Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sverrir Hermannsson boðar fund n i iffc I á ísafírði um fiskveiðimál Rvótakerfinu sagt ^ ^ I strið a hendur ÞAÐ þýddi nú lítið að freta rjúpnaskotum á þessa greifa, góði. Stórgripaskot verða það að vera. Tvær stjórnir Sambands dýraverndunarfélaga Islands Agreining-ur á borði umhverfísráðuneytisins ÓSÆTTI er nú milli tveggja fylk- inga dýravina á Islandi og gerir hvor um sig tilkall til að vera rétt kjörinn og lögmætur fulltrúi Sam- bands dýravemdunarfélaga Is- lands. Lögum samkvæmt tilnefnir sam- bandið fulltrúa í Dýraverndarráð og Ráðgjafarnefnd um villt dýr, sem hvort tveggja eru nefndir sem hafa opinberu stjómsýslu- og ráð- gjafarhlutverki að gegna. Um- hverfísráðherra hefur fengið til- nefningar frá báðum aðilum. Hefur ráðuneytið skrifað þeim bréf og óskað skýringa á þessum ágrein- ingi og hvaða samþykktir viðkom- andi hafí á bak við sig. Haraldur Sigurðsson er í for- svari fyrir annan hópinn. Sam- kvæmt fréttatilkynningu er hann formaður stjómar sambandsins en með honum í stjóm Guðmundur Helgi Guðmundsson, Hörður Zophaniasson og Jón Kr. Gunnars- son. „Undanfarið hefur nokkuð borið á því að Sigríður Ásgeirsdótt- ir hdl. tjái sig í fjölmiðlum um ýmis dýravemdarmál. Af þessu tilefni hefur Sigríður verið titluð formað- ur Sambands dýraverndunarfélaga Islands. Þá hefur birst frétt um það að hún hafi verið kjörinn for- maður sambandsins á aðalfundi þess sem haldinn hafí verið í maí sl. Hér gætir mikils misskilnings og vegna þessa, vill réttkjörin stjórn Sambands dýraverndunarfélaga Islands koma eftirfarandi á fram- færi: Stjórn sambandsins var kjör- in á síðasta aðalfundi þess sem haldinn var hinn 24. mars 1996 [...] Stjóm þessi hefur ekki látið af störfum og ný stjórn verður aðeins kjörin á aðalfundi sambandsins. Einungis stjóm félagsins getur boðað til aðalfunda samkvæmt lög- um þess og því getur Sigríður As- geirsdóttir ekki efnt til slíkra funda upp á sitt einsdæmi," segir þar. Þá segir í fréttatilkynningunni að stjórnin hyggist óska opinberr- ar rannsóknar á ráðstöfunum Sig- ríðar í nafni sambandsins án þess að hún hafí haft umboð stjómar til þess. Eining um aðalfund Sigríður Ásgeirsdóttir hefur sömuleiðis sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem fylgir afrit af bréfi til umhverfisráðherra. Þar segir meðal annars: „Hinn 18. nóvember 1996 voru öll aðildarfé- lög SDÍ boðuð til aðalfundar 19. desember það ár. Var það gert samkvæmt ákvörðun aðalfundar, sem boðað var til hinn 24. mars 1996. Sá fundur hafði umdeilan- legt gildi en öll aðildarfélögin voru samþykk því, að boða aftur til að- alfundar í nóvember þ.á. og var það gert með sama hætti og fund- urinn 24. mars [...] Var eining á þessum aðalfundi og engar at- hugasemdir bárust frá neinu framangreindra aðildarfélaga um stjórnarkjör á þessum fundi. Sam- kvæmt lögum SDÍ var boðað til aðalfundar 16. maí sl. og voru öll ofangre’nd aðildarfélög, að undan- skildu Hundaræktarfélagi Islands; sem sagði sig formlega úr SDI hinn 18. febrúar sl., boðuð til ör- yggis með ábyrgðarsímskeyti og var kvittað fyrir móttöku. Eining var um þennan aðalfund og engar athugasemdir hafa borist frá neinu aðildarfélaganna um stjórn- arkjör á fundinum.“ Anægður með sopann sinn ÞAÐ er ómögulegt að segja hvað hann var að hugsa, þessi ungi drengur sem Ijósmyndari smellti af mynd á Hellnum á Snæfells- nesi í vikunni. En eitt er að minnsta kosti víst, sá stutti virtist ósköp sæll og ánægður - enda kannski varla annað hægt þegar sólin skín og nógur drukkur er í bollanum. Morgunblaðið/Arnaldur Samkeppni í raforkuframieiðslu á íslandi Jafnvel tvö fyrir- tæki gætu leitt til samkeppni SAMKEPPNI í raf- orkuframleiðslu á ís- landi er umfjöllunar- efíii í ritgerð Jóns Þórs St- urlusonar sem lauk meist- araprófi í hagíræði frá Há- skóla Islands i liðnum mán- uði. Tildrög rannsóknarinn- ar eru skýrsla sem nefnd skipuð af iðnaðaiTáðherra skilaði árið 1996 um hugs- anlega samkeppni í orku- framleiðslu þar sem fram kom í nefndaráliti vilji til þess að koma á slíkri sam- keppni. „Gróflega má skipta orkugeiranum í fernt, það er vinnslu raforku, flutning eftir háspennukerfi, dreif- ingu eftir lágspennukerfi og sölu. Síðustu áratugi hefur þeirri skoðun vaxið fylgi víða um heim að hægt sé að koma á samkeppni í vinnslu og sölu. Ritgerð mín fjallar um vinnsluna sjálfa, það er virkjanir og allt sem þeim tengist. Þar setti ég upp líkan af ýmsum möguleik- um til þess að reyna að varpa ljósi á það hvemig hún kæmi út fyrir íslenskt efnhagslíf, neytendur og fyrirtæki." - Hvernig er dæmið sett upp? „Eg bjó til líkan sem byggir á leikjafræði þar sem koma saman mörg fyrirtæki, að vísu mismörg, í nokkrum dæmum. Ein forsendan i rekstrinum er að hámarka hagnað og fyrirtækin eiga valmöguleika á byggingu virkjana af ólíkum stærðum og gerðum. Síðan lít ég á jafnvægishegðun á þannig mark- aði, það er hvemig það kemur út fyrir heildina þegar öll fyrirtækin reyna að hámarka hagnað. I rit- gerðinni geri ég ráð fyrir að tíma- setning fjárfestinga fyrirtækjanna sé mikilvægasta tækið til þess að hafa áhrif á stöðu sína og annarra hag. Yfirleitt er gengið út frá því að fyrirtæki geti annað hvort stjórnað verði vöru eða magni framleiðslunnar með samfelldum hætti. I þessu tilviki er einungis möguleiki á nokkmm tegundum af virkjunum í hvert skipti. Líkanið er líka tímatengt og nær yfir tveggja áratuga þróun.“ - Er rétt að fara út í slíka sam- keppni? „Markaðshlutdeild Landsvirkj- unar er 93% en ekld beinlínis ein- okun í þeim skilningi þar sem hún er háð ákvörðunum og eftirliti stjómvalda. Stefna Landsvirkjun- ar er að festa raforkuverð til langs tíma og virkjanir eru mjög stórar í samanburði við vöxt eftir- spurnar. Þetta þýðir að mörg ár tæki að fullnýta stórvirkjun sem byggð yrði í dag, jafnvel áratug ef til dæmis væri um að ræða vatnsaflsvirkj- un. TO þess að halda verði fóstu þarf af- kastageta stöðugt að ...... vera umfram eftirspum. Þegar tekið er tillit til markaðsafla er verð ekki fast heldur breytilegt eftir framboði og eftirspurn og því geta sveiflur verið talsverðar eftir aðstæðum. Markaðsskipulagið myndi hins vegar eyða þeirri óhagkvæmni sem umframfram- boð felur í sér og er þá um um- talsverðar upphæðir að ræða. í ritgerðinni eru vísbendingar um að stærðarhagkvæmni sé mik- ilvæg fyrir íslensk raforkukerfi, stærri vatnsaflsvirkjanir eru til dæmis talsvert ódýrari per ein- ingu en þær litlu, svo sem gufu- aflsvirkjanir. Niðurstaða hermi- líkans míns er sú að í markaðs- skipulagi velji íyrirtæki fremur smærri virkjanir þar sem fyrir- tækin era mörg og geta ekki verið viss um að geta nýtt sér ábatann Jón Þór Sturluson ► Jón Þór Sturluson fæddist 26. nóvember árið 1970 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófí frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti árið 1990 og BS-prófí í hagfræði frá Háskóla íslands árið 1994. Að því búnu starfaði hann við Hagfræðistofnun HÍ með námi og lauk meistaraprófi í júní á þessu ári. Meistararit- gerð Jóns Þórs fjallaði um sam- keppni í raforkuframleiðslu. Eiginkona hans er Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræð- ingur og eru þau bæði við nám í Svíþjóð. Jón Þór er nú í dokt- orsnámi í atvinnuvega- og orku- hagfræði við Handelshögskolan í Stokkhólmi. Stærðarhag- kvæmni mikil- væg fyrir íslensk raforkukerfi sem felst í að bíða og byggja stærri virkjanir. Þetta eru helstu þættirnir sem þarf að vega og meta þegar spurt er hvort sam- keppni sé æskileg. Þegar litið er til verðþróunar í líkaninu er ekki hægt að svara spurningunni einhlítt því máli skiptir hversu öflug samkeppnin er, það er hvort fyrirtækin á markaðinum séu mörg eða ein- ungis tvö til þrjú. Ennfremur má spyi'ja hvers eðlis samkeppnin er meðal annars út frá leikjafræði. Ég skoða tvenns konar væntingar fyrirtækja og kemst að þeirri nið- urstöðu að stærð virkjananna sé slík miðað við vöxt eftirspurnar að ekki skipti endilega máli hversu mörg slík fyrirtæki verði á mark- aði hér. Það er vel hugsanlegt að samkeppni geti komist á með tveimur fyrirtækjum. Eina leiðin fyrir fyrirtækin til þess að hagn- ast umfram það sem eðlilegt get- ur talist miðað við aðrar atvinnu- greinar er að láta eft- irspurn aukast og verð hækka og bíða með fjárfestingu þar til á réttu augnabliki. Ef fyrirtækin eru mörg er hvatinn til þess að fjárfesta á undan hinum ávallt til staðar. Þá myndast sam- keppni um það að verða fyrstur til þess að fjárfesta. Eina jafnvægið sem ekki felur í sér samráð er að allur umframhagnaður eyðist og að hagnaður í greininni verði eðli- legur frá hagfræðilegu sjónar- miði. Að því leyti er ég bjartsýnn á að samkeppni gæti verið hag- felld fyi'ir ísland.“ - Var tekið tillit til áhrifa stór- iðju ílíkaninu? „Niðurstaða líkansins er sú að samkeppnismarkaður myndi engu að síður geta byggt virkjanir fyrir stóriðju og nýtt afgangsorku fýrir almennan mai'kað, líkt og Lands- virkjun. Því er ekki að sjá að sam- spil stóriðju og almenns markaðar sé neikvætt frá sjónarmiði sam- keppni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.