Morgunblaðið - 31.01.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 31.01.1999, Qupperneq 45
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 4^- Þér fannst svo vænt um foreldra þína. Og hvað þér fannst vænt um alla, við heyrðum svo margar góðar sögur um þig. Þegar þú varst lítill strákur og bróðir þinn, Sverre, átti að fara í sveit þurfti hann að fara langa leið með skipi. Og þegar Sverre var á þessum aldri, fannst honum gaman að leika sér að töppum sem hann kastaði eins nálægt vegg og hægt er. Þegar Sverre var kominn á bryggjuna mundi hann að hann hafði alveg gleymt öllum töppun- um heima. Þá hljópstu heim til ykkar í einum spretti og náðir í tappana. Þegar Sverre var í sveitinni, þá varð hann veikur. Þetta reyndist vera botnlangakast og Sverre dó. Þú huggaðir þig við að þú hafðir notað síðasta tækifærið til að gera honum greiða. Hvíldu í friði, afi okkar. Snorri og Aron Orn. Elsku pabbi okkar er látinn eftir harða baráttu við veikindi síðustu árin. Það lýsir honum best hvað hann var þrár að hann gafst ekki upp og var orðinn ansi brattur aftur síðasta ár sitt. En skyndilega kom kállið þegar allir voru orðnir bjart- sýnir og rólegir aftur. Pabbi okkar var einstakur maður og leysti sitt föðurhlutverk einkar vel af hendi. Okkur er minnisstæð glettnin, fyndnin og umhyggjan sem streymdi frá honum alla tíð, einnig við þessa erfíðu sjúkdómslegu var stutt í þessa þætti hans. Pabbi var skáti eða nánar til tekið Væringi. Orðtakið „Eitt sinn skáti, ávallt skáti“ lýsti honum vel. Skát- inn í honum var mikið meira en hnútar og merki, hann vildi öllum gott gera, var atorkusamur og úr- ræðagóður. Hann gladdist mjög yfir að við systkinin öll tókum virkan þátt í skátastarfi og einnig flest barnabörnin hans sem hafa haft aldur til. En nú er pabbi farinn heim eins og við segjum á skáta- máli. Þótt pabbi hafí unnið skrifstofu- vinnu alla tíð þá var hann einkar laginn við verklega hlutann. Hann gat tekið í sundur stóru veggklukk- una sem afí hans átti og komið í stand, lagfært bíla og flest það sem aflögu fór. Það var unun að horfa á hann vinna, allt lék í höndunum á honum. Enda sátum við oft hjá honum bara til að horfa á. Pabbi notaði þessar stundir til að spjalla við okkur og fræða um ýmsa hluti. Hann lagði mikla rækt við íslenska tungu og miðlaði þeim viðhorfum til okkar ásamt miklum fróðleik bæði um landið okkar og móður- málið. Þegar hann vann hjá Raf- magnsveitum ríkisins fór hann oft út á land á vegum vinnunnar. Stundum fengum við að fara með og það var sama hvert farið var, alls staðar var honum vel tekið og við vorum stolt af að sjá að svona margir þekktu pabba og voru vinir hans. Greiðvikni pabba var rómuð, ef einhver þurfti á hjálp hans að halda var hann boðinn og búinn að veita hana. Hann var næmur á hvar og hverjum hann gat hjálpað og því þurfti ekki alltaf að biðja um aðstoðina, hann tók frumkvæðið sjálfur. Þegar mamma og pabbi fengu út- hlutað lóðinni Hraunbæ 11 var mik- ill fögnuður í fjölskyldunni. Pabbi lagði hart að sér við húsbygginguna og flutt var inn í húsið eins fljótt og unnt var. Eftir að húsið var komið upp var hafist handa við garðinn og nýttist hugvit pabba og handlagni vel þar. í þessu nýja hverfi voru margir sem leituðu til pabba um ýmis viðvik og fékk hann brátt við- urnefnið hreppstjórinn, eða hreppi eins og einn nágranninn stytti það. Það var því sjálfgefið að yngsta barn pabba var kallað mini-hrepp. Pabbi eignaðist snemma barna- börn og ástúðin og umhyggjan sem hann sýndi þeim var hin sama og hann sýndi sínum eigin börnum. Barnabörnin eru nú orðin 11 og eitt er á leiðinni. Fyrir tæpum tveimur árum varð hann langafi og var hann mjög stoltur af því. Langafabömin eru orðin tvö. Undanfarin ár höfum við systkin- in búið erlendis og fannst okkur oft erfitt að hugsa til þess hve langt var til pabba. En hann var alltaf hress og uppörvandi þegar við hringdum í hann eða heimsóttum hann. Hann hvatti okkur, spurði um börnin okk- ar og sagði okkur fréttir af sér og ýmsu sem gerðist hér heima. Hann samgladdist okkur þegar vel gekk. Hann hlustaði á okkur róma Dan- mörku og Noreg, en sagði svo ákveðinn að samt væri nú best og fallegast á íslandi. Margar minningamar um pabba koma í hugann þessa dagana, þær munum við varðveita og miðla til barna okkar. Minningarnar um góð- an föður er okkar styrkur í sorginni. Guð blessi minningu pabba. Óli Örn, Inga Lovísa og Karl. Nokkur orð um afa minn. Þess sárt er saknað sem elskai- mest en núna ertu í huga mínum þá af öllu öðru kýs ég best að vera barn í örmum þínum. Siguijón Örn Ólason. Elsku afi Hugo. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mömmu. Þú og amma Margrét vor- uð dugleg að passa mig þegar ég var lítill, þegar mamma var að fljúga. Alltaf varst þú góður vinur minn og við gerðum margt saman. Meðal annars þegar þú hjálpaðir mér að smíða skip úti í bílskúr. Þá barði ég hressilega á puttann á þér! Þótt það hafi örugglega verið svaka- lega vont, þá tókstu því bara vel. Þú gafst mér líka fullt af frímerkjum og var ég fyrir jól að flokka þau í frímerkjabækur. Eftir að þú veiktist kom ég í heimsókn með ömmu Margréti og var þá alltaf gaman að hitta þig. Hvíl þú í friði, elsku afi. Stefán Barði. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð við andlát og útför eiginkonu og móður okkar, GUÐLAUGAR BERGMANN. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 32A Landspítalans. Grétar Bergmann, Aðalheiður Óladóttir Helleday og fjölskylda. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóur, ömmu og langömmu, ÁGÚSTÍNU ELÍASDÓTTUR, dvalarheimili aldraðra Hrafnistu, Reykjavík. Esther Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Bernharðsdóttir, Elías Guðmundsson, Guðlaugur Elíasson, Kristján Elíasson, Erla Elíasdóttir, Elías Elíasson og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við ölium þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU GÍSLADÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Vífilsgötu 18. Helga Karlsdóttir, Jón Ásmundsson, Björn Karisson, Anna B. Jónsdóttir, Guðmundur Valur Oddsson, Ásmundur Jónsson, Anna Hera Björnsdóttir. Jón Magnússon, Guðný Sigurðardóttir, Guðrún Júlíusdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Gunnar Hjálmarsson, + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, , ÓLA BJÖRG BERGÞÓRSDÓTTIR, Rauðarárstíg 32, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 29. janúar. Útför auglýst síðar. Gunnar Hersir, Hávarður Emilsson, Fríður Hlín Sæmundsdóttir, Þórunn Kristín Emilsdóttir, Kristinn Eymundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR sjúkraliða. Emil Ingólfsson, Jónína G. Haraldsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Sigríður Einarsdóttir, Stefán Ingólfsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Kristinn Ingólfsson, Birna K. Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og útför mannsins míns, föður okk- ar, tengdaföður, afa og sonar, KRISTINS EGGERTSSONAR. Hjördís Bergstað, Eggert Kristinsson, Sigfríður Birna Sigmarsdóttir, Valdimar Kristinsson, Hjördís Kristinsdóttir, Sigmar Freyr og Kristinn Björn, Sigurlaug Þorsteinsdóttir. •c. inningarkort Slysavamafélags Islands fást á skrifitofu félagsins.: Kortin em send bœði innan- og utanlands. Hœgt er að styrkja ákveðna björgunarsveit eða slysavarnadeild innan félagsins. Gíró- og greiðslukortapjónusta. Slysavamafélag íslands, Grandagarði 14, sími 562 7000 —fax 562 7027 i í Dragtír-buxur blussur-píls Míkíð úrval í lítlum stœrðum. Nýkomíð míkíð úrval afstökum buxum. Verðfrá kr. 1.690. Nýbýlavegín, Kóp., símí 554 443S DRSHfmfl Gerum árshátíðina að ógleymanlegu ævintýri. Fagurt umhverfi, glæsilegir salir, Ijúffengur matur, fullvissa um Ijúft kvöld, óvæntar uppákomur. Sjáum um flutning fram og til baka - í F A Ð M1 pj HveradoCum Hringdu og kannaðu málið. uppl. og bókanir í s. 567 2020 < I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.