Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krónan óvenjulega sterk um þessar mundir Gengið í sögu- legu hámarki á þriðjudag YNGVI Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, segir gengi íslensku krónunnar hafa verið að styrkjast að undanförnu og að krónan hafi á þriðjudag náð sögulegu hámarki frá 1993. Þetta skýri sennilega lækkun um hálft prósent sem varð á mið- vikudag og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær. Þrátt fyrir lækkunina sé krónan hins vegar áfram óvenju- lega sterk um þessar mundir. Aðspurður hvað olli hækkuninni sagði Yngvi Örn að hún hefði nú reyndar komið nokkuð á óvart, menn hefðu staðið í þeirri trú að ílestir væru búnir að koma sínum málum í fast horf vegna hinna óvenjulegu áramóta sem nú eru. „En okkur er sagt að það hafi verið talsvert um það að erlend lán hafi verið að koma inn á vegum við- skiptamanna bankanna, og það leiddi til þessarar styrkingar á krónunni, auk þess sem það hjálp- aði líka að bankarnir voru með sína stöðu í jafnvægi, vildu semsagt ekki raska henni í ljósi þessara áramóta. Það sem hefur svo dregið hana nið- ur núna var eiginlega að einhverjir fjárfestar, sem höfðu tekið stöðu í krónuna, ákváðu að loka af því að hún var orðin svo sterk. Það voru svona eiginlega eðlileg viðbrögð við því hversu sterk hún var orðin,“ segir Yngvi Örn Kristinsson. Talsverður viðbúnaður vegna 2000-vandans Hundruð manna á vöktum og bakvöktum EINHVER hundruð manna verða á vöktum og bakvöktum vegna 2000-vandans yfir áramót- in að sögn Hauks Ingibergsson- ar, formanns 2000-nefndarinnar. „Menn eru með viðbúnað til að að mæta því sem menn vonast að gerist ekki,“ sagði Haukur í sam- tali við Morgunblaði í gær en þá var hann nýkominn af fundi með 2000-nefndinni. „Við fórum yfir fyrirtæki sem verða með sér- stakar vaktir, en það eru t.d. orkufyrirtækin, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Lands- íminn, Ríkisútvarpið, flugmála- stjórn o.fl. auk allra þjónustufyr- irtækjanna. Þessar vaktir miða að því að sjá hvort eitthvað gerist, að gera við sem hugsanlega bilar og að fylgjast með því sem gerist erlendis." Telur ísland vera vel undirbúið 2000-nefndin verður sjálf á vaktinni frá kl. 11:00 í dag og til kl. 16:00 7. janúar. Fylgst verður m.a. með hugsanlegum truflun- um sem 2000-vandinn veldur er- lendis og hvaða áhrif þær geta haft á íslenskt samfélag. Þá verður fylgst með íslensku fyrir- tækjunum sem eru með vakt. „Við fáum upplýsingar fyrsta hálftíma nýja ársins frá nokkrum aðilum og svo betri upplýsingar kl. tvö. Þá höldum við fund á nýársdagsmorgun til að fara yfir stöðuna," segir Haukur. Um helgina verða svo íslensku kerfin prófuð þannig að þau séu tilbúin er atvinnulíf fer í gang á mánudag. „En það er óhætt að segja að ísland sé mjög vel und- irbúið. Hér hefur innviðakerfum verið sinnt afar vel og allt ætti að vera viðbúið hugsanlegum 2000-vanda um áramót," segir Haukur. Sama er ekki endilega upp á teningnum með venjulegar heim- ilistölvur en Haukur segir að truflanir geti orðið í hugbúnaði og stýrikerfi þeirra, ekki sé verra að taka afrit af mikilvæg- um skjölum. „Við höfum ráðlagt öllum sem eru með búnað að láta fara yfir hann. Það gildir í sjálfu sér um heimilistölvur eins og annan bún- að.“ Viðræðum hætt um samruna í kjötiðnaði KEA vildi stærri hlut VIÐRÆÐUM um samruna sex fyr- irtækja á sviði kjötvinnslu og slátr- unar undir nafni Kjötumboðsins hf. hefur verið hætt. Upp úr viðræðum slitnaði vegna óánægju KE A á Akur- eyri. Hafnar eru viðræður eigenda kjötiðnaðarfyrirtækjanna á Akur- eyri og Húsavík sem hugðust taka þátt í stóra samrunanum. Undanfarnar vikur hefur verið rætt um samruna Norðvesturbanda- lagsins hf. á Hvammstanga og í Búð- ardal, kjötiðnaðar Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri, Kjötiðjunnar ehf. á Húsavík og dótturfélags þess, Nýja Bautabúrsins á Akureyri, kjöt- iðnaðar Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum og Kjötumboðsins hf. í Reykjavík. Átti nýtt félag að taka til stæfa um áramótin. Stjórnir allra félaganna sam- þykktu samrunaáætlun í lok septem- ber. Þar kom fram að Norðvestur- bandalagið myndi eiga 36% í nýja félaginu, sem ætlunin var að stofna undir merkjum Kjötumboðsins hf., KEA myndi eignast 26%, Kaupfélag Héraðsbúa 16%, Kjötiðjan ehf. 13%, Nýja Bautabúrið 6% og aðrir hlut- hafar rúm 3%. Hluthafafundur hjá Norðvesturbandalaginu og fulltrúa- fundur hjá Kaupfélagi Héraðsbúa samþykktu sameininguna en að und- anfömu hafa komið brestir í sam- starfið. í fréttatilkynningu sem fyr- irtækin sendu frá sér í gær segir að ljóst sé „að verulegur munur er á viðhorfum viðræðuaðila um framtíð- aruppbyggingu afurðastöðvanna og var því ákveðið að hverfa frá fyrir- hugaðri sameiningu að sinni.“ Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, segir það vonbrigði að ekki skyldi takast að ganga frá samruna fyiár- tækjanna. Þaðtefji fyrir nauðsyn- legri hagræðingu. KEA var ósátt við hlut sinn í hinu nýja félagi og krafð- ist einnig að höfuðstöðvar félagsins yrðu á Akureyri. Meirihluti stjómar félagsins taldi hagkvæmara að hafa þær á höfuðborgarsvæðinu. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfé- lagsstjóri segir að skipt hafi mestu að KEA hafi ekki séð hagsmunum sínum borgið eins og ætlað hafi verið í upphafi. KEA hefur þegar hafið viðræður við Hömlur hf„ dótturfélag Landsbankans, sem á Kjötiðjuna ehf. á Húsavík, Nýja Bautabúrið á Akureyri og 49% hlutafjár í Kjötum- boðinu hf. í Reykjavík. KEA á rúm 5% í Kjötumboðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigita Leminskaite og Maria Karolina Skackauskaeté afhenda Jóni Baldvini og Bryndísi kökuna. Hjá þeim standa Ásta K. Ragnarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir Tafír hjá bönkunum TALSVERÐAR tafir urðu á raf- rænu sambandi við Reiknistofu bankanna í gær vegna mikils álags á tölvukerfið. Helgi H. Steingrímsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að álag- ið hafi verið mikið frá bönkum og sparisjóðum, sem voru almennt opn- ir til kl. 18 í gær, og verðbréfafyrir- tækjum. „Það er komið að mánaða- mótum og álagið eins og þegar gerist mest. Á tímabili þurftum við að taka kerfið niður og setja það upp aftur og á meðan hafa skapast vandræði.“ Unnið var fram á kvöld hjá bönk- unum í gær en kerfið var komið í samt lag um kl. 19. Álagið hafði ekki áhrif á debet- og kreditkortakerfið í verslunum. Það var fyrst og fremst í afgreiðslustöðum banka og spari- sjóða og hjá skráningardeildum þeirra sem tafir urðu. ----♦ ♦ ♦-- Sparisjóður Mýrasýslu Gáfu þeim Jóni Baldvini og Bryndísi þjóðarköku Litháa TVÆR ungar konur frá Litháen sem búsettar eru hér á landi afhentu hjónunum Jóni Baldvini Hanni- balssyni og Bryndísi Schram sérstaka þjóðarköku Litháa x gær. Þær Sigita Leminskaite og Maria Karolina Skackauskaeté hafa dvalið hér um skeið og starfað sem au pair stúlkur á heimilum Sivjar Friðleifsdótt- ur og Ástu K. Ragnarsdóttur. Sigita er kennari að mennt og Maria hefur verið við nám í rekstri og fjár- máliim. Sigita og Maria afhentu Jóni Baldvini og Bryndísi kökuna í veislu sem þau Ásta K. Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson héldu í gærkvöldi. Ásta segir að stúlkurnar hafi viljað færa Jóni Baldvini gjöf því hann hafi í utanríkisráðherratíð sinni verið fyrstur utanríkisráðherra á Vesturlöndum til að viðurkenna sjálfstæði þjóðar þeirra. Ásta segir þessa þjóðarköku Litháa, sem er bökuð í eldi og vafin upp á sívalning, afar sérstaka. Kakan sé borin fram á öllum stórhátíðum og tengist brúð- kaupum alveg sérstaklega. Þess vegna hafi stúlkun- um þótt tilvalið að gefa þeim hjónum kökuna saman. Kaupir Mjólk- ursamlagið SPARISJÓÐUR Mýrasýslu festi í gær kaup á húsi Mjólkursamlagsins í Borgamesi af Kaupfélagi Borgfirð- inga. Guðsteinn Einarsson kaupfé- lagsstjóri segir að lengi hafi verið ætlunin að selja húsið, enda hafi það ekki verið í neinni notkun hjá kaup- félagin, en matvælafyrirtækið Engjaás var með það á leigu að hluta. Hann segir að flutningamið- stöð Vesturlands hafa keypt hluta hússins fyrir skömmu og nú hafi Sparisjóðurinn keypt þann hluta sem enn var í eigu kaupfélagsins. Tilmæli Landssímans að notendur stilli símanotkun í hóf á nýársnótt Mikið álag getur valdið vandamálum LANDSSÍMINN hefur beint þeim vinsamlegu tilmælum til símnotenda að þeir stilli notkun síma í hóf á nýársnótt, vegna hugsanlegs álags á símakerfi. „Vandamál vegna álags eru óháð hinum svokallaða 2000- vanda. Mikið álag gæti hins vegar torveldað prófanir á kerfum Lands- símans, sem gerðar verða á nýárs- nótt til að ganga úr skugga um að þau virki eðlilega eftir að dagsetning breytist á miðnætti," segir í fréttatil- kynningu frá Landssímanum. „Við höfum engar sérstakar áhyggjur af 2000-vandanum. Við teljum okkur vel undir hann búinn,“ segir Ólafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynning- armála Landssímans. Spár um óvenju mikið álag á nýársnótt Ólafur segir að hins vegar vilji stjómendur Landssímans vekja at- hygli fólks á vandamálum sem gætu hugsanlega skapast vegna álags á símakerfið. Notkun á almenna síma- kerfinu sé að jafnaði mikil á fyrstu klukkustundunum eftir miðnætti á nýársnótt, þegar fólk hringir t.d. á leigubíl eða í vini og ættingja. Sumar spár geri ráð fyrir að álagið verði óvenjulega mikið að þessu sinni, vegna þess að margir vilji einfald- lega ganga úr skugga um að síma- kerfið virki eftir að áramótin ganga í garð. Ef mjög margir reyni að ná sam- bandi í einu geti verið að einhverjir fái ekki són. Almenna símakerfið sé hannað með það fyrir augum að 20- 25% notenda geti verið í sambandi í einu þó líkurnar á að slíkt gerist séu ekki miklar. Hið sama eigi við um GSM-kerfið, sem sé hannað til þess að ákveðinn fjöldi viðskiptavina geti verið í sambandi í senn á hverju svæði. Reyni mikill fjöldi viðskipta- vina að ná sambandi í einu á litlu svæði, t.d. í miðborginni, geti svo far- ið að ekki séu nógu margar rásir fyr- ir hendi í GSM-stöðvum á svæðinu og viðskiptavinir fái frávísun. Upplýsingar um ástand símakerfisins birtar í fréttum „Við hvetjum fólk sem ætlar að taka upp símann, bara til að prófa hvort hann virki, til að fylgjast með fréttum. Við verðum í mjög góðu sambandi við fjölmiðlana og greinum frá hvernig okkar kerfi spjarar sig eftir að dagsetningin bi-eytist,“ sagði Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.