Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NATO VIÐBUIÐ ÁTÖKUM YARNARMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja Atlants- hafsbandalagins ákváðu á fundi í Brussel í fyrradag að undirbúa íhlutun í málefni íbúa Kosovo í Júgóslavíu. Ráðherrarnir gerðu ráð fyrir árásum úr lofti og beit- ingu landhers ef nauðsyn krefði. Samþykktu ráðherr- arnir áætlun um að stöðva eða draga úr skipulögðum ofbeldisaðgerðum gegn Albönum í Kosovo. Þeir for- dæma ofbeldi, hvort sem í hlut eiga yfirvöld í Belgrad eða öfgamenn meðal Kosovo-AIbana. Kosovo-hérað í Serbíu hefur verið sem púðurtunna í mörg ár. Þar búa svokallaðir Kosovo-Albanir og eru þeir 90% íbúanna, en serbnesk stjórnvöld í Belgrad hafa verið andsnúin kröfum þeirra um sjálfstæði hér- aðsins. Reynt hefur verið til þrautar að stilla til friðar í landinu, en allt virðist koma fyrir ekki, áfram heldur ófriðurinn og á miðvikudag ákvað Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, að frysta allar eignir og fjárfestingar Júgóslava í samræmi við ákvörðun frá því í maí. Ákvörðun Bandaríkjaforseta var tekin vegna aðgerða Serbíuhers gegn Kosovo-Albönum. Er nú talið að Slobodan Milosevic forseta verði veittur frestur til að binda enda á ofbeldið, ella láti NATO til skarar skríða. Svo virðist sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins séu loks að missa þolinmæðina og forsætisráðherra Breta, Tony Blair, hefur sagt að eina leiðin til þess að hafa áhrif á Milosevic sé að hóta hernaðaraðgerðum. Talið er og að Rússar, sem yfirleitt hafa staðið við bakið á Serbum, muni ekki hafa athugasemdir við ákvörðun NATO, gegn því að Rússar njóti efnahags- aðstoðar vegna erfiðleika heima fyrir. Balkanskaginn hefur löngum verið viðsjárvert svæði, þar sem hatur og illdeilur eru landlægar. Hinn 26. júní 1914 var þar framið það voðaverk, sem kom fyrri heimsstyrjöldinni af stað, og æ síðan hafa menn óttazt að átök í Serbíu breiddust út. Svo virðist sem Atlantshafsbandalagið hafi það og í huga. Friður skuli ríkja í Kosovo, ef ekki með fortölum, þá með vopna- valdi. KAUPÞING íLÚXEMBORG UTRÁS ÍSLENZKRA fjármálafyrirtækja á erlend- um mörkuðum er hafin með stofnun Kaupþings hf. á eigin verðbréfafyrirtæki í Lúxemborg. Þetta nýja fyrirtæki var formlega opnað sl. fimmtudag. Kaupþing hóf starfsemi í Lúxemborg fyrir tveimur árum með stofnun verðbréfasjóðafyrirtækis í sam- vinnu við Rothschilds-bankann þar. Starfsemin hefur gengið vel og nema sjóðirnir nú um fimm milljörðum króna. Á síðasta ári stofnsetti Kaupþing sérstakan ís- landssjóð í Lúxemborg, sem fjárfestir eingöngu í ís- lenzkum verðbréfum, t.d. hlutabréfum og skuldabréf- um til langs tíma. Reynsla fyrirtækisins af starfsem- inni í Lúxemborg leiddi svo til stærsta skrefsins til þessa, stofnunar verðbréfafyrirtækisins. Viðstaddir opnun fyrsta íslenzka verðbréfafyrirtæk- isins á erlendri grundu voru Geir H. Haarde fjármála- ráðherra og Goebbles, efnahagsmálaráðherra Lúxem- borgar. Ráðherrarnir lýstu báðir ánægju með stofnun verðbréfafyrirtækisins og minntu á góð samskipti landanna fyrr og síðar. Vaxandi umsvif Kaupþings í Lúxemborg er fagnað- arefni og vonandi munu þessi fyrstu skref leiða til sóknar íslenzkra fjármálafyrirtækja á erlendum mörk- uðum. íslenzkir fjárfestar horfa sífellt meira til fjár- festingarkosta erlendis, en ekki er vanþörf á því, að laða erlenda fjárfesta til að beina viðskiptum til Is- lands. Það mun vafalaust efla traust þeirra á slíkum viðskiptum geti þeir skipt beint við íslenzk fyrirtæki í eígin fjármálaumhverfi. Klúbbur að alþjóðlegri fyrirmynd til stuðnings geðfötluðum Ætlað að brúa bilið milli stofnunar og atvinnulífs Klúbbnum Geysi er ætlað að styðja geðfatlaða út 1 atvinnulífið. Arna Schram ræddi við þær Onnu Valdimarsdóttur og Aðalbjörgu Eddu Guðmundsdóttur um fyrirhugaða starfsemi. ANNA Valdimarsdóttir iðjuþjálfi oj m.a. að OFT tekur ekkert við úti í samfélaginu hjá þeim geðsjúklingum sem hafa lokið þjálfun hjá okkur á geðdeild Landspítalans. Skrefið út í samfélagið er fyrir marga sjúklinga mjög erfítt, því þeir eru sumir hverjir búnir að vera lengi í vernduðu umhverfi og hafa lítið þurft að takast á við ábyrgð, skipulagningu og ákvarðanatöku," segir Anna Valdi- marsdóttir, iðjuþjálfi og einn af frum- kvöðlum þess að mynda áhuga- mannahóp um stofnun klúbbsins Geysis hér á landi að fyrirmynd bandarískrar hugmyndarfræði sem hlotið hefur heitið Fountain House og hefur verið reynd víða um heim með góðum árangri. Eitt af meginmarkmiðum klúbbs- ins er að hjálpa geðfötluðu fólki að fóta sig á almenna vinnumarkaðnum eftir að hafa dvalið á stofnunum í lengri eða skemmri tíma vegna veik- inda sinna. Þannig er klúbbnum ætl- að að brúa bilið á milli stofnana og samfélagsins. Allir þeir sem eiga eða hafa átt við geðsjúkdóm að stríða eru velkomnir í klúbbinn og félagsaðild er ekki háð neinum tímatakmörkun- um. Þar er lögð áhersla á að meðlimir séu ekki sjúklingar heldur félagar sem beri sameiginlega ábyrgð á dag- legum rekstri ásamt starfsfólki. Að sögn Önnu og Aðalbjargar Eddu Guðmundsdóttur, félaga og fulltrúa geðfatlaðra í klúbbnum, er undirbúningsvinnan að starfsemi klúbbsins hér á landi komin vel á veg og eru vonir bundnar við það að hann verði kominn inn í sitt eigið húsnæði um næstu áramót. Áhugahóp um stofnun klúbbsins var komið á fót í janúar 1997, eftir að Anna og Anna Guðrún Arnardóttir iðjuþjálfi höfðu haldið íyrirlestur í húsi Geðhjálpar og kynnt Fountain House-hug- myndafræðina. Nú er svo komið að hópurinn hefur fengið nafnið Geysir auk kennitölu og hittist vikulega í húsakynnum Geðhjálpar. Búið er að skipa nokkra fulltrúa í stjóm klúbbs- ins og ennfremur stendur um þessar mundir yfir undirbúningur að mögu- legri fjármögnun hans, en á hinum Norðurlöndunum eru ríki, borg og góðgerðarsamtök stærstu fjárveit- endur klúbba sem þessa. Fimmtíu ára reynsla af Fountain House Áður en lengra er haldið skulum við fara um það bil fimmtíu ár aftur í tímann og kynna okkur upphaf þeirr- ar hugmyndafræði, sem klúbburinn Geysir er byggður á, eða stofnun samtakanna sem nefnd hafa verið Fountain House. Fyrsti vísir að sam- tökunum varð til um 1940 í Banda- ríkjunum. Þá tóku sjúklingar, sem höfðu verið á geðdeild í New York, sig saman um að hjálpa hver öðrum að finna vinnu og húsnæði, en jafn- framt ákváðu þeir að leita leiða til að uppfylla sínar félagslegu þarfir og verða þannig virkir þátttakendur í samfélaginu. Hópurinn kallaði sig í fyrstu WANA sem var skammstöfun á setn- ingunni, We Are Not Alone eða við erum ekki ein. Hins vegar urðu þáttaskil í starfsemi hópsins árið 1948 þegar hann festi kaup á húsi einu í New York, en þar lögðust allir á eitt að gera það sem gera þurfti til að ná markmiðum hópsins. I bak- garði hússins var gosbrunnur og þannig varð nafn samtakanna til, Fountain House, en Fountain þýðir gosbrunnur. Smám saman hefur hróður sam- takanna Fountain House breiðst út og í dag eru starfandi 340 sams konar klúbbar í 22 löndum víða um heim þar á meðal á öllum hinum Norður- löndunum. Einnig eru slíkir klúbbar í löndum eins og Rússlandi, Ástralíu og Englandi, svo önnur dæmi séu nefnd. Allir þessir klúbbar eru hluti af alþjóðlegum samtökum, I.C.C.D. (International Center for Clubhouse Development), sem byggja á Founta- in House-hugmyndafræðinni og fylgja þar með ákveðnum grundvall- arreglum um starfsemi og skipulag. Höfuðstöðvar alþjóðlegu samtakanna eru í New York og innan þeirra starfa ýmsar nefndir sem eru ávallt skipaðar fulltrúum frá klúbbum um allan heim. Mikil þörf fyrir stuðning við geðfatlaða Anna segir að hún hafi kynnst hug- myndafræði Fountain House í náms- ferð sem hún og starfsfélagi hennar Anna Guðrún fóru saman í til hinna Norðurlandanna fyrir rúmlega tveimur árum. „Markmið ferðarinnar var að kynna okkur meðferðarúrræði fyrir geðsjúka og leita að leiðum til að brúa bilið milli stofnunar og sam- félags," segir Anna. Þegar heim var komið héldu þær stöllur fyrirlestur í EFTIRFARANDI frásögn birtist í upplýsingabæklingi um Klúbbinn Geysi og lýsir reynslu geðfatlaðs manns, sem hefur verið veikur í fímmtán ár. Reynslusagan er skráð í Reykjavík í nóvember síð- astliðnum. I henni segir m.a.: „Mín reynsla af vinnumarkaðnum er neikvæð, vegna þess að sjúkdómur minn fælir atvinnurekendur frá að ráða mig í vinnu. Ég reyndi stöðugt í fímm ár að útvega mér vinnu og komast inn á vinnumarkaðinn með því að vera heiðarlegur, sem leiddi alltaf af sér neitun, at- vinnurekendur voru ekki tilbúnir að gefa mér sjéns. En ég fékk alltaf vinnu ef ég þagði yfír mínum sjúkdómi, en húsakynnum Geðhjálpar, eins og fyrr var vikið að, en þar sögðu þær frá ýmsum úrræðum fyrir geðfatlaða, sem þær höfðu kynnst í námsferð sinni. „Það varð hins vegar svo mikil vakning á þessu kynningarkvöldi og fólk varð svo spennt fyrir því að stofna Fountain House á Islandi að það var afráðið að mynda áhugahóp um stofnun slíkra samtaka,“ segir Anna. Nafnið Geysir var síðar ákveð- ið, en að sögn Önnu, vísar það til þess að goshverinn Geysir sé hinn nátt- úrulegi gosbrunnur íslendinga. Anna og Aðalbjörg Edda benda á að stofnun slíks klúbbs hér á landi spretti af þeirri gífurlegu þörf sem sé fyrir stuðning og hjálp við það fólk sem hafi dvalist inni á sjúkrastofnun- um vegna geðsjúkdóma sinna. „Spít- alamir eru að fyllast af fólki sem er tilbúið til þess að fara að takast á við lífið, eftir veikindi sín, en kemst ekki út í atvinnulífið vegna þess hve því hefur gengið erfiðlega að fá vinnu,“ segii’ Aðalbjörg Edda og bætir því við að geðfatlaðir standi oft frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að segja sannleikann um sjúkdóminn eða halda honum leyndum þegar þeir sæki um vinnu. Seinni kosturinn, að ljúga, geti þó ekki talist heillavænleg byrjun í nýju starfi. Eitt af viðfangsefnum klúbbsins er að reka vinnumiðlun fyrir félaga sína og tryggja það að annar starfsmaður komi í staðinn fyrir þann sem kemst ekki í vinnuna, tímabundið, vegna veikinda sinna. Anna útskýrir starf- semi vinnumiðlunarinnar nánar og segir að félagar í klúbbnum vinni fyrst að því að ná tengslum við vinnu- veitendur. Þegar það takist sé gerður tímabundinn ráðningarsamningur, til sex mánaða, hálfan daginn eða um slíkt leiddi einungis af sér bakföll fyrir mig, vegna þess að ég veikt- ist iðulega eftir skamman tíma f starfí og fékk uppsögn vinnuveit- enda í kjölfarið. Þetta ýtti undir vanmáttarkennd og þunglyndi og ég sá að svona gat þetta ekki gengið lengur. Því ákvað ég að festa mig alfarið í örorkuna og gefast upp. Allir þurfa á upp- byggingu að halda Sannleikurinn um örorku/and- legan sjúkdóm fælir flestalla at- vinnurekendur frá ráðningu ein- staklings, skiljanlega vegna hugs- anlegrar Iangrar fjarveru frá vinnumarkaði og nægu framboði umsækjenda. Hin eina leið fyrir ör- Reynslusaga manns með geðrær „Mín reynsla af vir aðnum er neik?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.