Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jón Karl á flugi. Haukur og Snorri að störfum við Dettifoss. AÐ FANGA BIRTUNA Almanak Snerruútgáfunnar fyrir árið 2000. EG Á stefnumót við þrjá bræður, syni Snorra Snorrasonar, hins kunna flugstjóra og áhugaljós- myndara. Allir hafa þeir fetað í fót- spor foður síns: Þeir hafa allir fengið ljósmyndabakteríuna, tveir þeirra eru ílugmenn, einn atvinnuljós- myndari og saman standa þeir að út- gáfuiyrirtæki sem sérhæfir sig í út- gáfu á almanökum en faðir þeirra átti á sínum tíma helminginn í Sólar- filmu, samskonar fyrirtæki. Ég heimsæki bræðurna Jón Karl, Snorra og Hauk Snorrasyni í hús- næði Snerruútgáfunnar á Höfða- bakka 3 og talið berst fyrst að út- gáfumálunum. „Við byrjuðum á að reka bókabúð í Mosfellssveit í tíu ár frá 1976 til 1986,“ segir Snorri en hann er sá sem hefur séð um að reka útgáfuna í gegnum árin. „Reksturinn gekk hins vegar erfiðlega því það er ekki hægt að græða á bókum nema í einn mán- uð á ári. Þess vegna fórum við út í að gefa út almanök með bóksölunni. Fyrsta almanakið okkar kom út árið 1993 þannig að þetta eru orðin nokk- uð mörg ár. Það má kannski segja að við séum frumkvöðlar á þessu sviði. Hér áður var náttúrulega Eimskipa- félagsalmanakið og almanak frá Kassagerðinni en þetta voru eigin- lega eingöngu almanök sem fóru til viðskiptavina fyrirtækjanna. Við er- um hins vegar frumkvöðlar í því að búa til almanök fyrir Islendinga á al- mennum markaði og útlendinga og vinna í því allt árið um kring. Við er- um með stóran hóp fastra áskrifenda bæði hérlendis og erlendis og við er- um nokkuð sannfærðir um að alman- ökin hafa orðið til þess lokka margan erlendan ferðamanninn hingað til lands undanfarin ár.“ Jón Karl, sem er elstur þeirra bræðra, er starfandi flug- maður hjá Flugleiðum. Hann er annar eigandi Snerru á móti Snorra bróður sínum. Báðir eru þeir áhugaljósmyndarar og fjöl- margar af þeim myndum sem prýða almanök útgáfunnar eru eftir þá. Jón Karl segir þá aðallega hafa byggt út- gáfuna á myndum sem þeir hafi tekið sjálfir í gegnum tíðina. „Það borgaði sig ekki að fara að kaupa myndir dýrum dómum annars staðar frá. Við höfúm verið mikið á ferð um landið bæði vetur, sumar, vor og haust, pabbi auðvitað, og ég mikið fljúg- andi, og Snorri hefur tekið eins og hann hefur getað. Haukur fór svo að læra þettaen hann er miklu yngri en við og kemur inn í þetta seinna.“ Faðir þeirra, Snorri Snorrason flugstjóri, fór að taka myndir á sín- um yngri árum með fluginu. Hann hóf að ljósmynda íslensk skip og með tímanum kom hann sér upp stærsta sldpaljósmyndasafni landsins. Ég spyr bræðuma hvers vegna flug- maður hafi allt í einu farið að safna myndum af bátum. Jón Karl segir þetta nú einhvem veginn hafa atvik- Bræðurnir Jón Karl, Snorri og Haukur Snorrasynir hafa allir erft ljósmyndabakter- íuna frá föður sínum, Snorra Snorrasyni, og koma allir að ljósmynd- un með einum eða öðr- um hætti. Hrafnhildur Hagalfn hitti þá að máli. ast þannig. „Hann tók mikið úr lofti á ferðalögum hér og þar og byrjaði svo að safna íslenska skipastólnum.“ Haukur skýtur inn í að flugið hafi heldur ekki verið eins vel borgað á þeim áram. „Hann var að byggja ein- býlishús í Kópavogi og vantaði auka- pening og gat þá drýgt tekjurnar með ljósmyndasölu. Þannig bytjaði þetta. Svo fór hann náttúrlega að keppast við að eiga sem flesta báta. Um leið og nýtt skip kom til landsins þá var hann rokinn út á land til að taka á móti því. Hann fór bara á hafnsögubát til móts við það og tók mynd af því strax.“ Snorri segir föður þeirra hafa kveikt ljósmyndaáhugann hjá þeim bræðmm. „Ég var byrjaður að selja myndir þrettán ára,“ segir hann. Ég spyr hvort þetta sé kannski arfgeng bakt- ería. „Ja, ætli það sé nú ekki bara það sem maður elst upp við sem hefur áhrif,“ segir Jón Karl. Haukur tekur undir það: „Jú, jú, pabbi ber ábyrgð á þessu öllu saman. Ég fékk fyrst lánaðar gömlu myndavélamar hans og svo gaf hann mér myndavél árið 1982. Hana nota ég reyndar ennþá. Hann tók mig mjög oft með sér í myndaferðir þegar ég var strákur. Við fómm norður í land og út um allt. Hann bara lét mig fá filmur og ég tók myndir og hafði gaman af. Þegar ég svo seldi fyrstu myndina mína þá fannst mér það mjög flott. Ég held einmitt að það hafi verið í Moggann. Ég hafði farið í skíðaferðalag til Isa- fjarðar og tók mynd í skíðabrekkun- um. Þá var ég fjórtán ára. Þetta var nú svona upphafið að þessu.“ Eins og fyrr segir stofnaði Snorri Snorrason eldri á sínum tíma fyrir- tækið Sólarfilmu ásamt mági sínum Birgi Þórhallssyni en það fyrirtæki selur póstkort og allra handa ferða- mannavöra. Snorri yngri segir það hafa verið í framhaldi af því þegar faðir þeirra gekk út úr því fyrirtæki, að bræðumir fóm að huga að því að styrkja bókabúðarreksturinn með almanakssölu. „Við byrjuðum á að gefa út eitt almanak en eram nú komnir með sjö mismunandi, nokkur landslagsalmanök, hestaalmanak, jólasveinadagatal o.fl. Við höfðum til dæmis framkvæði að því að koma ís- lensku jólasveinunum á framfæri um 1990. Þá fengum við Hákon Aðal- steinsson skógarbónda til að yrkja um þá vísur og móðursystur okkar Selmu Jónsdóttur til að teikna myndir og þetta dagatal gerði stormandi lukku. Þetta var allt gert í samvinnu við Þjóðminjasafnið og Árna Bjömsson hvað útlit karlanna varðaði, liti og annað. I framhaldi af þessu gáfum við svo út smábækling með sama efni, jólakort og spil en það er gaman að geta þess að ís- lenski jólasveinninn var lítið þekktur áður en þetta kom fram.“ eir Jón Karl og Haukur eru báðir flugmenn. Auk þess að vera starfandi flugmað- ur hjá Flugleiðum á Jón Karl líka litla einkavél sem hann flýgur hvenær sem færi gefst og tek- ur myndir. Haukur á hlut í annarri vél en hann er með einkaflugmanns- próf. Flugið virðist fyrir þeim vera órjúfanlegur hluti af ljósmyndun- inni. „Það er engin spuming að mað- ur kynnist landinu langbest þegar maður flýgur. Maður er kannski búinn að keyra um eitthvert svæði og flýgur svo yfir það seinna og þá uppgötvar maður allt í einu hvemig allt snýr. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að Ómar Ragnarsson þekk- ir landið svona vel. Hann er búinn að fljúga svo mikið og þá læra menn margfalt hraðar á allt,“ segir Hauk- ur. Jón Karl tekur undir það og segir engan eiga stærri þátt í að opna augu almennings fyrir landinu en Ómar. „Hann á heiður skilið fyrir það hvernig hann hefur matreitt landið ofan í þjóðina í gegnum tíðina. Marg- ir hafa lært af honum og kynnst stöð- um sem fáir vissu um.“ ið hljótið sjálfir að vera farnir að þekkja landið býsna vel. „Því meira sem maður þvælist um því betur þekkir maður það og allra handa veðurskilyrði,“ segir Jón Karl. „í einkafluginu breytir landið ótrúlega mikið um svip. Þegar fjöllin hverfa í súld, lág- skýjum eða þoku þá breytist allt um- hverfið. Þá þarf maður að passa sig að halda áttum. Þó að maður þykist þekkja Suðurlandið vel þá gjör- breytist landið og áttirnar og allt þegar fjöllin era horfin af því að það eru þau sem maður hefur alltaf til viðmiðunar í fluginu.“ Meðan á spjalli okkar stendur fletti ég nokkrum almanökum Snerruútgáfunnar. I þeim gefur að líta fjölmargar gullfallegar lands- lagsmyndir eftir bræðuma þrjá og standa nöfnin þeirra undir myndun- um á víxl. Ekki get ég séð nokkum áhugamannabrag á ljósmyndum þeirra Jón Karls og Snorra en spyr þá hvort ekki sé samkeppi á milli þriggja bræðra sem allir séu að taka myndir. „Jú, hún er töluverð,“ segir Jón Karl glettinn. Hinir taka undir það en þeir era ásáttir um að hún sé bara hvétjandi. Og hver skyldi svo vera galdurinn við að taka góða landslagsmynd? Atvinnuljósmyndarinn er fyrstur til að svara: „Ja, það er nú bara að vera í góðu skapi,“ segir hann og hlær. „Það skiptir miklu máli. Manni verður að líða vel.“ „Já, og að vera í jafnvægi og hafa nægan tíma skýtur Snorri inn í.“ Haukur tekur undir það. „Það þýðir ekki að vera með einhverja vælandi aftan í sér þegar maður er að taka myndir. Ég vel mér náttúrlega ferðafélaga sem vita hvað þeirra bíður ef þeir fara með mér og hafa skilning á því að ég þurfi kannski að hanga einhvers staðar tímunum saman með mynda- vélina. Svo er það líka galdur að þefa uppi flotta birtu, skugga og himin og kunna að nýta sér það. Þegar það er komið þá dettur landið bara inn í myndina. I rauninni er lítið varið í að mynda þar sem engin birtuskilyrði eru fyrir hendi. Fjöllin missa litinn og skýin eru bara grá. Þá verður myndin ekkert spennandi. En ef maður lendir í svona veðri þá er best að mynda beint ofan í jörðina, ein- hvem stein, eða blóm, eða læk og bíða svo í einn dag þangað til birtan breytist. Þannig nýtir maður tímann best.“ Snerruútgáfan hefur nýverið sent frá sér ljósmyndabók sem ber nafnið Land birt- unnar. Hún hefur að geyma ljósmyndir eftir Hauk Snorrason en Magnús Tumi Guðmundsson skrif- aði textann. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ritar inngangs- orð. Birtan er einmitt viðfangsefni nýju bókarinnar. „Já, birtan er nú það sem er lang- mest spennandi. Því miður kom ég ekki öllum þeim myndum að sem ég hefði viljað í bókina en ég reyndi að gera landinu svona jafn hátt undir höfði, þ.e.a.s. að gera flestum lands- hornum einhver skil. Og svo fannst okkur rétt að hafa nokkrar myndir úr Reykjavík með til að sýna að ís- land er ekki bara einhver auðn.“ Þið erað eingöngu í landslagsljós- myndun? „Já, við höfum ekki farið út í að mynda kvenfólk ennþá alla vega,“ segir Jón Karl og hinir hlæja. Og landsliðið hefur ekki haft samband við okkur.“ „Þetta er líka spuming um hvað selst,“ segir Haukur. „Það era svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.