Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR , FÖSTUDAGUR3UDESEMBER1909 55 Guðbrandur Guðmann Guð- jónsson fæddist í Reykjavík 10. sept- ember 1935. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 9. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrfmskirkju 20. desember. Fyrstu minningar okkar um Guðbrand, frænda okkai’ og vin eru frá því að við lékum okkur saman böm heima hjá afa og ömmu, Guðbrandi og Elínu á Loftsöl- um í Mýrdal. Heimilið á Loftsölum var þá mannmargt, einkum á sumrin og þar var oft glatt á hjalla. Mörg bamaböm þeiira hjóna höfðu þar sumardvöl svo sem títt var um böm úr þéttbýli á þeim tíma. Guðbrandur var mörg sumur í sveit á Loftsölum og kynntist þar sveitastörfum og lærði að meta íslenska náttúm, því óvíða er náttúrafegurð meiri en í Mýrdal. Aii á Loftsölum hafði miklar mætur á nafna sínum og hafði oft á orði hvað hann væri skapgóður og viljugur til allra verka. Eins og öðrum í ættinni þótti Guðbrandi alltaf vænt um Mýi’dalinn og var mildll Skaftfell- ingur í sér. Á Skeggjagötu 10, bemskuheimili Guðbrands þar sem hann bjó lengst af, var gott að koma. Foreldrar hans Marta og Guðjón vom samhent og hjá þeim ííkti einstök gestrisni og hlýja. Nú þegar jólin nálgast minnumst við jólaboðanna á Skeggjagötunni þar sem alltaf var veitt af mikilli rausn. Eftir lát föður síns bjó Guðbrandur með móður sinni að undanteknum nokkmm áram sem hann var banka- útibússtjóri á Hvolsvelli. Þegar móðir hans flutti á dvalarheimilið á á Drop- laugarstöðum heimsótti hann hana nánast daglega og vakti það athygli starfsfólksins hversu mikla ræktar- semi hann sýndi henni. Ræktarsemi og góðvild vora hans aðalsmerki. Eft- ir að systkinin fimmtán frá Loftsöl- um,sem alltaf höfðu haldið mikið sam- an, hurfu af sjónarsviðinu varð Guðbrandm- eins konar tengiliður og samein- ingartákn í stórfjöl- skyldunni. Hann fylgd- ist vel með okkur frændfólki sínu og tók þátt í öllum athöfnum fjölskyldunnar bæði í gleði og sorg. Ef okkur vantaði upplýsingar um ættartengsl og ijöl- skyldumál var leitað til hans. „Baddi frændi“ var sá sem allir þekktu, ungir og gamlir og öll- um þótti vænt um hann og mátu hann mikils. Enda þótt hann ætti við vanheilsu að stríða hin seinni ár lét hann það ekki aftra sér ef eitthvað var á döfinni, hann vildi standa meðan stætt var. Það var öllum gleðiefni að hann gat tekið þátt í ættarmóti okkar í Vík síð- astliðið haust þótt hann gengi ekki heill til skógar. Meðal áhugamála Guðbrands vora ferðalög um landið. Hann tók virkan þátt í ættarferðum okkar fyrr á árum og minnumst við margra góðra stunda með honum frá þeim tímum. Við nokkrir vinnufélagar úr Lands- bankanum stofnuðum lítinn ferða- klúbb fyrir nokkram áram og höfum ferðast saman vítt og breitt um landið og var Guðbrandur með í flestum ferðum. Hann fór með okkur í Ing- ólfshöfða nú síðsumars, þá meira af vilja en mætti. Þegar við gengum á höfðann lagði hann áherslu á að hann vildi ekki vera samferðafólkinu til byrði og fór sér hægt, því þrekið var á þrotum. Upp komst hann samt „á þijóskunni einni saman“ eins og hann sagði sjálfur á sinn góðlátlega kímna hátt. Guðbrandur var fi-óður og vel les- inn. Hann var áhugamaður um þjóð- legan fróðleik og var fastagestur á námskeiðum Jóns Böðvarssonar um íslendinga sögur í mörg ár. Hann var líka tryggur gestur í Hallgrímskirkju, það var kirkjan hans og sýndu þau hann og Guðbjörg systir hans kirkjunni margan virðingai’vott. Nú þegar Baddi frændi hefur lagt upp í sína hinstu för er okkur efst i huga þakklæti fyrir langa og góða samfylgd og velvild við okkur og okk- ar fólk. Við geymum minningamar um góðan dreng sem með ljúf- mennsku sinni og hógværð ávann sér traust og vináttu þeirra sem honum kynntust. Þar sem góðir menn fara era Guðs vegir. Systur hans Guð- björgu og hennar fjölskyldu og Höllu Einarsdóttur, hans tryggu vinkonu til margra ára sendum við samúðai’- kveðjur. Halla og Sigrún Valdimarsdætur. Hin fyrstu og óljósu kynni mín af Guðbrandi eða Badda eins og hann var ævinlega kallaður vora á miðjum vetri í byi'jun árs 1946 fáeinum mán- uðum eftfr komu mína til heimalands- ins eftir langa útivera í styrjöldinni miklu. Þessi óljósa mynd af hlédrægum en glettnum pilti átti eftir að skýrast um mun næstu árin í bekk hjá Steinunni Bjartmarz í Austurbæjarskólanum, en sá bekkur þótti nokkuð góður og ákaflega frísklegur í umgengni allri. Börn era yfirleitt félagslynd á ell- efu ára aldri og var bekkur Steinunn- ar oft saman við leik úti, þegar vel viðraði, þótt knattspyrnan hafi senni- lega verið vinsælust hjá strákunum vor og haust, en á sumrin vora menn að sjálfsögðu í sveitinni. Man ég þó sérstaklega eftir spila- klúbbi fjöguma nemenda: Badda, Helga, Hirti og undirritaðs. Kfúbbur- inn lifði marga vetur, en spilað var lomber, bridge og einnig var teflt. Mæður okkar stóðu jafnan fyrir hressingum af mikilli rausn, þegar klúbburinn starfaði. Urðu þannig góð kynni við Guðbrand og fjölskyldu hans frá upphafi, og stóðu þau til ævi- loka. Sjálfui’ dvaldist ég áratugum sam- an erlendis, en Guðbrandur heimsótti þó foreldra mína reglulega. Færði hann þeim til dæmis oft nýjar kartöfl- ur og þáði fréttir í staðinn. Hrein- skilni og vinatryggð vora aðalsmerki Guðbrands, en margfróður var hann um menn og málefni eins og banka- manni sæmir. Með hlýhug og söknuði kveð ég þennan gamla trygga vin. Samvera- stundir okkar urðu margar og góðar á rúmlega hálfri öld. Ég vil votta Hall- fríði Einarsdóttur, Guðbjörgu systur hans og fjölskyldunni allri samúð mína við þetta fráfall. Steinar. GUÐBRANDUR GUÐ- MANN GUÐJÓNSSON + Helga Fossberg Helgadóttir fæddist á Egilsstöð- um 10. maí 1957. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 10. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkj u 22. desember. Á stundum sem þessum fer maður að hugsa til baka. Ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég hef kynnst um ævina er dáin. Ég kynntist Helgu og Tóta sumarið 1997 þegar ég og Gummi vorum að byrja saman. Strax þá var ég orðin eins og ein af fjölskyldunni. Þær eru margar minningarnar sem ég á um hana Helgu. Það var regla á hennar heimili að þegar hún fékk gesti í heimsókn þá máttu þeir ekki fara fyrr en þeir væru orðnir saddir og auðvitað tók hún sig alltaf til og bákaði vöfflur eða pönnukök- ur. Hún hreinlega neitaði að hleypa manni út fyrr en búið var að borða nóg. Helga var mjög róleg og yfirveg- uð. Eitt besta dæmi sem ég veit um það, var þegar hún gekk með hana Þóru. Þegar leið að fæðingunni hingsnerist Tóti í kringum hana af stressi. Hún tók þessu nú öllu bara með ró og velti fyrir sér hvort það ætti frekar að leggja hann inn í staðinn. Mér er það líka of- arlega í huga þegar ég var sjálf ófrísk og Helga var að gefa mér góð ráð í sambandi við meðgönguna og barnauppeldi. Hún var alltaf svo hjálpsöm og hafði svör við öllu. Þannig kynntist ég henni Helgu, þessari yndislegu konu með stóra hjartað. I veikindum sínum stóð hún sig eins og hetja og hann Tóti stóð ávallt eins og klettur við hlið hennar. Söknuðurinn er mikill, en minn- ingarnar eigum við sem þekktum hana Helgu alltaf og þær getur enginn tekið frá okkur. Elsku Tóti minn. Ég veit að miss- ir þinn er mikill, en mundu að þú átt enn stóran hluta af henni Helgu hjá þér. Það eru litlu englarnir þín- ir. Guðrún, Ásgeir, Þóra, Ásta, Siggi og Gummi, söknuðurinn er mikill. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guð geymi ykkur öll. Sigdís Oddsdóttir. Kæra vinkona! Við erum búnar að þekkjast síðan í fyrsta bekk í barnaskóla. Ég kom hálfu ári of seint, kennarinn vísaði mér til sætis við hliðina á þér. Þetta var upphafið að vinskap sem entist meðan báðar lifðu. Ég var hálfu ári á eftir í náminu, en kennarinn var fljótur að leysa það vandamál, hann sagði þér að aðstoða mig. Þú varst svo dugleg í þessu efni að fljótlega var ég búin að ná hinum. Við vorum líka alltaf saman í herbergi ásamt Sigrúnu og Siggu. Við þessi klíka gerðum allt saman, við lærðum saman, stund- uðum jafnvel handavinnu af kappi. Á sumrin skrifuðumst við á, Flest bréf þín fjölluðu um útreiðartúra þína á hestinum Sóta. Ég sem átti ekki neinn hest dauðöfundaði þig af þínum. Þá var það að þú ákvaðst að taka mig með í ungmennafélags- reiðtúr í Hvítársíðu. Reiðtúrinn var mikið ævintýri og dagurinn þess vegna ógleymanlegur. Eftir Varmalandsverana lágu leiðir okk- ar saman í Borganesskóla. Þar var nú margt brallað. Eftir veruna í Borgarnesi skildu leiðir um stund en lágu svo aftur saman þegar ég byrjaði í skóla í Reykjavík. Það er árið sem ég gaf þér yatzy í jólagjöf og eftir það spil- uðum við yatzy af kappi allan vetur- inn. Á þessum tíma tókstu meira- prófið og fórst út í leigubílaakstur og vannst líka sem módel uppi í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Eftir ég fór í framhaldsnám til Hollands sáumst við minna. Ein af þínum upphalds uppátektum var að koma manni algjörlega að óvör- um. Til dæmis þegar ég átti þrítugsafmæli stóðstu allt í einu fyrir framan dyrnar hjá mér í Holl- andi án þess að hafa gert boð á und- an þér. Ég bauð þér upp á hjólatúr og það var ekki að sökum að spyi’ja, leigubílstjórinn hjólaði eins og hún hefði ekki gert annað. Seinna end- urtókstu þetta grín ásamt tveim elstu börnunum þínum, þá varstu á bílaleigubíl og við gátum skoðað HELGA FOSSBERG HELGADÓTTIR SIGURÞÓR ÓSKAR SÆM UNDSSON + Sigurþör Óskar Sæmundsson fæddist á Bakka í Ölfusi hinn 25. októ- ber 1915. Hann lést á Ljósheimuin á Sel- fossi 21. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Breiðabólstaðar- kirkju í Fljótshlíð 29. desember. Mig langar að minn- ast frænda míns Sig- urþórs Óskars Sæm- undssonar, Þóranúpi Hvolhreppi, sem nú er látinn. Ég átti því láni að fagna að vera í sveit hjá Þóra eins og hann var ávallt kallaður, frá því að vera ungabarn til 15 ára aldurs, en þann- ig var að Þóri var giftur móðursyst- ur minni, Ástu Laufeyju, er lést í apríl sl. Það var mikið að gera á þessum árum er ég var á Þórunúpi. Engin dráttarvél fyrstu árin og var Þóri mikið i því að temja hesta fyrir hin ýmsu tæki, s.s. rakstrarvélar og sláttuvélar, ásamt því að reka blandaðan búskap. Þóri var þeim hæfileikum gæddur að vera óskap- lega orðheppinn og átti það til að svara með vísu þegar þannig stóð á, en hæfileiki hans sem hagyrðings var geysilegur. Þóri vai’ ákaflega hjartahlýi’ og barngóður, en hann lét mann gegna. Ásta og Þóri fluttust til Reykja- víkur og bjuggu þar um nokkurra ára skeið eftir að þau hættu búskap og gisti ég yfirleitt hjá þeim er ég var á ferð í Reykjavík. Ég heimsótti þau reglulega bæði eftir að þau fluttust á Hvolsvöll. Ég heimsótti Þóra síðast á Dvalarheimilið daginn eftir að Ásta lést og átti þá vinur minn og frændi mjög erfitt, en hann og Ásta vora ákaflega samrýndar manneskjur, enda sagði hann sjálf- ur fyrir nokkra að hann hefði átt 60 jól með henni Ástu og hann hefði ekki hugsað sér að breyta því, og við það stóð hann. Einnig hafði hann sagt syni sínum að hann myndi kveðja þennan heim 21. des- landið saman. Meðal annars fórum við í stærsta dýragarð í Hollandi og einnig skruppum við til Amsterdam og fórum í siglingu á síkjunum. Þegar ég hélt sýningu á íslandi 1991 varstu mín aðalstoð og stytta. Þú hjálpaðir mér við að flytja skúlptúrana á sýningarstað og út- vegaðir geymslupláss undir þá eftir sýninguna. Þetta sumar bjó ég hjá þér og unnum við báðar á nóttinni, enda báðar næturhrafnar. Urðum við oft samferða heim. Fyrir rúmu ári komu upp alvar- leg veikindi hjá þér. Þótt baráttan væri hörð átti enginn von á öðru en að þér tækist að sigrast á þeim. En það var öðru nær. Fyrir þremur mánuðum veiktistu alvarlega og nú var sjúkdómurinn kominn á alvar- legt stig. Þú og Þórður, maðurinn þinn, höfðuð unnið stutta ferð til London. Við ákváðum að hittast í London ef heilsa þín leyfði. Það tókst og áttum við nokkra góða daga saman. Þú leist svo vel út að ég gerði mér vonir að lyfin virkuðu og að þú næðir að sigrast á þessu en það fór á annan veg. Þetta var seinasta skipti sem ég sá þig á lífi. Ég reyndi að koma heim í tæka tíð til að sjá þig áður en þú færir en því miður náði ég því ekki. En ég hugga mig við góðar minningar úr Lundúnaferðinni og er sátt við að við kvöddumst þar. Hafðu þökk fyr- ir allt. Ég ætla að kveðja þig með vís- unni eftir Vatnsenda-Rósu sem þú skrifaðir í minningabókina mína 1972: Pó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Nanna K. Skúladóttir. ember eins og faðir hans Sæmundur heði gert 1971. Þóri hefur verið mjög veikur undanfar- ið af þeim sjúkdómi sem er svo hastarlegur og erfitt er að lækna, hvað þá menn sem eru komnir vel til aldurs. Eftir að Þóri hætti bú- skap starfaði hann mest sem smiður bæði í Reykjavík og á Hvolsvelli þar til aldur * og heilsa leyfðu honum ekki að vinna lengur. Þóri var ákaflega mikill hesta- maður og mai’ga hestana tamdi hann á sinni starfsævi og marga gæðinga átti hann um ævina. Eg man alltaf þegar ég var um tíu ára og við voram að rýja rétt fyrir ofan Þóranúp, að Þóri kallaði á mig og sagði: „Friðrik, hvernig líst þér á þetta lamb?“ Ég sem barn var fljót- ur að svara: „Mjög vel.“ Þá sagði Þóri: „Þú mátt eiga það, en fyrst verður þú að segja mér hvað það á að heita.“ „Gjöf,“ svaraði ég strax. Minningar hrannast upp þegar maður missir ástvin og hve gamall sem maður verður, mun minningin um góðan mann lifa. Með þessum fáu línum vil ég kveðja þann mann sem átti svo mikinn þátt í mínum uppvexti. Ég þakka honum fyrir allt og bið góðan Guð að blessa hana og ég veit að hann fær góða heim- komu. Einnig bið ég Guð að varð- veita böm hans, tengdabörn, barna- börn og barnabai-nabörn í sorg þeirra. Friðrik Ingi Óskarsson. Elsku afi minn, nú rættist óskin - þín, þú ert kominn til hennar ömmu. Eftir átta langa og erfiða mánuði fyrir þig fékkstu hvíldina langþráðu. Það er búið að vera sárt fyrir fjölskylduna þína að horfa upp á þig fara svona. Okkur er það því huggun harmi gegn að vita að þér líður betur. Við áttum nú góðar stundir saman þessa síðustu mán- uði, afi minn. Þér leið vel á hjúkran- arheimilinu Ljósheimum, og á starfsfólkið þar heiður skilinn fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Þú varst alltaf jafn ánægður þegar ég kom. Skemmtilegast þótti þér samt greinilega þegar ég tók börnin með mér, sérstaklega hafðir þú gaman af litla drengnum. Stoltið skein úr andliti þínu þegar hann labbaði um völtum fótum og heilsaði upp á aðra vistmenn og starfsfólk Ljósheima, og auðvitað varstu fljótur að komast að þeiiri niðurstöðu að hann líktist langafa sínum bara þó nokkuð. Minningarnar ná líka lengra aft- ur, t.d. í húsið ykkar ömmu í Litla- gerðinu, þar sem ég var tíður gest- ur sem barn. Þar varst þú lengi með hestana þína úti í bílskúr. Mik- ið þótti þér vænt um þá. Ég man líka vísurnar þínar, afí, þú varst alltaf að semja vísur í tíma og ótíma. Gaman væri að vita hvað þær urðu margar á lífsleið þinni. Æ, elsku afi, þó að það sé erfitt að sjá á eftir þér er gott að vita að * þú ert kominn á betri stað og um- fram allt að vita að þú ert búinn að finna hana Ástu þína aftur. Kæri afi, ég kveð þig með sökn- uði. Kysstu hana ömmu frá mér. Guð geymi ykkur bæði. Þín Erla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru . nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin# Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.