Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 49 * I : ( < i i ! < < < < < < < < < < < < ( ( < ( ( J ( + Óli Jóhannes Sigmundsson, húsasmíðameistari og kaupmaður, var fæddur á ísafirði 1. apríl 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Júlíana Óladóttir og Sigmundur Brands- son járnsmiður. Al- systkini hans eru Þorbjörg, f. 19. sept. 1913, d. 5. okt. 1913; tvíburabróðir- _ inn Dani'el G.E. og Ásta Sigur- rós, f. 1919. Uppeldissystir Óla var Anna Kristín Björnsdóttir, f. 23. sept. 1908, d. 25. des. 1993. Árið 1951 kvæntist Óli Halldóru Sigurjónsdóttur, f. 3. okt. 1908, d. 16. júlí 1995. Þau voru bamlaus. Sljúpsonur Ing- Mér er bæði ljúft og skylt að minnast stjúptengdaföður míns, Óla J. Sigmundssonar, sem andað- ist á Hrafnistu í Reykjavík á sjó- mannadaginn. Dagurinn var fagur og bjartur, sannkallaður hátíðis- dagur fyrir allflesta. Þó það virðist e.t.v. öfugmæli, þá er ég viss um að dagurinn var dagur fagnaðar fyrir Óla. Hann var áreiðanlega burtfór- inni feginn, enda orðinn lang- þreyttur og löngu tilbúinn að kveðja. En um slíkt hefur enginn yfir sjálfum sér að segja. Sjálfur ræður maður heldur ekki miklu um það með hvaða hætti manni endist líf og heilsa. Þegar ég kynntist Óla var hann á besta starfsaldri og hafði töluvert mikið umleikis, bæði sem verslun- arrekandi, innflytjandi og bygg- ingameistari, með marga menn í vinnu, auk þess að sinna ýmsum fé- lagsstörfum. Dagarnir vora í föst- um skorðum. Klukkan 7 byrjaði starfsdagurinn hjá honum, eilítið á undan smiðunum og þeim öðram sem hann hafði yfir að segja. Það var ekki langt að fara milli heimilis og vinnustaða, þess vegna var hægt að skjótast heim í kaffihléum, rétt sem snöggvast, og að sjálfsögðu í hádegismat. Én þessar stuttu stundir í dagsins önn vora samt perlur á „hjónabandinu". Dóra hafði alltaf undirbúið þessar stund- ir á þann hátt að þau nutu þeirra bæði. Kaffið var tilbúið, maturinn stóð á dúkuðu borðinu, og allt var fram borið með lystugum hætti. Samræðumar vora ósköp hvers- dagslegar og ekki alltaf orðmargai’. En samveran og viðmótið var það sem gerði þessar stundir dýrmætar. Eftir hádegismat fleygði Óli sér í sófann í stofunni með púðakríli ofan á bijóstinu og sofnaði á augabragði. Eftir 10 mínútur stóð hann upp, fékk sér molasopa og var farinn. Hann kom á íöstum tíma og fór eftir ákveðinn tíma. Vinnudegi lauk kl. 19. Það kom að vísu fyrir að ein- hveiju þurfti að sinna eftir kvöldmat og var það helst ef einhver þurfti einhvers með, sem ekld hafði getað komið að deginum. Ég þekki það ekki gjörla, en ég veit að það var frekar í þágu annarra en hans sjálfs. Óli var félagslyndur og glað- sinna. Enginn var skemmtilegri en hann að vera með á góðri stund. Hann talaði hátt og hló hátt, hann kunni ótal gamansögur og sagði skemmtilega frá. Sögurnar hans urðu aldrei leiðigjamar, hversu oft sem maður heyrði þær, vegna þess hversu vel hann sagði þær. Hann var líka afbragðs söngmaður og naut þess að taka lagið með öðrum. Líklega þykir mér ennþá gaman að heyra Bellman-söngvana og Glúnt- ana, af því að þeir vora í uppáhaldi hjá Óla og hann söng þá gjaman þegar við átti. „Káraste bröder, systrar och vánner“, kraftmikil rödd hans hljómar í eyram mér. Karlakórinn á Isafirði naut um þór Haraldsson, kaupmaður. Óli lærði skipasmiði hjá Marzelíusi Bern- harðssyni og lauk prófi 1940, en síðar lauk hann prófi í húsasnn'ði 1946. Hann stofnaði timb- urverslunina Björk árið 1956 og rak haua til ársins 1987. Óli átti sæti í sókn- arnefnd ísafjarðar- kirkju og var for- maður um árabil. Hann átti sæti _ í stjórn Iðnaðarmannafélags Is- fírðinga og sat lengi í bygginga- nefnd bæjarins. Hann tengdist frímúrarareglunni og var félagi í stúkunni Njálu. Hann var líka mörg ár í Rótary-hreyfingunni. títför Óla fór fram frá Digra- neskirkju 12.júní. árabil söngkrafta Óla, eins og hin ýmsu félög og samtök nutu ann- arra krafta hans, atorku og fórn- fysi. Það verða áreiðanlega aðrir en ég til að geta þess þáttar í ævi hans sem lýtur að hinum ýmsu fé- lagsmálum og ábyrgðarstörfum sem honum var falið að inna af hendi í bæjarfélaginu, sakir marg- háttaðra hæfileika hans og mann- kosta. Ég minnist þess Ola Sig- mundssonar, sem ég kynntist við það að tengjast honum fjölskyldu- böndum. Óli var „maðurinn hennar mömmu“ - ekki minnar, heldur mannsins míns. Aðeins sjö áram áður en ég giftist Ingþóri Haralds- syni, hafði tengdamóðir mín, Hall- dóra Siguijónsdóttir, gifst manni sem hún kynntist norður á Djúpu- vík, þar sem þau vora bæði að vinna við þá miklu uppbyggingu sem þar átti sér stað á þeim áram, eða í kringum 1950. Hann sem byggingameistari, hún sem starfs- stúlka í mötuneyti. Það vora mikil gæfuspor þeirra beggja. Allmörg ár vora þá síðan hjónaband Dóru og fyrri manns hennar, Haraldar Sveinbjarnarsonar, stórkaup- manns í Reykjavík, hafði slitnað. Óli hafði ekki kvænst. Frá því fundum okkar Óla bar fyrst saman, hefur hann reynst mér sem hinn besti tengdafaðir, en öllu fremur sem hinn besti vinur. Við áttum svo sannarlega margar gleðistundir saman ásamt okkar góðu mökum og sameiginlegum vinum, bæði á heimilum okkar og á ferðalögum sem við fóram iðulega í saman, innanlands og utan. Ingþór og Óli störfuðu um tíma báðir í samskonar viðskiptagreinum og fóru þeir oftar en ekki saman í við- skiptaferðir til útlanda. Við Dóra fóram stundum með eða við fóram saman á eftir þeim og hittum þá þegar þeir höfðu lokið viðskiptaer- indum sínum og bragðu þeir þá á það að fara með okkur kerlur sínar í skemmtiferð í framhaldinu. Um eitthvert kynslóðabil var aldrei að ræða, eða forsjárhyggju af þeirra hálfu gagnvart okkur yngra fólk- inu. Ingþór og Óli vora vinir og jafningjar og milli okkar allra mynduðust mjög náin og sterk tengsl, sem með árum og aldri styrktust svo þau urðu hreinrækt- uð kærleiksbönd. Óli og Dóra eignuðust ekki böm, en okkar Ingþórs böm vora ekki gömul þegar þau fóra að fara til ömmu og Óla á ísafirði, fyrst með okkur foreldrunum. Hai-aldur, elsti sonur okkar, var aðeins níu mánaða þegar ég fór með hann til ísafjarðar í nokkurra vikna dvöl að sumarlagi. Það er nú einu sinni svo, að vega- lengd milli vina fer ekki eftir kíló- metratölu, heldur eftir því hve sam- fundir era mikið gleðiefni. Það var ævinlega gleðiefni að hitta Dóra og Óla. Þegar bömin urðu það stór að óhætt var að senda þau að heiman ein síns liðs, fóra þau hvert sumar til ísafjarðar til að vera hjá ömmu og Óla. Strax og þau fengu getu til fóra þau að hjálpa til í Björk, búð- inni hans Óla, ekki bara til mála- mynda, þeim var kennt að gera gagn. Strákamir fengu svo að kom- ast í byggingarvinunna þegar þeim óx fiskur um hrygg. Óli var stund- um svolítið harður húsbóndi, en kröfuharðastur var hann ævinlega við sjálfan sig og var þar með ákaf- lega gott uppeldislegt fordæmi. Óli var lengst af þekktastur af fsfirðingum og um allar nágranna- byggðir sem Óli í Björk. Ég held að ég megi líka segja að enginn að- komumaður hafi dvalið lengi á staðnum, áður en hann vissi hvar Björk var og hver Óli í Björk var. Óli var þannig, að hann gerði hverjum þeim greiða sem til hans leitaði og margir vora þeir sem tóku út í reikning hjá Óla. Hann bað aldrei um tryggingu eða ábyrgð. Hann einfaldlega treysti orðum manna. í fæstum tilfellum bragðust menn því trausti. „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þannig held ég að Óli hafi hugsað, af hjartans lítillæti og án nokkurra þankabrota. Hann upp- skar líka samkvæmt því. Öllum sem kynntust Óla liggur gott orð til hans. Allir tala um hann með hlýju og velvild. Það er stundum sagt að gott hjónaband byggist á því að jafn- ræði sé með hjónum. Hjónaband Dóra og Óla var gott. Með hana sér við hlið, sem uppörvaði og hvatti, hana sem var reiðubúin að sætta sig við það sem aðstæður buðu upp á hverju sinni og gera það besta úr öllu, byggði hann upp sitt fyrir- tæki. Hægt og rólega í fyrstu en þegar að því kom að hann ákvað að selja fyrirtæki sitt og hætta rekstri, var það eitt hið stærsta sinnar tegundar á Vestfjörðum. Hún með hann sér við hlið, glað- væran, eins og hún var sjálf, dug- legan og traustan og umfram allt tillitssaman og ástríkan. Dóra hafði alltaf búið yfir miklu listfengi, eins og ríkt er í hennar fjölskyldu. En það er ekki fyrr en eftir að hún hætti að þurfa að vinna fyrir sér sem einstæð móðir, þ.e. eftir að hún giftist Óla, að hún gat farið að leggja veralega rækt við hina list- rænu hæfileika sína. Þeir hæfileik- ar blómstraðu hratt og birtust í margs konar formi. Hápunktur þess vaxtar er e.t.v. málverkasýn- ing sem henni bauðst að halda í stórri húsgagnaverslun sem þá var á ísafirði, og öll málverkin seldust, tuttugu að tölu. Eftir það annaði hún vart eftirspurn heimamanna og annarra sem leið áttu um, því orðsporið barst út. Dóra hafði mik- ið yndi af fallegum hlutum og fal- legum fötum og hvort tveggja veittist henni þegar fram liðu stundir í hjónabandi þeirra Óla. Þau höfðu líka bæði gaman af að ferðast, eins og ég hef aðeins minnst á hér á undan, og létu þau eftir sér árlegar utanferðir hin seinni ár sín fyrir vestan. Þau fóru mjög gjaman á þær slóðir þar sem þýska er töluð, því Óli talaði þýsku ágætlega. Ég sagði áðan að sjálf réðum við litlu um hvernig okkur entist líf og heilsa. Þegar Óli var um sjötugt fór að örla á þeim sjúkleika sem síðar átti eftir að ágerast. Ég minnist þess að eitt sumarið sem oftar voru þau á leið til útlanda og höfðu við- dvöl hjá okkur Ingþóri á Víghóla- stígnum einhverja daga áður en þau flugu út. Ég sá þá að Óla var eitthvað brugðið. Hann var ekki fyllilega eins og hann átti að sér. Síðar kom á daginn að hann hafði heldur ekki verið það á ferðalag- inu. Þau héldu vestur eftir heim- komuna að utan, en rétt um ári seinna var það sem Óli auglýsti Björk til sölu, vöraskemmuna og allan reksturinn. Vart hafði hann snúið sér við þegar tilboð barst í allt saman og salan varð að vera- leika. Það er engum hollt að hætta lífsstarfi sínu með svo skjótum og lítt undirbúnum hætti. Þrátt fyrir að Dóra hafi átt góða daga á Isafirði og unað þar vel í sínu hjónabandi, þá hafði hún alltaf heimþrá og saknaði síns stóra systldnahóps frá Hafnarfirði og foreldra á meðan þau lifðu. Hin ná- lægu og yfirgnæfandi fjöll ísafjarð- ar þóttu henni alltaf nokkuð þrúg- andi. Nú fannst henni kominn tími fyrir þau að flytja suður þar sem fyrirtæki og starf Óla batt þau ekki lengur. Haustið 1987 fluttust þau til Reykjavíkur og settust að í ágætri íbúð í Stóragerði 20. Það var rétt ákvörðun, því brátt fór mjög að halla undan fæti með heilsu Óla. Það gerðist þó með þeim hætti að fáum var lengi vel ljóst eðli veikinda hans, jafnvel ekki Dóra. Hún fór líka sjálf að kenna alvarlegra veikinda sem hún reyndi þó að harka af sér í lengstu lög. En svo fór að sumarið 1993 gekkst hún undir mikla aðgerð gegn brjóstakrabbameini. Það var upphafið á endalokunum fyrir hana. Þegar ljóst var að þau bæði brast heilsu til að geta haldið eigið heimili, fiuttust þau á Hrafnistu í Reykjavík. Dóra var þar aðeins í átta mánuði, eða þar til hún lést 16. júlí 1995, eftir að hafa barist af sín- um einstæða viljastyrk og ótrúlegu andlegu þreki við hinn skæða sjúk- dóm krabbameinið. Eftir lát Dóra dró Óli sig ennþá meira inn í þá skel sem hann hafði smátt og smátt verið að mynda um sig. Þessi lífsglaði maður, þessi hrókur alls fagnaðar, þessi örláti gjafari var hoi-finn. Það var sárt að horfa upp á það og hve ellin fær stundum dapurlega ásjónu, en það var gott að hann fékk að fara á þessum fagra degi. Það var gott að hann þurfti ekki að bíða lengur. Það er líka gott að síðustu stund- irnar voru með friði og fullri rænu. Ég þakka Guði fyrir það og fyrir það að fá að kveðja hann á meðan svo var. Dauðinn er ekki alltaf til- efni sorgar, þótt enginn ráði við söknuðinn. Ég ber kveðju frá eigin- manni mínum og börnum og bama- bömum til Óla afa. Þorbjörg Daníelsdóttir Þeir, sem settu svip á ísafjörð á æskuáram mínum, hverfa nú á vit feðra sinna, einn af öðrum. Óli J. Sigmundsson er einn úr þessum hópi. Hann var vinur foreldra minna og vopnabróðir fóður míns í Alþýðuflokknum á ísafirði. Hár maður vexti og karlmannlegur, kvikur á hreyfingum og rómsterk- ur. Umsvifamikill atvinnurekandi, hörkuduglegur verkmaður, félags- málamaður mikill og félagslyndur. Óli J. Sigmundsson var ekki fæddur með silfurskeið í munni. Ungur missti hann föður sinn og ólst upp hjá móður sinni ásamt bróður sínum, Daníel, og fóstur- systur, Önnu Björnsdóttur. Snemma þurfti hann því að sjá sér farborða og berjast áfram í líf- inu á eigin atorku. Óli lagði fyrir sig húsasmíðar, lauk því námi og stundaði eftir það iðn sína víða um Vestfirði. M.a. var hann í hópi þeirra iðnaðarmanna, sem byggðu síldarverksmiðjuna miklu á Djúpuvík sem miklar vonir vora bundnar við en flestir núlifandi landsmanna þekkja aðeins sem sviðsmyndina mögnuðu í kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Blóðrautt sólarlag. Óli J. Sig- mundsson stofnaði síðar fyrirtæki á Isafírði, timburverslunina Björk, sem seldi bæði timbur og verk- færi, auk þess sem hann var um- svifamikill verktaki í byggingar- iðnaði. Það var á þeim árum í lífi Óla, sem ég kynntist honum fyrst sem drengur, og frá því æviskeiði lifir hann í minningunni - umsvifa- mikill athafnamaður, sem gekk jafnframt sjálfur í öll þau verk, sem vinna þurfti, hvort heldur það var við verslunarstörf eða bygg- ingar. Óli J. Sigmundsson var mikill fé- lagsmálamaður og lagði víða hönd á plóginn í fjölbreyttu félagsstarfi á ísafirði. Mikill áhugamaður var hann um stjórnmál og einhver sannasti og dyggasti Alþýðuflokks- maðurinn í bænum. Óli sinnti fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir Al- a____ þýðuflokkinn á Isafirði, bæði innan flokksins og á hans vegum í bæjar- málastarfi. Hann var m.a. um skeið varabæjarfulltrúi og sat í fjölmörg- um stjómum og nefndum, bæði innan flokksfélaganna á Isafirði og á vegum bæjarins. Óli J. Sig- mundsson lá aldrei á skoðunum sínum, hvorki innan flokks né utan. Hann var kjamyrtur og oft orð- heppinn og réðu orð hans oft úrslit- um. Einhverju sinni á flokksfundi í aðdraganda bæjarstjómarkosn- inga voru uppi orðræður um, hvort ekki væri rétt að skipta út öllum sitjandi bæjarfulltrúum en manna listann með nýju fólki. Ungur mað- ur flutti um það ræðu, studdi slík sjónarmið eindregið og lauk ræðu sinni með því að vitna í hið fom- kveðna: „Nýir vendir sópa best.“ Óli J. Sigmundsson, sem þá var á besta aldri, kvaddi sér þá hljóðs og mælti þessi fáu orð: „Það má vera, að nýir vendir sópi best, en þeir gömlu vita hvar óhreinindin eru.“ Niðurstaðan varð sú, að hafa hvoratveggja með - gamla vendi og nýja. Vorið 1978 lögðust ungir menn í víking um Vestfirði fyiir Alþýðu- flokkinn. Undii'ritaður, Vilmundur heitinn Gylfason og Bárður Hall- dórsson, varaformaður Samtaka um þjóðareign, sem nú er orðinn stammgestur vestur á Einimel, að Svems. Með okkur var sem reynd- ari maður Marías Þ. Guðmunds- son. Þá um vorið bauðst okkur hús- næði undir kosningaskrifstofu á horni Aðalstrætis og Norðurvegar, á besta stað í bænum, þar sem ver- ið hafði íbúðarhús og lækninga- stofa Kjartans heitins Jóhannsson- ar, vinsæls læknis og þingmanns ísfirðinga. Ekkja hans, Jóna, bauð ■mér í vináttuskyni aínot af hús- næði í því húsi, þar sem hún hafði rekið verslun sína, ísól, sem hætt var störfum. Þetta var mikið vinar- bragð, ekki síst vegna sögu hússins og hveijir áttu hlut að máli. Hús- næðið hafði hins vegar ekki verið í notkun um hríð og þurfti lagfær- ingar við. Ekki var að því að spyrja, Óli J. Sigmundsson vai- fyrr en varði mættur með sína menn og gerði á svipstundu allt það, sem gera þurfti varðandi gólfefni og frágang innréttinga. Reikningi var aldrei framvísað, hvorki fyrir efni né vinnu. Þannig var Óli ávallt reiðubúinn þegar að-'*-l> stoðar hans þurfti við, kom óbeð- inn, lagði sig allan fram og spurði aldrei um verkalaun. Óli J. Sigmundsson var ekki allra. Hann var skapmikill, stund- um skapharður og gat verið kaldur í svöram. En hann var enginn flysjungur og talaði aldrei þvert um hug sér. Trúr sinni sannfær- ingu var hann, fórnfús og trúr og tryggur - gegnheill og kvistalaus eins og besti smíðaviður. Óli var mikill Isfirðingur og hefði e.t.v. un- að síðustu árum sínum og þá eink- um eftir að hann missti eiginkonu sína, Halldóru Sigurjónsdóttur, betur vestur á ísafirði en hér-« syðra, þar sem hann mun stundum hafa fundið til einmanakenndar. Óla og Halldóra varð ekki bama auðið, en Halldóra átti son frá fyri'a hjónabandi. Anna Björns- dóttir, fóstursystir Óla, er látin, en Daníel, bróðir hans, býr á Isafirði, á Dvalarheimilinu Hlíf. Honum svo og öðram ættmennum Óla sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Óli J. Sigmundsson var eindreg- inn stuðningsmaður AJþýðuflokks- ins alla sína ævi. Hann var flokks- maður af því tagi, sem Alþýðu- flokkurinn getur verið stoltur af. Fyrir hönd flokksbræðra hans að vestan og Alþýðuflokksins alls sendi ég honum kveðjur og einlæg- ar þakkir fyrir samfylgdina. Sighvatur Björgvinsson, form. Alþýðufiokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. OLIJOHANNES SIGMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.