Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 24

Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 24
24 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ r 1 fi 'Bk', WjgÉ '4 M, 1 BANDARÍSKI stjarneðlisfræð- ingurinn Jack G. Hills. „Um flestar miklar náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos á það við að ekki er hægt að afstýra þeim, aðeins hægt að reyna að draga úr tjóni eða fyrirbyggja það. Um árekstur við loftsteina, smástirni og halastjörnur gildir öðru máli.“ Bandaríski stjarneðlisfræðingurinn Jack G. Hills er íslenskur að uppruna en hefur alið nær allan sinn aldur vestra. Hann seg- ir í samtali við Kristján Jónsson brýnt að auka rannsóknir á halastjörnum og smá stirnum. Séu aðvífandi hlutir utan úr geimnum uppgötvaðir í tæka tíð ætti að vera kleift að afstýra árekstri og náttúru- hamförunum sem yrðu í kjölfar hans. VIÐMÆLANDINN er í meðallagi hár og fremur þéttur á velli, á sextugs- aldri, fremur hlédrægur en hláturmildur. Hann er frjálsleg- ur og lítt pjattaður í klæðaburði og framgöngu, vill fremur ræða um fræðigrein sína, stjameðlisfræði, en einkamálin enda meðal fremstu vís- indamanna á sínu sviði í heiminum. Undanfarin ár hefur verið mikið vitnað í hann í erlendum blöðum og tímaritum á borð við Time í grein- um um hættuna á geysilegum nátt- úruhamförum ef smástirni eða hala- stjama rækist á jörðina. Tungan er enska og nafnið Jack G. Hills er ekki beinlínis rammís- lenskt. Hann er samt upprunalega íslendingur, Gísli Hlöðver Pálsson sem eitt sinn lék sér á bryggjunni í Keflavík. Nú er hann háttsettur vís- indamaður við Los Alamos-stofnun- ina í New Mexico. Hills flutti í vikunni fyrirlestur á fundi með íslenskum jarðfræðing- um um rannsóknir sínar. Hann fæddist í Keflavík 1943, sonur Kristínar Gísladóttur og Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns sem lést 1983 og var þekktur maður í þjóðlífínu hér í sinni tíð. Gísli flutt- ist til Bandaríkjanna með móður sinni árið 1949. Hún giftist þar Bandaríkjamanni sem ættleiddi Gísla og gaf honum nafn sitt. íslenskan hvarf í gleymskunnar djúp en Gísli/Jack man vel eftir æskuárunum í Keflavík. Hann kom hingað til lands 1966 og aftur 1972 og í þriðju heimsókn sína í liðinni viku ásamt eiginkonunni, Cynthiu Z. Hills. Hún er tölvufræðingur hjá Los AJamos-rannsóknastofnuninni, þau eiga dótturina Ericu. Á bryggjunni í Keflavík „Ég man ágætlega eftir ýmsu í Keflavík og þegar við komum núna um helgina ókum við um bæinn, ég var að rifja upp hvar húsið okkar var. Ég held að það hafi tekist. Þetta var undarleg tilfinning að rifja upp fyrstu sporin á æskuslóðun- um. Þegar ég var krakki var kirkjan í útjaðri bæjarins, núna er hún í hon- um miðjum. Við fórum oft niður á bryggju að veiða fisk, man ég. Oftast voru þetta nú einhverjir smátittir en stundum vel ætur fiskur.“ Hills ólst síðan upp í grennd við Kansas City í Bandaríkjunum, gekk í háskóla í Kansas, síðar í Michigan og lauk þar doktorsprófi 1969. Hann var háskólakennari í Michig- an-háskóla og síðar Illinois, aftur í Michigan þar sem hann varð pró- fessor við ríkisháskólann. Hann hóf störf í Los Alamos 1981. Árið 1962 gekkst risafyrirtækið Westinghouse fyrir því að tilnefndir voru 25 efnilegustu háskólanemar í landinu og var Hills í hópnum. Af þessu tilefni fengu nemarnir að hitta John F. Kennedy forseta í Hvíta húsinu. „Ég á mynd af okkur einhvers staðar heima, hún birtist á forsíðu eins vísindatímaritsins," segir Hills brosandi. Sovétmenn skutu á loft mönnuðu geimfari árið 1961 og hét Kennedy þá að Bandaríkjamenn myndu lenda á tunglinu fyrir árið 1970. Það var hugur í landsmönnum, þeir voru staðráðnir í að halda forystu sinni á sviði raunvísinda og tækni. „Okkur fannst að ekkert verkefni væri okk- ur ofvaxið." Hills segir sjöunda ára- tuginn hafa verið spennandi og hag- stæðan fólki eins og sér sem vildi leggja stund á vísindastörf. „Éftir 12 ár við háskólakennslu vildi ég breyta til og fékk starf hjá Los Alamos-rannsóknastofnuninni. Henni var komið á laggirnar í seinni heimsstyrjöld, árið 1943, og þar var lagður grunnurinn að smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar 1945. Enn eru kjarnorkurannsóknir mikilvæg- ur þáttur í starfinu og ekki síst reyna menn að finna leiðir til að hindra útbreiðslu gereyðingai-vopna af þessu tagi. Þarna eru auk þess stundaðar rannsóknir á fjölmörgum öðrum sviðum og sjálfur starfa ég hjá deild sem annast fræðilega stjarneðlis- fræði. Fyrir skömmu fékk ég að vita að ég væri orðinn það sem við nefnum „fellow“ sem merkir að ég á nú að helga mig algerlega rann- sóknum." Um 2% starfsmanna stofnunarinnar fá að einbeita sér að fræðastörfum og losna þá við stjómunarstörf og þess konar amst- ur. Los Alamos er önnur af tveim helstu rannsóknastofnunum lands- ins og reyndar heimsins. Hún er rekin undir yfirstjórn orkumála- ráðuneytisins í Washington. Hills segir að hin stofnunin, Lawrence Livermore í Kaliforníu, hafi verið stofnuð að tilstuðlan kjarneðlis- fræðingsins Edwards Tellers 1952. Honum hafi þótt stjórnendur Los Alamos ekki beina nægilegum kröftum að smíði vetnissprengju, hann vildi hraða framkvæmdum. Auk þess fannst mörgum hentugt að til væru tvær stofnanir sem störfuðu á sviði kjarnorkurann- sókna, þær myndu eflast í sam- keppni. Samkeppni og samstarf En er samkeppni fremur en sam- starf á milli stofnananna tveggja? „Hvorttveggja. En þetta er svona eins og milli tveggja systkina, stundum er rifist." Hann hlær dátt Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson þegar spurt er hvort deilurnar og metingurinn nái alltaf hámarki þeg- ar þingið fjalli um framlög til þróun- ar og rannsókna og viðurkennir að svo geti verið. Framan af var eitt af viðfangsefn- um Hills svonefnd svarthol í geimn- um þar sem talið er að samankom- inn sé samþjappaður efnismassi er dragi til sín alla birtu án þess að endurkasta henni. Um 1990 jókst áhugi manna jafnt í fræðunum sem í stjórnsýslunni á smástirnum, þ.e. stórum loftstein- um, og halastjörnum. Kenningar um afdrifarík áhrif af árekstri jarð- ar og slíkra óboðinna gesta höfðu fengið byr í seglin vegna nýrra upp- götvana. Haldnar voru að undirlagi alríkisstjórnarinnar tvær ráðstefn- ur um þessi mál og sótti Hills þá síðari 1992. Á heimasíðu deildar hans í stofnuninni segir frá forriti sem notað er við tölvuútreikninga í þessum fræðum og nefnist Loki. Ekki er ljóst hvort þar hefur ein- hverjum dottið í hug íslenskur upp- runi Hills. „Ég fékk mikinn áhuga á að kynna mér og reyna að meta með vísindalegum aðferðum hverjar af- leiðingar það gæti haft ef smástirni eða halastjarna rækist á jörðina, hvernig stærð hlutarins myndi hafa áhrif á niðurstöðuna. Þetta hafði ekki verið kannað skipulega. Einnig vildi ég kynna mér hvort hægt væri að koma í veg fyrir árekstur af þessu tagi. Við vissum þegar að þetta hafði gerst. í Arizona er gígur, um kílómetri í þvermál og 200 metra djúpur. Hann er eftir smástirni sem líklega var úr jámi og lenti fyrir um 50.000 árum. Um 1990 uppgötvuðu menn svo annan og miklu stærri gíg eftir stirni á Yucatanskaga í Mexíkó og hafinu við skagann. Þessi gígur er um 200 kílómetrar að þvermáli. Gert er ráð fyrir að smástirnið hafí verið um 10 km að þvermáli." Vísindamenn reiknuðu út að gíg- urinn hafði myndast fyrir u.þ.b. 65 milljón árum eða um sama leyti og risaeðlurnar dóu skyndilega út. I stuttu máli varð niðurstaðan sú og æ fleiri hallast að þeirri tilgátu að við áreksturinn hafi þyrlast upp mikið af ryki er dregið hafi úr birtu sólar um alla jörðina og valdið fimb- ulkulda í nokkra mánuði, ef til vill

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.