Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 57

Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 57 I I I ( I Stutt Leiddist svo í vinnunni ►ÖRYGGISVÖRÐUR í Omaha í Bandaríkjunum sem leiddist mik- ið í vinnunni ákvað sl. miðvikudag að lífga upp á líf sitt. Hann hringdi í lögreglu og tjáði þeim að hann hefði fengið sprengjuhót- un í bankann sem hann gætti. Uppi varð fótur og fit, götum lok- að, fyrirtæki tæmd af fólki og lög- reglan leitaði að sprengjunni í meira en klukkutíma. Hinn tvítugi öryggisvörður, Nicholaus Epperson, sagði lög- reglunni að dimmraddaður maður hefði hringt og sagt frá sprengj- unni. Að lokum viðurkenndi Epp- erson að hafa spunnið upp sprengjuhótunina. „Hann sagði að honum leiddist og að hann vant- aði spennu í líf sitt,“ sagði lög- reglusljórinn Herb Evers í sam- tali við fjölmiðla. Ekkert hundalíf í borginni ►BORGARSTJÓRI New York- borgar, Rudolph Giuliani, hefur skorið upp herör gegn hundalífi í borginni. Giuliani, sem er þekktur fyrir að vera fylginn sér, segir að gangskör eigi að gera að því að hreinsa borgina af hættulegum hundum á lausagöngu, og er aðgerð- in hluti af viðleitni hans að gera borgina lífvænlegri fyrir íbúana. Akvörðunin hefur vakið reiði sumra hundaeigenda í borginni, enda hafa margir þeirra þurft að kaupa sér háar tryggingar fyrir hunda sína, ef þeir slyppu lausir og yllu einhveijum skráveifu. Aðrir hafa velt því fyrir sér hvort markmið borgarstjórans og áhersla á lífvæn- legri borg sé hugsanlega stökkpallur borgarstjórans í enn veigameiri póli- tíska stöðu. Giuliani getur ekki setið fleiri kjörtímabil í stól borgarstjóra og geta þess sér margir til að hann muni sækjast eftir sæti í öldunga- deild þingsins, en sæti repúblikana- þingmannsins Daniel Patrick Moyni- han losnar árið 2000 þegar hann fer á eftirlaun. Borgarstjórinn hefur engar yfirlýsingar gefið um málið. Útigjöf til ills ►BRESK bóndakona féll fram af brún námu einnar þegar hún hugðist færa kindum á beit hey nálægt Durham í Norðaustur- Bretlandi. Hin 67 ára Betty Stobbs hafði farið með heybagga aftan á mótorhjóli að snös ónot- aðrar grjótnámu þar sem kind- urnar voru. Kindurnar urðu svo æstar þegar þær sáu heyið að þær stukku upp á hjólið svo það féil á hliðina og konan féll af hjólinu og niður í grjótnámuna. „Ég sá kindurnar flykkjast að hjólinu og síðan sá ég Betty falla niður í námuna,“ sagði nágranni konunnar, Alan Renfry, í samtali við fréttamenn. Konan lést þegar hjólið féll ofan á hana í námunni. ...þú átt það inni e **» m Skafkort SÍM 798796543212 ÁfyLling á GSM FreLsi er einföLd. Þú kaupir skafkort á næsta sölustað, hringir i 1441 og stimplar inn lykilnúmerió. Frelsis skafkortíð kostar 2Öðo krónur SÍMINN GSM www.gsm.is/frelsi Sýnd m bíó RÁÐ N .« BETRA Ktflavik - sími 421 1170 grinm Imeí Eddie lÍAurphy i essinu sínu. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Thx ATH. 5 sýningar alla virka daga www.samfilm.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.