Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 64

Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 64
> MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Einn af hestunum Björn Bjarnason ekki í kjöri til varaformanns TARFURINN Lækur var sólar- hrings gamall þegar Guðmundur Sveinsson á Jörfa á Borgarfirði eystra fann hann. I vor verður ‘-**hann fímm ára og hefur ýmislegt gengið á í hans stutta Iífi. I upphafí þurfti að ala hann eins og ungbarn og gefa honum pela með vítamínbættri nyólk. Þegar hann var orðinn of stór til að vera í garðinum hjá Guðmundi og Susanne, þýskri sambýliskonu hans, meðal annars vegna þess að hann át gróðurinn og reif þvottinn af snúrunum með hornunum, var hann sendur upp í fjall með hestunum. Og Lækur er enn uppi í girð- ingu með hestunum. Stundum reynir hann að gera eins og þeir, ( —leggst í sömu stellingar og annað ' eftir því. Sumir hafa haft á orði að hann sé hreindýr sem haldi að hann sé hestur. Ekki verður full- yrt um það, en hann hefur að minnsta kosti engan áhuga á að fara upp á Ijöll með hinum hrein- dýrunum sem stundum líta niður í byggð. Nafnið Lækur gaf Susanne honum. Annars vegar vegna þess að hann fannst í læk og hins veg- ar vegna þess að hann pissaði á Susanne þegar hún tók hann fyrst í fangið, „og það var eins og lækur“, segir Susanne. En Guðmundur á Jörfa á fleiri húsdýr en hreindýrstarfinn Læk. Hann á líka íslensk-skoskbland- aða hundinn Alf og hreinu landamærakollýtíkina Bólu. Þeirri síðarnefndu hefur Guð- mundur kennt að hlýða flautu- hljóðum. A myndinni má sjá Bólu liggja sem steindauða á jörðinni, en Lækur er í allt öðrum hugleið- ingum. ■ 80 kílóa húsdýr/B12 BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, lýsti því yfír í ræðu á fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra síðdegis í gær, að hann yrði ekki í framboði til varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marzmánuði nk. Eins og kunnugt er, hefur Friðrik Sophusson, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, hætt afskiptum af stjórnmálum og verður því ekki í kjöri á nýjan leik til þess embættis. I ræðu sinni lýsti menntamálaráð- herra þeirri skoðun, að „hörð átök og blokkamyndanir vegna varafor- mannskjörs þjóni ekki hagsmunum sjálfstæðismanna". Hann sagði öðru máli gegna við formannskjör. Þá væri eðlilegt að til átaka kæmi milli Leggur til að kjör- in framkvæmda- stjórn komi í stað varaformanns öflugra einstaklinga. Sagan sýndi, að ekki væri sjálfgefið, að varaformaður nái kjöri sem fonnaður enda veitti varaformennska ekki og ætti ekki að veita slíka tryggingu. Björn Bjarnason sagði að leggja yrði aukna rækt við skipulagsstarf innan Sjálfstæðisflokksins. Ný kjör- dæmaskipan kallaði á breytt vinnu- brögð. Sömu sögu væri að segja um flokkakerfið sjálft. Sú flokkaskipan, sem hefði haldist í stórum dráttum frá 1916, væri að riðlast og skipulag Sjálfstæðisflokksins yrði að taka mið af því. Hann hvatti til að kjörin yrði fimm manna framkvæmdastjórn, „öflug forystusveit, sem starfar við hlið formanns flokksins og formanns þingflokksins". Og hann bætti við: „Framkvæmdastjórnin kæmi í stað varaformannsins. “ Menntamálaráðherra sagði, að til- laga um kjörna framkvæmdastjórn væri ekki ný af nálinni en fleira mælti með henni nú. Nauðsynlegt væri að ræða hana næstu vikur, ekki síður en nöfn í varaformannskjöri. „Um leið og ég ítreka að mitt nafn á ekki heima í þeim hópi vil ég hvetja menn til að gleyma ekki nöfnum kvenna í umræðunum,“ sagði Björn Bjarnason. <c Endurhæfing fanga skammt á veg’ komin NEFND Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum segir að sú hlið fangelsismála sem snýr að endur- hæfingu og meðferð sé greinilega skammt á veg komin á Islandi. Ekki séu félagsráðgjafar starf- andi í fangelsunum og eini undir- búningurinn fyrir frelsið sé stutt áfengis- og vfmuefnameðferð. Það sé því ekki að furða að hátt hlutfall ■^Fanga leiðist aftur út í afbrot. ■ Glöggt/20 ------♦-»-*---- Beinbrot vegna beinþynningar Kostnaður 500-700 millj. NIÐURSTÖÐUR rannsókna, sem fram hafa farið á íslenskum stúlk- um, benda til að hámarksbeinþéttni feé náð um tvítugsaldur og að æfing- ar hafi mikil áhrif. Um 1.000 beinbrot má á hverju ári rekja til beinþynningar og þar af eru konur í meirihluta. Aætlað er að kostnaður við beinbrot vegna bein- þynningar kosti heilbrigðiskerfið a.m.k. 500-700 m.kr. á ári. ■ Æfingar/22 Morgunblaðið/RAX Viðræður hafnar milli verkalýðsfélaga og Norðuráls hf. Semja um hlutdeild starfsmanna í árangri FULLTRÚAR Rafiðnaðarsam- bandsins og verkalýðsfélaga á Vesturlandi eiga um þessar mundir í samningaviðræðum við stjórnend- ur Norðuráls hf. á Grundartanga um útfærslu ákvæða í gildandi kjarasamningi aðila, sem sam- komulag var um að gengið yrði frá eftir að verksmiðjan væri komin í fullan rekstur. Snúast viðræðurnar m.a. um að koma á fót kerfi sem veiti starfsmönnum hlutdeild í árangri. Þá hefur verið gengið frá samkomulagi um hreinlæti á vinnu- staðnum og aðbúnað starfsfólks, samkvæmt upplýsingum Guðmund- ar Gunnarssonar, formanns Rafiðn- aðarsambandsins. Samninganefndir verkalýðsfé- laganna og Norðuráls undirrituðu kjarasamning til sjö ára fyrir starfsmenn verksmiðjunnar í janú- ar á seinasta ári og gildir hann til 31. desember árið 2004. Meðal þess sem samið var um var að í upphafi starfsemi verksmiðjunnar yrði greitt fast 5% álag á greidd laun og 2,5% framlag í séreignar- sjóð lífeyrissjóða. Jafnframt var tekið fram að hefja ætti vinnu fyrir lok ársins 1998 við að setja upp kerfi sem byggðist á því að starfs- menn nytu árangurs af eigin frammistöðu. A sú þóknun að koma í stað hins fasta álags. Jafn- framt á skv. samningnum að semja um sérstaka þóknun til starfs- manna vegna áunninnar hæfni í störfum, s.s. vegna árangurs á námskeiðum eða í starfsþjálfun. Rætt um nýtt stjórnunar- fyrirkomulag Guðmundur og Hervar Gunnars- son, formaður Verklýðsfélags Akraness, hafa tekið þátt í viðræð- unum fyrir hönd verkalýðsfélag- anna ásamt trúnaðarmönnum í verksmiðjunni. A undanfórnum vik- um hafa viðræðumar fyrst og fremst snúist um aðbúnað starfs- manna og hreinlæti á vinnustað og hafa stjómendur Norðuráls í kjöl- far þeirra viðræðna gert margskon- ar breytingar sem hafa gengið vel fyrir sig, að sögn Guðmundar. „Það er búið að ganga frá aðbún- aðar- og hreinlætismálunum og við emm að byrja að takast á við árangurstengingu launa, hlutdeild í framleiðslu og um stjórnunarfyrir- komulag verksmiðjunnar,“ segir Guðmundur. Við gerð kjarasamningsins í fyrra lýstu stjórnendur Norðuráls einnig áhuga á að taka upp stjórn- unarfyrirkomulag, sem er frá- bmgðið því sem þekkst hefur í verksmiðjum hér á landi, þar sem komið yrði á fót svokölluðum liðs- heildum starfsmanna, undir stjórn fyrirliða, og starfsmenn skiptu með sér störfum á hverju svæði fyrir sig. Snúast viðræður verkalýðsfé- laganna og Norðuráls m.a. um hvort taka eigi upp stjórnunarfyrir- komulag af þessu tagi. Næsti fundur verður haldinn á morgun þar sem fulltrúar Norður- áls munu væntanlega leggja fram svör og tillögur varðandi þessi mál og jafnframt eru fyrirhugaðir kynningarfundir með starfsmönn- um fram eftir vikunni. Innflutningur á nýjum fólksbflum Yfír 20% aukning í janúar SAMKVÆMT bráðabirgða- tölum frá Skráningarstofunni um innflutning á nýjum fólks- bílum í janúar hafa verið flutt- ir inn 1.039 bílar í janúar í ár en í fyrra voru þeir 853. Er þetta 21,8% aukning. Alls voru fluttir inn 13.599 nýir fólksbílar allt siðasta ár eða rúmlega 1.100 á mánuði, sem var vel yfir 30% aukning frá 1997. Aukningin frá janúar 1997 til janúar 1998 var 28,5%. Virðist því sem aukin bílasala síðasta árs haldi enn áfram á þessu ári. Mest flutt inn af Volkswagen og Toyota Mest var flutt inn af gerð- unum Volkswagen og Toyota og er hlutdeild þeirra 16,3% og 16%. Voru fluttir inn 169 bílar frá Volkswagen, 166 Toyota-bílar, frá Nissan 101, 84 frá Isuzu og 67 af gerðinni Mitsubishi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.