starfsferli. Kynni okkar Ingólfs má rekja vestur á strandir. Afi minn, Trausti Breiðfjörð Magn- ússon, og Ingólfur urðu vinir þegar afi dvaldist í Ófeigsfirði í skóla hjá Guðmundi Péturssyni bróður Ing- ólfs og héldu þau vinabönd allt til lokadags. Eg dvaldi öll sumur í sveit hjá afa á bams- og unglingsár- um á Sauðanesvita við Siglufjörð og þangað kom Ingólfur a.m.k. einu sinni á sumri. Fyrsta minningin mín af Ingólfi er nokkuð kyndug. Þá hafði verið setið og spjallað fram á kvöld, mest um Strandimar og gamla góða tíma, farið til hvílu og allt með kyrrum kjörum. Morguninn eftir þegar ég var vakinn til verka uppúr sjö sat Ingólfur á eldhúsbekknum, glaðvak- andi og lýsti atburðum morgunsins. Honum var mikið niðri fyrir, en þó verulega skemmt, þegar hann sagði frá blessuðum hanaræflinum, sem var svona hálfpartinn með unglinga- veikina, sem vakti hann með fyrstu sólargeislunum upp úr hálffimm með gali sem svo stóð áfram, hlélítið uns Ingólfur gafst upp og klæddi sig bara. Þegar allt kom til alls var hann bara nokkuð hress með hanann, þetta var jú óvanaleg vekjaraklukka sem gaman var að segja frá, en hins vegar lét hann Trausta vin sinn heyra það líka að haninn mætti kannski fá frí næsta morgun, svo hann fengi meiri svefn þá. Þannig var Ingólfur. Hann hikaði aldrei við að segja sína meiningu, en sagði hana þannig að öllum mátti vera ljóst að hún var sögð til að leiðbeina, ekki bara skammast auk þess sem alltaf var stutt í hlát- urinn. Vel á minnst, við tókum því líka þannig. Haninn var lokaður inni í húsum næstu nótt og fékk ekki að leika klukku. Það var svo haustið 1990 að mig og unnustu mína vantaði húsnæði í Reykjavík svo við ættum auðveldara með að sækja nám. í einu samtali okkar afa kom upp spurningin hvort Ingólfur myndi ekki bara leigja okkur her- bergi. Fljótt var fallist á það og við hjúin bjuggum í herbergi í íbúð Ingólfs að Njálsgötu 26 veturinn 1990 - 91 og svo aftur haustið 1991 fram að áramótum. Vistin var þægileg, leigan hlægilega lág miðað við aðbúnaðinn og sambúðin gekk vel. Ekki árekstralaust að sjálf- sögðu, því 52ja ára aldursmunur kallar á árekstra, en þeir árekstrar voru til lykta leiddir, því eins og áð- ur vildi Ingólfur ekki skammast, heldur leiðbeina og það mátum við. Þarna kynntist ég líka nýrri hlið Ingólfs, spilamennskunni. Bæði var það harmonikkan hans og bridgespilið. Ingólfur var snemma góður harmonikkuleikari og stund- aði félagsskap þeirra vel. Hann var líka leikinn að spila bridge og gerði tilraunir til að kenna mér spilið á meðan ég bjó hjá honum, en ung- æðisháttur minn varð til þess að það tókst ekki þá, núna sé ég hve margt var rétt sem hann sagði mér þá um spilið. Ingólfur var ókvæntur og bamlaus, en mikil félagssál. Hann fór í sund í Sundhöll Reykja- víkur hvern einasta morgunn, fylgdi því eftir með að labba vestur á Vesturgötu í hádeginu til að snæða og spila bridge með félögun- um þar og hann sótti dansleiki eldri borgara oft, auk þess sem gestir sátu oft kaffi á Njálsgötunni. Ingólfur vildi öllum mönnum vel og vildi aldrei gera flugu mein, hann var fljótur til að hjálpa fólki sem honum fannst vera hjálpar þurfi, strax á unga aldri vestur á Strönd- um sem og síðar. Þar minnist ég barnsins á efri hæðinni hjá okkur á Njálsgötunni, við þrjú vorum sam- mála um að það þarfnaðist hjálpar en við unglingarnir lögðum ekki í að aðhafast. Þar kom Ingólfur til, gekk í málið af hreinskilni og festu sem leiddi það til lykta. Sú festa var líka hlýja, hlýja til þess sem minna mátti sín. Stundum fannst manni Ingólfur vera sá sem minna mátti sín, breyskleiki tilverunnar lék hann grátt líkt og alla og vissulega átti hann sínar döpru stundir. En Ingólfur stóð alltaf beinn og horfð- ist í augu við sjálfan sig og heiminn líkt og sá sem veit hvað leiðir til far- sældar. Sá sem hefur kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og takast á við það sem fyrir augu ber öðlast ávöxt, bæði í þessu lífi og því næsta og þarf engu að kvíða. Að ferðalokum þakka ég Ingólfi Pét- urssyni samfylgdina þann hluta lífs- leiðarinnar sem við gengum saman. Sérstakar kveðjur fær hann frá æskufélaga sínum Trausta sem fylgir vini sínum hinstu spor hans í dag. Við vonumst báðir til að rekast á Ingólf seinna meir, minnast hana- galsins og vonandi snæða hákarl og skála um leið. Magnús Þdr. INGÓLFUR PÉTURSSON t Elskuleg móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir, sys- tir og barnabarn, SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR, Vallarási 3, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. júní sl. Daníel Freyr Stefánsson, Nína Dögg Salvarsdóttir, Albert Stefánsson, Vigdís Björnsdóttir, Hannes Sigurðsson, Guðmundur Svanbergsson og fjölskylda, Svala Albertsdóttir og fjölskylda, Björn Albertsson, Ragnar Albertsson, Alda Albertsdóttir. Sigríður Sæmundsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR M. KRISTINSSON skipstjóri, Kaplaskjólsvegi 7, lést 24. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til þess kærleiksríka fólks er starfar á deild 11 -E Landspítalans, sem og allra annarra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug. Inga Sigurjónsdóttir, Garðar Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir, Sigrún Kristín Guðmundsdóttir, Jón Sveinn Gísiason og barnabörn. t Eiginkona mín, HELGA G. PÉTURSDÓTTIR, Sólheimum 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni 11. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Thorvaldsson. + Ragnheiður Guðmunda Ólafsddttir fæddist í Garðbæ á Eyrar- bakka 1. mars 1906. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjdnin Ólafur Ólafsson, f. 15.10. 1863, d. 6.7. 1947, og Þdrunn Gests- ddttir, f. 17.3. 1872, d. 19.6. 1967. Systk- ini hennar voru Karen Ólafsddttir sem lést rúmlega tvítug 1926 og hálfbrdðir samfeðra, Haraldur Ólafsson, sem einnig er látinn. Eiginmaður Ragnheiðar var Vilbergur Jdhannsson, formað- ur á Eyrarbakka, f. 29.3. 1899, d. 2.7. 1939. Börn þeirra eru: Leiðir okkar Ragnheiðar, tengdamóður minnar, hafa legið saman í rúm 45 ár og nú er komið að kveðjustund og mér er sá vandi á höndum að minnast hennar með nokkrum orðum. Ragnheiður ól allan sinn aldur hér á Eyrarbakka, í tveim húsum, Garðbæ, þar sem hún var fædd og upp alin og á Helgafelli þar sem hún hóf búskap með manni sínum í sambýli við tengdaforeldrana og þar átti hún heima alla ævi síðan. Ragnheiður vandist strax sem barn við vinnu, eins og þá var títt. Aðeins sjö ára gömul var hún ráðin snún- ingastelpa í Þórðarkoti, þar sem hennar starfi var m.a. að bera inn vatn, en það þótti henni mikið erfiði fyrstu árin, sem nærri má geta. Á þeim ái-um voru skjólur ekki úr laufléttu plasti eins og nú til dags, heldur níðþungar úr tré. Þama vann hún á sumrum fram að ferm- ingu. Hún gekk í Barnaskólann á Eyrarbakka, sem þá var undir stjóm Péturs Guðmundssonar. Þegar í skólann kom var strax at- hugað með kunnáttuna og kom þá í ljós að Ragnheiður var fluglæs og svo vel að sér að Pétur setti hana beint upp í efri bekkinn. Bókhneigð Karen, maki hennar var Preben Signrðs- son, hann er látinn. Signrður, dó í frum- bernsku, Ólafur, hans maki var Hild- ur G. Ágústsddttir, hún er látin, Jdhann Vilhjálmur, maki hans er Auður Kri- sfjánsddttir, Ásta Þdrunn, maki henn- ar er Óskar Magn- ússon. Sigríður Vil- borg, hennar maki er Magnús Ellerts- son. Barnabörnin voru alls 22, en fjögur þeirra eru látin. Barnabarnabörnin eru 47 og bamabarnabarna- börn eru 5. títför Ragnheiðar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og lestrargleði var henni í blóð bor- in og alla tíð las hún mikið. Lífið var ekki neinn dans á rósum hjá þjóðinni á ámnum sem Ragheiður er að ala sín böm. Eyrarbakki var þá sem óðast að missa sinn sess sem aðal verslunarstaður Suður- lands og fólk flutti unnvörpum burt. Þau hjónin hugsuðu sér þó ekki til hreyfings. Þegar Vilbergur féll frá árið 1939 stóð Ragnheiður ein uppi með fjög- ur böm, reyndar það fimmta yétt ófætt, en elsta barnið 13 ára. I þá daga voru hvorki komnar til ekkju- bætur né barnalífeyrir. Með stuðningi foreldra sinna og tengdaforeldra, meðan þeirra naut við, tókst henni með ódrepandi dugnaði að koma börnunum á legg. Má nærri geta að þá hefur oft reynt mikið á svo allt færi vel. Börnin léttu strax undir þegar þau gátu, voru ráðin til snúninga á sveitaheimili á sumrum og elsti sonurinn jafnvel vetrarlangt. Þrátt fyrir mikið annríki tók Ragnheiður virkan þátt í störfum Kvenfélags Eyrarbakka meðan heilsa og kraft- ar entust. Þegar bömin vora fær um að bjarga sér fór Ragnheiður að vinna í frystihúsi staðarins og vann þar uns hún var orðin 75 ára gömul, en barnauppeldinu var ekki lokið, því rúmlega sextug var hún þegar son- arsonur hennar Ágúst Berg kemur til hennar, ásamt föður sínum sem þá var orðinn ekkjumaður. Ólafur var um ára bO stýrimaður í lang- siglingum og það kom því í hlut Ragnheiðar að móta drenginn og annast meðan faðir hans var fjarri. Eftir að Ólafur hætti siglingunum hefur hann haldið heimili með móð- ur sinni. Enginn kom svo á heimili Ragnheiðar, að ekki væra boðnar einhverjar góðgerðir og oft var þó gestkvæmt á Helgafelli innan um blóm og gamlar minningar, en blómaunnandi var hún og natin við stofublómin sín. Barnabörnin sóttu mjög til hennar og barna-barna- börnin, enda hafði hún unun af því að verma litlar hendur með nýprjónuðum vettling, eða smáa fætur með mjúkum hosum. Síðustu árin sat hún gjarnan og prjónaði á alla þessa niðja sína auk þess að sjá um heimOisstörfin. „Eg skil ekkert í þessu, bandið er allt komið í flækju hjá mér,“ sagði hún við Ólaf son sinn fyrir fáum dögum. „Ætli ég ætti ekki að fara að hugsa um matinn fyrir okkur,“ sagði hún svo, en þegar hún ætlaði að standa á fætur hlýddi hvorki vinstri handleggur né fótur. Hún hafði fengið væga heilablæðingu, en skýra hugsun hafði hún nær þar til yfir lauk aðfaranótt þess 9. júní sl. Þegar ég lít yfir það sem ég hef sett hér á blað, finn ég hve orðin eru fátækleg og vanmáttug til að gefa mynd af þessari dugmiklu, góðu konu. Þakkarskuldin er stór. Eg bið allri hennar stóru fjöl- skyldu guðs blessunar og kveð Ragnheiði Ólafsdóttur með sökn- uði. Blessuð veri minning hennar. Óskar Magnússon. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — viúsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. RAGNHEIÐUR GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.