Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 25 N-Irland • • Ofgahópur segir af- vopnun á döfinni LVF, öfgasamtök sambandssinna á N-írlandi, lýstu því yfir í gær að vopnahlé þeirra sem þau kynntu rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í síðasta mánuði væri endanlegt. Samtökin eru talin bera ábyrgð á flestum þeirra næstum 30 manns- víga sem framin voru á N-írlandi eftir áramót og hvöttu þau kjósend- ur í maí til að hafna páskasam- komulaginu. í tilkynningu þeirra nú kom hins vegar fram að samtökin sættust á niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslunnar og að þau hygð- ust innan tíðar hefja afvopnun. Reg Empey, þingmaður Sam- bandsflokks Ulster (UUP), fagnaði þessum tíðindum í The Belfast Tel- egraph í gær og kvaðst líta á þetta sem tímamótaskref í deilunni um af- vopnun öfgahópa. Aðilar innan n- írsku lögreglunnar tóku tilkynningu LVF hins vegar með mikilli vantrú, enda hafa þau síðustu misseri verið meðal róttækustu öfgaaflanna á N- írlandi og voru afar ósátt við páska- samkomulagið. Samkvæmt umdeildu ákvæði í samkomulaginu verður öllum föng- um sem aðild eiga að öfgasamtökum kaþólikka og mótmælenda sleppt úr haldi innan tveggja ára ef samtök þeirra lýsa yfir endanlegu vopna- hléi. LVF hefði að öllu óbreyttu ver- ið ein fárra samtaka til að njóta ekki góðs af þessu ákvæði og er talið að þetta geti skýrt yfirlýsingu LVF, að hún sé einungis sett fram með því augnamiði að fá 25 LVF-fanga leysta úr haldi. Mótmæli vegna yfirráða Indónesíu í A-Tímor Jakarta, Dili. Reuters. HERMENN beittu í gær bareflum í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, gegn hundruðum mótmælenda sem safn- ast höfðu saman við bækistöðvar ut- anríkisráðuneytisins indónesíska til að mótmæla hersetu Indónesíu- manna í Austur-Tímor. Námsmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, og lofuðu frekari mótmælastöðum í dag til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð svæðisins. Talið er að um 800 manns hafi safnast saman í Jakarta og handtók óeirðalögregla nokkra en í yfirlýs- ingu utanríkisráðuneytsins sagði að tveir námsmenn og einn hermaður hefðu særst í átökunum. Indónesía réðst inn í Austur-Tímor árið 1975 þegar Portúgalir létu af nýlendu- stjórn sinni. Innlimuðu Indónesar svæðið í kjölfarið en Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki viðurkennt þá aðgerð Indónesía og enn er til staðar í Austur-Tímor andspyrnuhreyfing sem tekst á við stjórnarher Indónesíu. Jusuf Habibie, forseti Indónesíu, ljáði á þriðjudag máls á á „sérstök- um réttindum" til handa Austur- Tímor en sagði svæðið þó áfram verða órjúfanlegur hluti Indónesíu. Mótmælendur sem söfnuðust saman í Dili í gær létu sér fátt um finnast um boð Habibies og sögðust vilja fullt sjálfstæði. Reuters HERMAÐUR sparkar til eins þeirra er mótmælti mótmæla hersetu Indónesíumanna í Austur-Tímor við utanríkisráðuneytið í Jakarta í gær. fimmtudag til sunnudags ISirki 70-90 sm Juf 299 Jít 999 Frjálst val úr þessum tegundum: Blátoppur Hansarós Runnamura Yllir Japanskvistur Flatsópur B j arkeyj arkvistur Þyrnirós Snjóber Loðvíðir o.fl. o.fl... ISirkÍkm&tur kr 299 GlrniMnispiR kr 1 v9 10 Stiúpur kr 39t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.